Morgunblaðið - 08.05.2003, Side 16

Morgunblaðið - 08.05.2003, Side 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ S FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Nesbali - Seltjarnarnesi Gott 203 fm endaraðhús á tveimur hæðum með 36 fm innbyggðum bíl- skúr. Á neðri hæð er forstofa, hol, eitt herbergi auk sjónvarpsherbergis og flísalagt baðherbergi. Uppi eru þrjú herbergi, eldhús með góðum borðkrók, stofa með góðri lofthæð, þrjú herbergi og flísalagt baðher- bergi. Suðursvalir út af stofu. Hús að utan nýlega málað og nýtt járn á þaki. Ræktuð lóð til suðurs, hellulögð að hluta. Verð 24,7 millj. GEDMIN var fyrst spurð-ur, hvort Bandaríkja-stjórn væri sjálf ekki aðgrafa undan Atlantshafs- bandalaginu með þeim „refsiað- gerðum“ sem heyrzt hefur að hún hyggist grípa til gegn Frökkum og fleiri Evrópuþjóðum, í því skyni að láta þær gjalda virkrar andstöðu sinnar við stefnu og aðgerðir Bandaríkjamanna í Íraksmálinu. Frétzt hefur að meðal slíkra „refsi- aðgerða“ kunni að vera að Banda- ríkjamenn sniðgangi Norður- Atlantshafsráðið, sem er ráðherra- nefnd NATO, þar sem Frakkar og Þjóðverjar eigi þar fulltrúa, og beini samskiptunum við sér „holl- ari“ bandamenn í Evrópu frekar í tvíhliða farveg. Gedmin lítur öðrum augum á þetta. „Það eru Frakkar og Þjóð- verjar sem að mínu mati eru að grafa undan Atlantshafsbandalag- inu, ekki Bandaríkjamenn,“ segir hann. „Ég held að það sé margt sem ráðamenn í París og Berlín hafa verið að gera sem grafi undan NATO.“ Gedmin segir málið liggja svona: Það hafi komið upp deilur milli bandamannanna sínu hvorum meg- in Atlantshafsins um hvernig tekið skyldi á Íraksmálinu. Eitt af því sem gerðist, sem sé fullkomlega í lagi, sé að Frakkar og Þjóðverjar voru á annarri skoðun; kusu að halda að sér höndum, voru ekki til- búnir að styðja pólitísk stefnumið Bandaríkjastjórnar. „Skiptar skoð- anir eru leyfðar og við [Bandaríkja- menn] höfum engan rétt til að skipa öðrum þjóðum fyrir um það hvaða stefnu þeim beri að fylgja í utanríkismálum,“ segir Gedmin, en bætir við og leggur áherzlu á orð sín: „En þetta var í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn skilgreindu fyrir sig, ekki fyrir Þjóðverja eða Frakka, mikilvæga þjóðarhagsmuni sem við [Bandaríkjamenn] vorum tilbúnir að senda syni okkar og dætur til að berjast og fórna lífinu fyrir, á meðan Þjóðverjar og Frakkar ákváðu að reyna með virk- um, kerfisbundnum hætti – í félagi við Rússa og Kínverja – að hindra okkur, stöðva okkur, að spilla fyrir því að verkefnið tækist.“ Vissulega sé það þeirra réttur sem sjálf- stæðra ríkja, en þetta hafi óhjá- kvæmilega leitt til þess að Banda- ríkjamenn spyrji sig: „Eru ekki takmörk fyrir því hvað ágreining- urinn getur verið mikill ef við vilj- um viðhalda virku öryggisbanda- lagi?“ segir Gedmin. „Þeir dagar, þar sem Bandaríkin líta fyrst til NATO til að gæta ör- yggishagsmuna sinna, eru að öllum líkindum liðnir,“ fullyrðir hann. Í fyrsta lagi vegna þess að kalda stríðinu sé lokið og í öðru lagi vegna þess að Frakkar og Þjóð- verjar virðist hafa allt öðruvísi hug- myndir og væntingar til þess hvaða hlutverki bandalagið skuli gegna en Bandaríkjamenn. „Mér líkar ekki þessi staða, ég held að hún muni verða okkur öll- um til vandræða, en það er einfald- lega þannig að Þjóðverjar og Frakkar líta öðru vísi á hlutverk bandalagsins en við [Bandaríkja- menn]. Við getum ekki þvingað þá til að líta eins á þetta og við,“ segir Gedmin. Uppteknir af valdi Banda- ríkjanna og eigin vanmætti En hvað leiddi til þessa ástands? Gedmin á svör á reiðum höndum við því: „Þjóðverjar eru, rétt eins og Frakkar, mjög uppteknir af tvennu; valdi Bandaríkjanna og eig- in vanmætti.“ Þetta segir hann blasa við þegar litið er á staðreyndirnar: Í þessum tveimur kjarnalöndum evrópska meginlandsins sé stöðnun í efna- hagslífinu, atvinnuleysi yfir 10 pró- sentustigum, alvarleg lýðfræðileg kreppa (með hækkandi hlutfalli aldraðra og lækkandi fæðing- artíðni) og þau eigi í vandræðum með eigin herafla. En þau hafi jafn- framt mikinn metnað. „Og þetta tvennt passar ekki saman, vanmátt- urinn og metnaðurinn. Þetta leiðir til gremju og öfundar,“ segir hann. Gedmin viðurkennir að annað mikilvægt atriði í þessu sambandi sé mismunandi forgangsröðun, mis- munandi geta til að hafa áhrif á al- þjóðamál og mismunandi mat á að- steðjandi hættum. „Rétt er að í aðdraganda Íraksstríðsins var hættumatið í Þýzkalandi, Frakk- landi og öðrum Evrópuríkjum ann- að en í Bandaríkjunum. Það er líka rétt að þetta hættumat vegur mun þyngra í pólitískri forgangsröðun í Bandaríkjunum eftir 11. september 2001,“ segir Gedmin. Í Þýzkalandi og Frakklandi séu af skiljanlegum ástæðum allt önnur mál ofar á dag- skrá, eins og kerfisumbætur, stækkun ESB, endurskoðun stjórn- skipunar ESB, að sjá til þess að Efnahags- og myntbandalagið gangi vel. Þetta séu vissulega mik- ilvæg málefni allt saman, en allt önnur en þau sem eru efst á baugi í hugum Bandaríkjamanna. Þýzkur Gaullismi Starf Gedmins er að stýra stofn- un sem er helguð því markmiði að stuðla að betri skilningi milli „gömlu Evrópu“ og „Nýja heims- ins“ og hann hefur m.a. gefið út bók um Evrópusamrunann og bandaríska hagsmuni og stýrt gerð rómaðs sjónvarpsþáttar um hið sameinaða Þýzkaland sem sýnd var á PBS-stöðinni í Bandaríkjunum. Með tilliti til þess að Þýzkaland var í raun stikkfrí frá því að móta sér sjálfstæða afstöðu í alþjóðamálum – hvorki Sambandslýðveldið í vest- urhluta landsins né þess þá heldur austur-þýzka Alþýðulýðveldið höfðu á dögum kalda stríðsins nokkrar forsendur til að reka sjálfstæða stefnu í utanríkis- og öryggismálum – eru stjórnmálaskýrendur sam- mála um að einörð afstaða þýzku stjórnarinnar gegn stefnu Banda- ríkjastjórnar í Íraksmálinu marki söguleg tímamót. Stefna Gerhards Schröders kanzlara í málinu hefur notið yfirgnæfandi stuðnings þýzkra kjósenda. Það má því líta svo á að Þjóðverjar hafi með þessu verið að „kúpla sig frá Stóra bróð- ur“, Bandaríkjunum. En hvað segir Gedmin um þetta? „Það er rétt – þetta er þýzk út- gáfa af Gaullisma,“ segir hann um stefnu þýzku stjórnarinnar í Íraks- deilunni. Að vilja að Evrópa bjóði Bandaríkjunum birginn með þess- um hætti sé mjög „gaullísk“ hugs- un. Aðspurður hvort svokallaður and-ameríkanismi skipti máli í þessu sambandi, segir Gedmin að eitt og annað blandist þarna saman. „Fyrst er það þessi nýja þýzka út- gáfa af Gaullisma, svo viss skammt- ur af þjóðernishyggju, blönduð hugmyndafræði friðarsinna – það mætti að mínu viti jafnvel tala um „þjóðernis-friðarhyggju“, og, jú, viss and-ameríkanismi og viss ein- angrunarhyggja,“ segir hann. „Ég vil ekki segja að svokallaður and- ameríkanismi ráði för varðandi af- stöðu Þjóðverja í þessum málum, en hann á þar hlut að máli, vissu- lega,“ segir Gedmin. Finna þarf NATO- samstarfinu nýtt form Spurður um mögulegar leiðir til að berja í bresti tengslanna yfir Atlantshafið nefnir Gedmin að stjórnarskipti í Berlín og Wash- ington myndu ótvírætt hjálpa til, vegna þess hve persónulegt sam- band George W. Bush Bandaríkja- forseta og Schröders kanzlara er orðið erfitt. Því megi heldur ekki gleyma að samstarfið milli land- anna sé náið á mörgum sviðum, þótt ágreiningurinn sé enn djúp- stæður á öryggismálasviðinu. „Á áratugum kalda stríðsins var það engin spurning að NATO var eina „adressan“ sem Bandaríkin sneru sér til í öryggismálum, en það hefur verið að breytast á þeim áratug sem liðinn er frá lokum kalda stríðsins og Íraksdeilan hefur leitt þessar breytingar betur í ljós,“ segir Gedmin; „væntingar okkar eru mismunandi, forgangsröðunin mismunandi og getan er mismun- andi. Spurningin nú er því hvernig við getum fundið bandalaginu nýtt form sem verkar vel fyrir alla að- ila.“ Grafið undan Atlants- hafsbandalaginu Dr. Jeffrey Gedmin ’ Þeir dagar, þarsem Bandaríkin líta fyrst til NATO til að gæta öryggishags- muna sinna, eru að öllum líkindum liðnir. ‘ auar@mbl.is Dr. Jeffrey Gedmin, yfirmaður The Aspen Institute í Berlín, er sérfróður um alþjóða- öryggismál og samskipti Þýzkalands og Bandaríkjanna. Auðunn Arnórsson ræddi við hann um klofninginn í NATO vegna ágreiningsins um Íraksmálið. AÐSTANDENDUR Alejandro Ledesma gráta í jarðarför hans í herskól- anum í Bogota, höfuðborg Kólumbíu, í gær. Ledesma og níu aðrir menn – þar á meðal fylkisstjóri Antioquia-fylkis í Mið-Kólumbíu – sem skæruliða- hreyfingin FARC hafði tekið í gíslingu, voru drepnir á mánudag, er hermenn stjórnarhersins nálguðust búðir skæruliðanna þar sem gíslarnir voru í haldi. Gíslar bornir til grafar AP BANDARÍKJASTJÓRN aflétti ein- hliða í gær hluta viðskiptabannsins á Írak sem verið hefur í gildi frá því 1990 og hvatti til þess að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ákveddi einnig að aflétta banninu. Bandaríkjastjórn sagðist hafa ákveðið að aflétta viðskiptabanninu af sinni hálfu í því skyni að auðvelda enduruppbyggingu Íraks og mann- úðaraðstoð við íbúana. Háttsettur rússneskur stjórnarer- indreki sagði hins vegar, að Rúss- landsstjórn vilji í bili ekki að við- skiptabanninu verði aflétt nema af matvælum og lyfjum. Samkvæmt ákvæðum um viðskiptabann SÞ skal því ekki aflétt fyrr en öllum gereyð- ingarvopnum í Írak hefur verið eytt. Sum aðildarríki öryggisráðs SÞ vilja ekki að áætluninni um „olíu fyr- ir mat“, eins og hún hefur verið köll- uð, verði hætt fyrr en því hefur verið lýst yfir að stríðsástand ríki ekki lengur í landinu og aðrar leiðir hafa verið tryggðar til að sjá Írökum fyrir nauðsynjum. Fyrir stríðið voru allt að 90% Íraka háð matvælaaðstoð í gegn um „mat fyrir olíu“-áætlunina. Hún var stöðvuð er stríðið hófst 20. marz sl., en er formlega enn í gildi. Hún rennur út að óbreyttu 3. júní. Aflétta viðskiptabanni Sameinuðu þjóðunum. AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.