Morgunblaðið - 08.05.2003, Page 13
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 13
MILLJÓNIR kínverskra farand-
verkamanna hafa virt að vettugi við-
varanir stjórnvalda við því að snúa
aftur til síns heima frá svæðum þar
sem heilkenna alvarlegrar og bráðr-
ar lungnabólgu (HABL) hefur orðið
vart. Þetta kom fram í máli Wens
Jiabaos forsætisráðherra í gær, og
sagði hann að hætta væri á alvar-
legum HABL-faraldri í dreifbýlinu í
Kína.
Rúmlega 800.000 farandverka-
menn hafa á undanförnum vikum
haldið heimleiðis til miðhluta Henan-
héraðs, sem er eitt fjölmennasta
svæði landsins, og um ein milljón
hefur snúið til síns heima í nágranna-
héraðinu Anhui, að því er embætt-
ismenn og fjölmiðlar hafa greint frá.
Á símafundi með æðstu embætt-
ismönnum allra héraða landsins á
þriðjudaginn sagði Wen að Kínverj-
ar stæðu frammi fyrir erfiðu verk-
efni við að hefta útbreiðslu HABL í
dreifbýlinu. Það væri lykilatriðið í að
ná tökum á faraldrinum í landinu.
Wen ítrekaði, að því er virðist án ár-
angurs, hvatningu sína til farand-
verkafólks um að snúa ekki til
heimahéraða sinna.
„Mjög erfitt hefur reynst að koma
þeim skilaboðum til farandverka-
fólks á svæðum sem faraldurinn hef-
ur náð til að það snúi ekki heim,“
sagði í frétt Kínversku fréttastof-
unnar, er greindi frá tilraunum yf-
irvalda í Henan til að hafa hemil á
farandverkafólkinu.
„Ástandið í HABL-sóttvörnum
hvarvetna í Henan er mjög alvar-
legt,“ sagði í fréttinni.
Talið er að um 75 af hundraði
þeirra 290.000 farandverkamanna
sem héldu heimleiðis til Henan dag-
ana 1. til 4. maí hafi komið frá svæð-
um sem faraldurinn hefur náð til.
Íbúar Henan eru um 91 milljón, svo
að segja allt í dreifbýli, þar af um
fimm milljónir farandverkafólks sem
farið hefur til þéttbýlisstaða í leit að
betra viðurværi. Margir þeirra hafa
þó misst vinnu sína, s.s. fólk sem
unnið hefur á veitingahúsum og hót-
elum þar sem viðskipti hafa minnkað
vegna faraldursins.
Svipaða sögu er að segja frá ná-
grannahéraðinu Anhui, þar sem íbú-
ar eru um 63 milljónir, þ.á m. um
fimm milljónir farandverkamanna.
Enn sem komið er hefur einungis
verið greint frá 15 HABL-tilfellum
og 15 meintum, og í Anhui voru stað-
fest tilfelli í gær orðin níu og meint
ellefu.
Dánartíðnin sögð hærri
Um það bil helmingur þeirra sem
fá sjúkdóminn og orðnir eru sextugir
deyja að öllum líkindum af völdum
hans, samkvæmt niðurstöðum um-
fangsmestu faraldurfræðirannsókn-
ar sem hingað til hefur verið gerð á
sjúkdómnum.
Niðurstöðurnar voru birtar síð-
degis á þriðjudaginn á vefsíðu
breska læknaritsins The Lancet, og
eru byggðar á 1.425 tilfellum HABL
í Hong Kong til 28. apríl. Dánartíðni
sjúklinga eldri en 60 ára er voru
lagðir á spítala var á bilinu 43,3% til
55%. Til samanburðar er dánartíðni
þeirra sem veikjast og eru innan við
sextugt einungis 6,8–13,2%.
Einn höfunda rannsóknarinnar,
Christl Donnely, prófessor í smit-
sjúkdómafaraldursfræði við Imper-
ial College í London, sagði að dán-
artíðnin af völdum HABL væri
„hærri en hingað til hefur verið tal-
ið“. Á vefsíðum Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar (WHO) og Sótt-
varnamiðstöðvar Bandaríkjanna
(CDC) er tíðnin sögð vera um á
bilinu fimm til sex af hundraði.
Óttast mikla útbreiðslu
HABL í dreifbýli í Kína
Dánartíðni eldri sjúklinga
hærri en talið hafði verið
Peking, París. AFP.
TALSMAÐUR Alþjóðakjarn-
orkumálastofnunarinnar, IAEA, í
Vín, Melissa Fleming, segir að
stofnunin hafi áhyggjur af því að
geislavirkum efnum á íröskum
kjarnorkurannsóknarstöðvum
verði stolið. Hún sagði í gær að í
þekktustu stöðinni, al-Tuwaitha,
sunnan við Bagdad, hefðu þjófar
látið greipar sópa. Íbúarnir
kvarta undan því að hernámslið
Bandaríkjamanna hafi ekki
tryggt öryggi staðarins.
Fleming sagði að þar og víða
annars staðar í Írak væru efni
sem hægt væri að nota í svo-
nefndar geislasprengjur en þá er
hefðbundið sprengiefni notað til
að dreifa geislavirku efni yfir
stórt svæði og gera það óbyggi-
legt um langt skeið. Hún sagði að
umræddir staðir væru um eitt
þúsund og hefðu Bandaríkjamenn
fengið lista yfir þá.
Í sumum tilvikum væri um að
ræða efni sem notuð væru í tæki
á sjúkrahúsum en bætti við að
IAEA hefði ekki upplýsingar um
að slíkum efnum hefði þegar ver-
ið stolið. Vitað væri að í al-Tuw-
aitha væru „nokkur tonn af nátt-
úrulegu úrani“ en það væri hins
vegar ekki nothæft í geisla-
sprengjur sem einnig eru nefndar
„skítugar sprengjur“. Vopnaeft-
irlitsmenn IAEA hefðu á hinn
bóginn gert upptækt eða látið
eyða svonefndu auðguðu úrani
áður en þeir voru reknir frá Írak
1998 en slíkt úran er notað í
kjarnorkusprengjur.
IAEA vill að alþjóðlegum eft-
irlitsmönnum stofnunarinnar
verði aftur hleypt inn í landið til
að fylgjast með umræddum stöð-
um. En Richard Boucher, tals-
maður utanríkisráðuneytisins í
Washington, sagði á mánudag að
Bandaríkjamenn hefðu ekki enn
ákveðið hvort þeir samþykktu til-
mælin. Annar talsmaður IAEA,
Mark Gwozdecky, sagði í vikunni
að Mohamed ElBaradei, yfirmað-
ur IAEA, hefði í lok apríl sent
Bandaríkjastjórn bréf þar sem
hann hvatti hana til að leyfa
fulltrúum stofnunarinnar að fara
og kanna aðstæður í al-Tuwaitha
vegna „ískyggilegra frétta“ af því
að ræningjar hefðu stolið þar
ýmsum búnaði.
„Við teljum ekki endilega að
hætta sé á að kjarnorkuvopn
lendi í röngum höndum en frem-
ur að heilsu fólks og öryggi geti
verið stefnt í hættu og umhverfið
gæti mengast,“ sagði Gwozdecky.
Bandarísk dagblöð sögðu á
sunnudag að eftirlitsmenn á veg-
um varnarmálaráðuneytisins,
Pentagon, hefðu skoðað aðstæður
í al-Tuwaitha. Niðurstaðan hefði
verið að svo miklu væri búið að
stela á staðnum að útilokað væri
að segja nokkuð um það hvort
geislavirkum efnum hefði verið
stolið.
Íbúar dauðhræddir
við ræningjana
Íbúar í al-Tuwaitha segjast
vera dauðhræddir við ræningjana
og framferði þeirra. „Hvers
vegna leyfðu Bandaríkjamenn
þessum mönnum að fara hingað?“
spurði Bilal Abdallah, rúmlega
þrítugur karlmaður sem starfaði
við rannsóknastöðina. Hópar
ungra drengja reikuðu um svæð-
ið, grófu upp slöngur, járnplötur
og rafmótora.
Aldraður fjárhirðir var með fé
sitt rétt við haug þar sem ljóst
var að nýlega hafði eitthvað verið
grafið. Bandarískur hermaður,
sem átti leið fram hjá í bíl sínum
stansaði til að vísa fjárhirðinum
burt.
Íraskur bílstjóri sagði að þrír
menn hefði dáið fyrir skömmu í
al-Tuwaitha eftir að hafa fengið í
sig eitur úr einhverju sem stolið
var úr stöðinni.
Borgarbúar sögðu að fáir hefðu
gert sér grein fyrir hættunni
enda leynd ríkt um það sem fram
fór í stöðinni. „Sérfræðingur kom
og sagði okkur að það væri mjög
hættulegt að taka nokkuð á
staðnum. Hún sagði að fólk hefði
stolið gámum með [varasömum]
efnum og einnig verið að grafa á
stað með geislavirkum úrgangi,“
sagði íbúi sem ekki þorði að gefa
upp nafn sitt. Hann sagðist halda
að konan hefði verið Rihab Taha,
sýklavopnasérfræðingur sem
uppnefnd var „Doktor Sýkill“.
Komust íraskir ræningjar
yfir geislavirk efni?
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin
varar við hættunni á að stolin efni
verði notuð í geislasprengjur
Reuters
Liðsmenn vopnaleitarsveitar Bandaríkjahers skoða íraskan tengivagn
sem grunur leikur á að hafi verið notaður sem færanleg efnavopnaverk-
smiðja. Bandaríska hernámsliðið hefur sætt gagnrýni fyrir að aðhafast
lítið til að gæta kjarnorkurannsóknarstöðva í Írak.
Vín, al-Tuwaitha í Írak. AFP
ÁSTRALSKA dagblaðið The
Sydney Morning Herald hefur
fengið í hendurnar segulband sem
sagt er innihalda ávarp frá Sadd-
am Hussein, fyrrverandi Íraks-
forseta. Í ávarpinu hvetur Saddam
Íraka til uppreisnar gegn her-
sveitum Bandaríkjamanna sem nú
eru í landinu.
Greint var frá því í The Sydney
Morning Herald í gær að tveir
menn hafi afhent blaðamanni
blaðsins í Bagdad segulbandið sl.
mánudag eftir að þeir gáfust upp
á tilraunum til að koma því í hend-
ur fréttamanna arabísku sjón-
varpsstöðvanna al-Jazeera eða al-
Arabiya. Héldu mennirnir því
fram að ávarpið hefði verið tekið
upp á band þann sama dag.
Ávarpið er fimmtán mínútna
langt. Þar hvetur rödd, sem eign-
uð er Saddam, alla Íraka til að
sameinast í skæruhernaði gegn
Bandaríkjaher. „Með þessum
leynilega hætti tala ég til ykkar
frá hinu stórkostlega Írak og ég
segi við ykkur að höfuðverkefni
ykkar, araba sem Kúrda, sjíta sem
súnníta, múslima sem kristinna
manna – allrar írösku þjóðarinnar,
úr hvaða trúdeild sem menn koma
– er að sparka óvininum úr landi
okkar,“ segir Saddam.
Forsvarsmenn ástralska dag-
blaðsins sögðust ætla að afhenda
Bandaríkjamönnum segulbandið
svo rannsaka mætti það frekar.
Sagði Ari Fleischer, talsmaður
Bandaríkjaforseta, seinna um dag-
inn að segulbandið yrði rannsakað
ítarlega. Ítrekaði hann að Banda-
ríkjastjórn vissi einfaldlega ekki
hvort Saddam væri lífs eða liðinn.
Telja Saddam hér á ferðinni
Í frétt The Sydney Morning
Herald sagði að svo virðist sem
ávarpið væri nýlegt, enda er þar
m.a. vísað til afmælis Saddams,
sem var 28. apríl sl. Þá er fullyrt í
blaðinu að þrettán Írakar, þ.á m.
gamall kunningi Saddams, hafi
talið að um rödd forsetans fyrr-
verandi væri að ræða, þegar
ávarpið var spilað fyrir þá. Ræðu-
maður noti svipuð orð og Saddam
hafi gert og að röddin líkist hans
mjög eindregið.
Saddam Hussein
Hvetur til
uppreisnar í
nýrri hljóð-
upptöku
Sydney, Washington. AFP.
er Saddam. Ekki var ljóst hvort
Ubaydi hefði gefið sig fram eða
handsamaður af hermönnum banda-
manna í Írak.
Alls 20 af 55-manna-
listanum fundnir
Reynist það rétt sem bandaríska
dagblaðið The Washington Post hef-
ur sagt að Mizban Khidir Hadi, fyrr-
BANDARÍKJAMENN hafa nú í
haldi Írakann Ghazi Hammud al-
Ubaydi, sem var einn af æðstu
mönnum Baath-flokks Saddams
Husseins og yfirmaður vopnaðra
sveita í Wasit-héraði þar sem helsta
borgin er al-Kut.
Ubaydi var númer 32 á lista yfir 55
ráðamenn sem bandamenn leggja
mesta áherslu á að klófesta en efstur
verandi félagi í byltingarráði Íraks,
sé einnig í haldi er búið að handsama
20 af mönnunum 55.
Sé Ali Hasan Majid, sem var einn
æðsti ráðgjafi Saddams forseta og
kallaður „efnavopna-Ali“, látinn eins
og bandamenn telja, er heildartalan
yfir menn af 55-manna-listanum,
sem ekki þarf lengur að leita, komin í
21.
Háttsettur Íraki handtekinn
Bagdad. AFP.