Morgunblaðið - 08.05.2003, Page 33

Morgunblaðið - 08.05.2003, Page 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 33 HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 Leitið tilboða í stærri verk Stærð: D: 50 cm B: 30/40 cm H: 180 cm Stál- skápar fyrir vinnustaði kr. 7.300,- Verð frá Stálskápar Stærð: D: 100 cm B: 290 cm H: 250 cm Tekur 9 bretti Brettahillur kr. 17.928,- Næsta bil kr. 13.894,- Lagerhillur Stærð: D: 60 cm B: 190 cm H: 200 cm 3 hillur kr. 17.800,- Næsta bil kr. 15.366,- Stálhillur í fyrirtæki og heimili Stálhillur Stærð: D: 40 cm B: 100 cm H: 200 cm 5 hillur kr. 8.327,- Næsta bil kr. 5.819,- en gott Við bjóðum ÓDÝRT 13 58 / TA K T ÍK -3 x1 3 - N r.: 29 C Salurinn kl. 18 Í tilefni af Evrópu- ári fatlaðra verða hinir árlegu vor- tónleikar Fjölmenntar, fullorðins- fræðslu fatlaðra, haldnir. Í boði er afar fjölbreytt dagskrá, einleikur og einsöngur, en einnig koma fram ýmsar hljómsveitir. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is VORTÓNLEIKAR Stúlknakórs Húsavíkur verða haldnir á Sal Borg- arhólsskóla á föstudag kl. 20.30. Kórfélagar sem eru 27 eru á aldr- inum 12–16 ára og er kórinn starf- ræktur innan Tónlistarskóla Húsa- víkur. Á tónleikunum koma einnig fram nemendur í söngbekk. Efnisskráin er fjölbreytt en þetta er 10. starfsár Stúlknakórsins. Inn- lend og erlend lög og syrpa af lögum eftir W.A. Mozart þar sem ævi tón- skáldsins er rakin í stuttu máli. Tónleikarnir eru fjáröflunartón- leikar en kórinn fer til Reykjavíkur í lok maí og mun halda tónleika í Lindaskóla í Kópavogi og með Stúlknakór Reykjavíkur. Píanóleik- ari er Aladar Racz og kórstjóri Hólmfríður Benediktsdóttir. Vorsöngur á Húsavík SAMSÝNING stendur yfir þessa dagana á kosningaskrifstofu Sam- fylkingarinnar við Lækjargötu í Reykjavík. Sýning þessi er skipu- lögð af Galleríi Hlemmi og er hluti af þjónustu þess við fyrirtæki og stofn- anir. „Samtímamyndlist á stöðugt er- indi til fólks í þjóðfélaginu og kosn- ingaskrifstofa því áhugaverður vett- vangur samfélagsins. Þó að myndlistin sé í sjálfu sér sé ekki flokkpólitísk er hún þverpólitísk,“ segir í kynningu. Samsýning hjá Samfylkingunni „Í MÍNUM höndum“ nefnist mál- verkasýning Lovísu Lóu Sigurð- ardóttur sem nú stendur yfir í Galleríi Skoti í Bókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn. Þetta er fimmta einkasýning Lóu en hún hefur áð- ur haldið einkasýningar í Finn- landi og á Íslandi. Lóa hefur einn- ig tekið þátt í ellefu samsýningum, m.a. í Reykjavík, Skotlandi og Finnlandi, og framið sjö gjörninga. „Í mínum höndum“ samanstend- ur af abstrakt fígúratívum mynd- um þar sem listamaðurinn vinnur með blandaðri tækni og olíu á striga. Léttleiki tilverunnar er helsta viðfangsefnið – leikur manneskjunnar í tíma og rúmi, á því leiksviði sem hún hefur valið sér. Lovísa Lóa Sigurðardóttir stundaði nám við Svenska hög- skolan í Nykarleby í Finnlandi, Edinburgh College of Art í Skot- landi og The Commedia School í Kaupmannahöfn. Sýningin er opin til 1. júní á af- greiðslutíma bókasafnsins. Abstraktverk í Þorlákshöfn NOKKRIR nemendur Listaháskóla Íslands munu í dag kynna verkefni sitt „Designer for a day“ sem þau hafa unnið að síðustu mánuði, og sýndu á einni stærstu hönnunarsýn- ingu heims í Mílanó í vor. Sýningin verður í Hafnarhvoli, Tryggvagötu 11, á milli kl. 17 og 21. Nemendur kynna hönnun Umsækjandi Heiti rits Styrkur Nesútgáfan ehf. KJARVAL – Listamaðurinn Jóhannes S. Kjarval. Höfundur megintexta Kristín G. Guðnadóttir listfræðingur 1.500.000 Collegium Musicum, Landsbókasafn Íslands og Gagarín ehf. Myndlist og tónlist í handritum Landsbókasafns Íslands (Útgáfa á geisladiski). Verkefnisstjóri er Hringur Hafsteinsson 1.000.000 Guðrún ehf. Edda Snorra Sturlusonar í ritstjórn Björns Jónassonar 600.000 Vaka-Helgafell Íslensk spendýr eftir dr. Pál Hersteinsson og Jón Baldur Hlíðberg 500.000 Fjölvaútgáfan Skrímsli á Íslandi eftir Þorvald Friðriksson, endurúthlutun 500.000 Sölkubækur ehf. Upphafið – bréf til þín frá ljósunni þinni eftir Huldu Jensdóttur 500.000 Mál og menning Huldukonur í íslenskri myndlist eftir Hrafnhildi Schram 500.000 Mál og mynd ehf. Lagarfljót – Mesta vatnsfall Íslands eftir Helga Hallgrímsson 500.000 Saga bílsins á Íslandi Saga bílsins á Íslandi eftir Sigurð Hreiðar Hreiðarsson 400.000 JPV útgáfa Þegar tilveran splundrast eftir Jónínu Michaelsdóttur 400.000 Gylfi Gröndal Fólk í fjötrum - Baráttusaga íslenskrar alþýðu eftir Gylfa Gröndal 400.000 Rannveig Lund og Ásta Lárusdóttir Greinandi ritmálspróf fyrir 14 ára nemendur eftir Rannveigu Lund og Ástu Lárusdóttur 400.000 Mál og menning Íslam og Vesturlönd eftir Magnús Þorkel Bernharðsson 300.000 Jón Hilmar Magnússon Íslensk-færeysk orðabók eftir Jón Hilmar Magnússon 300.000 Hið íslenska bókmenntafélag Laufás I, Staðurinn eftir Hörð Ágústsson, viðbótarstyrkur 300.000 Pjaxi ehf Helgi Pjeturss og jarðfræði Íslands. Höfundar Elsa G. Vilmundardóttir, Samúel D. Jónsson og Þorsteinn Þorsteinsson 300.000 Djúpavogshreppur Djúpivogur – Siglt og róið eftir Ingimar Sveinsson 300.000 Davíð Ólafsson Bækur lífsins. Dagbækur og dagbókaritun á Íslandi á 18., 19. og fyrsta fjórðungi 20. aldar eftir Davíð Ólafsson 300.000 Guðmundur Pálmason Jarðhitinn eftir dr. Guðmund Pálmason 300.000 JPV útgáfa Héðinn. Saga Héðins Valdimarssonar og samtíðar hans eftir Matthías Viðar Sæmundsson, 2 bindi 300.000 Félag tónskálda og textahöfunda FTT í tuttugu ár eftir Kristján Hreinsson 300.000 Sögufélag Samvinnuhreyfingin í sögu Íslands eftir Helga Skúla Kjartansson, Jónas Guðmundsson og Jón Sigurðsson 300.000 Mál og menning Firnindi - Ævisaga Vilhjálms Stefánssonar eftir Gísla Pálsson 300.000 Hið íslenska bókmenntafélag Ástarspekt eftir Stefán Snævarr 300.000 Mál og menning Jón Sigurðsson II eftir Guðjón Friðriksson 300.000 Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra Tíu þjósögur á táknmáli. Ritstjóri Margrét Gígja Þórðardóttir 300.000 Orðanefnd RVFÍ Raftækniorðasafn 11. Ritstjóri Bergur Jónsson 300.000 Gylfi Gröndal Fólk í fjötrum – Baráttusaga íslenskrar alþýðu eftir Gylfa Gröndal. 300.000 Sögufélag Horfinn heimur. Árið 1900 í nærmynd eftir Þórunni Valdimars- dóttur 300.000 Mál og menning Þorgerður og kórarnir eftir Árna Heimi Ingólfsson 300.000 Örlygur Hálfdanarson Íslenskt mannlíf milli stríða. Ritstjóri meginmáls Magnús Kristinsson, myndritstjóri Örlygur Hálfdanarson. Viðbótarstyrkur 300.000 Mál og menning Egla – útgáfa fyrir börn eftir Brynhildi Þórarinsdóttur og Margréti E. Laxness 300.000 Erlendur Jónsson Svipmót og manngerð eftir Erlend Jónsson 200.000 Sigurjón Gunnarsson Handbók um tréskurð eftir Sigurjón Gunnarsson 200.000 Fornleifastofnun Íslands og Félag ís- lenskra fornleifafræðinga Íðorðasafn í íslenskri fornleifafræði. Höfundur Birna Lárusdóttir 200.000 Forlagið Bílaöldin eftir Örn Sigurðsson og Ingiberg Bjarnason 200.000 Snorrastofa Til heiðurs og huggunar. Hlutverk trúarkvæða á fyrri tíð. Ritstjórar eru Svanhildur Óskarsdóttir og Anna Guðmundsdóttir 200.000 Fornleifastofnun Íslands Fornleifarannsóknir í Skálholti 2003 eftir dr. Gavin Lucas 200.000 Vigfús Björnsson Smaladrengurinn eftir Vigfús Björnsson 200.000 Bjartur ehf. Njáls saga, texti Reykjabókar eftir dr. Svein Yngva Egilsson 200.000 Bjartur ehf. Ferðalok – skýrsla handa akademíu eftir Jón Karl Helgason 200.000 Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir Skagfirskir rósavettlingar eftir Elísabetu St. Jóhannsdóttur og Sigríði Sigurðardóttur 200.000 Hið íslenska þjóðvinafélag Andvari – tímarit Hins íslenska þjóðvinafélags í ritstjórn Gunnars Stefánssonar 200.000 Börkur Hansen, Jóhanna Einarsdóttir og Ólafur H. Jóhannsson Frumkvöðlar – Uppeldi, menntun og skólar. Ritstjórar Börkur Han- sen, Jóhanna Einarsdóttir, Ólafur H. Jóhannsson 200.000 Stofnun Gunnars Gunnarssonar Austfirskar álfasögur. Ritstjóri Skúli Björn Gunnarsson 100.000 ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Menn- ingarsjóði fyrir árið 2003. Auglýst var eftir umsóknum 25. janúar og rann umsóknarfrestur út 28. febr- úar sl. Alls barst 141 umsókn að þessu sinni frá 90 aðilum með beiðni um styrki að fjárhæð alls kr. 113 milljónir. Stjórn Menningarsjóðs samþykkti samhljóða að veita 45 styrki, samtals að fjárhæð kr. 15,2 milljónir. Hlutverk Menningarsjóðs er skv. 1. gr. reglugerðar um sjóðinn nr. 707/1994 að veita fjárhagslegan stuðning til útgáfu þeirra bóka á ís- lenskri tungu, sem verða mega til eflingar íslenskri menningu. Sérstök áhersla skal lögð á að efla útgáfu fræðirita, handbóka, orðabóka og menningarsögulegra rita. Jafnframt getur sjóðurinn veitt fjárhagslegan stuðning annarri skyldri starfsemi s.s. vegna hljóðbókagerðar. Stjórn Menningarsjóðs skipa þær Bessí Jóhannsdóttir, kennari, for- maður, Áslaug Brynjólfsdóttir, fyrr- verandi fræðslustjóri, og Dóra Lín- dal Hjartardóttir, kennari. Starfs- maður sjóðsins er Björg Ellingsen, stjórnarráðsfulltrúi. Úthlutað úr Menn- ingarsjóði LEIKSÝNINGIN Gesturinn, sem frumsýnd var á síðasta leikári í Borgarleikhúsinu í samstarfi Þí- bilju og Leikfélags Reykjavíkur, verður sýnd á tveimur sýningum á Nýja sviði Borgarleikhússins 11. og 18. maí. Gesturinn er eftir franska leikritahöfundinn Eric-Emmanuel Schmitt. Það er Gunnar Eyjólfsson sem fer með hlutverk Sigmund Freud, en Ingvar Sigurðsson leikur hinn dularfulla gest. Aðrir leikarar eru Jóna Guðrún Jónsdóttir og Kristján Franklín Magnús. Þór Tulinius leik- stýrir. Stígur Steinþórsson gerir leikmynd, Stefanía Adolfsdóttir búninga. Lárus Björnsson hannar lýsingu. Hljóðmynd gerir Baldur Már Arngrímsson. Þýðandi er Kristján Þórður Hrafnsson. Morgunblaðið/Ásdís Gunnar Eyjólfsson og Ingvar E. Sigurðsson í hlutverkum sínum Gesturinn kemur á ný ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ www.fotur.netAUGLÝSINGADEILDnetfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.