Morgunblaðið - 08.05.2003, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 08.05.2003, Qupperneq 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ S           SVEINBJÖRN I. Baldvinsson á að baki ótrúlega fjölbreyttan feril. Hann hefur m.a. skrifað kvikmynda- og sjónvarpshandrit, leikrit, einþátt- unga, ljóð, smásögur, skáldsögu, barnabækur, óperutexta og dægur- lagatexta. Hann hefur gefið út ljóð- verk á hljómplötu, þýtt skáldsögur og leikrit, kennt handritsgerð, leikið á gítar í hljómsveit og verið dagskrár- stjóri innlendrar dagskrárgerðar Ríkissjónvarpsins. Auk þess hefur hann setið í ótal nefndum sem við koma ritlist. Í kynningarbæklingi Útvarpsleik- hússins fyrir apríl og maí eru kynnt „ný leikrit“ eftir Sveinbjörn I. Bald- vinsson og Braga Ólafsson og sama er upp á teningnum á vefsíðu Ríkisút- varpsins. Ekki er því alveg að heilsa hvað þetta leikrit Sveinbjörns varðar. Samnefnt verk á ensku „Visiting Hour“ hlaut verðlaun í samkeppni sem haldin var á vegum Suður-Kali- forníuháskóla 1989. Í kjölfar þessarar verðlaunaveiting- ar setti Quixotic- leikhópurinn í Los Angeles þennan einþáttung Svein- björns upp ásamt öðrum til í Cent- ury City-leikhús- inu. Í umsögn í Los Angeles Tim- es var minnst á að fjallað væri um ábyrgð manna á glæpum þeim og grimmdarverkum sem styrjöldum fylgja, svo augljóst er að Heimsóknin er að stofni til sama verk og „Visiting Hours“, jafnvel íslensk þýðing verks- ins. Sá möguleiki að flytja sviðsverkið í útvarp liggur í augum uppi – aðal- persónan er blind og treystir á heyrn- ina til að skynja umhverfi sitt. Aldur verksins kæmi ekki að sök ef það hefði elst betur. Þó að líklegt sé að leikritið hafi verið valið til flutnings nú einmitt vegna stríðsins í Íraks þá hefur tímans tönn leikið það einkenni- lega illa. Bandaríkjamenn voru á löngu tímabili mjög uppteknir af þátt- töku sinni í Víetnamstríðinu og það tók þjóðina áratugi að gera upp málin, allt frá því frásagnir um fjöldamorðin í My Lai-spurðust út og tekur verkið mið af því. Leikritið gerist 1987, fimmtán ár- um eftir harmleikinn sem Tom varð vitni að og rúmum fimmtán árum fyr- ir Íraksstríðið. Það fjallar um stund milli þessara stríða. Því miður eru bæði söguþráður Heimsóknarinnar og efnistök börn síns tíma og ákaflega mörkuð því þjóðfélagi sem verkið var ritað í og fyrir. Það er vel til fundið að flytja leikrit sem hafa til að bera boðskap sem á er- indi í samtímaumræðu – og því beitt- ara sem leikritið er, því betur kemst það sem höfundinum liggur á hjarta til skila. Illa grundað verk gerir aftur á móti jafnvel harmrænar frásagnir hjákátlegar. Það er margt sem hljómar svo klisjukennt úr textanum að jaðrar við skopstælingu: Hjúkrunarkonan frk. Davis sem tönnlast á öllu tengdu dauðanum; hetjudáðir Richards í seinna stríði; afskræming Toms á myndinni af Jenny og ræða hans í kjölfar þess; allt sem viðkemur ýlu- dúkkunni, nafnið á sprengjunni o.fl. Hilmar Oddsson er ekki öfunds- verður af að leikstýra þessu verkefni. Þrátt fyrir að hann hafi á að skipa mjög sterkum hópi sviðsleikara er verkið í hans meðförum andvana fætt. Enginn leikaranna kemst á virkilegt flug, þó að Ingvar Sigurðsson eigi sín augnablik inni á milli. Það vantar sár- lega í verkið meiri spennu milli upp- gjafarhermannsins og gamla verk- fræðingsins. Viðbrögð Þorsteins Gunnarssonar sem Johns Braddocks við að ofbeldismaður hefur líf hans í hendi sér eru ótrúlega lítil og tók þó steininn úr úrræðaleysi sonar hans, Marks, og frk. Davis hjúkrunarkonu þegar Tom var horfinn af vettvangi og þau finna Braddock reyrðan í hjólastólinn. Það var greinilega erfitt að halda leikstílnum upp úr skopstæl- ingunni og væmninni sem textinn kallar á. Klukknatifið, skóhljóðin og tónlistarvalið undirstrika enn frekar þessa tilfinningu svo minnir á ýktustu leikritin í útvarpinu í gamla daga. Stund milli stríða LEIKLIST Útvarpsleikhúsið Höfundur: Sveinbjörn I. Baldvinsson. Leikstjóri: Hilmar Oddsson. Hljóðvinnsla: Björn Eysteinsson. Leikarar: Ingvar E. Sigurðsson, Ívar Örn Sverrisson, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Þorsteinn Gunn- arsson. Frumflutt sunnudaginn 4. maí; endurtekið fimmtudagskvöldið 8. maí. HEIMSÓKNIN Sveinn Haraldsson Sveinbjörn I. BaldvinssonTeppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.