Morgunblaðið - 08.05.2003, Side 14
ERLENT
14 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
DICK Cheney, varaforseti Banda-
ríkjanna, hefur tilkynnt að hann hafi
fullan hug á því að vera aftur varafor-
setaefni George
W. Bush Banda-
ríkjaforseta í for-
setakosningunum
sem haldnar
verða haustið
2004. Hann segir
að heilsubrestur
muni ekki aftra
honum frá því að
verða í framboði.
„Forsetinn hef-
ur beðið mig um
að verða aftur í framboði með honum.
Ég hef samþykkt að gera það,“ segir
Cheney í viðtali sem birtist í dag-
blaðinu The Dallas Morning News í
gær. Sagði hann að heilsa hans væri
„nógu góð“. „Allt er í lagi,“ sagði
hann. Cheney er 62 ára gamall.
Miklar getgátur hafa verið um það í
Bandaríkjunum hvort Cheney yrði
aftur varaforsetaefni Bush en Cheney
hefur verið veill fyrir hjarta. Hefur
hann fjórum sinnum fengið hjarta-
áfall, en ekkert þeirra síðan hann tók
við varaforsetaembættinu í janúar
2001. Upp á síðkastið hafa menn síðan
rætt um hvort tengsl Cheneys við ým-
is bókhalds- og fjármálahneyksli
gætu dregið úr líkum Bush á að ná
endurkjöri, en nú stendur yfir rann-
sókn á bókhaldsfærslum Halliburton-
fyrirtækisins á þeim tíma er Cheney
var þar framkvæmdastjóri.
„Ég hef lækni við höndina allan sól-
arhringinn og hann fylgist mjög
grannt með mér,“ sagði Cheney í við-
talinu sem birt var í gær. „Ef ég yrði
fyrir skakkaföllum sem yllu því að ég
teldi mig ekki geta sinnt embættinu,
þá yrði ég fyrstur til að segja það upp-
hátt og draga mig í hlé.“
Cheney verð-
ur í framboði
með Bush
Dallas. AP.
Dick
Cheney
varkár í yfirlýsingum sínum og að
ýmis ummæli hans hafi vart stuðl-
að að góðum samskiptum Banda-
ríkjamanna og íraskra borgara.
Útnefning Bremers er túlkuð
þannig að utanríkisráðuneytið
bandaríska hafi haft betur í þess-
ari lotu valdabaráttu ráðuneyt-
anna í Washington. Á hinn bóginn
er eftir því tekið að Bremer mun
heyra undir varnarmálaráðherr-
ann, sem fyrr segir, og bandarísk-
ir embættismenn fullyrtu að það
hefði verið Rumsfeld sem valdi
Bremer til starfans – ekki Colin
Powell utanríkisráðherra.
Varaði við árás á Bandaríkin
„Hann býr yfir afar mikilli
reynslu. Hann er maður sem veit
hvernig á að koma hlutunum í
framkvæmd,“ sagði Bush, er hann
tilkynnti um útnefningu Bremers
á þriðjudag. „Sendiherrann nýtur
fulls stuðnings þessarar stjórnar
og öll erum við sannfærð um að
hann geti náð tilsettum árangri,“
sagði Bush ennfremur.
Bremer er sextíu og eins árs
gamall og starfaði um tuttugu og
þriggja ára skeið í utanríkisþjón-
ustunni. Hann var á sínum tíma
aðstoðarutanríkisráðherra í tíð
Williams B. Rogers og Henrys
Kissingers. Hann var sendiherra
Bandaríkjanna í Hollandi 1983–
1986, þegar Ronald Reagan var
forseti, og síðan sendiherra,
ábyrgur fyrir hryðjuverkavörnum,
á árunum 1986–1989. Áður hafði
hann unnið í sendiráðum Banda-
ríkjanna í Afganistan, Malawi og
Noregi.
Eftir að Bremer hætti í utanrík-
isþjónustunni starfaði hann hjá
ráðgjafarfyrirtæki Kissingers og
árið 1999 var hann síðan skipaður
formaður þverpólitískrar nefndar
um hryðjuverk sem starfar á veg-
um fulltrúadeildar Bandaríkja-
þings.
Bremer varaði í vitnisburði fyrir
þingnefnd í júní 2000 við hryðju-
verkaárás á Bandaríkin sem hugs-
anlega yrði svo hrikaleg að aðeins
mætti líkja henni við árás Japana
á Pearl Harbour 7. desember
1941.
Sagðist Bremer seinna hafa orð-
ið fyrir miklu áfalli þegar hryðju-
verkamenn réðust á Bandaríkin
11. september 2001 en að árásin
hefði þó ekki komið honum á óvart
þar sem leyniþjónustan banda-
ríska hefði verið orðin værukær í
störfum sínum.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að L. Paul
Bremer, fyrrverandi sendiherra
Bandaríkjanna í Hollandi, stýri
borgaralegri stjórn Bandaríkja-
manna í Írak. Hershöfðinginn
fyrrverandi, Jay Garner, hefur
fram að þessu verið æðsti embætt-
ismaður Bandaríkjastjórnar í Írak
en hann mun framvegis teljast
undirmaður Bremers. Bremer
mun heyra beint undir Donald
Rumsfeld varnarmálaráðherra, en
Garner hafði hins vegar talist und-
irmaður Tommy Franks hershöfð-
ingja, æðsta yfirmanns Banda-
ríkjahers í Írak.
Embættismenn Bandaríkja-
stjórnar segja að með útnefningu
Bremers vilji menn stuðla að því
að stjórnartaumarnir í Írak verði í
höndum borgaralegra embættis-
manna, í stað Bandaríkjahers.
Vona þeir að útnefning Bremers
verði til þess að ýmsir bandamenn
Bandaríkjanna láti af tregðu sinni
til að taka þátt í kostnaði vegna
uppbyggingarstarfs í Írak; tregðu
sem m.a. skýrðist af andstöðu við
hernaðarblæinn sem var á aðgerð-
um Bandaríkjamanna.
Garner fórnarlamb aðstæðna?
Tommy Franks hershöfðingi
mun áfram verða æðsti yfirmaður
bandaríska heraflans í Írak.
Bremer mun hins vegar fara fyrir
því teymi manna sem er ætlað að
sinna uppbyggingarstarfinu í Írak
og vinna að lýðræðisþróun í land-
inu. Fær Jay Garner nú það verk-
efni að koma ýmiss konar grunn-
þjónustu við borgarana í samt lag,
s.s. tryggja aðgang að vatni og
rafmagni, og ýta starfi ráðuneyta
úr vör á nýjan leik.
Zalmay Khalilzad, annar sérleg-
ur sendimaður Bandaríkjaforseta,
mun hins vegar vinna að því með
fulltrúum írösku þjóðarinnar að
mynda bráðabirgðastjórn heima-
manna.
Bandarískir embættismenn
vildu ekki tjá sig um það hvers
vegna ákveðið hefði verið að setja
Bremer yfir Garner. Stuðnings-
menn Garners sögðu hins vegar
að hann væri nú að súpa seyðið af
því hversu lélegar áætlanir hefðu
verið til staðar um það hvað tæki
við í Írak að loknum beinum
stríðsátökum. Þá væri Garner
fórnarlamb valdabaráttu sem
varnamála- og utanríkisráðuneytið
háðu nú.
Á hinn bóginn hefur mörgum
ekki þótt Garner vera nægilega
Bremer sett-
ur yfir Jay
Garner í Írak
L. Paul Bremer starfaði lengi í
utanríkisþjónustu Bandaríkjanna.
Hann mun heyra beint undir
Rumsfeld varnarmálaráðherra
Washington. AP, AFP, The Washington Post.
AP
L. Paul Bremer þegar George W. Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í
fyrrakvöld um útnefningu hans.
BANDARÍSKA geimferjan Kól-
umbía fórst að öllum líkindum vegna
þess að einangrun milli flísa á vinstri
væng ferjunnar losnaði. Þetta er nið-
urstaða frumrannsóknar sem gerð
hefur verið á orsökum slyssins.
Í yfirlýsingu frá Hal Gehman að-
mírál, formanni sérstakrar rannsókn-
arnefndar, sagði að nú lægju nægileg-
ar upplýsingar fyrir til að hægt væri
að einbeita sér að tilteknum þáttum í
rannsókninni. Lýsti hann frumniður-
stöðunni sem vinnutilgátu.
Kólumbía brotnaði í sundur yfir
Texas-ríki í Bandaríkjunum þegar
hún kom inn til lendingar yfir Texas
1. febrúar sl. Allir geimfararnir sjö,
sem um borð voru, létu lífið. Rann-
sóknarmenn telja að hitaeinangrun-
arhlífar á vinstri væng hafi skemmst í
flugtaki þegar bútar af einangrunar-
froðu brotnuðu af eldsneytistanki og
lentu á vængnum.
Einangrun gaf
sig í Kólumbíu
Washington. AFP.
SILVIO Berlusconi,
forsætisráðherra Ítal-
íu, sem sætir ákæru
fyrir að múta dómurum
í tengslum við umdeilda
einkavæðingarsamn-
inga á miðjum níunda
áratugnum, lýsti sig í
gær fylgjandi því að
menn sem gegna háum
pólitískum embættum
njóti friðhelgi frá lög-
sóknum.
Frumvarp um slíka
friðhelgi ráðamanna er
til umfjöllunar í ítalska
þinginu, en það var
upprunalega lagt fram í fyrra af þing-
mönnum á vinstri vængnum, sem eru
í stjórnarandstöðu.
Í grein sem forsætisráðherrann
ritaði í gær í dagblaðið Corriere della
Sera sagði hann nauðsynlegt að þess-
ar nýju reglur gengju í gildi áður en
Ítalía tekur við formennskunni í Evr-
ópusambandinu um mitt þetta ár.
„Við verðum að grípa inn í. Ekki til
þess að hjálpa forsætisráðherranum
að standast próf næstu sex mánaða
[þ.e. ESB-formennskutímabilsins],
sem ég er fullfær um upp á eigin
spýtur, heldur til að færa þjóðþinginu
aftur sinn sess sem þungamiðja
stjórnmálalífsins í landinu,“ segir í
grein Berlusconis. Að samþykkja
friðhelgisákvæðið væri því „í þágu
þjóðarhagsmuna og ítalskra kjós-
enda, ekki minna per-
sónulegu hagsmuna“.
Friðhelgi þingmanna
var afnumin að hluta
samkvæmt lögum árið
1993 til að greiða fyrir
upprætingu spillingar í
ítölskum stjórnmálum í
svokölluðum „hreinu
handa“-réttarhöldum
(ít. mani puliti).
Andreotti sýknaður
af ákæru um þjónk-
un við mafíuna
Einn fyrrverandi
ráðamanna Ítalíu sem
réttað var yfir í „hreinu handa“-her-
ferðinni, Giulio Andreotti, var á
föstudag sýknaður af ákærum um
samstarf við mafíuna. Andreotti var
forsætisráðherra í sjö ríkisstjórnum
og á alls 60 ára stjórnmálaferil að
baki. Dómstóll í Róm hafnaði áfrýjun
ákæruvaldsins á úrskurði lægra
dómstigs í þessu máli frá árinu 1999.
Breytti vitnisburður fyrrverandi
mafíuforingja, sem var íþyngjandi
fyrir sakborninginn, þar engu um.
Andreotti var hins vegar dæmdur í
fyrrahaust af dómstól í Perugia í 24
ára fangelsi fyrir að hafa verið með-
ábyrgur fyrir morði á rannsóknar-
blaðamanni. Að ítölskum lögum er
hann hins vegar of gamall til að af-
plána dóminn, sem er reyndar í áfrýj-
un og bíður úrskurðar.
Berlusconi kall-
ar eftir lögum
um friðhelgi
Róm. AFP.
Silvio Berlusconi
FYRSTA dýrið sem ein-
ræktað hefur verið í Afr-
íku var í gær sýnt op-
inberlega í fyrsta sinn, en
það er kálfurinn Futi sem
kom í heiminn 19. apríl
síðastliðinn í Norðvest-
urhéraði í Suður-Afríku.
Kálfurinn var einrækt-
aður með því að taka
erfðaefni úr einni frumu
úr eyra kýr og koma því
síðan fyrir í ófrjóvgaðri
eggfrumu sem var komið
fyrir í legi kýr sem síðan
gekk með kálfinn og bar
honum loks.
Futi sprangaði um hinn
hressasti þegar hann var
sýndur fjölmiðlafólki í
gær.
Fyrsta ein-
ræktunin í
Afríku
Reuters
BANDARÍKJASTJÓRN hefur
bætt Batasuna, stjórnmálaflokki
baskneskra aðskilnaðarsinna, á lista
yfir hryðjuverkahreyfingar. Jose
Maria Aznar, forsætisráðherra
Spánar, sem var í heimsókn í Wash-
ington í gær, fagnaði þessari
ákvörðun.
„Þetta eru góðar fréttir fyrir
Spánverja og þá sem berjast gegn
hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Aznar
skömmu áður en hann hélt til fund-
ar við George W. Bush Bandaríkja-
forseta í gærkvöldi. Hann vildi ekki
svara því hvort Bandaríkjastjórn
væri að þakka Spánverjum fyrir
stuðninginn við hernaðinn í Írak
með því að bæta Batasuna á listann.
Spænskur dómstóll bannaði Ba-
tasuna í mars vegna meintra
tengsla flokksins við ETA, aðskiln-
aðarhreyfingu Baska, sem hefur
staðið fyrir nokkrum árásum á
Spáni og Frakklandi. ETA er á lista
Bandaríkjastjórnar yfir hryðju-
verkahreyfingar.
Batasuna á lista yfir
hryðjuverkahreyfingar
Washington. AFP.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
BANDARÍSK yfirvöld hafa endur-
heimt um 40.000 fornmuni sem ræn-
ingjar höfðu á brott með sér úr þjóð-
minjasafni Íraks í Bagdad, þar á
meðal handrit og listmuni, að því er
talsmenn Bandaríkjastjórnar
greindu frá í Washington í gær.
Michael Garcia, starfandi yfirmað-
ur Innflytjenda- og tollaeftirlits-
stofnunar Bandaríkjanna (Bureau of
Immigration and Customs Enforce-
ment), sagði að endurheimt mun-
anna væri afraksturinn af samhæfð-
um aðgerðum bandarískra rann-
sóknarlögreglumanna, hersins og
íraskra borgara.
Útsendarar stofnunarinnar hafa
verið að störfum í Írak frá því innrás
bandamanna hófst, að sögn Garcia.
Þeir haldi áfram að leita uppi muni.
Um 40.000
munir fundnir