Morgunblaðið - 08.05.2003, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 08.05.2003, Qupperneq 24
SUÐURNES 24 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ á að skýrast um næstu mánaðamót hvort haldið verður áfram vinnu við sameiningu Hitaveitu Suð- urnesja, Selfossveitna og þriggja hitaveitna á Suður- landi. Þá verður gengið frá viljayfirlýsingu um sam- einingu, ef þær athuganir sem fyrirtækin vinna nú að hvert fyrir sig, leiða til þess að þau vilja samein- ast. Forsvarsmenn Hitaveitu Suðurnesja hf., Selfos- sveitna, Hitaveitu Hveragerðis, Hitaveitu Flúða og Hitaveitu Rangæinga hafa rætt saman í vetur um möguleika á sameiningu. Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, segir að með sameiningu skapist möguleikar til hagræðingar og betri reksturs auk þess sem ný sóknarfæri geti skapast. Næsta skref í málinu er að ganga frá formlegri viljayfirlýsingu um sameiningu og hefja vinnu við mat á skiptahlutföllum eigenda í nýju fyrirtæki. Júl- íus segir að fyrirtækin séu að fara yfir sín mál, til að athuga hvort vilji sé að stíga þetta skref. Segir hann stefnt að niðurstöðu um næstu mánaðamót. Vilja Rarik með Júlíus segir að áhugi sé á að nýtt fyrirtæki taki yf- ir starfsemi Rafmagnsveitna ríkisins á Suðurlandi. Núverandi iðnaðarráðherra hafnaði þeirri hugmynd þegar viðræður fóru fram um sameiningu Selfoss- veitna, Bæjarveitna Vestmannaeyja og Hitaveitu Suðurnesja á sínum tíma. Júlíus segir að málið verði tekið upp við nýja ríkisstjórn og vonast til að erindið verði tekið til jákvæðrar umfjöllunar. Sameining orkufyrirtækja á Suðurnesjum og Suðurlandi Stefnt að niðurstöðu í lok mánaðarins Morgunblaðið/RAX Suðurnes/Suðurland UNNIÐ er að breytingum á deili- skipulagi iðnaðar- og hafnasvæð- isins við Helguvík. Atvinnu- og hafnarráð hefur samþykkt drög að skipulagi sem Guðmundur Jóns- son, arkitekt í Noregi, gerði. Pétur Jóhannsson hafnarstjóri segir að iðnaðarsvæðið við Helgu- vík hafi verið stækkað mikið og því hafi verið þörf á breytingum á deiliskipulagi. Iðnaðarsvæðið er nú 55 hektarar að stærð og nær alveg að Garðvegi. Segir Pétur að í þeim tillögum sem nú er verið að vinna að séu nýjar hugmyndir um aðgreiningu þjónustuumferðar og almennrar umferðar að húsum á svæðinu. Þannig muni gámaflutningar frá höfninni ekki fara um sömu vegi og viðskiptavinir fyrirtækjanna. Segir hann að þessi hugmynd hafi mælst vel fyrir. Nú er verið að sprengja og flytja í burtu grjót af lóð fyrirhug- aðrar stálröraverksmiðju við höfn- ina. Grjótið er notað í sjóvarnir en fínefnið er meðal annars notað til að grjófjafna lóðir á iðnaðarsvæð- inu við Helguvík. Segir Pétur að lóðir á öllu svæðinu verði gerðar tilbúnar til úthlutunar með veg- tengingum. Vonast hann til að það geri lóð- irnar ódýrari og áhugaverðari fyr- ir fyrirtæki sem eru að leita sér að samastað. Fjöldi lóða gerður byggingarhæfur Helguvík LEIKSKÓLINN við Krók í Grinda- vík hafði opið hús á dögunum til að kynna starfsemi sína. Fjöldinn allur af fólki lagði leið sína í leik- skólann sem er einkarekinn leik- skóli fyrir 100 heilsdagspláss. Í dag nýtist leikskólinn 80% og því auðvelt að fá leikskólapláss í Grindavík. Yngstu börnin eru 18 mánaða en þau elstu, eins og annars stað- ar, orðin sex ára eða verða það á árinu. Boðið er upp á sveigjanlegan vistunartíma frá 4 til 9 stundum en auk þess er hægt að kaupa „opnun“ og „lokun“, sem eru 15 mínútur til viðbótar. Hulda Jó- hannsdóttir er leikskólastjóri og hefur verið frá opnun skólans 5. febrúar 2001. „Já það er stórkostlegt að fá að móta leikskólastarfið frá byrjun. Leikurinn er aðalnámsleið leik- skólans og leggjum við ríka áherslu á frjálsa leikinn. Við höf- um einnig hug á að sækja um að verða heilsuleikskóli og erum að skipuleggja það þessa dagana. Að- almarkmið heilsustefnunnar er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á hreyfingu, næringu og listsköpun í leik og starfi. Við segjum að ef barnið fær næga hreyfingu og góða næringu þá sprettur fram listsköpunarþörf. Húsnæði og aðstaða leikskólans, bæði fyrir börn og starfsfólk, er eins og það gerist best og gefur marga möguleika. Hér er svokallað miðjurými, sem við erum duglegar að nýta, og einnig matsalur, þannig að mikið leikrými er á deildum. Við erum stoltar af þessari sýningu og þeir sem hafa heimsótt okkur í dag eru fróðari um leikskólastarfið og leikskólann,“ sagði Hulda. Það er óhætt að segja að þetta opna hús hafi tekist vel og þeir sem fréttaritari heyrði í voru virkilega ánægðir. Sennilega eru orð eins gestanna best til að lýsa aðstöðunni og andrúmsloftinu: „Þið getið verið ánægð með hve vel hefur tekist til að gera skólann að hlýlegri menntastofnun, ég gef ykkur tíu í einkunn.“ Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Nokkrir áhugasamir gestir við hrísgrjónavélina ásamt Huldu Jóhannsdóttur leikskólastjóra. Starfsemin var kynnt á opnu húsi á dögunum. Vilja gera Krók að heilsuleikskóla Grindavík TVÆR góðar, málverk eftir Guðrúnu J. Karlsdóttur, er ný mynd mánaðar- ins í Kjarna, Hafnargötu 57 í Kefla- vík. Mynd mánaðarins er kynning á myndlistarmönnum í Félagi mynd- listarmanna í Reykjanesbæ á vegum Listasafns Reykjanesbæjar. Mynd mánaðarins er í Kjarna út maímánuð. Guðrún J. Karlsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 7. september 1951. Hún bjó í Hafnarfirði öll sín skólaár en flutti til Reykjanesbæjar árið 1970 og hefur búið þar síðan. Guðrún fékk snemma áhuga á myndlist, segir í til- kynningu frá menningarfulltrúa Reykjanesbæjar, og fyrstu skrefin á myndlistarbrautinni tók hún undir handleiðslu Bjarna Jónssonar í Flensborg í Hafnarfirði. Hún hefur stundað myndlistarnámskeið á veg- um Baðstofunnar í áratugi og er nú formaður félagsins. Guðrún hefur haldið þrjár einka- sýningar, síðast í Betri stofunni í Bú- stoð í september árið 2002. Hún hef- ur einnig tekið þátt í mörgum samsýningum í Reykjanesbæ á veg- um Baðstofunnar. Guðrún sýnir þessa dagana verk sín í skrifstofu- húsnæði Hitaveitu Suðurnesja á Brekkustíg 36 í Njarðvík og er sýn- ingin opin virka daga frá klukkan 10 til 16. Guðrún við myndina sem sett hefur verið upp í Kjarna. Tvær góðar er mynd mánaðarins Reykjanesbær
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.