Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 28
NEYTENDUR
28 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BÓNUS
Gildir 8.–11. maí nú kr. áður kr. mælie.verð
Ali úrbein. svínahnakki ......................... 599 998 599 kr. kg
Prins póló, 30 st. í kassa ...................... 899 999 30 kr. st.
Kók í dós, 500 ml ................................ 59 79 118 kr. ltr
Bónus lambalærissneiðar ..................... 1.169 1.599 1.169 kr. kg
Bónus svínalærissneiðar ....................... 599 899 599 kr. ltr
Gullkaffi, 500 g ................................... 199 Nýtt 398 kr. kg
Neskaffi gull, 200 g ............................. 599 699 2.995 kr. kg
Bónus samlokur .................................. 99 Nýtt 99 kr. st.
Búrfellspylsur ...................................... 497 745 497 kr. kg
ESSÓ-stöðvarnar
Gildir 22. maí nú kr. áður kr. mælie.verð
Bounty................................................ 59 75 983 kr. kg
Twix king size ....................................... 89 105 1.047 kr. kg
Pringles rauður, 200 g.......................... 199 249 995 kr. kg
Paprikustjörnur, 90 g............................ 179 195 1.989 kr. kg
Leppin orkudrykkur .............................. 179 218 358 kr. ltr
11-11
Gildir 8.–14. maí nú kr. áður kr. mælie.verð
Ali svínahnakki, reyktur......................... 908 1.298 908 kr. kg
Chicago Town örbylgjuréttir, 3 teg. ......... 398 498 398 kr. pk.
Kexsmiðju hjónabandssæla .................. 259 279 259 kr. pk.
Stjörnu party mix paprikusnakk, 170 g... 198 269 1.160 kr. kg
Stjörnu paprikustjörnur, 90 g ................ 139 199 1.540 kr. kg
Vogaídýfa allar tegundir ........................ 109 159 109 kr. pk.
FJARÐARKAUP
Gildir 8.–10. maí nú kr. áður kr. mælie.verð
Nautahakk 1. fl. ................................... 699 899 699 kr. kg
Gular melónur ..................................... 98 169 98 kr. kg
Bratwurst pylsur................................... 499 798 499 kr. kg
Bezt helgarsteik ................................... 878 1.098 878 kr. kg
Avocado ............................................. 198 339 578 kr. kg
Rauðvínslegið lambalæri ...................... 898 1.398 898 kr. kg
Vatnsmelónur ...................................... 98 169 169 kr. kg
Mangó ................................................ 198 245 198 kr. kg
Ananas, ferskur ................................... 198 298 198 kr. kg
KRÓNAN
Gildir 8.–14. maí nú kr. áður kr. mælie.verð
Bautab. rauðvínslegnar svínakótilettur ... 907 1.395 907 kr. kg
Þykkvabæjar kartöflugratín, 600 g ......... 269 319 440 kr. kg
LB snittubrauð, 4 st.............................. 189 229 47 kr. st.
Daloon kínarúllur, 10 st. ....................... 399 565 40 kr. st.
River basmati hrísgrjón, 500 g .............. 149 189 298 kr. kg
Myllu samlokubrauð, gróft, 610 g.......... 149 198 240 kr. kg
Emmess hversd.ís 2 ltr van. og súkkul. ... 399 545 199 kr. ltr
Nestlé rolo kex, 105 g .......................... 149 198 1.410 kr. kg
NÓATÚN
Gildir 8.–14. maí nú kr. áður kr. mælie.verð
Móa frosinn kjúklingur .......................... 295 599 295 kr. kg
Nóatúns lamba prime úr kjötborði ......... 1.999 2.398 1.999 kr. kg
Vilko vöffluduft .................................... 299 375 299 kr. pk.
Mömmu bl. ávaxtasulta, 400 g.............. 198 279 490 kr. kg
Þeytitoppur jurtarjómi, 250 ml .............. 198 249 790 pr. ltr
Daim terta, 400 g ................................ 549 689 1.370 kr. kg
KS pizzasnúðar .................................... 199 289 199 kr. pk.
KS súkkulaðisnúðar ............................. 199 259 199 kr. pk.
SAMKAUP
Gildir 8.–13. maí nú kr. áður mælie.verð
Lambalæri villikrydd. gourmet 1/2 ........ 1.079 1.430 1.079 kr. kg
Vínarpylsur, 10 st. Goði ........................ 579 828 579 kr. kg
Lambaofnsteik Bautab. ........................ 1.079 1.438 1.079 kr. kg
Maarud flögur salt/pipar, 250 g............ 279 309 1.116 kr. kg
Maarud sprömix papr., 200 g................ 289 319 1.445 kr. kg
Maarud flögur sour/cr., 250 g............... 289 319 1.156 kr. kg
Myllu „vinar“ kökur ............................... 169 224 563 kr. kg
Myllu „okkar“ brauð ............................. 129 169 212 kr. kg
SELECT
Gildir til 29. maí nú kr. áður mælie.verð
Elitesse King Size................................. 75 95
Milky Way, 26 g.................................... 40 50
Maarud skrúfur, 100 g.......................... 185 235
Orville popp original ............................. 155 198
Hersheys Rally..................................... 80 99
Haribo spælegg ................................... 105 135
Kaffi + hnetuvínarbrauð........................ 245 308
Select langborgari................................ 245 240
SPAR Bæjarlind
Gildir til 12. maí eða m. birgðir endast nú kr. áður mælie.verð
Grill-lambakótilettur, kryddl................... 797 1.329 797 kr. kg
Nautahamborgarar, 10 st. frosið ........... 598 649 60 kr. st.
Lambalæri villikryddað ½ ..................... 1.073 1.430 1.073 kr. kg
Grísakótilettur, rauðvínslegnar............... 1.046 1.395 1.046 kr. kg
Grillkartöflur, forsoðnar, 750 g .............. 268 319 357 kr. kg
Hversdagsís ......................................... 328 389 328 kr. ltr
Fanta, 2 ltr .......................................... 98 198 49 kr. ltr
7-Up, 2 ltr ........................................... 98 188 49 kr. ltr
ÚRVAL
Gildir 8.–13. maí nú kr. áður mælie.verð
Lambalæri villikrydd. gourmet 1/2 ........ 1.079 1.430 1.079 kr. kg
Vínarpylsur, 10 st. Goði ........................ 579 828 579 kr. kg
Lambaofnsteik Bautab. ........................ 1.079 1.438 1.079 kr. kg
Maarud flögur salt/pipar, 250 g............ 279 309 1.116 kr. kg
Maarud sprömix papr., 200 g................ 289 319 1.445 kr. kg
Maarud flögur sour/cr., 250 g............... 289 319 1.156 kr. kg
Myllu „vinar“ kökur ............................... 169 224 563 kr. kg
Myllu „okkar“ brauð ............................. 129 169 212 kr. kg
UPPGRIP – Verslanir OLÍS
Maítilboð nú kr. áður kr. mælie.verð
Risahraun Góu .................................... 59 80
Prins Póló stórt .................................... 55 85
Pastabakki .......................................... 269 305
Fresca 0,5 ltr....................................... 99 140
ÞÍN VERSLUN
Gildir 8.–14. maí nú kr. áður kr. mælie.verð
Kryddlegnar svínahnakkasneiðar ........... 798 998 798 kr. kg
4 hamborgarar & 4 brauð..................... 389 331 331 kr. pk.
Hunt’s BBQ svínakótilettur .................... 1.038 1.298 1.038 kr. kg
Ora humarsúpa ½ dós ......................... 129 163 129 kr. pk.
Pringles, 200 g.................................... 169 189 845 kr. kg
Pop Secret, 212 g................................ 149 179 700 kr. kg
Chocolate Cookies, 225 g .................... 149 179 655 kr. kg
Helgartilboð
Verðupplýsingar sendar frá verslunum
Margskonar kjöt og ávextir á tilboðsverði
KARL K. Karls-
son hefur byrjað
sölu á nýrri teg-
und hráskinku
frá Ítalíu. Þessi
hráskinka er frá
sama framleið-
anda og Parma-
skinkan sem nú
er fáanleg í versl-
unum hérlendis,
en heildsöluverð er 22% lægra, segir
í tilkynningu frá innflytjanda.
Þurrkað í 11 mánuði
Um er að ræða skinku af svíns-
læri sem hangið er og þurrkað í 11
mánuði. Framleiðandinn, Fiorucci,
er stærsti framleiðandi Parma-
skinku og annarrar hráskinku á
Ítalíu. Nýja hráskinkan fæst í versl-
unum Nóatúns, í Melabúðinni, Hag-
kaupum og í sérverslunum, svo sem
Ostabúðinni á Skólavörðustíg og hjá
Jóa Fel.
Hægt er að fá parma-skinkuna og
nýju hráskinkuna frá Fiorucci nið-
ursneidda og í heilum stykkjum hjá
innflytjanda, segir loks í tilkynn-
ingu.
NÝTT
Meiri
hráskinka
frá Ítalíu
VERSLUNIN SPAR Bæjar-
lind er þriggja ára um þessar
mundir og verður mikið um að
vera nú um helgina af því til-
efni, að því er fram kemur í til-
kynningu frá versluninni. „Í
versluninni verður fjöldinn all-
ur af tilboðum, vörukynning-
ar, hoppukastali fyrir börnin
og grill. Til þess að létta lund
fullorðinna verður Felix úr
Los Paraguayos á staðnum.
Við ætlum að hafa þetta
skemmtilega helgi,“ segir enn-
fremur.
Afmælis-
dagskrá
hjá Spar
VERSLUN Nóatúns við Reykjavík-
urveg í Hafnarfirði hefur verið
stækkuð og endurbætt. Í tilkynn-
ingu frá Nóatúni segir að vöruúrval
hafi verið aukið og einnig verði ýms-
ar nýjungar á boðstólum. „Ávallt
verður heitt kaffi á könnunni og úr-
val sætabrauða og brauða sem bökuð
eru á staðnum verður aukið til muna.
Viðskiptavinir geta nú jafnframt
keypt lottómiða við kassann og tekið
ókeypis ísmola með sér heim. Þá hef-
ur verið settur upp sjálfsafgreiðslu-
nammibar fyrir sælkerana. Loks
verður Chester-kjúklingatilboð alla
vikuna með tíu kjúklingabitum og 2
lítra kóki á 1.499 krónur. Grillaður,
heill kjúklingur verður á 699 krón-
ur,“ að því er fram kemur í tilkynn-
ingunni.
Símkort og Heimsfrelsi
Um helgina verður opnunarhátíð í
versluninni og þar verður fjöldi til-
boða og vörukynninga, segir enn-
fremur.
Þá hafa verslanir Nóatúns byrjað
sölu á Frelsis-símkortum frá Síman-
um, Vodafone-frelsiskortum (áður
Tal frelsi) og Heimsfrelsiskortum,
að því er fram kemur í tilkynningu.
„Heimsfrelsiskort er hægt að nota
í alla síma, það er heimilissíma,
GSM-síma og myndsíma. Hægt er að
hringja til hvaða lands sem er og tala
í allt að 200 mínútur,“ segir einnig.
Endurbætur á Nóatúni í Hafnarfirði
NÝR þjónustusamningur milli iðn-
aðar- og viðskiptaráðuneytis og
Neytendasamtakanna var undirrit-
aður í gær, en fyrsti samningur af
því tagi var undirritaður árið 1998.
Það nýmæli felst í samningnum að
NS taka að sér rekstur Evrópsku
neytendaaðstoðarinnar á Íslandi, en
hún var áður í höndum ráðuneyt-
isins, að því er fram kemur á heima-
síðu Neytendasamtakanna.
Í frétt frá iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneyti segir að með samningnum
taki Neytendasamtökin að sér að
veita neytendum leiðbeiningaþjón-
ustu og aðstoð vegna kvartana sé
vara gölluð eða þjónustu áfátt.
Á heimasíðu NS segir að samning-
urinn kveði jafnframt á um að sam-
tökin annist rekstur fjölmargra úr-
skurðarnefnda sem þau hafi átt
frumkvæði að því að stofna.
„Hjá leiðbeiningaþjónustunni
geta neytendur fengið leiðbeiningar
um lagalega stöðu sína ef upp kemur
ágreiningur í viðskiptum við seljend-
ur og er þessi þjónusta án endur-
gjalds fyrir neytendur. Hjá kvört-
unarþjónustunni fá neytendur
aðstoð við að ná fram rétti sínum
gagnvart seljendum geti þeir það
ekki sjálfir. Félagsmenn í Neyt-
endasamtökunum þurfa ekki að
greiða fyrir aðstoð kvörtunarþjón-
ustunar, en hún er innifalin í ár-
gjaldi. Utanfélagsmenn þurfa hins
vegar að greiða málskotsgjald að
upphæð 3.500 krónur,“ segir enn-
fremur.
Neytendasamtökin taka að sér
rekstur Evrópsku neytendaaðstoð-
arinnar á Íslandi, sem viðskipta-
ráðuneytið annaðist áður, sem fyrr
segir.
Aðstoð vegna kaupa
innan EES
„Í því felst að Neytendasamtökin
aðstoða íslenska neytendur sem
keypt hafa vöru eða þjónustu í öðr-
um EES-löndum við að ná fram rétti
sínum gagnvart seljendum í viðkom-
andi landi. Samhliða þessu hafa
Neytendasamtökin gert samning við
Evrópusambandið og felst jafnframt
í honum að Neytendasamtökin að-
stoða neytendur sem búa í öðrum
EES-löndum og hafa átt viðskipti
hér á landi að ná fram rétti sínum
gagnvart seljendum,“ segir jafn-
framt.
Fjárhæðin sem ráðuneytið greiðir
samtökunum vegna þessa er hækk-
uð úr 8,3 milljónum í tíu milljónir og
segja Neytendasamtökin þjónustu-
samninginn „afar mikilvægan þar
sem stjórnvöld viðurkenna með hon-
um ábyrgð sína á þessu sviði gagn-
vart neytendum.
Þess má geta að víðast í Evrópu
sinna stjórnvöld þessari þjónustu við
neytendur, enda er hún talin vera
samfélagsleg þjónusta.“
Stjórnvöld greiði að fullu
Á heimasíðu samtakanna segir að
rekstur Leiðbeininga- og kvörtunar-
þjónustunnar kosti Neytendasam-
tökin 27 milljónir króna, en sem fyrr
segir greiðir ráðuneytið tíu milljónir
króna vegna þjónustunnar.
„Því þurfa Neytendasamtökin að
greiða með félagsgjöldum meiri-
hluta þess sem kostar að reka þjón-
ustuna. Það hefur lengi verið krafa
Neytendasamtakanna að stjórnvöld
greiði þessa þjónustu að fullu, enda
samfélagsleg þjónusta eins og áður
sagði. Þótt enn vanti mikið upp á að
svo sé telja Neytendasamtökin að
lítið skref hafi nú verið tekið í þá átt.
En betur má ef duga skal,“ segir að
lokum.
Evrópsk neytendaað-
stoð sett undir hatt NS
Morgunblaðið/Einar Falur
Neytendasamtökin veita almenn-
ingi leiðbeiningar og aðstoð vegna
kvartana, sé vara gölluð eða þjón-
ustu áfátt. Svipmynd úr Smáralind.
www.solidea.com