Morgunblaðið - 08.05.2003, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SÉRKENNILEGT er, að í umræðunum
um stöðu okkar Íslendinga meðal þjóða
heims er oft látið að því liggja, að þá
fyrst færum við að njóta okkar sem
skyldi, ef við færum í Evrópusambandið.
Staðreyndin er hins vegar sú, að síðustu
ár hefur okkur vegnað mun betur á öll-
um sviðum en þjóðum Evrópusambands-
ins, ef byggt er á þeim mælikvörðun,
sem almennt eru notaðir til að mæla vel-
gengni þjóða. Nægir að nefna fjöl-
mennsta ríki Evrópusambandsins,
Þýskaland, þar til samanburðar.
Rangfærslurnar um stöðu þjóðarinnar
í alþjóðlegum samanburði byggjast á
svipaðri blekkingu og þeirri, sem birtist
í sjónvarpsauglýsingu Samfylking-
arinnar, þegar sýnt er, að ung íslensk
skólastúlka er að dragast aftur úr á
hlaupum eftir eyðilegum þjóðvegi.
Að halda því að ungum Íslendingum,
að þeim vegni verr en ungu fólki annars
staðar er argasta fölsun. Af öllu því sér-
kennilega, sem Samfylkingin hefur grip-
ið til í því skyni að ná til sín atkvæðum í
kosningabaráttunni, finnst mér hún hafa
lotið lægst í þessari blekkingariðju gagn-
vart ungu skólafólki, jafnvel lægra en í
skírskotunum sínum til að sanna, að
henni þyki meira um jafnrétti karla og
kvenna en öðrum.
Neikvæð kynning á málefnum byggist
almennt á því í kosningum, að leitast er
við að gera lítið úr verkum andstæðinga
sinna eða bregða á þá skugga. Í um-
ræðum um menntamál hefur Samfylk-
ingin ekki valið þann kost í auglýsingum
sínum, heldur beint athyglinni að nem-
endum og gefur til kynna, að þeir séu
verr í stakk búnir en annarra þjóða fólk
til að ná árangri. Þeir séu að dragast
aftur úr eða stundi ekki nám sitt af
nægilegri alúð heldur ákveði að hverfa
úr framhaldsskóla, án þess að ljúka
prófi.
Til að upphefja sig í jafnréttismálum
velur Samfylkingin þann kost að tefla
frambjóðanda sínum fram á þann hátt í
auglýsingum, að gert er lítið úr þeim,
sem treyst hefur verið til forystu þjóð-
arinnar á síðu
um frambjóða
eins að þeir e
Þarna er hinu
um beint að l
lega í trausti
að fyrir sig fr
sem eru sagð
annars staðar
Viðbrögð h
gagnvart því
hefur kosning
arinnar, hafa
andi fylgi hen
síðustu daga.
neikvæða áró
minni verður
Samfylkingun
Sjálfumgle
Frambjóðend
ingarinnar ga
Hin neikvæða barátta
Samfylkingarinnar
Eftir Björn Bjarnason „Hvaða hugur er að baki því,
málamenn skrifa þannig um
flokk? Eigum við venjulegir m
bugta okkur og beygja? Þak
stíga á sömu grund og þetta
ÞAÐ má heita undarlegt upphaf á blaða-
grein á lokaspretti kosningabaráttu að
velta því fyrir sér hvað skipti stjórn-
málamenn mestu þegar litið er yfir far-
inn veg. Það skyldi þó ekki vera að ýms-
ir vildu þegar þar að kemur minnast
frekar annarra hluta en þeirra sem þeir
létu hafa sig út í í taugaveiklunarandr-
úmslofti elleftu stundar fyrir kjördag.
Gæti því ekki verið svipað farið með
pólitíska ævi og lífshlaupið sjálft að þeg-
ar upp er staðið skipti mestu máli að
hafa haldið sjálfsvirðingu sinni? Hvers
virði er stundarathygli, fengin á ódýrum
forsendum í stjórnmálum? Hvers virði
er fylgi lokkað til stjórnmálamanna eða
flokka með sniðugum auglýsingabrell-
um? Helgar tilgangurinn meðalið? Er
allt eða a.m.k. næstum allt leyfilegt til
að ná árangri, fylgi, völdum? Má kaupa
atkvæði?
Um hvað eiga kosningar
að snúast?
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
hefur gert það að sérstöku aðalsmerki
sínu í íslenskum stjórnmálum að skipa
málefnum í öndvegi. Við viljum fyrst og
síðast höfða til kjósenda á grundvelli
stefnu og viðhorfa til þess hvernig skipa
á málum, hvers konar grunngerð við
viljum í samfélaginu, hvernig við viljum
skipta kökunni, umgangast náttúruna
o.s.frv. Við viljum að barátta okkar sé
einörð. Það kostar að standa í lappirnar
og verja sannfæringu sína hvort sem er
meðal jábræðra eða andstæðinga.
Stjórnmálahreyfingar sem haga seglum
eftir vindi, tala tungum tveim, taka
veðrið að morgni og hafa skoðun í ljósi
þess um eftirmiðdaginn, hvaða pólitíska
grundvallartilgangi þjóna þær?
Ef við samþykkjum að kosningarétt-
urinn í lýðræðissamfélagi sé helgur,
verðum við ekki einnig að skilgreina í
hverju hann sé fólginn? Jú, auðvitað að
hafa úr skýrum kostum að velja og hafa
réttinn til að kjósa, ein/n í kjörklefanum,
það stjórnmálaafl, stefnu, áherslur,
tækifæri, fólk eða mótmæli sem fólgin
eru í afstöðu eða hjásetu í kosningum.
Við viljum ekki að kosningar snúist
um titla eða
peninga. Við
„keypt“ eða l
dýrum ímynd
hönnuðum, g
Ekki heldur
um sem litlar
fyrir að gefa
og væru í mó
aráherslur. Þ
Vinstrihreyfi
ekki öllum öl
ingar, þ.m.t.
unum sem ei
staðar niður.
Við viljum
hafa okkur. V
að hafa það s
um, fyrir hve
Við reynum a
þjóðfélagi sam
velferðar, um
Stjórnmál og sjálfsvirði
Eftir Steingrím J. Sigfússon „Við höfum náð umtalsverðu
koma okkar baráttumálum á
dæmis áherslu á velferðarm
ferðarstjórnar. Við lok barát
við málefnalega traustum fó
MORGUNBLAÐIÐ leggur allt kapp á
það þessa dagana að ala á þeirri goð-
sögn að miðju- og vinstristjórnir séu
uppskrift að verðbólgu og óstöðugleika.
Markmið blaðsins virðist fyrst og
fremst vera að hafa áhrif á framgang
kosningabaráttunnar, enda reynir það
eftir megni að skauta framhjá stað-
reyndum sem styðja ekki kenninguna,
svo sem eins og þeirri að síðasta rík-
isstjórn sem hrökklaðist frá vegna
óstjórnar í efnahagsmálum var undir
forystu Sjálfstæðisflokksins og að mik-
ill árangur náðist í efnahagsmálum á
valdatíma ríkisstjórnarinnar 1988–1991.
Í forystugrein Morgunblaðsins 5. maí
sl. eru gagnrýnd tvö atriði í grein
minni daginn áður sem fjallaði um þessi
mál. Þótt annir kosningabaráttunnar
séu miklar eru skrif Morgunblaðsins
um þessi mál af því tagi að ekki verður
komist hjá því að svara þeim.
Í fyrsta lagi heldur blaðið því fram
að umfjöllun mín um stjórnina 1988–
1991 byggist á grundvallarmisskilningi
þar sem árangurinn sem náðist á valda-
tíma hennar í baráttunni við verðbólg-
una sé henni óviðkomandi og hafi orðið
fyrir atbeina tveggja verkalýðsleiðtoga
og eins forystumanns atvinnurekenda.
Misskilningurinn er hins vegar blaðs-
ins en ekki minn.
Þjóðarsáttarsamningarnir 1990
gegndu vissulega lykilhlutverki við að
koma á þeim stöðugleika sem við höfum
búið við síðan og þar léku menn eins og
Ásmundur Stefánsson, Guðmundur J.
Guðmundsson og Einar Oddur Krist-
jánsson forystuhlutverk, ásamt fleirum.
En þessir samningar voru ekki gerðir í
tómarúmi. Þeir hefðu hvorki komist á
né skilað árangri ef ekki hefðu verið
fyrir hendi forsendur sem meðal annars
voru skapaðar af efnahagsstefnu stjórn-
valda. Ein af þessum forsendum var að
gengi krónunnar var fest í desember
1989 á stigi sem gat staðist til lengri
tíma. Önnur
stærstan hlut
ingana, og þá
isstjórnar og
manna. Þá þa
að samskiptin
ins eru einn
framkvæmd
Það væri í ra
fréttnæmt la
ef þrír menn
á sama tíma
aðra átt. Mor
betur.
Hitt atriðið
athugasemd
að efnahagsle
meiri á valda
stæðisflokks
tók við 1974
Morgunblaðið og sögule
Eftir Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur
„Þótt annir kosningabarátt
miklar eru skrif Morgunblað
þessi mál af því tagi að ekk
ist hjá því að svara þeim.“
ÞRIGGJA FLOKKA STJÓRNIR
Reynslan af þriggja flokkastjórnum á Íslandi er ekki góð.Það var alveg rétt, sem Hall-
dór Ásgrímsson utanríkisráðherra
sagði í sjónvarpsþætti í gærkvöldi, að
það er mun erfiðara að ná samkomu-
lagi milli þriggja flokka á vettvangi
ríkisstjórnar en tveggja. Það skiptir í
raun litlu máli um hvaða þrjá flokka er
að ræða.
Þriggja flokka ríkisstjórn Ólafs
Thors 1944–1947 var sögulega merki-
leg ríkisstjórn, sem féll af sögulegum
ástæðum, sem ristu mjög djúpt.
Þriggja flokka ríkisstjórn Stefáns
Jóhanns Stefánssonar sem tók við
1947 gegndi því sögulega hlutverki að
sjá um inngöngu Íslands í Atlantshafs-
bandalagið. Hvorug þessara ríkis-
stjórna sat út kjörtímabil, en þær
höfðu ákveðnu hlutverki að gegna, sem
ekki á að gera lítið úr.
Þriggja flokka ríkisstjórn Her-
manns Jónassonar 1956–1958 hefur
jafnan síðan verið dæmi um vinstri
stjórn, þar sem hver höndin var uppi á
móti annarri. Hermann sjálfur lýsti
því yfir á þingi Alþýðusambands Ís-
lands í desember 1958, að innan rík-
isstjórnar hans væri engin samstaða
um úrræði í efnahagsmálum. Naut þó
sú ríkisstjórn mikils stuðnings frá
verkalýðshreyfingunni.
Tvær þriggja flokka ríkisstjórnir
Ólafs Jóhannessonar á áttunda ára-
tugnum voru misheppnaðar ríkis-
stjórnir, sem skildu efnahagslíf þjóð-
arinnar eftir í uppnámi. Innan beggja
þeirra ríkisstjórna endurtók sagan sig
frá 1956–1958. Engin samstaða var á
milli samstarfsflokkanna þriggja um
meginmál.
Þriggja flokka ríkisstjórn Gunnars
Thoroddsens 1980–1983 varð eingöngu
til vegna löngunar Framsóknarflokks
og Alþýðubandalags á þeim tíma að
kljúfa Sjálfstæðisflokkinn.
Þriggja flokka ríkisstjórn Þorsteins
Pálssonar sat skamma hríð fyrst og
fremst vegna þess að persónuleg sam-
skipti manna á milli gengu ekki upp.
Reynslan af þriggja og síðar fjög-
urra flokka ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar 1988–1991 hafði þau
áhrif á þáverandi formann Alþýðu-
flokksins, Jón Baldvin Hannibalsson,
að hann virtist ekki geta hugsað sér að
halda slíku stjórnarsamstarfi áfram
þótt hann ætti kost á embætti for-
sætisráðherra.
Það var athyglisvert að lesa Morg-
unblaðið sl. laugardag, sunnudag og
mánudag. Á laugardag birtist í blaðinu
stefnumarkandi yfirlýsing frá Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur þess efnis,
að hún vildi bjóða upp 30 þúsund tonna
þorskkvóta. Á sunnudag birtust hörð
andmæli Guðjóns Arnar Kristjánsson-
ar, formanns Frjálslynda flokksins, og
Steingríms J. Sigfússonar, formanns
Vinstri grænna, við þeim hugmyndum.
Á mánudag birtist umsögn Ingibjarg-
ar Sólrúnar Gísladóttur um yfirlýsing-
ar þeirra tveggja þar sem hún sakaði
þá nánast um kjarkleysi og að hlaupa í
skjól. Fréttir um slík ágreiningsefni
voru daglegt brauð á tímum ríkis-
stjórna Ólafs Jóhannessonar á áttunda
áratugnum.
Ef fengin reynsla er höfð í huga yrði
það ekki góð niðurstaða fyrir íslenzkt
samfélag, ef úrslit kosninganna á laug-
ardaginn kemur leiddu til myndunar
ríkisstjórnar þriggja flokka.
FARSÆL RÍKISSTOFNUN
Vegagerð ríkisins er dæmi um rík-isstofnun, sem stjórnað hefur ver-
ið með einstaklega farsælum hætti.
Vinnubrögð hjá Vegagerðinni hafa
tekið miklum breytingum í áranna rás.
Nú er viðtekið að lagning vega og
smíði brúa sé boðin út, en áður var það
svo að Vegagerðin sá um verkið frá
upphafi til enda, skipulagningu, fram-
kvæmd og viðhald. Helgi Hallgríms-
son, fyrrverandi vegamálastjóri, lýsir
ferli sínum hjá Vegagerðinni í viðtali
við Hildi Einarsdóttur í Morgun-
blaðinu á sunnudag og ræðir þar bæði
breytingar á starfsháttum og sam-
skiptum við stjórnmálamenn. Á þess-
um tíma gegndi Helgi ýmsum störfum
hjá Vegagerðinni, byrjaði reyndar í
brúarvinnu eftir stúdentspróf, en þeg-
ar hann hafði lokið námi í verkfræði
réðst hann til stofnunarinnar á ný.
Helgi hefur hannað margar brýr á
landinu og haft umsjón með smíði
þeirra, þar á meðal yfir Skeiðarársand
og Borgarfjarðarbrúin. Þar er um að
ræða tvö gerólík verkefni, en segja má
að bæði beri þau vitni þeirri fag-
mennsku, sem verið hefur aðal Vega-
gerðarinnar. Brúin yfir Skeiðarár-
sand, sem var smíðuð undir miklum
þrýstingi því að framkvæmdir hófust
haustið 1972 og þurfti að ljúka í tæka
tíð til þess að opna mætti hringveginn í
tilefni 1100 ára afmælis Íslandsbyggð-
ar, var hönnuð þannig að henni var
skipt niður í búta og gæti einn bútur
farið án þess að hinir skemmdust.
Þessi hönnun hefur sannað sig í Skeið-
arárhlaupum.
Borgarfjarðarbrúin var einnig verk-
fræðilegt afrek og á það ekki aðeins við
um brúna sjálfa heldur einnig skipu-
lagningu byggingarinnar vegna þess
að vinna þurfti alla brúarsmíðina af sjó
eins og Helgi lýsir í viðtalinu.
Helgi varð forstjóri tæknideildar
Vegagerðarinnar 1978 og 1991 varð
hann vegamálastjóri. Á þessum tíma
varð bylting í samgöngum á Íslandi
með lagningu bundins slitlags, sem
reyndar höfðu verið gerðar tilraunir
með fyrr, en hófst fyrir alvöru upp úr
1980.
Þá má ekki gleyma jarðgöngum, sem
einnig hafa verið snar þáttur í starf-
semi vegagerðarinnar og hafa átt þátt í
því að stytta vegalengdir. Allir þessir
þrír þættir hafa átt þátt í því að bæta
samgöngur verulega og auðvelda ferð-
ir um landið. Undir það geta allir tekið,
sem muna eftir löngum ferðum í ryk-
mekki á holóttum malarvegum fyrir
aðeins tveimur eða þremur áratugum.
Ákvarðanir um framkvæmdir í sam-
göngumálum eru vitaskuld stjórn-
málamanna, en það hefur verið hlut-
verk Vegagerðarinnar að hrinda þeim
ákvörðunum í framkvæmd. Það hefur
stofnunin gert af fagmennsku. Á með-
an deilt er um rekstur heilsugæslu svo
dæmi sé tekið hafa störf Vegagerðar-
innar verið óumdeild. Það verður að
teljast nokkurt afrek í ljósi þess
hversu viðamikill og mikilvægur mála-
flokkurinn er. Vegagerðarmenn hafa
unnið mikið afrek við vegalagningu á
Íslandi á einni öld, afrek, sem hefur
gert Ísland byggilegra land en ella.