Morgunblaðið - 08.05.2003, Page 42

Morgunblaðið - 08.05.2003, Page 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ K osningaloforð: Væri ég stjórn- málamaður myndi ég lofa meiri gleði á Íslandi, því hún er létt á fæti, frísk sem fiskur og kát sem kið. Gleðin er björtust í litrófi mannlegra tilfinninga og getur sprottið fram eins og morgunfugl af hreiðri. Hún er „lífsins ljúfa leynifjöður …“ Allir þekkja hana en of fáir rækta hana eða leyfa henni að njóta sannmælis. Hún klingir í eyrum og lyftir fólki upp yfir áhyggjur dagsins. Gleðin er einstök því hún gerir ekki greinarmun, hún geysist fram jafnt í sólskini sem grimmum skúr. Hún er ekki lostafull gyðja eða hetjugoð, heldur sem barn sem brosir og hlær án þess að neinn viti ástæðuna. Hún spyr ekki um leyfi til að stiga á svið eða hvað klukkan sé þegar hún sprellar. Listin að gleðjast er af- ar einföld og sennilega þarf ekki að fara á námskeið til að læra hana. Hún felst bæði í því: Að vera og að gera. Ég er viss um að gleðin lengir lífið enda er hún ævinlega reif og kann sér ekki læti. Hryggðar- efnin eru óendanlega mörg og áhyggjurnar hafa tilhneigingu til að vaxa – en það er ekki næg ástæða til að útiloka gleðina. Hinn þungbúni og áhyggjufulli hefur tínt barninu innra með sér. Að vernda barnið í sjálfum sér er aftur á móti að rækta gleðina, leika sér og fíflast. Hvernig líður þeim sem rækta ekki gleðina? Ég óttast að heilir hópar fólks hleypi ekki gleðinni um líkama sinn og huga eða hjarta. Umhverfis þá er leiðinda- veður, og þeir sem halda á fund þeirra fara iðulega fýluferð og líður verr á eftir. Hinn fýldi á erf- itt með að rétta hjálparhönd og gerir það helst ekki nema með ólund. Yfir dyrum hans í vinnunni hangir skeifa sem lukk- an drýpur úr til einskis. Fólk í röðum fýlupoka sér æv- inlega ókostina og hvað gæti far- ið úrskeiðis í framkvæmdum. Viðhorfið er ávallt neikvætt. Ég held annars að viðhorf ein- staklinga stjórni hvernig þeim líður. Ef þeir einblína á ókostina, áhættuna og það sem miður fer verða þeir blindir á jákvæðu þættina, fara á mis við gleðina, líður illa. Ég ætla ekki að gleyma mér yfir fýlupokunum en langar samt til að nefna nokkur dæmi um leynilegar óskráðar reglur þeirra sem rækta ekki gleðina í mann- legum samskiptum: 1. Forðast brosviprur í andliti. 2. Augn- samband er óþægilegt. 3. Tala niður til fólks. 4. Finna veika blettinn á öðrum og stinga. 5. Heilsa ekki nema í neyð. 6. Forð- ast að hrósa öðrum. 7. Forðast að setja sig í spor annarra. 8. Hunsa aðra. 9. Hlusta ekki af áhuga, það skapar ofmetnað. 10. Spyrja ekki „Hvað segir þú gott?“ 11. Muna að vinnan er nauðsyn, ekki skemmtun. 12. Bera ekki ábyrgð- ina með öðrum. Margar leiðir eru til að sneiða hjá gleðinni og safna fremur áhyggjum og hrukkum. Lífið get- ur verið eilífur táradalur sé þess óskað. En leynifjöðrin er gleðin, og öfluguri en virðist: Hún kitlar gleðiboðefnum af stað í tauga- kerfinu svo þau þjóti í andlitið og helst allan líkamann. Þeir glöð- ustu dansa af kæti; lyfta höndum, sprikla fótum og hrópa upp yfir sig. Aðrir hlæja sig magndofa og hníga niður. Hvílík gleði! Og aukaverkunin er að hún er smit- andi og breiðist út til annarra, sem missa stjórn á sér. Eftirsóknarverð gleði er ekki linnulaus – eða stanzlaus hlátur. Heldur byggist hún einfaldlega á jákvæðu viðhorfi, að taka bjarta pólinn í hæðina: Gleðin er dag- urinn, og á nóttinni er hún bjart- asta stjarnan; Venus, kölluð glaða stjarnan. Mér finnst undarlegt hversu sjaldan er bent á gildi gleðinnar, og hversu fúslega fólk tekur þátt í fúlum umræðum sem einungis leiða til þess að því líði verr en áður. Salómon, mesti spekingur ritningarinnar, rannsakaði mann- legt líf og leitaði svara við spurn- ingunni: „Hvaða ávinning hefur maðurinn af öllu striti sínu, er hann streitist við undir sólinni?“ (Predikarinn 1.3.) Hann þekkti þjáninguna og lífið í skuggadöl- um dauðans, og bjóst við bölsýnu svari, en svarið við spurningunni varð óvænt: „Fyrir því lofaði ég gleðina, því ekkert betra er til fyrir manninn undir sólinni en að eta, drekka og vera glaður.“ (8.15.) Þetta er meginniðurstaðan í Predikaranum og styður grund- vallarhugmynd í fræðunum um gleðina: Að taka lífið ekki of al- varlega! Hversu erfitt sem það verður, hversu mikilvægt sem starfið eða verkefnið er, hversu mikil sem ábyrgðin er. Ef stigið er yfir línuna verður lífið enda- laus mæða. Ég held að gleðin sé vanmetinn mælikvarði í lífinu. Hún hefur ekki verið talin nógu alvarlegt hugtak og of duttlungafull. Samt er hún t.d. mælikvarði Bjarkar í tónlistinni, sem segist gera það sem henni finnst skemmtilegt en hætta því sem er leiðinlegt. Leið- indi geta nefnilega verið ótvírætt merki um að maður sé ekki að gera það sem maður ætti að gera, nýtur best eða hefur mesta hæfi- leika til. Skilaboð leiðindakennd- arinnar eru: Gerðu eitthvað ann- að! Gleðin leynist í mörgu, kúnstin er bara að njóta hennar. Senni- lega vegur eigið viðhorf til sjálfs sín, annarra og hlutanna þyngst á vogarskál gleðinnar. Líkaminn þarfnast einfaldlega gleði, gleði áreynslunnar, matar og drykkjar, hvíldar og starfs. Hugargleði felst á hinn bóginn í afrekum skynseminnar eða ræktun vits- muna. Hjartagleði er svo nátengd tilfinningalífinu; stolt, ást … Það albesta við gleðina er þó löngunin til að vilja deila henni með öðrum, að gefa með gleði, því „gleði heitir lífsins ljúfa leyni- fjöður, mjúk og sterk …“ (M. Joch.) Lífsins leynifjöður Hugmyndin í fræðunum um gleðina er að taka lífið ekki of alvarlega! Hversu erfitt sem það verður, hversu mikil sem ábyrgðin er. Ef stigið er yfir línuna verður lífið endalaus mæða. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is NÚVERANDI ríkisstjórn hefur staðið sig vel í að bæta almennt rekstrarumhverfi fyrirtækja síðustu ár. Tíma- bært er nú að endurskoða fjármögnun frumherjaverk- efna og sprotafyrirtækja. Sú leið sem farin hefur verið undanfarið að treysta á að einstaklingar, fjárfestar og fjármála- stofnanir fjármagni rekstur þessara fyr- irtækja í von um hagnað byggðan á hækkun á verði hlutabréfa þeirra. Þessi aðferð hefur ekki skilað árangri síðustu þrjú ár. Komið hefur fram afgerandi fylgni í alþjóðlegum rannsóknum m.a. „Global Entrepreneur- ship Monitor“, GEM sem bendir til að aukin frumkvöðla- starfsemi skapi ný störf og auki hagvöxt. Í nýjustu rann- sókninni, kemur fram, að hér á landi sé helsti þröskuldur á vexti og viðgangi sprotafyrirtækja skortur á nauðsyn- legu fjármagni. Í Nýsköpun 2003 hafa nú skráð sig yfir 1.200 manns til að keppa um bestu viðskiptaáætlanirnar og er það gott. Íslenskt þjóðfélag mun vegna skorts á aðgengi að nauð- synlegu fjármagni fara að miklu leyti á mis við þá at- vinnusköpun og hagvaxtarþróun sem þessar viðskipta- hugmyndir geta skapað. Nokkur umræða hefur verið síðustu vikur í Morgun- blaðinu og á vegum stjórnmálflokkana um stöðu frum- kvöðlastarfsemi hér á landi og að sprotafyrirtæki séu í fjársvelti. Í þessa umræðu hefur sárlega vantað ákveðnar tillögur um úrbætur. Hér á eftir eru lagðar til eftirfarandi tilögur; a) að sett sé af hálfu ríkisins meira fé í rannsóknar- og þróunar- starf b) breytingar á skattaumhverfi til að hvetja ein- staklinga og sjóði til að fjárfesta í sprotafyrirtækjum til lengri tíma, og c) virkjaðir verði bankar og fjárfestar í að vera burðarás fjármögnunar rekstrar þessara fyr- irtækja. Tillögur 1. Efling Nýsköpunarsjóðs til að fjárfesta í fyrir- tækjum. NSA fengi einn milljarð kr. á ári næstu fjögur ár til að fjárfesta í nýjum sprotafyrirtækum. Góð reynsla er af starfi NSA en fé sjóðsins til nýfjárfestinga er búið. 2. Efling Tækniþróunarsjóðs til styrktar rannsóknum og þróun í sprotafyrirtækjum. Sjóðurinn er nýr sjóður sem var stofnaður með lögum í ársbyrjun 2003, nauðsyn- legt er að hann verði öflugur. Hann fengi einn miljarð á ári til viðbótar öðru fjármagni sem til hans var ætlað. Þetta verði gert næstu fjögur ár til hann geti styrkt rannsóknar- og þróunarverkefni sprotafyrirtækja um 25–45% af áætluðum kostnaði þeirra. 3. Tryggingar á bankalánum vegna rekstrar. Bætt yrði við starfsemi NSA „Tryggingadeild viðskiptalána“ sprotafyrirtækja, þar sem þau gætu keypt tryggingu á hluta á fjárþörf sinni í viðskiptabanka sínum. Þannig yrði almenna viðskiptabankakerfið nýtt til að fjármagna sprotafyrirtæki með meira fjármagni heldur en hægt er í dag þar sem flest sprotafyrirtæki hafa ekki þær trygg- ingar sem viðskiptabankarnir krefjast af þeim. Trygg- ingadeild þessi fengi hálfan miljarð á ári næstu fjögur ár til að koma þessari starfsemi af stað, auk tekna af trygg- ingariðgjöldum af þeim ábyrgðum sem sjóðurinn mun veita. 4. Fjárfesting einstaklinga og sjóða í sprotafyrir- tækum. Að veittur verði frestur á greiðslu tekjuskatts (skattaafsláttur) og tekjuskattur falli niður eftir 3 ár ef fjárfest er fyrir ákveðna upphæð í sprotafyrirtækjum eða í sjóðum sem eingöngu fjárfesta í þeim. Af hagnaði, verði greiddur fjármagnstekjuskattur. Stuðst er hér m.a. við reglur í Bretlandi um EIS, „Enterprise Invest- ment Scheme“. Þetta er að nokkru sambærilegt við það fyrirkomulag þegar veittur var skattaafsláttur til kaupa á hlutabréfum í hlutabréfasjóðum fyrir nokkurum árum. 5. Endurgreiðsla á skatti (skattatap keypt). Sprotafyr- irtæki geti selt skattatap sitt til ríkissjóðs fyrstu árin meðan þau eru að hefja rekstur. Þetta er gert í þeim til- gangi að styrkja rannsóknar- og þróunarstarf þeirra. Þetta selda skattatap verður því ekki í framtíðinni nýtt af fyrirtækinu til frádráttar af skattskyldum tekjum. Þessi endurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sam- anlagðir vörsluskattar sem fyrirtækið hefur greitt á árinu fyrir sig og starsmenn sína. Stuðst er hér m.a. við reglur í Bretlandi um „R&D Tax Credit for SMEs“, sem samþykktar hafa verið af Evrópusambandinu sem ásætt- anlegur stuðningur stjórnvalda við rannsóknar- og þró- unarstarf fyrirtækja. 6. Stuðningsstofnanir, t.d. Útflutningsráð, Iðn- tæknistofnun og utanríkisráðuneyti. Farið verði yfir starfsemi þessara og annarra stuðningsstofnana við nýþróun og hvort nægilegt fjármagn sé veitt til þeirra. Samantekt Lagt er til að veitt verði samtals tveimur og hálfum milljarði kr á ári næstu fjögur ár til uppbyggingar á nýþróun, frumkvöðlastarfsemi og til aðstoðar við sprota- fyriræki. Auk framlags ríkisins má reikna með að veru- legir fjármunir skili sér í sprotafyrirtækin með þeim að- gerðum sem hér er lagt til í formi hlutafjár og rekstrarlána. Meðal árangurs sem vænta má af þessu átaki verði sköpun 2.500 nýrra starfa á næsta kjör- tímabili, aukning í hagvexti og útflutningstekjum þjóð- arinnar. Fjármögnun frumherjaverkefna Eftir Holberg Másson Höfundur er fyrrv. forstjóri Netverk plc. FYRIRSÖGNIN hér að ofan ögrar. Það á hún einnig að gera eða getur nokkur sem þessar línur les bent á þjóð þar sem minni fátækt ríkir en á Ís- landi? Það væri einkar fróðlegt að fá upplýsingar um hvaða þjóð það væri! Pólitískir lýðskrumarar á vinstrivæng stjórnmálanna hrópa sí og æ í fjölmiðlum um mikla fátækt og sumir eru farnir að álíta að svo sé. A sínum tíma endurtók áróðursmeistari naz- ista Josep Göbbels sömu ósannindin aftur og aftur og náði með því að svæfa siðgæðisvitund þýzku þjóðarinnar með þeim skelfilegu hörmungum sem því fylgdu. – En trúir meirihluti íslensku þjóðarinnar að hér sé fátækt í ríkum mæli? Nýlega var birt skýrsla Ríkisskattstjóra þar sem fram kemur að 89% – já, áttatíu og níu prósent hjóna hér á landi hafi í mánaðar- tekjur 212.500 krónur OG ÞAR YFIR – og af þeim vafalítið mikill meirihluti með margfalt hærri mánaðartekjur. Bera þessar tölur vott um fátækt í miklum mæli á Íslandi? Talið er að milli 45 og 50 þúsund fjölskyldur séu í landinu. Fyrir fáum dögum mátti lesa í dagblaði viðtal við formann Mæðrastyrksnefndar að 25 til 30 fjölskyldur hefðu á þessu ári fengið styrki til að halda fermingar- veislur. Vissulega er þetta 25–30 fjölskyldum of mikið, og fátækt er mikið böl. En því miður er það sorgleg staðreynd, að ekki er – hefur aldrei verið í sögu mannkynsins – og mun aldrei verða – að til sé eða verði, þjóðríki þar sem einhverjir líða ekki skort og fátækt. Jafnvel ekki í þeim þjóðlöndum þar sem almennar tryggingabætur í víðustu merkingu eru hvað mestar. Ástæð- ur þessa eru vafalítið jafnmargar og þeir einstaklingar sem hlut eiga að máli. Þjóð, þar sem 60 til 70% þjóðarinnar fara í ferðalög til útlanda árlega, er ekki fátæk. Þjóð, þar sem sláandi margar fjölskyldur eru með tvo einka- bíla, er ekki fátæk. Þjóð, þar sem 90% íbúanna búa í sínu eigin húsnæði, er sannarlega ekki fátæk. Til fróðleiks má geta þess að hjá frændum vorum á Norðurlöndum, t.d. Dönum, þar eiga aðeins tæp 20% sitt eigið húsnæði. Nei, sem betur fer er íslenska þjóðin rík þjóð, og samkvæmt erlendum skýrslum erum við í sjötta sæti sem mesta velmegunarbjóð í heimi. Pólitískir lodd- arar, hafandi í fararbroddi konuna sem – án þess að blikna eða blána – sveik sína samstarfsmenn í borgarstjórn, munu vafalítið, hér eftir sem hingað til hrópa: Fátækt, fátækt, í von um að einhverjir glepjist til að trúa. Mundi þessi sama kona, yrði hún forsætisráðherra, ekki einnig svíkja samstarfsfólk sitt á þeim vígstöðvum? Spor hennar hræða. Síðasti áratugur hefur verið mesta hagsældartímabil í sögu þjóð- arinnar. Allan þann tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn stýrt þjóðarskút- unni með einstaklega heilsteyptan drengskaparmann í brúnni, mann sem nú er reynt að ata auri af málefnasnauðri konu, sem nærri hægt væri að nota orð um – sem maður henni einkar þóknanlegur – notaði á sínum tíma í sölum Alþingis, þ.e. að hún væri með „skítlegt“ eðli. Vill þjóðin nú breytingar – aðeins breytinganna vegna? Sé svo er illa komið íslenskri þjóð. Sá sem þessar línur ritar vill trúa að svo sé ekki. Vill trúa að mikill meirihluti þjóðarinnar sé það heilsteyptur að vilja kjósa áfram þá menn til forystu, sem áorkað hafa og sýnt á landsvísu með verk- um sínum að vafalítið er hvergi á jarðríki minni fátækt en á Íslandi. Hvergi á jarðríki minni fátækt? Eftir Magnús Erlendsson Höfundur er eldri borgari á Seltjarnarnesi. KOSNINGARNAR á laugardag snúast um það hvort Íslendingar vilja áfram stöðugleika, hagsæld og skatta- lækkanir undir forystu Sjálfstæðisflokksins eða þriggja flokka vinstri glundroða undir forystu Samfylkingarinnar. Ef kjósendur gerðu upp hug sinn eftir þeim skynsemisaðferðum sem hagfræðingar nota stundum í líkönum sínum myndu skoð- anakannanirnar allar vera á eina lund. Stöðugleiki ríkir í efnahagsmálum, verðbólga hefur aldrei verið lægri, kaupmáttur hefur aukist um yfir 30%, skuldir ríkissjóðs hafa verið greiddar niður í stórum stíl, miklar lagabætur hafa verið gerðar til að treysta rétt- arstöðu almennings, vald stjórnmála- manna hefur verið fært út á mark- aðinn með einkavæðingu og gegnsærri stjórnsýslu, sköpuð hafa verið skilyrði fyrir áframhaldandi miklum hagvexti og kaupmáttaraukningu – og boðaðar stórfelldar skattalækkanir. En því miður er það ýmislegt fleira sem ræður afstöðu manna í kosningum en staðreyndir einar. Ekki síst þegar fólk hefur búið við langvarandi festu og er orðið vant því að brugðist sé rétt við þegar gefur á þjóðarskútuna. Það er alls ekki sjálfgefið að við bú- um áfram við stöðugleika og hagsæld. Síðast þegar vinstristjórn fór með völd var hér allt í hers höndum – stór- felldar kjaraskerðingar, gífurleg skuldasöfnun ríkissjóðs og atvinnu- leysi. Það veldur nefnilega hver á held- ur. Aðeins með því að veita Sjálfstæð- isflokknum brautargengi treystum við í sessi allt það sem áunnist hefur í stjórnartíð Davíðs Oddssonar. Tveggja flokka stjórn eða glundroði? Eftir Jakob F. Ásgeirsson Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.