Morgunblaðið - 08.05.2003, Síða 29

Morgunblaðið - 08.05.2003, Síða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 29 „AÐ horfa á og skynja lit vekur allt- af jafnmikla furðu. Hvort það er lit- urinn eða blómið sem er málað verður aldrei upplýst. Þegar lit- urinn og það sem verkið sýnir sam- einast á yfirborðinu birtist nýr raunveruleiki sem er gjörólíkur því sem þekkist úti í náttúrunni.“ Þann- ig mælist Eggerti Péturssyni í hug- leiðingu um verk sín, en í dag kl. 17 verður opnuð sýning á 5 stórum ol- íumálverkum eftir hann í i8 á Klapparstíg. „Þetta eru fimm verk sem ég er búinn að vera að vinna að síðustu tvö ár – þrjú þeirra hafa tekið mest- an tíma minn þennan tíma. Þetta eru íslenskar plöntur og stærri myndir en ég hef verið að mála áð- ur, og verk sem hafa ekki verið sýnd áður.“ Á síðustu árum hefur Eggert málað myndir úr íslenska jurtaríkinu – stóra fleti, þar sem svörðurinn hverfur undir þykkum jurta- og blómabreiðum. Myndirnar kalla á augað að koma nær, og ná- kvæmnin í útfærslu hverrar blóm- krónu, hvers laufs og hvers mosa- bings er gríðarleg. En hvað á listamaðurinn við með því að það verði ekki upplýst hvort hann máli liti eða blóm? „Þetta eru hugleiðingar mínar um vinnuna við verkin. Þessar myndir eru meiri málverk en þær fyrri, og meiri málverk en að ég sé að gera grasafræðilegar myndir, þetta skýrist þegar þær eru skoð- aðar. Myndirnar eru optískar og ég nota fleiri liti nú og mála fleiri teg- undir af blómum. En það sem ég á við er að maður veit ekki alltaf á hvað maður er að horfa, hvort þetta er lýsing á einhverju úti í nátt- úrunni eða bara ímyndunaraflið, liturinn og það sem er abstrakt. Ég reyni að vera einhvers staðar þarna mitt á milli.“ Eggert segir að þótt hann sé með nákvæmt plan um það hvernig hann vinnur hvert verk, sé óneit- anlega skemmtilegra að sjá þau núna komin upp á vegg í sýning- arsalnum en á vinnustofunni. „Þau eru svolítið öðruvísi í þessu ljósi en þegar maður er að vinna þau.“ Gallerí i8 sýnir fimm olíumálverk eftir Eggert Pétursson Nota fleiri liti og mála fleiri tegundir af blómum Eggert Pétursson myndlistarmaður: Myndir úr jurtaríkinu. Morgunblaðið/Kristinn áfram Ísland Til fundar vi› flig Grafarvogur Fimmtudagur 8. maí Rimaskóli – íflróttahús kl. 20.00 Fundarstjóri ver›ur Ásta Möller alflingisma›ur. Gu›laugur fiór fiór›arson borgarfulltrúi flytur inngangsor›. S‡nd ver›a myndbrot frá upphafsárum bygg›ar í Grafarvogshverfi. Daví› Oddsson forsætisrá›herra flytur ávarp. Kíktu vi› og rifja›u upp frumb‡lisárin yfir kaffibolla! xd.is Daví› Oddsson w w w .c lin iq ue .c om 100% ilmefnalaust GÓÐ GJÖF Ráðgjafi frá Clinique verður í Lyf og heilsu kl. 13-17. Í dag í Lyf og heilsu Melhaga. Á morgun í Lyf og heilsu Kringlu. Á laugardag í Lyf og heilsu Austurveri Tilboðið gildir einnig í Lyf og heilsu Mjódd, Austursræti, Glerártorgi Akureyri og á Selfossi. Meðan birgðir endast. Kaupauki! 4 hlutir í tösku! Ef þú kaupir 2 hluti frá CLINIQUE er þessi gjöf til þín.* • Comforting cream cleanser 30 ml • Naturally glossy mascara • Long last varalitur sugar bean • Aromatics Elixir perfume spray 4 ml

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.