Morgunblaðið - 08.05.2003, Síða 36
UMRÆÐAN
36 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Vegna gífurlegs aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra
greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert til þess að gera efnið aðgengilegra fyrir lesendur
og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar.
Alþingiskosningar
LIONEL Jospin, fyrrverandi forsætisráðherra
Frakka, sagði eitt sinn að hann væri hægrimaður þegar
kæmi að markaðnum en vinstrimaður þegar kæmi að
samfélaginu. Kapítalismi skyldi gilda á
markaðnum en mannúð og bræðralag í
samfélaginu. Hann hitti naglann á höf-
uðið. Stjórnmál verða að gera grein-
armun á markaði og samfélaginu í heild.
Ég er einarður stuðningsmaður
markaðshyggju, því að án hennar þrífst
engin velferð og án hennar er engin von
um að bæta lífsskilyrði þorra mannkyns. Það er grunn-
hyggni að vera á móti gróðasjónarmiðinu og órökrétt
að vera hlynntur velferðarkerfi en standa gegn kapítal-
isma. Í því fólst misskilningur sósíalista.
Tvö helstu framfaraskeið íslenskrar hagsögu gengu í
garð, þegar fáeinir forystumenn þjóðarinnar áttuðu sig
á mikilvægi markaðslausna til að auka velferð. Fyrra
framfaraskeiðið var á tímum Viðreisnar og það seinna á
seinasta áratug síðustu aldar. Frelsi á flestum sviðum
viðskipta, þ.m.t. við útlönd, afnám ríkisafskipta ásamt
aukinni samkeppni samkvæmt forskrift markaðslausna
hefur breytt Íslandi til hins betra.
Tæki en ekki
trúarbrögð
En samfélagið snýst ekki einvörðungu um mark-
aðinn. Á Íslandi virðist það svo að forystumenn upp-
teknir af einkavæðingaráformum hafi fyllst ofurtrú á
markaðnum en misst sjónar á grundvallarspurningunni
sem snýst um samfélagið í heild. Svo virðist sem mark-
aðsöflin, sem Alþýðuflokkurinn leysti úr læðingi í lok
níunda áratugarins, hafi öðlast sess sem trúarbrögð
þjóðarinnar. Til þess var leikurinn hins vegar ekki
gerður.
Kapítalismi er tæki en ekki trúarbrögð. Ólíkt komm-
únisma er kapítalismi ekki allsherjar hugmyndafræði
eða takmark í sjálfu sér. Kapítalismi er tæki í höndum
manna til að skapa auð. Kapítalismann má nýta til að
auðga samfélagið, svo að þegnarnir hafi andrými til að
sinna frelsi sínu. Hættan er sú að samfélagið „týni sálu
sinni“, ef mannleg samskipti byggjast á hörðum mark-
aðslögmálum. Pólitík snýst fyrst og síðast um fólk, og
peningar eru mikilvægur þáttur í þeirri viðleitni að
bæta líf fólks. Það er kjarni málsins.
Munurinn á Bandaríkjunum og Evrópu er fólginn í
aðgreiningu á markaði og samfélagi. Við dvöl mína í
Ameríku komst ég að því að það er ekki ofsögum sagt,
að „peningar tala, en taðið treðst undir“ (money talks,
bullshit walks)! Markaðurinn snarvirkar. Kraftmiklir
menn geta orðið ævintýralega ríkir. En fyrr má nú rota
en dauðrota. Afleiðingin er sú að Bandaríkin eru harð-
neskjulegt samfélag fárra ríkra og margra fátækra.
Tötralýðurinn hefst svo við í slömmunum, eins og sópað
undir teppi hinnar amerísku martraðar.
Að týna sálu sinni
Á sama tíma og markaðurinn er svo frjáls og óheftur
fyrirfinnst vart meiri forsjárhyggja í hinum vestræna
heimi. Hópur sjálfskipaðra, oft á tíðum ofstækisfullra,
siðapostula á hægri væng stjórnmálanna situr í dóm-
arasæti um það, hvernig fólk skuli haga lífi sínu. Fólk
óttast yfirvaldið. Hér liggur þverstæða hinnar amerísku
frjálshyggju: Markaðsfrelsi fylgir skortur á umburð-
arlyndi. Það sem ekki er boðað, það er bannað. Dauða-
refsingar tíðkast enn í þessu landi. Ströng viðurlög eru
við hinum minnstu hliðarsporum. Mín tilgáta er sú að
yfirdrifið frelsi á markaðnum, sem knýr frumkvöðulinn
til að selja ömmu sína, leiði til þess að yfirvöld eru knúin
til að beisla frelsið, þegar það geysist frá markaðnum
yfir í önnur lög samfélagsins.
Í hinni „gömlu“ Evrópu er markaðurinn er ekki eins
skilvirkur, frumherjinn ekki jafn frjáls og auðsköpunin
ekki jafn ör. Evrópumenn eru hins vegar ekki eins upp-
teknir af nýríkidæmi, þegnarnir njóta meira frelsis og
þeir sýna hver öðrum meira umburðarlyndi. Samfélagið
er frjálslyndara, afslappaðra og mildara. Kjarni málsins
er sá að ríkið þröngvar fólki ekki til einsleitrar hegð-
unar í nafni pólitísks rétttrúnaðar. Vitaskuld er Evrópa
ekki fullkomin fremur en Bandaríkin. Í Evrópu óttast
menn hins vegar ekki yfirvaldið. Allir hafa aðgang að
læknisþjónustu og menntun, og fátækrahverfin eru sem
vin í eyðimörk bandarískra slömma.
Jafnvægi mannúðar og markaðshyggju
Mér virðist Ísland hafa færst hættulega nærri hinum
ameríska veruleika, meiri áhersla er lögð á peninga en
fólk. Teiknin eru á lofti: Ásókn í peninga er gegnd-
arlausari en í Evrópu, nýríkidæmi er dýrkað og dáð.
Röng skoðun kemur mönnum í hann krappan, og því
keppast flestir við að flagga þeirri „réttu“. Hægrisinn-
aðir félagar mínir útlista mig kommúnista þegar ég
viðra þessa skoðun. Það er náttúrulega jafnfráleitt og
ég stimpli þá fasista. Stjórnmál eiga að snúast um jafn-
vægi milli auðhyggju og umhyggju – á milli markaðs-
hyggju og mannúðar.
Kosningarnar snúast um það, hvort við viljum gefa
samfélaginu mannlegri ásýnd í skjóli skynsamlegrar
markaðshyggju, sem lýtur leikreglum þjóðfélagsins.
Samfélag þar sem fólk á öllum sviðum fær notið sín og
peningar hætta að vera mælikvarði alls og markmið í
sjálfu sér, heldur afl þeirra hluta sem gera skal.
Viljum við endurvekja sálina í íslensku samfélagi þá
sýnist mér að hleypa verði nýju blóði í landsstjórnina.
Það stjórnarsamstarf sem líklegast er til að finna jafn-
vægið á milli fólks og fjármagns er samstarf þeirra
tveggja flokka, sem elstir eru, og ætlað var af guðföður
sínum að leiða hesta sína saman.
Greinin lýsir persónulegum skoðunum höfundar.
Markaður og samfélag:
Stjórnmál eða trúmál?
Eftir Glúm Baldvinsson
Höfundur er stjórnmálafræðingur og starfar hjá EFTA.
ÍSLENSK þjóðfélag er nú að
færast milli tveggja alda. Við
slíkt er nauðsynlegt að byggja á
traustum grunni
20. aldarinnar en
horfa jafnframt
sterkt til nýrrar
tækni og skipulags
21. aldarinnar.
Aldrei má leggja
ofuráherslu á ann-
an þáttinn á kostnað hins.
Á undanförnum kjörtímabilum
núverandi ríkisstjórnar hefur
Framsóknarflokkurinn staðið að
margvíslegum framfaramálum á
sviði skipulags, orku og tækni er
stuðla að sterkri efnahagsþróun í
landinu á nýrri öld.
Þessi þróun byggir á grunni
undanfarinna áratuga en horfir
jafnframt sterkt til framtíðar. Ég
vil hér nefna tvö afar mikilvæg
en skyld mál.
Í fyrsta lagi er nú verið að
hrinda í framkvæmd stórnýtingu
á raforku á Austurlandi til ál-
framleiðslu. Þetta er eðlilegt
framhald uppbyggingar und-
anfarinna áratuga og styrkir og
eflir íslenskt efnahagslíf með
nýtingu hreinnar endurnýjan-
legrar auðlindar. Jafnframt er
verið að skapa grunn fyrir fram-
tíðarnotkun raforku, sem talið er
hreinasta, fullkomnasta og
sveigjanlegast form orku sem völ
er á. Því mun hrein og ómeng-
andi raforka frá Kárahnjúka-
virkjun verða tiltæk í framtíðinni
og styrkja efnhagslífið, hvort
sem rekstrarforsendur álvers
breytast til lengri tíma litið eða
ekki.
Í öðru lagi hefur nú verið lagð-
ur grunnur að nýju, nútímalegu
og opnu umhverfi í viðskiptum
með þetta sveigjanlega orkuform,
raforkuna, er vafalaust mun
verða æ mikilvægari þáttur efna-
hagslífsins á nýrri öld. Þarna
hefur Framsóknarflokkurinn
gegnt lykilhlutverki og sýnt
frumkvæði, allt frá stefnumark-
andi ákvörðunum í tíð Finns Ing-
ólfssonar iðnaðarráðherra til inn-
leiðingar nýrra raforkulaga á
nýliðnu þingi undir forystu Val-
gerðar Sverrisdóttur, núverandi
iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Ég tel að hér sé um afar mik-
ilvægt framfaramál að ræða sem
farið hefur tiltölulega lítið fyrir,
enda málið einkar flókið og yf-
irgripsmikið. Meginspurningin er
hvernig við viljum að viðskipti
geti farið fram með raforku í
framtíðinni á Íslandi. Er stefnt
að því að aðeins fáir opinberir
aðilar með til þess bær leyfi geti
áfram selt þessa vöru og þjónað
atvinnulífi og neytendum. Eða á
að leyfa eðlileg viðskipti með raf-
magn þannig að þrýstingur
frjálsrar samkeppni og hvatning
hagnaðarvonar fái að njóta sín,
þótt slíkt virðist e.t.v. flókið við
fyrstu sýn í litlu landi. Hver er
sú lausn í þessum efnum sem
stefnt er að til lengri tíma litið á
21. öldinni? Þótt í báðum þessum
málum muni takast á hagsmunir
fortíðar og framtíðar í löngu
ferli, hafa verið teknar stefnu-
markandi ákvarðanir fyrir at-
beina Framsóknarflokksins og
ríkisstjórnarinnar. Hvort tveggja
eru mál sem segja má að tengi
saman 2 ólíka heima og tíma til
þróunar og framfara. Ég tel að
kjósendur muni í kjörklefanum
hugleiða það sem Framsókn-
arflokkurinn stendur fyrir: Sókn
og efnahagsframfarir til fram-
tíðar er byggja á traustum
grunni fortíðar.
Hröð þróun
í viðskipta-
umhverfi,
raforku og tækni
Eftir Egil B. Hreinsson
Höfundur er prófessor í
rafmagns- og tölvuverk-
fræði við Háskóla Íslands.
Í RITSTJÓRNARGREIN
Morgunblaðsins í gær er vikið
að starfsháttum stjórnmála-
flokka í kosningabaráttu. Þar
er meðal annars á það bent, að
ráðgjöf ímyndar- og áróðurs-
sérfræðinga um starfsaðferðir
kunni oft að gefast illa, að
minnsta kosti ef ráðin lúta að
því að beita ætluðum snilli-
brögðum í stað þess að greina
kjósendum á heiðarlegan og
málefnalegan hátt frá stefnu-
málum sínum.
Í sama blaði, þremur dögum
fyrir kjördag alþingiskosninga,
birtast tvær heilsíðuauglýs-
ingar frá Samfylkingunni, þar
sem birtir eru orðréttir textar
frá tveimur þjóðkunnum síð-
degisspjöllurum, Jónasi Krist-
jánssyni og Illuga Jökulssyni.
Þessir menn eru báðir kunnir
af mikilli andúð sinni á Sjálf-
stæðisflokknum og þá einkum
formanni hans Davíð Oddssyni
forsætisráðherra. Má segja að
spjall þeirra undanfarin ár hafi
öðru fremur einkennst af heift
í hans garð. Valdir eru pistlar
til birtingar, sem að vísu eru
óvenjulega kurteislegir, þegar
þessir menn eiga í hlut, en eru
allt að einu með því meginefni,
að menn eigi ekki að kjósa
Samfylkinguna vegna verðleika
hennar og stefnumála, heldur
vegna andúðar á Sjálfstæðis-
flokknum og formanni hans.
Þetta er sá boðskapur sem
Samfylkingin telur brýnast að
koma á framfæri við kjósendur
síðustu dagana fyrir kosn-
ingar. Flokkurinn sá virðist
því hafa endanlega gefist upp
á að reyna að afla sér atkvæða
á grundvelli eigin verðleika og
stefnumála. Þess í stað er
gripið til snillibragða, sem vís-
ast eiga uppruna sinn hjá sér-
fræðingum flokksins í því,
hvernig heyja skuli kosninga-
baráttu.
Líklega hefur ekki fyrr sést
dapurlegri endasprettur í
kosningabaráttu á Íslandi.
Jón Steinar Gunnlaugsson
Dapurlegur
endasprettur
Höfundur er
hæstaréttarlögmaður.
SUNNUDAGINN 13. apríl sl.
ritaði Herdís Þorvaldsdóttir,
leikkona, bréf til Morgunblaðs-
ins, þar sem hún
talar niður til
bænda og sauð-
kindarinnar. Í
hennar augum
virðast öll rofabörð
á landinu vera af
völdum sauðkind-
arinnar og bænda sem hana hafa
alið í gegnum aldirnar. Báðar
þessar spendýrategundir eru
mikil lýti á þjóðfélaginu og að
hennar mati eiga þær ekki heima
í menningarsamfélaginu á Íslandi
við upphaf 21. aldar.
Sumardaginn fyrsta ritaði
Margrét Hauksdóttir grein í
Morgunblaðið og tók undir orð
Herdísar. Í greinum sínum aug-
lýstu þær stöllur báðar eftir
stjórnmálaflokki eða stjórnmála-
manni sem er tilbúinn til að taka
það á stefnuskrá sína að beita
sér fyrir aukinni landgræðslu og
helst að útrýma sauðkindinni og
sauðfjárbændum á landinu. Ég
held að ég sé búin að finna flokk-
inn fyrir þær stöllur en það hlýt-
ur að vera Samfylkingin með
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í
fararbroddi. Af hverju? Skv. aug-
lýsingu frá landkjörstjórn 28.
apríl sl. skipar leikkonan Herdís
Þorvaldsdóttir 21. sæti á lista
Samfylkingarinnar í Reykjavík
suður. Hún hlýtur að aðhyllast
stefnu flokksins sem hún býður
sig fram fyrir, eða tekur hún
bara sæti á listanum vegna þess
að helsta baráttumál Samfylking-
arinnar er að koma ríkisstjórn
Davíðs Oddssonar frá völdum og
koma Ingibjörgu í forsætisráð-
herrastól, vegna þess að kona
hefur ekki gegnt því embætti á
Íslandi.
Einnig vil ég benda þeim stöll-
um á, að á landnámsöld þegar
landið var skógi vaxið milli fjalls
og fjöru (svo segja sögurnar) var
meðalhitastig á landinu mun
hærra en það er núna og gróður
þreifst mun betur á hálendinu þá
en nú. En þegar veðurfar er
kaldara eru það viðbrögð náttúr-
unnar að valda rofi á landinu,
ekki var t.d. mikill gróður á land-
inu fyrir 10.000 árum við lok ís-
aldar þegar landið var allt jök-
ulsorfið. Náttúran hefur sína
hringrás og því hef ég þá sann-
færingu að landið muni gróa aft-
ur. Ég vil í því samhengi benda á
að fjöldamargir sauðfjárbændur
sem og aðrir bændur eru dugleg-
ir við að græða landið upp svo
varla eru þeir alslæmir.
Herdís minntist einnig á það í
grein sinni að umframframleiðsla
á kjöti hérlendis er mikil og
birgðir miklar. Neyslumynstur
landsmanna á kjöti hefur breyst
mikið, meðal annars hefur neysla
á kindakjöti minnkað um 20 kíló
á íbúa á 20 ára tímabili en á
sama tíma hefur neysla á „hvítu“
kjöti aukist um 25 kíló á íbúa.
„Hvíta“ kjötið er framleitt að
stórum hluta á innfluttu fóðri en
ekki alið á gróðri landsins. Þess
vegna finnst Herdísi í lagi að
framleiða það en útrýma sauð-
kindinni vegna þess að hún er
„okkar sameiginlega vandamál
þar sem það eru afkomendur
okkar sem þurfa að taka afleið-
ingunum af óþarfa skemmd á
landinu og rýrnandi landgæðum“,
svo ég vitni beint í grein hennar.
Myndirnar af rofabörðunum
sem Herdís birtir oft með grein-
um sínum eru nær allar af há-
lendi landsins. Ég vil benda
henni á að það er sáralítill hluti
sauðkinda landsins sem gengur á
þessum slóðum. Þær ganga á
gróðursælu landi í heimahögum.
Lambakjötið gæti varla verið
eins góð matvara eins og mörg-
um finnst ef lambið nærðist á
mold á hálendinu eins og mynd-
irnar í greinum Herdísar gefa til
kynna.
Í 73. gr. stjórnarskrárinnar
segir: „Allir eru frjálsir skoðana
sinna og sannfæringar.“ Ég hef
mínar skoðanir og þær stöllur
Herdís og Margrét hafa sínar
skoðanir. En er nú ekki nóg kom-
ið, Herdís, af áróðri gegn sauð-
kindinni og bændum? Þótt for-
feður okkar hafi lifað á landsins
gæðum voru þeir bara að bjarga
sér og það hefðir þú einnig gert
hefðirðu verið í þeirra sporum. Í
dag eru búskaparhættir aðrir og
betri en áður fyrr og því minni
hætta á gróðureyðingu, nema af
völdum óblíðra náttúruafla.
Margrét og
Herdís –
Flokkurinn
er fundinn
Eftir Eyjólf Ingva Bjarnason
Höfundur er nemi við Fjölbrauta-
skóla Vesturlands á Akranesi.