Morgunblaðið - 08.05.2003, Side 43
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 43
AÐALKOSNINGAMÁL Sam-
fylkingarinnar virðist runnið út í
sandinn. Frá flokksforystunni heyr-
ist nú aðeins orð á
stangli um nýjan
Gamla sáttmála.
Skoðanakannanir
hafa sýnt að þjóðin
er of greind og vel
upplýst til að með-
taka falsrökin fyrir
aðild Íslands að ESB. Hættan á að
árangrinum af glæstum sigrum Ís-
lendinga í þorskastríðunum verði
sópað fyrir borð í bráð virðist liðin
hjá.
Auglýsingar forystunnar gefa til
kynna að dauðaleit hennar að nýju
kosningamáli hafi leitt hana á sól-
baðsströnd á Spáni þar sem hún
dettur um íslenskan útgerðarmann
flatmagandi í sandinum. Í allri sinni
nekt birtist henni þarna ranglæti
heimsins. Maðurinn sem liggur vel
við spörkum skv. myndinni hefur
vonandi ekki orðið að gjalda þess á
staðnum og flokksforystan látið sér
nægja að svíða af honum æruna í
ræðu og riti þegar heim var komið.
Í ákafa sínum að ná að kjötkötl-
unum hefur þessi vængstýfði hálf-
samrunaflokkur gripið til þess ráðs
að hlaupast undan þjóðarsátt um
hóflegt auðlindagjald sem hann átti
þó aðild að. Flokkur sem seilist svo
langt í atkvæðasmölun að hann er
til með að fórna fullveldi þjóð-
arinnar og yfirráðunum yfir fiski-
miðunum fyrir verðlækkun á svína-
hakki mun ekki víla fyrir sér að
gera arðinn af höfuðatvinnuvegi
þjóðarinnar upptækan fái hann
tækifæri til.
Fortíðarhyggjan virðist gera
flokksforystunni ókleift að móta
skapandi framtíðarsýn. Hún bregð-
ur því á það ráð að dusta rykið af
gömlum þjóðnýtingarleiðum og
setja í nýjan búning. Árleg upptaka
5 til 10% kvótans á ekkert skylt við
fyrningarleið uppá 1 til 2% sem
auðlindanefnd taldi vert að skoða.
Full samstaða náðist að lokum um
hóflegt auðlindagjald.
Margra ára áróðurssíbylja festi
rangnefnið „gjafakvóti“ í sessi.
Rangnefni vegna þess að þegar
sóknardagakerfið var afnumið og
kvótakerfi komið á varð vitaskuld
mikið verðfall á íslenskum fiskiskip-
um og mörg fleytan varð nánast
verðlaus. Uppboðsleið Samfylking-
arinnar felur því í sér eignaupptöku
þar sem kvótahafar fá ekki þetta
upprunalega gjald greitt til baka.
Verðið á kvótanum var lágt í
byrjun en hækkaði svo eftir að fór
að ganga vel í greininni og nú vilja
allir koma og fá sneið af kökunni
sem Gula hænan bakaði.
Meirihluti kvótans hefur skipt um
hendur og því felst fráleitt eitthvert
réttlæti í því að taka hann af þeim
sem keypt hafa hann dýru verði og
færa hann aftur þeim aðilum sem
seldu hann eða þeim sem aldrei
hafa komið nálægt útgerð á miklu
lægra verði.
Allt tal um að kvótinn sé kominn
á aðeins örfáar hendur stenst ekki
nánari skoðun því þær útgerðir sem
fá úthlutað kvóta eru talsvert á ann-
að þúsund. Í mörgum tilvikum al-
menningshlutafélög með hluthafa-
fjölda uppá tugi þúsunda auk
hlutdeildar lífeyrissjóða og fyrir-
tækja bæði smærri og stærri.
Frá því kvótakerfið var innleitt
hefur þrátt fyrir það hlutdeild vist-
vænna veiða með smábátum í heild-
arþorskkvótanum margfaldast.
Samfylkingarþingmenn tala samt
á þeim nótum að það breyti svo sem
engu þó þjóðin missi forræðið yfir
auðlindinni til ESB því hún hafi
hvort sem er misst hana til örfárra
útvalinna!
Og er það eitthvað nýtt að stöku
sjávarbyggðir standi illa? Eru menn
búnir að gleyma sértækum aðgerð-
um af hálfu ríkisstjórnar til að
bjarga Patreksfirði fyrir daga
kvótakerfisins?
Samfylkingin hneykslast og talar
um 30 þúsund tonn á silfurfati
handa útgerðarmönnum. Halda
mætti að þessari 30 þúsund tonna
aukningu hafi verið klakið út í
Reykjavíkurtjörn og hinn brott-
hlaupni borgarstjóri hafi sjálfur
brauðfætt þorskseiðin út um
gluggann á Ráðhúsinu fyrir fé
skattborgarans. Nei, þessi viðbót er
vitaskuld tilkomin vegna uppsveiflu
í 200 mílna lögsögunni sem útgerð-
armenn og sjávarpláss hafa lengi
beðið eftir, ekki síst þeir sem hafa
árætt að kaupa viðbótarkvóta á háu
verði í þeirri von að uppsveifla væri
á næsta leiti.
Forsætisráðherraefni flokksins,
sem virðist hafa náð að þroska með
sér ennþá byltingarkenndari jafn-
réttiskennd en sjálfur Karl Marx,
er í nýlegu útspili búin að (hálf-)
lofa öllum kynsystrum sínum 300
þúsund króna Spánarferð á ári. Út-
gerðarmenn og sjómenn verða lík-
lega beðnir um að leysa út farseðl-
ana í fyllingu tímans. Eins gott að
þá verði ekki búið að kolfella geng-
ið!
Allt tal Samfylkingarinnar um að
auka vistvænar veiðar er algerlega
marklaus enda er hún á móti því að
láta 30 tonna aukninguna fara yfir í
línu-tvöföldun eins og boðað hefur
verið. „Aukinn þorskkvóti verði
boðinn upp næsta haust,“ er haft
eftir I.S.G. á forsíðu Morgunblaðs-
ins. Það þýðir að aukningin myndi
óhjákvæmilega lenda hjá þeim sem
öflugastir eru í greininni og stór-
virkustu veiðarfærin hafa og yrði þá
að mestu sópað upp með botntrolli.
Samfylkingin er að fiska í
gruggugu vatni.
Samfylking um
þjóðareymd
Eftir Daníel Sigurðsson
Höfundur er véltæknifræð-
ingur og kennari við Sjó-
mannaskólann til margra ára.
ÞAÐ ER óþægileg tilfinning að
vera nemandi við Viðskiptaháskól-
ann á Bifröst þessa dagana. Þetta
byrjaði allt með því
að Anna Kristín
Gunnarsdóttir,
frambjóðandi Sam-
fylkingarinnar, kom
á Bifröst og sagði
að það væru aðeins
rík pabbabörn sem
hefðu efni á að fara í einkahá-
skóla. Jafnframt sagði hún að það
ætti að skerða framlag ríkisins til
einkaháskóla vegna þess að þeir
innheimtu hærri skólagjöld en HÍ.
Þess má geta að í háskólanum á
Bifröst er hæsta hlutfall einstæðra
mæðra sem þekkist í háskóla á Ís-
landi auk þess sem langflestir
nemendur taka lán hjá LÍN fyrir
skólagjöldunum. Því geta allir val-
ið um það hvar þeir stunda nám
óháð efnahag.
Fólk trúði þessu ekki, en á
fundi í Háskólanum í Reykjavík í
síðustu viku endurtók Ingibjörg
Sólrun orð Önnu Kristínar, þess
efnis að taka eigi mismuninn af
skólagjöldum HÍ og einkaskólanna
og draga hann af framlagi ríkisins.
Það þýðir hækkun skólagjalda á
Bifröst um 285 þús. til 345 þús. á
ári eftir því í hvaða deild nám er
stundað. En þá kom Guðmundur
Árni Stefánsson eins og skrattinn
úr sauðarleggnum og sendi póst á
nemendur Viðskiptaháskólans þar
sem hann sagði: „Já, mér sýnist
ISG [Ingibjörg Sólrún Gísladóttir]
hafa farið dálítið út í vegkantinn í
ummælum sínum í Háskóla Rvík-
ur og var ekki að tóna afstöðu
flokksins til þessara mála.“ Ingi-
björg mætti því á Bifröst á mánu-
daginn til að reyna að malda í mó-
inn og pósturinn frá Guðmundi
Árna var lesinn upp fyrir hana.
„Það er óþarfi að tala niður til
fólks,“ sagði Ingibjörg Sólrún um
ummæli Guðmundar Árna. Því er
ég alveg sammála, mér þykir með
ólíkindum að samflokksmaður
Ingibjargar tali svona niður til
hennar eins og Guðmundur Árni
gerði í umræddum tölvupósti.
Hverju eigum við nemendurnir
að trúa sem erum búnir að fjár-
festa í námi og vitum ekkert hvað
tekur við ef Samfylkingin kemst
til valda? Menntamál hafa verið
helsta baráttumál Samfylking-
arinnar og það er óeining milli
tveggja helstu leiðtoga flokksins í
málefnum einkaháskóla og á
hverjum bitnar þetta karp þeirra?
Það bitnar á þeim þúsundum
manna sem tengjast þessum
einkaháskólum. Mér finnst það
vera skylda stjórnmálamanna að
fara varlega í sakirnar þegar
svona stór mál eru tekin fyrir.
Niðurstaðan er sú að ef Samfylk-
ingin kemst til valda verðum við
að hækka skólagjöldin um helming
eða hætta rekstri í núverandi
mynd!
Tilræði við há-
skólann á Bifröst!
Eftir Birgi Stefánsson
Höfundur er nemi við
Viðskiptaháskólann á Bifröst.
EINS og mönnum hefur orðið
tíðrætt um í þessari kosningabar-
áttu hefur fæðingarorlofið verið
lengt úr sex í níu
mánuði. Hin nýju
lög munu tryggja
barninu samvistir
við bæði föður og
móður og gera
ábyrgð þeirra
gagnvart barninu
jafna. Nú þegar þessi réttarbót
er orðin að veruleika keppast
stjórnmálaflokkarnir allir með
tölu um að eigna sér heiðurinn af
lögunum. Því er ekki úr vegi að
rifja upp þá hörðu andstöðu sem
við framsóknarmenn urðum fyrir
er við vildum koma þeim í fram-
kvæmd. Ungir sjálfstæðismenn
t.a.m. lögðust eindregið gegn lög-
unum og mátti sjá mikla umfjöll-
un um málið á sínum tíma jafnt í
dagblöðum sem á netmiðlum.
Ályktanir þeirra þess efnis má
e.t.v. sjá enn á netmiðlum þeirra.
Lögin um fæðingarorlofið eru
eitt stærsta skrefið sem stigið
hefur verið í jafnréttisbaráttu
kynjanna. Það er engin spurning
að lög um jafnan rétt kynjanna til
fæðingarorlofs munu hafa gríð-
arleg áhrif á stöðu kvenna á
vinnumarkaði og einnig munu þau
leiða til þess að hinn kynbundni
launamunur hverfi að fullu. Síð-
ast en ekki síst tryggja þau
barninu jafnar samvistir við bæði
föður og móður sem er gríðarlega
mikils virði á fyrstu mánuðum
barnsins. Því fögnum við fram-
sóknarmenn öllum fylgismönnum
með hinum nýju lögum um fæð-
ingarorlofið þar sem þetta er það
verk sem við erum einna stoltust
af á því kjörtímabili sem nú er að
ljúka.
Allir vildu Lilju
kveðið hafa
Eftir Sæunni Stefánsdóttur
Höfundur er viðskiptafræðinemi
við Háskóla Íslands og skipar
fjórða sæti á lista Framsóknar-
flokksins í Reykjavík norður.
Í NÝÚTKOMNUM kosninga-
bæklingi Sjálfstæðisflokksins er ís-
lenskri stjórnsýslu lýst sem næst-
bestu stjórnsýslu í
heimi þar sem
dómskerfið sé alger-
lega sjálfstætt og
spilling bókstaflega
engin (!).
Sjálfur Harvard-
háskóli er nefndur
þessu til sönnunar, en ekki tekið
sérstaklega fram hvort það séu ný-
nemar í skólanum, kennarafélagið
eða kannski bara húsvörðurinn sem
hafi komist að þessari jákvæðu nið-
urstöðu. Samkvæmt þessu fá t.a.m.
menntamálaráðherra Sjálfstæðis-
flokksins og áar hans fyrstu ágæt-
iseinkunn fyrir afburða stjórn á
byggingarframkvæmdum við Þjóð-
leikhúsið, kosningastjóri forsætis-
ráðherrans og sjálft forætisráðu-
neytið sömuleiðis fyrir farsæla
stýringu Þjóðmenningarhúss, hvers
geislabaugur hlýtur einnig að um-
lykja sjálft Þjóðskjalasafnið, og
samskipti valdhafanna og opinberra
stofnana á borð við Þjóðhags-
stofnun og Kvikmyndasjóð eru
samkvæmt þessu til fullkominnar
fyrirmyndar. Forseti Alþingis fær
svo væntanlega sérstakt prik fyrir
að láta æðsta dómsvaldið í landinu
algerlega afskiptalaust, á hverju
sem kann að ganga, á meðan ein-
stakir ráðherrar ættu í raun að
hljóta sérstaka viðurkenningu fyrir
hvetjandi ummæli og auðsýnda vel-
vild í garð þeirra íslensku athafna-
manna sem mestum árangri hafa
náð á sviði viðskipta, innan lands
sem utan.
Hér er á ferðinni sannkallað
fagnaðarefni sem ætti að verða öll-
um sómakærum kjósendum farsælt
veganesti í kjörklefann nk. laug-
ardag.
Hvergi er kusk á
hvítum flibba
Eftir Jakob Frímann Magnússon
Höfundur er tónlistarmaður og
skipar 7. sæti á lista Samfylking-
arinnar í Reykjavík suður.
Í BARNASÁTTMÁLA Sameinuðu þjóðanna, 29. gr.,
segir að menntun allra barna skuli stuðla að því að móta
virðingu fyrir foreldrum barnsins, menningararfleifð
þess, tungu og gildismati, þjóðernis-
legum gildum þess lands sem það býr í
og þess lands sem það er upprunnið frá
og fyrir öðrum menningarháttum sem
eru frábrugðnir menningu þess sjálfs.
Stöndum við Íslendingar við þennan sátt-
mála eins og okkur ber?
Í grunnskólum landsins hefur nem-
endum með annað móðurmál en íslensku
fjölgað mikið, sérstaklega á undanförnum átta árum.
Menntakerfi landsins er vanbúið til að sinna þörfum
þessara nemenda sérstaklega og því hafa það verið eld-
hugar (kennarar og aðrir) sem hafa tekið frumkvæði að
því góða sem gert hefur verið innan grunnskólans.
Stjórnvöld hafa ekki alltaf sýnt skilning á þessari þróun
og því sem gera þarf til þess að hægt sé að standa sóma-
samlega að hlutunum í skólum landsins. Vegna fjár-
skorts í skólakerfinu og vanmats á þörfum nemenda eru
allt of margir skólar sem ekki hafa uppfyllt þessa tak-
mörkuðu skyldu sína sem þó er bundin í lögum og reglu-
gerðum.
Rannsóknir í stað goðsagna
Íslenska sem annað tungumál er námsgrein fyrir nem-
endur sem hafa ekki nægilegt vald á íslensku til að geta
stundað nám í íslenskum skólum til jafns við aðra nem-
endur. Rannsóknir sýna að ef börn skipta um mál-
umhverfi á viðkvæmu máltökuskeiði þá sé farsælast að
viðhalda þróun móðurmáls og bæta síðan seinna málinu
við og stuðla þannig að virku tvítyngi en ekki mál-
skiptum.
Í aðalnámskrá grunnskóla segir að með kennslu í ís-
lensku sem öðru tungumáli skuli stefnt að því að nem-
endur verði hæfir til að taka fullan þátt í íslensku sam-
félagi sem tvítyngdir einstaklingar með rætur og innsæi
í tvo menningarheima og auðgi með því íslenskt mannlíf.
Það er algeng goðsögn að börn á máltökuskeiði eigi auð-
velt með að læra ný tungumál og að það gerist meira og
minna af sjálfu sér. Flest börn læra algengt talmál af um-
hverfi sínu og jafnöldrum en öðru gegnir um það tungu-
mál sem notað er í skólaumhverfi og öll menntun ís-
lenskra skóla byggist á.
Börnin eiga rétt en …
Samkvæmt annarri grein laga um grunnskóla, nr. 66/
1995, er hlutverk grunnskóla m.a. að haga störfum sín-
um í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og
stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og
eins. Þessi lagagrein á líka við um nemendur sem hafa
annað móðurmál en íslensku og stunda nám í íslenskum
skólum. Barn með annað móðurmál en íslensku á rétt á
að lágmarki tveimur tímum á viku í sérstakri íslensku-
kennslu í sínum skóla á meðan það er að ná tökum á ís-
lensku máli. Þessi réttur barnsins er bundinn grunn-
skólalögunum og nánar í reglugerð nr. 391/1996.
Með kennslunni skal stefnt að virku tvítyngi þessara
nemenda og þeir hvattir til að halda móðurmáli sínu við
og rækta það. Það er virkilegt umhugsunarefni af hverju
tímarnir í sérstakri íslenskukennslu eru svo fáir sem
raun ber vitni þegar skoðuð er til samanburðar sú stað-
reynd að börn með íslensku að móðurmáli fá sex stundir
á viku í íslensku alla sína skólagöngu til þess að fá nægi-
legan undirbúning fyrir áframhaldandi nám þegar
grunnskóla lýkur. Varðandi aðstoð við að viðhalda móð-
urmáli er það algjörlega undir hælinn lagt hvort því
verður yfirleitt við komið eins og það er svo haganlega
orðað í reglugerðinni.
Hlustum á foreldrana
Við verðum að hlusta með báðum eyrum á foreldra
þessara barna og koma betur til móts við þær kröfur sem
þeir gera til skólagöngu barnanna sinna. Ég hef heyrt af
allt of mörgum tilvikum þar sem foreldrar telja að hætt
hafi verið of snemma að veita barni þó þessa tvo tíma á
viku í sérstakri íslenskukennslu. Í fæstum slíkum hefur
mér vitanlega verið veitt aðstoð við að viðhalda móð-
urmáli þó að vitað sé að góð kunnátta í móðurmáli auð-
veldi börnum nám á nýju tungumáli. Ónógur málþroski á
móðurmáli og íslensku leiðir óhjákvæmilega af sér erf-
iðleika í nær öllum námsgreinum barnsins. Það getur
vissulega lesið nær óaðfinnanlega með góðum framburði
en skortir skilning á texta sem það les, t.d. í landafræði,
sögu og öðrum skyldum greinum. Sú staðreynd að börn
af erlendum uppruna hætta mörg í námi að grunnskóla
loknum ætti því ekki að koma á óvart þegar skólaganga
þeirra er skoðuð í heild sinni.
Skýr stefna VG
Í kosningaáherslum Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs er lagt til að Ísland taki forystu í að uppfylla
ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um rétt
barna til að hafa áhrif á umhverfi sitt. Börn af erlendum
uppruna á Íslandi verða að fá þá þjónustu og kennslu
sem þarf til þess að þau líka geti haft áhrif á umhverfi
sitt hér á landi og því er eitt af forgangsverkefnum VG
að tekið verði fullt tillit til móðurmáls þeirra og menn-
ingararfs. Því verður að vera við komið óháð búsetu –
þannig er líka stuðlað að jafnrétti til náms fyrir alla nem-
endur.
Gefðu að móðurmálið mitt
efli móðurmálið þitt
Eftir Kristínu Njálsdóttur
Höfundur er félagsráðgjafi og skipar 3. sæti á lista Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík suður.
Nýjar vörur
Hallveigarstíg 1
588 4848
Nýr listi
www.freemans.is