Morgunblaðið - 08.05.2003, Síða 35
Að vera sjálfum
sér verstur
AF einhverjum ástæðum fann
Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. hjá
sér hvöt til að koma með sitt álit á
Þorfinnsmálinu svokallaða og birtist
grein eftir hann í Mbl. 28. apríl sl.
undir fyrirsögninni „Um valdsvið
ríkisstofnana“. Það er ekki ætlun
mín að blanda mér í þann hluta um-
ræðunnar sem snýr að Ríkisend-
urskoðun en ég vil gera athuga-
semdir við þá mynd sem Jón
Steinar bregður upp af styrkveit-
ingum Þorfinns Ómarssonar og þá
sérstaklega 22 milljóna króna eft-
irvinnslustyrk til Hrafns Gunn-
laugssonar.
Kvikmyndamiðstöð verður til
Til að fá einhverja heildarsýn á
þessa síðustu atburði í Þorfinnsmál-
inu verður að byrja á því þegar
Kvikmyndasjóður auglýsti eftir um-
sóknum í ágúst 2002. Sjóðurinn hef-
ur frá upphafi auglýst eftir styrkj-
um einu sinni á ári en vegna
yfirvofandi lagabreytingar var aug-
lýsingin 2002 dregin til baka – ef
svo má að orði komast. Það var
ákveðið í menntamálaráðuneytinu
að ekki skyldi skipa úthlutunar-
nefnd á haustmánuðum til að fjalla
um umsóknir heldur bíða þar til bú-
ið væri að koma upp úthlutunar-
kerfi samkvæmt nýju lögunum.
Þessi ákvörðun var tekin áður en
umsóknarfresturinn rann út. Áfram
var tekið við umsóknum en starfs-
menn sjóðsins gerðu heyrinkunnugt
að það nægði að skila inn umsókn-
areyðublöðum, önnur gögn (eins og
handrit og kostnaðar- og fjármögn-
unaráætlanir) gætu beðið þar til
málin skýrðust og það yrði kallað
eftir þeim eða menn beðnir að end-
urnýja umsóknir sínar. Það var ekki
fyrr en nú fyrir nokkrum dögum –
rúmum sex mánuðum síðar – að
Kvikmyndamiðstöð auglýsti og eru
menn þessa dagana að endurnýja
gömlu umsóknirnar eða senda inn
nýjar.
Brot á stjórnsýslulögum
Jón Steinar segir að Þorfinnur
hafi haft fulla lagaheimild til að
veita styrki þegar hann var for-
stöðumaður. En hafði hann heimild
til að sniðganga stjórnsýslulögin?
Þetta mál snýst um það að Þorfinn-
ur var að veita styrki á laun. Kvik-
myndagerðarmenn hafa staðið í
þeirri góðu trú í allan vetur að sjóð-
urinn væri lokaður vegna lagabreyt-
ingarinnar og höfðu ekki hugmynd
um að það væri verið að fjalla um
umsóknir, hvað þá að veita styrki.
Þorfinnur hafði engar forsendur til
að veita þennan styrk og engin
gögn nema gögnin sem Hrafn
Gunnlaugsson fékk honum í hendur.
Málið snýst um brot á stjórnsýslu-
lögum.
Sjálfvirkar styrkveitingar?
Jón Steinar segir í grein sinni að
allt hafi farið fram með hefðbundn-
um hætti því Þorfinnur hafi verið að
úthluta styrkjum til þeirra sem
„næstir“ komu í röðinni 2002, þ.e. til
þeirra sem komust næst því að fá
styrki 2002.
Sjálfur hefur Þorfinnur orðað
þetta þannig að Hrafn hafi verið á
„stuttlista“. Það er ekki hægt að
skilja útskýringar Jóns Steinars
öðruvísi en svo en að veiting fram-
leiðslustyrkja sé að einhverju leyti
sjálfvirk hjá Kvikmyndasjóði, að til
séu stuttlistar og þegar fé losnar sé
því endurúthlutað til þess sem er
efstur á stuttlistanum eða fremstur
í biðröðinni ef menn vilja það orða-
lag frekar. Við þetta er ýmislegt að
athuga.
Stuttlistarnir
Fyrst er að gera grein fyrir því
hvað menn meina með þessu orði,
stuttlisti.
Það varð til stuttlisti skömmu
fyrir aðalúthlutun í janúar 2002
þegar úthlutunarnefndin boðaði tólf
framleiðendur í viðtöl. Hrafn var
ekki einn af þeim. Sjö þessara fram-
leiðenda fengu framleiðslustyrk á
árinu, þ.e. á síðasta ári. Þeir sem
eftir standa eru þá þeir „sem næstir
komu í röðinni 2002“. Með öðrum
orðum: Ef það var til einhver stutt-
listi í byrjun 2003 þá er þetta hann.
Það er því rangt að Hrafn hafi verið
á stuttlista nema Þorfinnur sé að
tala um einhvern lista sem hann
gerði sjálfur.
Jón Steinar segir líka að það sé
hefð fyrir því hjá Kvikmyndasjóði
að styðjast við stuttlista þegar
styrkjum er endurúthlutað og að
það hafi verið gert „ótal sinnum“.
Þetta er rangt. Það er rangt farið
með ýmsar staðreyndir í grein Jóns
Steinars en ég ætla ekki að vera að
elta ólar við allt það hér.
Málið er komið í farveg og er nú
hjá ríkissaksóknara. Í þessu sam-
bandi nægir að segja þetta: Það hef-
ur afar sjaldan komið fyrir hjá
Kvikmyndasjóði að það sé endur-
úthlutað. Ég man eftir einu tilviki
þar sem stuðst var við stuttlista við
endurúthlutun en þau geta verið
fleiri. En í slíkum tilvikum er auð-
vitað haft samband við alla sem eru
á stuttlistanum.
Það er engin biðröð
Mergurinn málsins er þessi: Það
er ekki til nein biðröð eins og Jón
Steinar lýsir, það eru bara til kvik-
myndaverkefni og þau eru mjög
mörg og misstyrkhæf. Það væru al-
veg fráleit vinnubrögð hjá Kvik-
myndasjóði að vinna út frá einhverj-
um sex eða tólf mánaða gömlum
stuttlistum þegar stendur til að út-
hluta eða endurúthluta styrkjum.
Sjóðurinn verður að auglýsa eftir
umsóknum; það er sérstaklega tekið
fram í lögum að hann EIGI að aug-
lýsa.
Framleiðendur verða að fá að
sitja við sama borð þegar fjallað er
um umsóknir; um þetta snýst jafn-
ræðisreglan. Þorfinnur braut
stjórnsýslulögin þegar hann fór að
úthluta styrkjum án þess að gefa
mönnum kost á að senda inn um-
sóknir, og án þess að láta nokkurn
vita hvað væri á seyði nema þá sem
hann kaus að styrkja.
Hvað vakti fyrir Þorfinni?
Þegar upp er staðið er engin aug-
ljós skýring á þessum atburðum,
hvers vegna Þorfinnur gekk þvert á
jafnræðisregluna og brást trausti
þeirra sem hann átti að vera að
vinna fyrir. Og mest af öllu kemur
hann sjálfum sér í vandræði. Hvað
var hreyfiaflið í þessari atburðarás?
Hann skuldar okkur einhverja skýr-
ingu.
Eftir Önnu Th.
Rögnvaldsdóttur
Höfundur er
kvikmyndagerðarmaður.
„Framleið-
endur verða
að fá að
sitja við
sama borð
þegar fjallað er um
umsóknir…“
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 35
ÞAÐ er orðið nokkuð langt síðan
ég og fleiri óperusöngvarar og óp-
eruunnendur höfum lýst þeirri
skoðun okkar á prenti, að óperu-
flutningur framtíðarinnar hljóti að
eiga sér stað í Tónlistarhúsinu,
sem manni skilst að rísi í Reykja-
vík eftir nokkur ár.
Mér hefur fundist það með ólík-
indum, að enginn þeirra aðila, sem
að undirbúningi þessa húss standa,
hefur svarað okkur, hvað þá reynt
að nýta sér reynslu okkar sem höf-
um starfað sem óperusöngvarar
erlendis í mörg ár.
Nú ber svo við, að rétt fyrir
kosningar er allt í einu farið að
ræða húsnæðismál Íslensku óper-
unnar, þar sem fyrrverandi og nú-
verandi borgarstjóri nefna þann
möguleika að Íslenska óperan fari
með starfsemi sína inn í Borg-
arleikhúsið.
Skoðum þetta aðeins nánar.
Í Morgunblaðinu þriðjudaginn
29. apríl er sagt frá því að Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir telji að
„óperan eigi meiri samleið með
leikhúsi en tónlist“. Þess vegna
finnst henni liggja beint við að
kanna þann möguleika að óperan
fari inn í Borgarleikhúsið. Nokkr-
um síðum framar í sama blaði er
greint frá stórfelldum rekstrar-
vanda Borgarleikhússins. Ein-
hvern veginn finnst mér vera sam-
hengi þarna á milli. Það á sem sé
að troða óperunni þarna inn til að
reyna að nýta húsið betur og
reyna þannig að létta reksturinn á
því. Þetta sama bar á góma í Kast-
ljósi mánudaginn 5. maí. Þar voru
vandamál Borgarleikhússins enn
til umræðu. Þar upplýsti Þórólfur
Árnason borgarstjóri okkur um
það, að í gangi væri könnun á veg-
um Reykjavíkurborgar og mennta-
málaráðuneytis á því, hvort mögu-
leiki væri á því að óperan færi
þarna inn. Það var athyglisvert, að
hann nefndi bara borgina og ráðu-
neytið í sambandi við þessa könn-
un, en sleppti að nefna óperuna.
Það skyldi þó ekki vera af því, að
óperan hefur aldrei léð máls á því
að fara með starfsemi sína þangað
inn.
Ástæður þess að óperan hefur
engan áhuga á þessu samstarfi eru
eftirfarandi:
1. Gamla bíó og Borgarleikhúsið
taka álíka marga í sæti. Bæði hús-
in eru of lítil til að standa undir
þeim kostnaði sem er samfara óp-
erusýningu. Til þess að sýning
standi undir sér þarf að selja
a.m.k. 800 miða. Þess vegna verð-
ur tap á sýningum óperunnar það
sama, án tillits til þess hvort þær
eiga sér stað í Gamla bíói eða
Borgarleikhúsinu.
2. Hljómburður Borgarleikhúss-
ins er afleitur. Það hafa þeir leik-
húsgestir sem sitja framarlega til
hliðar fengið að reyna. Þar heyrast
stundum ekki orðaskil nema leik-
ararnir tali beint í átt til leik-
húsgesta. Ef maður situr til hliðar
og leikari talar beint fram í miðjan
salinn er erfitt að greina orðaskil.
Hvernig er þá hægt að gera ráð
fyrir að söngur berist almennilega,
þegar búið er að koma hljómsveit
fyrir á milli sviðs og áheyrenda?
3. Hljómsveitargryfjan er ónot-
hæf. Hún er of lítil. Þar er ekki
hægt að koma fyrir nógu mörgum
hljóðfæraleikurum fyrir stærri óp-
erur. Þar að auki er hún þannig í
laginu að þar er algert sam-
bandsleysi á milli hljóðfæraleikara,
þannig að þeir sem eru lengst til
vinstri í gryfjunni hafa ekkert
samband við þá sem eru lengst til
hægri.
Hvers vegna er þá verið að
hamra á þessari þráhyggju? – Að
mínu viti er þetta gert af tveimur
ástæðum. Í fyrsta lagi er verið að
reyna að drepa á dreif umræðunni
um óperu í Tónlistarhúsi. – Sú um-
ræða var svo sem aldrei nein um-
ræða, vegna þess að við fengum
aldrei neinn til andsvara, eins og
áður er komið fram. Í öðru lagi er
hér reynt að slá tvær flugur í einu
höggi, með því að reyna að láta Ís-
lensku óperuna hjálpa borginni við
rekstur Borgarleikhússins. Það er
líka önnur hlið á þessu máli: Ís-
lenska óperan er ekki opinber
stofnun. Hvorki ríki né borg hafa
neinn ráðstöfunarrétt yfir henni.
Þess vegna er það ekkert annað en
lítilsvirðing við hana og starfsfólk
hennar, þegar menntamálaráðu-
neyti og Reykjavíkurborg fara að
gera áætlanir um það, að henni
forspurðri, að nota hana sem
hækju til að leysa úr sjálfskap-
arvíti Borgarleikhússins.
Þetta lítur allt saman voða vel
út á pappírnum. Það er bara eitt
sem gleymist. Það er neytandinn.
Óperuunnendur verða sviknir um
að upplifa þessa stórkostlegu list-
grein við þær aðstæður sem henni
sæma. Þær aðstæður eru hvergi til
á Íslandi eins og er. Þær eru því
miður ekki fyrir hendi í Gamla bíói
og enn síður í Borgarleikhúsinu.
Vonandi berum við gæfu til þess
að búa Óperunni þannig aðstæður
í Tónlistarhúsinu að Íslenska þjóð-
in geti loksins kynnst því hve stór-
kostleg þessi listgrein er.
Ég er ekki að biðja um þessa að-
stöðu handa sjálfum mér, enda
vinn ég 99% af mínu starfi erlend-
is, og vísast verð ég hættur að
syngja, loksins þegar húsið verður
að veruleika. Ég yrði hins vegar
þakklátur ef mér tækist að stuðla
að því, að Íslendingar framtíðar-
innar gætu fengið að njóta óperu
við boðlegar aðstæður.
Allir sem hafa kynnst þeirri
stórkostlegu reynslu sem felst í
því að upplifa óperusýningu þar
sem allt gengur upp, bæði tónlist
og leikur, vita að óperan verður
aldrei fullkomin nema leik- og tón-
list sé gert jafnhátt undir höfði.
(Ég verð reyndar að játa, að fyrir
mér er tónlistin mikilvægari þátt-
ur.) Til að tónlistin njóti sín þurf-
um við góðan hljómburð, sem von-
andi verður hægt að njóta í
Tónlistarhúsinu. Þess vegna dett-
ur mér ekki í hug að taka undir
þann orðalepp Ingibjargar Sólrún-
ar, að ópera eigi meiri samleið
með leikhúsi en tónlist. Þetta
þvaður er Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur til vansæmdar.
Eftir Kristin
Sigmundsson
Höfundur er óperusöngvari og for-
maður listráðs Íslensku óperunnar.
„Óperuunn-
endur verða
sviknir um
að upplifa
þessa
stórkostlegu listgrein
við þær aðstæður
sem henni sæma.“
Á Íslenska óperan að
bjarga Borgarleikhúsinu?
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Verð kr. 19.950
M.v. 2 fyrir 1.
Fargjald kr. 32,600/2 = 16,300.
Skattar kr. 3,650, samtals kr. 19,950.
Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu
sætunum til Prag, þessarar fegurstu borgar Evrópu, sem hefur heillað
Íslendinga með heillandi mannlífi, stórkostlegri byggingarlist og sögu
sem þú upplifir á hverju horni. Þú bókar 2 sæti, en greiðir bara fyrir 1
og tryggir þér frí á frábæru verði. Að auki getur þú valið um úrval góðra
hótela í hjarta Prag á góðu verði.
6 dagar
Munið Mastercard
ferðaávísunina
2 fyrir 1
Prag
23. maí
frá kr. 19.950