Morgunblaðið - 08.05.2003, Page 20

Morgunblaðið - 08.05.2003, Page 20
AKUREYRI 20 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ           við sig og hversu marga þeir teldu að þyrfti að fækka um. Miðað við þær upplýsingar má reikna með um 100 nýjum störfum á næsta ári. Fram kom í könnuninni að 70% fyr- irtækja skiluðu hagnaði á síðasta ári og helmingur þeirra sem svör- uðu telur að hagnaður þessa árs verði heldur meiri en í fyrra. Varðandi markaðssvæði fyrir- tækja á Akureyri kom fram að tölu- verð breyting hefur átt sér stað á þeim þremur árum frá því að sam- bærileg rannsókn var síðast gerð. Nú telja 10% færri að markaður síns fyrirtækis sé einungis á Ak- ureyri. Í KÖNNUN sem atvinnumálanefnd Akureyrar gerði meðal fyrirtækja í bænum í samstarfi við Gallup í febrúar og mars kemur fram að forráðamenn þeirra eru almennt bjartsýnir, líta til stærra markaðs- svæðis og eiga von á umtalsverðri fjölgun starfa. Úrtakið var öll fyr- irtæki sem eru á Akureyri og hafa 4 starfsmenn eða fleiri og var svar- hlutfallið um 75%. Forsvarsmenn fyrirtækja voru spurðir hvort þeir þyrftu að fjölga eða fækka starfsmönnum á næsta ári. Einnig voru þeir inntir eftir því hversu marga starfsmenn þeir teldu að fyrirtækin þyrftu að bæta Áætlað að störfum fjölgi á næsta ári UNDANFARNA daga hafa nem- endur og kennarar í Glerárskóla verið að taka upp lög sem hug- myndin er að gefa út á geisladiski. Snorri Guðvarðarson tónlistar- kennari skólans hefur haft veg og vanda af þessari vinnu en á geisla- diskinum verða 13 lög, tólf lög sungin af nemendum og eitt lag með starfsfólki skólans. Snorri sagði að hver bekkur í fyrstu sex bekkjardeildunum syngi lag á diskinum, auk kennaranna. „Þetta eru gömul lög úr ýmsum átt- um sem við höfum verið að dunda við í skólanum í vetur. Hugmyndin er gömul en við ákváðum að hrinda henni í framkvæmd.“ Snorri er liðsmaður hljómsveit- arinnar Einn og sjötíu, sem sér um undirleikinn, auk þess sem afar sumra barnanna hafa komið að undirleiknum. Nokkrir nemendur syngja einsöng og aðrir leika á hljóðfæri. „Þetta er græskulaust gaman sem gengur bara mjög vel.“ Nemendur og kennarar syngja inn á geisladisk Morgunblaðið/Kristján Snorri Guðvarðarson, tónlistarkennari í Glerárskóla, og nemendur í 3. bekk IHP við upptöku á einu laganna. TVÆR nýjar vélar hafa verið í notk- un í landvinnslu Samherja í Dalvík- urbyggð síðustu vikur en gert er ráð fyrir að nýting afurða aukist um allt að 4% sem skilar tugmilljóna virð- isauka. Starfsmenn hjá Marel hafa unnið að þróun þessara véla síðustu tvö ár. Ásgeir Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri vöruþróunar Marels, og Sigurður Jörgen Óskarsson, framleiðslustjóri hjá landvinnslu Samherja í Dalvíkurbyggð, kynntu vélarnar og tilgang þeirra fyrir iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, Valgerði Sverrisdóttur, í gær. Ásgeir sagði að verkefnið kostaði um 300 milljónir króna en norski byggðasjóðurinn og sjóðir sem tengjast fiskvinnslu í Noregi hefðu greitt helming þróunarkostnaðar. Marel greiddi kostnað til helminga á móti sjóðunum norsku í samvinnu við Samherja. Hann sagði að Marel hefði verið valið til að vinna að þessu verkefni vegna sérstöðu fyrirtækisins varð- andi tækniþróun í fiskiðnaði. Hin nýja tækni byggist á tveimur vélum. Sú fyrri tekur beinagarðinn úr fiskinum og plokkar bein sjálf- virkt úr flökunum en hin síðari notar röntgentækni til að skoða flökin eft- ir að þau hafa farið í gegnum sjálf- virka beinahreinsinn. Tæki nema þau bein sem eftir eru í fiskinum og er flökum sem enn eru með bein beint inn á sérstakt vinnslusvæði. Þar sér starfsmaður á skjá við hlið sér hvar beinin liggja í fiskinum, en vélin gefur það til kynna með rauðu merki. Þannig er hægt að fjarlægja beinin úr fiskinum á einfaldan hátt og án þess að hræra í honum og velta til. Hjá landvinnslu Samherja í Dal- víkurbyggð eru unnin um 3.500 tonn á ári þannig að 3% betri nýting af- urða skiptir tugmilljónum króna í auknum tekjum, að sögn Sigurðar Jörgens Óskarssonar framleiðslu- stjóra. Hann sagði að í raun væri verið að breyta lágvirðisafurð í mun verðmeiri vöru. Beinagarður sem áður var handskorinn úr flakinu fór í hakk en fyrir það fæst um 80 krónur á kílóið, „en nú þegar vélin tekur beinin úr fiskinum verður til dýrari afurð, við erum í raun að fá aðra vöru út úr flakinu, vöru sem við fáum allt að 600 krónur á kílóið fyrir. Þannig aukum við verðmæti aflans til mikilla muna, en um það snýst þetta allt saman,“ sagði Sigurður. Markmið forsvarsmanna norsku sjóðanna með þátttöku í þessu þró- unarverkefni var m.a. að fækka störfum í fiskvinnslustöðvum í Norður-Noregi þar sem erfiðlega hefur gengið að fá fólk til starfa og fyrirtækin hafa átt erfitt uppdrátt- ar. Einnig voru þar uppi byggða- sjónarmið; þ.e. að atvinna væri til staðar fyrir það fólk sem þar býr. Sigurður Jörgen taldi að hið nýja tæki myndi ekki fækka störfum í fiskvinnslunni á Dalvík, starfsfólk þyrfti að fylgjast með vélunum og taka úr þau bein sem eftir yrðu sem og að sjá um aðra snyrtingu, svo sem að tína orma og annað úr fisk- inum. Stórt stökk fram á við „Það má segja að við tökum stórt stökk fram á við með því að taka vél- arnar í notkun. Verðmætið mun aukast, það fer mun hærra hlutfall flaksins í verðmeiri pakkningar en áður,“ sagði Sigurður. „Það hefur verið mikil vinna í kringum þetta, en hún mun skila ríkulegum árangri.“ Hann benti á að kaupendur gerðu æ meiri kröfur til þess að fá beinlausan fisk og með þessari nýju tækni væri komið á móts við þær kröfur. Ásgeir sagði að þróun tækjanna væri það langt komin að ekkert væri að vanbúnaði að hefja uppsetningu þeirra í sumar eða næsta haust. Enn væri þó hægt að bæta og yrði unnið að því næstu mánuði.Hann sagði að Marel gæti að þessari þróunarvinnu lokinni flutt tæknina yfir í aðrar greinar, s.s. alifulgarækt. „Við sjáum mikla möguleika með þessari nýju tækni, þannig hefur það verið hjá okkur áður, tækin eru þróuð fyr- ir fiskiðnaðinn og færast svo yfir á aðrar iðngreinar.“ Tilraunir gerðar með sjálfvirka beinhreinsivél í landvinnslu Samherja á Dalvík Betri nýting skilar verð- meiri afurð Morgunblaðið/Kristján Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, skoðar nýju beinhreinsilínuna hjá landvinnslu Samherja hf. á Dalvík. Við hlið hennar er Monica Cueva Martinez og t.v. Helga Guðmundsdóttir. Á milli þeirra stendur Ás- geir Ásgeirsson, framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá Marel. BJÖRN Snæbjörnsson var endur- kjörinn formaður Einingar-Iðju á fjórða aðalfundi félagsins í vikunni. Rekstarafkoma á liðnu ári var svip- uð og árið á undan, en skerða verður réttindi í sjúkrasjóði vegna slakrar afkomu hans. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam rúmlega 11 milljónum króna á síðasta ári sem er um tveimur millj- ónum króna minna en var árið á und- an. Sjúkrasjóður félagsins var rekin með miklum halla, eða á níundu millj- ón króna og hefur hefur hann verið erfiður í rekstri. Meðal skýringa er að greiðslur sveitarfélaganna í sjóðinn lækkuðu um 8 milljónir milli ára vegna breytinga í síðustu kjarasamn- ingum Starfsgreinasambands Ís- lands og Launanefndar sveitarfélaga. Með lengingu veikindaréttarins og lækkun greiðslna í sjúkrasjóð var ætlunin að tryggja starfsmönnum sveitarfélaganna sama rétt og öðrum starfsmönnum sveitarfélaga. Vegna þessa samnings var vonast til að á móti lægri greiðslum kæmi minni þörf á greiðslum úr sjóðnum, en það gerðist ekki, þvert á móti hækkuðu greiðslur til starfsmanna sveitarfé- laganna. Niðurstaðan er því óumflýj- anlega sú að skerða verður réttindi í sjúkrasjóðinn og því meira hjá fé- lagsmönnum sem starfa hjá sveitar- félögunum. Rekstur orlofssjóðs félagsins var jákvæður á árinu, en þegar tillit hefur verið tekið til framkvæmda er niður- staðan neikvæð. Félagið hefur nú lok- ið við endurbætur á öllum orlofshús- um sínum á aðeins þremur árum og eru umsvif í rekstri þeirra vaxandi. Enn vantar mikið á að mögulegt sé að fullnægja eftirspurn yfir hásumarið og þá má nefna að vetrarleiga hefur stóraukist, einkum á Illugastöðum. Björn Snæbjörnsson fór í ræðu sinni á fundinum yfir þann árangur sem verkalýðshreyfingin hefði náð á undanförnum árum í baráttunni gegn verðbólgu. Sagði hann þann árangur mikilvægan fyrir almenning í landinu sem og og ekki síður fyrir starfið inn- an hreyfingarinnar. Björn minntist á þá yfirlýsingu fjármálaráðherra, Geirs H. Haarde að félagsfólk innan ASÍ, sem starfi hjá ríkinu myndi öðl- ast sömu réttindi og starfsmenn rík- isins sem eru í BSRB. Sagði Björn að við þessa yfirlýsingu hefði ekki verið staðið. „Þarna er mikið bil á milli, sér- staklega varðandi lífeyrismál og veik- indarétt. ASÍ hefur lagt hart að fjár- málaráðherra að standa við þessa yfirlýsingu en ekkert gengið. Það er lélegt að stjórnmálamenn sem vilja láta taka sig alvarlega skuli svíkja svona loforð,“ sagði Björn í ræðu sinni á aðalfundinum. Björn Snæbjörnsson endurkjörinn formaður Einingar-Iðju Rekstur sjúkrasjóðs erfiður og skerða þarf réttindi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.