Morgunblaðið - 08.05.2003, Síða 11

Morgunblaðið - 08.05.2003, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 11 FÓLK, sem gengur í fyrsta sinn að kjörborðinu á laugardaginn, man tæplega eftir hefðbund- inni, íslenzkri stjórnarmyndun, þar sem erfitt er að koma saman stjórn og stjórnarmyndunar- umboðið gengur á milli flokksformanna vikum eða mánuðum saman án þess að árangur náist. Slíkt átti sér síðast stað fyrir sextán árum, þeg- ar yngstu kjósendurnir sem kjósa nú á laugar- daginn voru tveggja ára. Þá eru a.m.k. 23 ár frá því að forseti lýðveldisins beitti sér að ráði til að hafa áhrif á stjórnarmyndun. Síðustu stjórnir myndaðar á nokkrum dögum Vorið 1987 stóðu tilraunir til stjórnarmynd- unar yfir á þriðja mánuð, þar til loks náðist saman um þriggja flokka stjórn Sjálfstæðis- flokksins, Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins. Kosningaúrslitin höfðu verið með þeim hætti að enginn möguleiki var á tveggja flokka stjórn, enda var Sjálfstæðisflokkurinn minni en nokkru sinni fyrr eða síðar, fékk 27% atkvæða. Stjórnin sprakk árið eftir, en þá var mynduð vinstristjórn Framsóknarflokks, Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags, auk Stefáns Valgeirssonar, á einni viku. Eftir að Davíð Oddsson gerðist þátttakandi í landsmálapólitíkinni hafa ríkisstjórnir verið myndaðar á fáeinum dögum. Davíð fékk stjórn- armyndunarumboðið hjá Vigdísi Finnboga- dóttur forseta árið 1991, eftir að Sjálfstæðis- flokkurinn hafði endurheimt mestan part þess fylgis, sem hann missti í kosningunum 1987. Vinstristjórnin hafði haldið mjög naumum meirihluta, 32 af 63 þingmönnum, en þá var Al- þingi haldið í tveimur deildum og stjórnin hafði ekki meirihluta í báðum. Auk þess lá fyrir að áhugi Alþýðuflokksins á áframhaldandi stjórn- arsamstarfi var takmarkaður. Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra baðst því lausnar fyrir stjórnina. Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, sett- ust niður úti í Viðey og mynduðu stjórn á fjór- um dögum. Leikfléttan 1995 Sú stjórn hélt einnig afar naumum, eins manns meirihluta í kosningunum 1995 – þá var Alþingi reyndar komið í eina deild. Vegna þess að meirihlutinn hélt, var engin þörf á því fyrir Davíð Oddsson að biðjast lausnar. Hann lék þá hins vegar óvenjulega leikfléttu. Páskahelgin fylgdi í kjölfar kosninganna og meðan á henni stóð töldu alþýðuflokksmenn að þeir væru í við- ræðum við Sjálfstæðisflokkinn um áframhald- andi stjórnarsamstarf. Að morgni annars í páskum tilkynnti Davíð Jóni Baldvin hins vegar að þeim viðræðum væri slitið og hann hefði náð samkomulagi kvöldið áður við Halldór Ásgríms- son um að reyna stjórnarmyndun Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknarflokksins. Þetta kom mörgum á óvart, vegna þess að Halldór Ásgrímsson hafði talað þannig fyrir kosningar að hann vildi reyna myndun vinstri- stjórnar. Hann hafði hins vegar þegar rætt við Alþýðuflokkinn, sem ekki hafði áhuga á slíku á meðan hann væri í viðræðum við Sjálfstæðis- flokkinn. Þá taldi Halldór að ef hann tæki ekki boði Davíðs um stjórnarmyndun, gæti hann misst Alþýðubandalagið fram fyrir sig, sem væri reiðubúið að mynda stjórn með Sjálfstæð- isflokknum. Þannig stóð Davíð Oddsson með pálmann í höndunum, baðst lausnar fyrir stjórnina og Halldór fór síðan á fund Vigdísar Finnbogadóttur forseta og mælti með því að Davíð fengi stjórnarmyndunarumboðið, sem hann og fékk. Atbeini forseta óþarfur ef stjórn heldur meirihluta Í síðustu kosningum hélt svo núverandi rík- isstjórn meirihluta sínum og var samþykkt strax eftir kosningarnar í þingflokkum beggja stjórnarflokka að halda samstarfinu áfram. Það kom því ekki til þess að forseti Íslands þyrfti að úthluta stjórnarmyndunarumboðinu, heldur greindu forystumenn stjórnarflokkanna honum frá því að þeir ætluðu að halda samstarfinu áfram á nýju kjörtímabili. Slíkt hefur einungis gerzt tvisvar áður á lýð- veldistímanum, þ.e. 1963 og 1967 þegar Við- reisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hélt meirihluta sínum og starfaði áfram. Atbeini forseta er með öðrum orðum ekki nauðsynlegur, haldi ríkisstjórn meirihluta sín- um. Jafnvel þar sem ekki er grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi í ríkisstjórn, getur það að halda meirihlutanum veitt sitjandi stjórnar- flokkum ákveðið svigrúm til stjórnarmyndunar, eins og dæmið frá 1995 sýnir. Ef Davíð Odds- son hefði orðið að biðjast lausnar strax, er ekki hægt að útiloka að Halldóri Ásgrímssyni hefði tekizt að mynda vinstristjórn. Forsetinn hefur stundum haft afgerandi áhrif Hið alla jafna valdalitla embætti forseta Ís- lands hefur stundum orðið valdamikið við stjórnarmyndun. Þannig beitti Ásgeir Ásgeirs- son forseti sér með afgerandi hætti fyrir mynd- un Viðreisnarstjórnarinnar 1959. Almenna regl- an hin síðari ár er þó að forsetinn hefur persónulega ekki mikil áhrif á gang mála. Í grundvallarriti sínu um stjórnskipunarrétt, Stjórnskipan Íslands, bendir Ólafur Jóhann- esson heitinn á að forseti verði að kynna sér vilja Alþingis við myndun ríkisstjórnar. „Er honum nokkuð í sjálfsvald sett með hverjum hætti hann gerir það. Venjulega ræðir hann þó við fráfarandi ráðherra og formenn stjórn- málaflokka, en getur auðvitað ráðfært sig við forseta Alþingis og aðra þingmenn, eftir því sem hann telur þörf á,“ segir Ólafur. Hann bendir sömuleiðis á að fái einn flokkur hreinan meirihluta á þingi, beri forseta að sjálf- sögðu að leita til forystu hans um stjórnar- myndun. Fái enginn þingflokkur hreinan meiri- hluta, hafi forseti hins vegar óefað frjálsari hendur við stjórnarmyndun. „Þá ráðfærir hann sig að sjálfsögðu með sama hætti við for- ystumenn þingflokkanna. Er hann hefur kynnt sér viðhorf þeirra, ræður hann hverjum hann felur að gera tilraunir til stjórnarmyndunar og hvern frest hann veitir til þeirrar tilraunar. Að jafnaði mundi hann sjálfsagt fela þeim manni stjórnarmyndun, er hann teldi líklegastan til að geta myndað meirihlutastjórn, þ.e. samsteypu- stjórn fleiri flokka. Þyrfti það alls ekki að vera formaður stærsta flokksins, og eigi heldur for- maður þess flokks, sem mest hefði unnið á í kosningum. Það fer alveg eftir atvikum.“ Ólafur Jóhannesson bendir sömuleiðis á að reynist ókleift að mynda meirihlutastjórn, verði forsetinn að skipa ráðherra án beins atbeina meirihluta Alþingis og sé það hans að meta, hvenær slík niðurstaða sé fyrir hendi. Forset- inn eigi þá tvo kosti; að fela stjórnmálaflokki að mynda minnihlutastjórn, eða þá að mynda ut- anþingsstjórn. Nokkrar minnihlutastjórnir hafa starfað hér og allar um skamman tíma, sú síð- asta var stjórn Alþýðuflokksins árið 1979. Einu sinni hefur verið mynduð utanþingsstjórn á Ís- landi; það var fyrir atbeina Sveins Björnssonar, þegar hann var ríkisstjóri árið 1942 og fór með vald Danakonungs vegna hernáms Danmerkur. Sveinn Björnsson varð fyrsti forseti Íslands 1944 og hótaði að mynda aftur utanþingsstjórn árið 1950 til að knýja fram stjórnarmyndun, eftir langt og árangurslaust þóf. Niðurstaðan varð þá að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur mynduðu ríkisstjórn. Þá gerði Kristján Eldjárn, sem annars hafði alls ekki beitt sér við stjórnarmyndanir, sig líklegan til að mynda ut- anþingsstjórn árið 1980 eftir tveggja mánaða stjórnarkreppu. Henni lauk með því að Gunnar Thoroddsen myndaði stjórn nokkurra þing- manna Sjálfstæðisflokksins með Framsóknar- flokknum og Alþýðubandalaginu. Ólafur Ragnar ólíklegur til að beita sér pólitískt Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir beittu sér lítt við stjórnarmyndun, með áður- nefndri undantekningu í tíð Kristjáns. Stundum hefur það verið rakið til þess að þau hafi ekki komið úr stjórnmálum, eins og Sveinn Björns- son og Ásgeir Ásgeirsson. Núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, kemur hins vegar úr slag stjórnmálanna og menn hafa velt því fyrir sér hvort hann sé líklegur til að reyna að hafa meiri áhrif á stjórnarmyndun en tveir forverar hans, ekki sízt vegna þess að Ólafur Ragnar hafði sterkar skoðanir á myndun tveggja síð- ustu ríkisstjórna, kallaði það „svartasta daginn í sögu íslenzkrar jafnaðarmannahreyfingar“ þegar Jón Baldvin myndaði stjórn með Sjálf- stæðisflokknum 1991 og orðaði það svo að Jón Baldvin hefði drepið þann draum að öflug jafn- aðarmannahreyfing setti Sjálfstæðisflokkinn til hliðar í íslenzkum stjórnmálum. Árið 1995 sak- aði hann Halldór Ásgrímsson um að hafa geng- ið á bak orða sinna um að reyna myndun vinstristjórnar. Hins vegar bendir ekkert til þess að Ólafur Ragnar vilji gera hlutverk forsetans við stjórn- armyndun pólitískara á nýjan leik. Skömmu áð- ur en hann fór í forsetaframboð á sínum tíma, í byrjun október 1995, hafði hann framsögu á fundi Félags stjórnmálafræðinga um forseta- embættið, en þannig var sagt frá erindi hans í Morgunblaðinu: „Ólafur benti á að frá 1944 til 1988 hafi aðeins Viðreisnarstjórnin og tvær aðr- ar stjórnir setið út kjörtímabilið. Þess vegna hafi mikið verið horft til hverjum forsetinn af- henti vald til stjórnarmyndunar. Í þessu hafi áhrifavald fyrstu forsetanna birst. Þrjár síðustu stjórnir sýni hins vegar að forystumenn í stjórnmálum hafi þróað með sér aðferðafræði til að mynda stjórn og því hafi þeir fengið þetta vald. Nú ríkir stöðugleiki, sagði Ólafur, og mun ríkja um langa framtíð og því ólíklegt að þær aðstæður skapist að forsetinn hafi afgerandi áhrif á stjórnarmyndun.“ Eftir að Ólafur var svo kominn í forseta- framboð, sagði hann í viðtali við Morgunblaðið 28. júní 1996: „Blessunarlega hefur orðið sú breyting að forystumönnum flokkakerfisins á Íslandi hefur smátt og smátt lærst að mynda ríkisstjórnir. Það sést meðal annars á því að þær þrjár ríkisstjórnir, sem síðast hafa verið myndaðar hér á landi, ríkisstjórnir 1995, 1991 og 1988, voru allar myndaðar á um það bil viku. Það tel ég hið æskilega, að forystumenn flokkanna á vettvangi Alþingis annist sjálfir það verk að finna flöt til stjórnarmyndunar. Ég vona að sá lærdómur, sem þeir hafa tileinkað sér, haldi áfram að móta störf þeirra við stjórn- armyndunina. Það er það leiðarljós, sem ég mun fyrst og fremst hafa.“ Hið horfna stjórnar- myndunarþref Hefðbundið, íslenzkt stjórn- armyndunarþref hefur ekki átt sér stað í sextán ár, held- ur hafa ríkisstjórnir verið myndaðar á nokkrum dög- um, skrifar Ólafur Þ. Steph- ensen. Þá hefur forseti lýð- veldisins lítið beitt sér við stjórnarmyndun síðustu áratugi og ekkert bendir til að breyting verði á því. Morgunblaðið/Jim Smart Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Hann hefur talið ólíklegt að þær aðstæður skapist á ný að forsetinn hafi afgerandi áhrif á stjórnar- myndun. „Það tel ég hið æskilega, að forystu- menn flokkanna á vettvangi Alþingis annist sjálfir það hlutverk að finna flöt til stjórnar- myndunar,“ sagði Ólafur Ragnar í viðtali við Morgunblaðið fyrir forsetakosningarnar 1996. GUÐMUNDUR Einarsson, útgerð- armaður og skipstjóri í Bolungarvík, segir í viðtali við Bæjarins besta á Ísafirði að ef stefnum Samfylkingar- innar, Frjálslynda flokksins eða Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í sjávarútvegsmálum verð- ur komið í framkvæmd hér á landi eft- ir kosningar muni það setja allt í upp- nám og kippa grundvellinum undan rekstri smábátaútgerðarinnar í Bol- ungarvík. Guðmundur segir stefnu Frjálslynda flokksins hreina aðför að smábátunum og að fyrningarleiðin myndi leggja sjávarútveginn í rúst. Guðmundur segir að hugmyndir flokkanna um að gera aflaheimildir útgerðanna upptækar um 5–10% á ári, eins og hann kallar það, og selja þær síðan aftur á uppboði, muni eyði- leggja smábátaútgerðina ekki síður en útgerð stærri skipanna. Þessi að- ferð muni leggja fyrirtækin í rúst og stefna atvinnu starfsfólks í voða, að því er segir í blaðinu. Fram kemur að meginuppistaðan í þeim 2.500 þorskígildistonnum sem smábátaútgerðin í Bolungavík hefur nú aflaheimildir fyrir er þorskur eða 1.258 tonn og ýsan er 1.016 tonn. Guðmundur Einarsson hefur reiknað út þann kostnað sem 5–10% fyrning aflaheimilda myndi hafa. „Ef miðað er við líklegt verð á fyrndri aflahlutdeild í krókaaflamarkskerfinu og gert ráð fyrir sama verði og spáð er í stóra kerfinu, má samkvæmt út- reikningum Guðmundar gera ráð fyr- ir að árlegur kostnaður vegna endur- kaupa á árlegri 10% fyrningu verði rúmar 170 milljónir króna hjá útgerð- um smábáta í Bolungarvík. Það er um 47% af áætluðu aflaverðmæti bátanna,“ segir í Bæjarins besta. Guðmundur Einarsson um áhrif fyrningarleiðar á smábátaútgerð Myndi setja allt í uppnám og leggja fyr- irtækin í rúst Baráttufundur Vinstri grænna í Gamla bíói. Vinstrihreyfingin – grænt framboð í Reykjavíkur- og Suðvestur-kjördæmum heldur bar- áttufund í Gamla bíói (Íslensku óp- erunni) fimmtudagskvöldið 8. maí. Á dagskránni eru barátturæður í bland við skemmtiefni. Ögmundur Jón- asson þingmaður, sem leiðir lista VG í Reykjavík suður, Kolbrún Halldórs- dóttir þingmaður, sem leiðir lista VG í Reykjavík norður og Þórey Edda El- ísdóttir, sem skipar 2. sæti í Suðvest- urkjördæmi, halda barátturæður. Kórsöngur og Guðrún Gunnarsdóttir söngkona syngur lög Ellýjar Vil- hjálmsdóttur við undirleik Valgeirs Skagfjörð. Dagskráin hefst kl. 20.30 – húsið opnað kl. 20.00. Heimsókn í Kosningamiðstöð VG Í Bæjarlind 12. Fimmtudaginn 8. maí milli kl. 15-17 kemur Sigursteinn Másson í kaffi og spjall. Fjöl- skylduhátíð í Vetrargarðinum Samfylkingin býður til fjöl- skylduhátíðar í Vetrargarðinum í Smáralind í dag 8. maí kl. 17.00 – 19.00. Fjölbreytt tónlistaratriði, Birg- itta Haukdal og Írafár flytja Euro- visionlagið auk nokkurra Írafárslaga, Dísella Lárusdóttir syngur m.a. vin- sæl lög úr Disneymyndum, Ríó Tríó, Jóna Einarsdóttir leikur á harm- onikku og Reynisstaðabræður, Hall- dór Gylfason og Freyr Eyjólfsson syngja, leika og fara með gamanmál. Fimleikasýning frá Gerplu Sirk- usatriði úr leikritinu Rómeó og Júlíu og sjónvarpsmennirnir Sveppi og Auddi. Stutt ávörp flytja:Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forsætisráð- herraefni Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður og Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður. Trúðar, blöðrur og andlitsmálun verða fyrir börnin. Hátíðinni stýrir Helgi Pétursson. STJÓRNMÁL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.