Morgunblaðið - 08.05.2003, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 08.05.2003, Qupperneq 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 45 ÞAÐ var fráleitt sjálfgefið að segja söguna af samskiptum mín- um við Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur eftir að hún hafði sest í stól borgarstjóra í Reykjavík árið 1994. Ætlaði raunar aldr- ei að gera það. En dæmalausar ásak- anir í Borgarnesi gengu svo yfir mig að ekki varð undan því vikist. Þess vegna ritaði ég stutta grein á dögunum; með vasa fulla af grjóti. Og það þrátt fyrir vissu um að fjölmörgum mis- líkaði. En það þarf að gera fleira en gott þykir. Það þarf halda sannleik- anum til haga. Nú hefur kosningastjóri Sam- fylkingarinnar og stór-Víkingurinn Ingvar Sverrisson gengið fram fyr- ir skjöldu og sakað mig um að ráð- ast á pólitískan andstæðing með dylgjum og óhróðri. Það er nú svo. Ég hef mínar skoðanir en á enga pólitíska andstæðinga. Aldrei verið virkur í pólitík, svo það komi fram. Rifjum upp atburðarásina. Í Borgarnesi sakaði Ingibjörg for- sætisráðherra um að hamast á mönnum og skipa þeim í lið, allt eftir pólitískum lit. Hún málaði ógnina sterkum litum; forseti, bisk- up, fjölmargir gætu ekki um frjálst höfuð strokið. Hún eggjaði menn að stíga fram og segja sögu sína. Enginn steig fram utan strákur úr Bústaðahverfi. Sem fréttamaður hafði ég flutt fréttir sem voru Ingi- björgu ekki þóknanlegar. Hún sparaði ekki stóru orðin í gagnrýni sinni; sakaði mig um að vera í liði og þess vegna ekkert að marka fréttirnar. Þannig var nú það. Strákur var formaður Víkings. Við vorum að byggja upp Víkina í Fossvogi eftir að hafa flutt úr Hæðargarði. Höfðum byggt glæsi- legt íþróttahús og félagsheimili. Þar var mikið verk að vinna. En með innkomu R-listans 1994 fraus allt fast. Ég sem formaður fór ítrekað fram á fund en var ekki virtur svars af skrifstofu borgar- stjóra. Ég var í liði, hinu liðinu. Við sérstök tækifæri kallað bláa hönd- in. Árið 1996 lét ég af störfum sem formaður Víkings. Ingvar Sverrisson svaraði grein minni; nefndi hana með fullri reisn. Hann nefndi fyrirgreiðslu til Vík- ings síðustu misserin. Allt gott um það, þótt lítil ástæða sé til að hrópa húrra. Það tók á annan áratug að fá uppfylltan samning frá 1989 um stækkun Víkurinnar. Árið 2001 framlengdi borgin leigusamning um gróðrarstöðina Mörk gegn ein- dregnum óskum Víkings og ráðum embættismanna. Og það þrátt fyrir stefnumótun frá 1990 þegar borgin hóf viðræður um kaup á Mörkinni til þess að framselja í hendur Vík- ingi. Víkingur hefur í áratug leitað eftir framlagi frá borginni um að reisa stúku en við litlar undirtektir þar til loksins, loksins á dögunum að Íþrótta- og tómstundaráð sam- þykkti að ganga til samninga við Víking um að ljúka stúkunni í Vík- inni. Gott mál og ég fagna því. En getur verið að samþykkt ÍTR nú tengist því að Ingibjörg hafi yf- irgefið ráðhúsið? Fyrir aðeins ári – í tíð Ingibjargar í ráðhúsinu – felldi meirihluti ÍTR að styðja sömu framkvæmd. Vonandi er að liðkast um stuðning við Víking. Eitt helsta stefnumið Samfylk- ingarinnar er siðbót. Með Ingi- björgu Sólrúnu er samræðupólitík sögð skipa öndvegi – nýir tímar, siðbót í stjórnmálum, betri stjórn- sýsla. Hver frambjóðandinn á fæt- ur öðrum stígur fram og vitnar um siðbótina. Kannski hafa hlutirnir breyst en ég upplifði vonda stjórn- sýslu þegar ég knúði dyra í ráðhús- inu fyrir tæpum áratug. Í Borgarnesi eggjaði Ingibjörg menn til þess að stíga fram og lýsa blárri ógn. Ekkert gerðist utan strákur úr Bústaðahverfi kveðst hafa lent á rauðu ljósi eftir að hafa flutt fréttir sem Ingibjörgu mislík- aði. Þannig var nú það. Á rauðu ljósi Eftir Hall Hallsson Höfundur er fyrrverandi formaður Víkings og fréttamaður. ÞEGAR menn lýsa ástandinu í þjóðmálunum er gjarnan notað lík- ingamál um þjóðarskútuna, þetta fley sem við eigum öll og siglum á í gegnum æviskeið okkar. Ástand skút- unnar getur verið mjög mismunandi og ekki síst sá sjór sem hún siglir hverju sinni og þá skiptir heldur ekki litlu máli hverjir standa við stjórnvölinn hjá okkur. 10. maí kemur í ljós hvort við höldum sömu stjórnendum eða fáum nýja að einhverju eða öllu leyti. Ég bið þig, lesandi góður, að staldra að- eins við og athuga ástandið með mér, hvernig er ástatt með fleyið okkar og er bræla eða byr? Til að sem best fari um alla um borð þarf líka að hlúa vel að skip- inu og haga seglum eftir vindi hverju sinni, það hefur Framsókn- arflokkurinn haft að leiðarljósi þau ár sem hann hefur staðið í brúnni. Lítum á nokkur dæmi um það sem flokkurinn stendur fyrir og vill gera til að tryggja áfram- haldandi vöxt og velferð. Öflugt atvinnulíf Öflugt atvinnulíf er undirstaða almennrar velmegunar og velferð- arþjónustunnar. Það verður að hlúa að atvinnuvegunum og skapa þeim skilyrði til vaxtar, án þess munum við ekki njóta áfram þeirra lífsgæða sem við höfum og enn síður sjá þar nokkurn vöxt. Fátt dregur kjarkinn og þrekið fljótar úr mönnum en atvinnuleysi, það drepur neistann, skaðar sjálfs- ímyndina og veldur að sjálfsögðu ómældu fjárhagslegu álagi. Því þarf stöðugt að leitast við að fjölga störfum og það er ekki gert nema með öruggri uppbyggingu atvinnulífsins. Þetta hefur Fram- sóknarflokkurinn haft í huga við sína vinnu, hann hefur fjölgað störfum og undirbúið jarðveginn fyrir áframhaldandi vöxt með framsýni og kjarki. Allir njóta árangursins Ábyrg umsýsla ríkisfjármála er forsenda stöðugleika í efnahags- málum og þar má ekki eyða um efni fram fremur en á heimilunum, þá er voðinn vís. Á sama tíma og aðhald er nauðsynlegt, verður að tryggja áframhaldandi félagslega þjónustu til handa öllum lands- mönnum. Vegna vasklegrar fram- göngu Framsóknarflokksins í þessum efnum undanfarin ár, höf- um við ekki aðeins haldið í horfinu heldur getum við nú öll notið þess hagnaðar sem hefur myndast og mun myndast á næstu árum. Við viljum því lækka tekjuskatt á ein- staklinga úr 38,55% niður í 35,20%. Þetta getum við gert vegna góðrar stjórnunar og fram- sýni í atvinnuuppbyggingu og þurfum ekki að skera niður í vel- ferðarmálunum til að ná þessu fram. Finnst þér þú ekki eiga það skilið að fá aðeins meira í budduna af því sem þú vinnur þér inn? Á sama tíma viljum við greiða kr. 36.500 í ótekjutengdar barnabætur með öllum börnum að 16 ára aldri og tvöfalda þá upphæð fyrir börn undir 7 ára aldri. Hvað finnst þér, heldurðu ekki að þetta auki aðeins vellíðan og þægindi um borð í skútunni? Menntun og öryggi Það eru sjálfsögð réttindi hvers einstaklings hér á landi að geta menntað sig að eigin ósk, eignast þak yfir höfuðið og búa við það ör- yggi sem því fylgir. Enn eigum við ýmislegt ógert til að ná þessum markmiðum að fullu, en okkur miðar samt vel áfram. Framsókn- arflokkurinn hefur staðið vörð um þessi mannréttindi og mun því ekki samþykkja skólagjöld í grunnskólum, framhaldsskólum eða ríkisreknum háskólum. Við viljum líka lækka endurgreiðslu LÍN-lánanna til samræmis við eldri lánaflokk, endurskoða fram- færslugrunn LÍN og að ekki verði krafist ábyrgðar þriðja aðila á lán- in. Hvað húsnæðismálin varðar, viljum við auðvelda öllum að eign- ast þak yfir höfuðið með því að bjóða 90% lán og þá meinum við 90% af verðgildi eigna með ákveð- ið hámark sem viðmiðun. Viltu rugga bátnum? Það er hægt að minnast á svo margt, margt fleira, svo sem mál- efni aldraðra, öryrkja, langveikra og svo jafnréttismálin, allt málefni sem eru gríðarlega mikilvæg og þurfa að vera til fyrirmyndar í þjóðfélagi eins og okkar. Fram- sóknarflokkurinn hefur unnið öt- ullega að því að koma þessum málum í það horf sem nauðsynlegt er, t.d. með breytingum á fæðing- arorlofinu, sem er bylting í jafn- réttismálum og þú getur treyst því að við munum halda áfram verkinu, því betur má ef duga skal. En við megum alls ekki gleyma því, að án stöðugleika, sterks atvinnulífs og ábyrgrar fjármálastjórnar, verður lítið um þessa þjónustu sem við öll viljum sjá og njóta…og þá aftur að þjóð- arskútunni. Þú veist það eins vel og ég að það er hægt að velta bát á sléttum sjó, það eina sem þarf er að ein- hver byrji að rugga. Nú er það sjaldnast svo að sjávarflötur skút- unnar okkar sé spegilsléttur og ekki dettur mér í hug að segja að svo sé nú, en það er hins vegar al- veg klárt að siglingin hefur verið með besta móti undanfarin ár og það blæs byrlega framundan. Ein- mitt þegar þannig er ástatt má ekki byrja ruggið sem stöðvað getur ferðina, jafnvel velt okkur um koll og valdið okkur öllum ómetanlegu tjóni. Veldu áfram- haldandi stöðugleika og velferð, veldu þann flokk sem hefur sann- að sig. Áframhaldandi stöðugleiki Eftir Halldór N. Lárusson Höfundur er framkvæmdastjóri og skipar 5. sæti B-lista í Rvk suður. UMRÆÐAN um fiskveiðistjórn- un hefur verið mikil í þessari kosningabaráttu hjá stjórnarand- stöðuflokkunum og þá talað um fyrn- ingarleið eða sókn- ardaga. Sóknardagar hafa þegar verið reyndir og gengu ekki upp. Að fara fyrningarleið og leigja aflaheim- ildir mun stórauka brottkast á Ís- landsmiðum. Ástæðan er þessi. Það hefur verið sýnt fram á að brottkast er stundað á kvótalaus- um og kvótalitlum bátum sem leigja til sín heimildir í dag, því menn vilja fá sem mest fyrir veiddan fisk. En hvað gerist þegar allir eru orðnir leiguliðar? Sam- fylkingarmenn hafa verið að tala um hóflegt veiðileigugjald, svona 30–50 kr. pr. þorskígilidiskíló. Tökum létt dæmi: Útgerðaraðili tekur 10 þorskígildistonn á leigu. Bátur hans fer á sjó og fær fisk sem hann veit að hann fær ekki nema 100 kr. fyrir per kíló og annan sem hann veit að hann fær fyrir 150–200 kr. pr. kíló. Hvað skyldi hann gera? Hvort ætli hann vilji 1 milljón eða 1,5–2 milljónir fyrir þau 10 þorskígildistonn sem hann er með á leigu? Dæmi nú hver fyrir sig en ég veit hvað ég geri. Fyrningarleið þýðir stóraukið brottkast Eftir Jón Þorbergsson Höfundur er sjómaður. Í STEFNU ríkisstjórnarinnar í málefnum langveikra barna sem gef- in var út í mars árið 2000 af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu segir á bls. 7 í því merka riti: „Fjarvera foreldra langveikra barna frá vinnu er oft mikil og því er mikilvægt að auka rétt for- eldra til að sinna langveiku barni heima. Til að ná því markmiði samþykkir ríkisstjórnin að sett verði á lagg- irnar nefnd skipuð fulltrúum heilbrigðis-, félags-, mennta- og fjármálaráðuneytis auk fulltrúa vinnumark- aðarins og samtaka um málefni langveikra barna sem hefði það hlutverk að tryggja betur en nú er rétt for- eldra til launa í fjarveru frá vinnu og rétt til sjúkra- dagpeninga vegna veikinda barns. Ríkisstjórnin samþykkir að skipuð verði nefnd fjögurra ráðuneyta, þ.e. heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytis, félagsmálaráðuneytis, menntamálaráðuneytis og fjár- málaráðuneytis, til að fylgja eftir stefnumótun ríkisstjórnarinnar í málefnum langveikra barna, sjá um að samræma aðgerðir sem falla undir fleiri en eitt ráðuneyti og vera tengiliður við hlutaðeigandi að- ila.“ Félagsmálaráðherra skipaði í umrædda nefnd 29. janúar 2001 og hefur hún ekki skilað áliti og mun vart gera héðan í frá og eru það okkur sem að þessum málaflokki standa gríðarleg vonbrigði. Öll bund- um við miklar vonir við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, „Í fremstu röð á nýrri öld“, sem var í samræmi við ályktun Alþingis um stefnumótun í málefnum langveikra barna sem samþykkt var 2. júní 1998. Staðið hefur verið við loforð um nýjan barnaspítala og hvíldarheim- ili fyrir langveik börn með mikla hjúkrunarþörf og því ber að fagna. Einnig ber að þakka þann árangur sem náðst hefur í fæðingarorlofi, en hvað gerist ef börnin okkar verða alvarlega veik af völdum sjúk- dóma og fötlunar, jafnvel alla ævi? Börn fá líka hættulega og alvar- lega sjúkdóma eins og fullorðnir, sjúkdóma sem geta verið ólæknandi. Þeim fjölskyldum duga ekki sjö til tíu veikindadagar eins og veik- indarétturinn er fyrir flesta launþega í landinu. Því miður er það svo að sumir foreldrar verða að hætta allri atvinnuþátttöku vegna veik- inda barna sinna og það er enginn sem bætir fjölskyldunni upp það tekjutap. Fjárhagserfiðleikar geta því orðið miklir hjá fjölskyldum langveikra barna. Veikindin gera ekki boð á undan sér og fjölskyldan verður að standa við sínar skuldbindingar. Fjárhagserfiðleika þessara fjölskyldna má oftast rekja til þess hve veikindarétturinn er takmark- aður. Fátækt hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og má segja að þessar fjölskyldur séu í mikilli hættu á að lenda í gildru fá- tæktar. Þessar fjölskyldur hafa ekkert val. Það er grátlegt að heyra foreldra segja: „Á ég virkilega að missa íbúðina mína af því að barnið mitt er sjúklingur?“ Hvað varð um veikindarétt foreldra á vinnumarkaði? Eftir Ragnheiði Sverrisdóttur Höfundur er innanhússarkitekt og móðir langveiks barns. Heimsókn í Vesturfarasetrið á Hofsósi Þjóðræknisfélag Íslendinga efnir til ferðar til Hofsóss og dagskrár þar í samvinnu við Vesturfarasetrið helgina 17.-18. maí n.k. Farið verður með hópferðabíl frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 9 að morgni laugardags 17. maí. Að loknum málsverði á Hofsósi hefst dagskrá í Vesturfarasetrinu. • Komið verður saman í gamla Kaupfélagshúsinu. Vesturferðasýningin Annað land, annað líf skoðuð, einnig Stefánsstofa, undir leiðsögn Valgeirs Þorvaldssonar. • Farið í Konungsverslunarhúsið og Norður-Dakotasýningin Akranna skínandi skart skoðuð undir leiðsögn Valgeirs Þorvaldssonar og Wincie Jóhannsdóttur. • Efnt verður til kvöldvöku, þar sem vestur-íslenski rithöfundurinn og „Hofsósbúinn“ Bill Holm les úr verkum sínum, spjallar og spilar undir söng. Anna Sigríður Helgadóttir syngur með honum. • Á sunnudagsmorgun verður farið í Frændgarð og Utah- sýningin Fyrirheitna landið skoðuð. • Á leiðinni til Reykjavíkur verður höfð viðdvöl á Borðeyri ef veður leyfir, en þaðan lögðu margir Íslendingar af stað til nýrra heimkynna í Vesturheimi. Gisting og málsverðir á Hofsósi. Vesturfarasetrið annast bókanir og veitir nánari upplýsingar, sími 453 7935, tölvup. hofsos@hofsos.is Allt áhugafólk velkomið. FASTEIGNIR mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.