Morgunblaðið - 08.05.2003, Page 37

Morgunblaðið - 08.05.2003, Page 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 37 Verslunin flytur Glæsibæ, s. 552 0978 Opnum í Glæsibæ á morgun, föstudag Rómantískur rúmfatnaður í úrvali OPNUNARTILBOÐ Veitingahúsið DINER-INN, Ármúla 21, er til sölu Opnunartími hefur verið frá kl. 7.30-17 alla virka daga. Morgunmat- ur og hádegismatur. Einnig bakkamatur í hádeginu. Staðurinn er vel búinn tækjum og búnaði. Fullkomið veislueldhús. Allt er til stað- ar fyrir minni samkvæmi, afmæli o.fl. Þetta er gullið tækifæri fyrir gott verð. Verð aðeins kr. 6,5 milljónir. Allar upplýsingar gefur Halldór á fasteignasölunni Hóli í síma 595 9095. Opið virka daga kl. 9-18 laugard. kl. 12-14 Skúlagata 17 Sími 595 9000 Fax 595 9001 holl@holl.is www.holl.is SAGT er að sá eða sú er kemst undir regnboga geti óskað sér og fengið sína ósk uppfyllta. Þetta mun hins vegar vera nokkuð erfitt og ekki fyllilega á valdi venjulegs fólks. Að komast undir regnhlíf er hins vegar á færi flestra og stjórn- arformanni Sambands ísl. sam- vinnufélaga, Jóhannesi Geir Sig- urgeirssyni, er ákafalega tamt í munni að mæla með Sambandinu í samtíð og framtíð sem regnhlíf- arsamtökum í stað þess að stefna að starfsemi undir eigin nafni Sambandsins. Sú var vissulega tíð- in að samvinnumenn í þessu landi litu til leiðtoga sinna norðanlands með virðingu og sóttu til þeirra leiðsögn og hvatningu. Það var á þeim tíma er samvinnufélög sinntu hlutverki sínu, sér í lagi með verslun hvert á sínum stað og stunduðu samstarf sín á milli. Höfundur átti því láni að fagna að sækja menntun í samvinnuskól- ann á þeim tíma sem skólinn á Bifröst fékk að vera kenndur við stofnendur sína og bar þeim verð- ugt vitni. Eftir síðan 2ja ára starfsnám var minn starfsvett- vangur í byrjun að kortleggja vandamál ýmissa minni kaup- félaga landsins sem hagdeild Sam- bandsins vildi koma til aðstoðar með ákveðnum aðgerðum. Það var talið mikilvægt að samfelld keðja kaupfélaganna um landið héldist og fólk nyti atvinnumöguleika og þjónustu. Það var talið mikilvæg- ara að skapa betri skilyrði til bú- setu sem víðast og viðhalda þeim heldur en hámarka gróða af starf- seminni. Það skýtur þess vegna skökku við þegar þessi stjórnarformaður Sambandsins tekur upp hanskann fyrir núverandi fiskveiðistjórnun þar sem samþjöppun veiðiheimilda með gjafakvóta og öðru slíku í for- grunni hefur fært örfáum óska- stöðu en öllum þorra lítilla útgerð- arstaða landsins kyrrstöðu eða stórfellda afturför. Hér er átt við grein Jóhannesar í Morgunblaðinu 23. apríl sl. Það er því miður orðið hlutskipti formanns Sambands ísl. samvinnufélaga að vera boðberi sérhyggju í stað samhyggju með sjávarbyggðum landsins vítt og breitt. Ekki er það svo að und- irritaður furði sig svo mjög á þeim boðskap sem þarna kemur fram frá Jóhannesi enda höfum við áður verið á öndverðum meiði bæði um samvinnumál og sjávarútvegsmál. Hitt vekur mér fremur furðu hverja samvinnumenn velja til for- ystu í landinu en ástæðan hlýtur að vera sú að reyna sem mest að halda þeirri hreyfingu sofandi eða sundraðri um okkar daga. Ég minnist umræðu í nefnd um sjávarútvegsmál á flokksþingi framsóknarmanna fyrir nokkrum árum þar sem ég taldi leið fyrir kvótalitlar byggðir að fá til sín hluta af úthlutaðri aukningu í fisk- veiðiheimildum. Jóhannes greip til kröftugra andmæla þótt hann vissi að ég hefði í huga m.a. samvinnu- fyrirtækin á Þingeyri sem voru þó sannarlega alls góðs makleg eftir langa og merkilega útgerðarsögu. Mér þótti þetta lúalegur málflutn- ingur samvinnuleiðtogans úr Eyja- firði. Framsóknarflokkurinn hafði á þeim tíma uppi slagorðið fólk í fyrirrúmi sem ég dáðist að en lærði þá fljótlega að þetta var öf- ugmæli. Ég er nokkuð ánægður með það að Jóhannes Geir og hans líkar komast varla undir regnbog- ann frekar en aðrir til þess að óska sér. Þeir væru vísir til þess að óska sér einfaldlega að þeirra fyrirtæki yrðu ennþá öflugri og sér í lagi á annarra kostnað og þar af leiðandi einhverjar lán- samar byggðir en aðrar byggðir og fleiri í erfiðri stöðu mættu eiga sig. Sem betur fer er breytt fisk- veiðistjórnun á næsta leiti hvað svo sem kvótakóngar segja. 80% þjóðarinnar óska eftir því og munu fylgja því eftir í komandi kosningum. Undir regnboganum Eftir Sigurð Kristjánsson Höfundur skipar 3. sæti á lista Nýs afls í Suðvesturkjördæmi. DILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.