Morgunblaðið - 08.05.2003, Síða 48

Morgunblaðið - 08.05.2003, Síða 48
Það er dapurlegt, að fulltrúar ungs fólks í öllum flokkum nema vinstri-grænum skuli í sjónvarps- þætti hafa mælt með lækkun lögald- urs til áfengiskaupa og með því stuðla að auknum ófarnaði af völdum áfengis- drykkju. Sömu fulltrúar lýstu sig mótfallna að leyfa hér sölu og með- ferð annarra eiturlyfja og ber að fagna því. En ber það ekki vott um tvískinnung að vilja útbreiða það eiturlyf, áfengið, sem mestum skaða veldur, en fordæma önnur fíkniefni? Öll eiturlyf eru hættuleg og valda margvíslegu tjóni og böli, enda var áfengisbann hér á landi um langt skeið með góðum árangri, og enn er slíkt bann í sumum löndum. Um leið og þakka ber ábyrga af- stöðu fulltrúa vinstri-grænna með því að mæla gegn lækkun aldurs til áfengiskaupa í nefndum sjónvarps- þætti, veldur það vonbrigðum, að enginn flokkanna hafi ákveðna stefnu í áfengis- og vímuefna- málum, enda heyrist ekki minnst á þau mál í kosningabaráttunni. Frambjóðendur, sem vilja efla velferð og hag þeirra, sem verst eru settir, eiga að vita, að fátt ógn- ar meir velferð heimilanna en áfengisdrykkjan og það marg- víslega böl, sem henni fylgir. Og þótt vissulega sé þarft að huga vel að verndun náttúrunnar er ekki síð- ur mikilvægt að hlú að mannvernd- inni og velja það fólk til setu á Al- þingi, sem helst má treysta til góðra verka í þeim efnum. Það er óhagganleg staðreynd, að áfengisdrykkja er skaðleg heils- unni, hinn mesti slysa- og glæpa- valdur, hamingjuspillir, sem slævir dómgreind og persónuleika og leið- ir oft til glötunar, eins og dæmin sanna. Gegn útbreiðslu áfengis ber því að berjast og láta ekki glepjast af stöðugum og lúmskum áróðri í dagblöðum og víðar fyrir vín- drykkju með þeim öfugmælum, að neysla áfengra drykkja sé menn- ingaratriði. Ungt fólk og aðrir ættu að hafa hugföst eftirfarandi orð eins mesta mannvinar allra tíma, Alberts Schweitzers: „Áfengið er versti óvinur mannsins, trúarlega og sið- ferðislega séð.“ Unga fólkið og áfengismálin Eftir Árna Gunnlaugsson Höfundur er lögmaður í Hafnarfirði. UMRÆÐAN 48 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Frjálslyndi flokkurinn vill standa vörð um velferðarkerfið og að allir landsmenn eigi sama rétt til heilbrigðisþjón- ustu óháð búsetu og efnahag. Í valdatíð núverandi ríkisstjórnar, sem nú sér fyrir endann á, hafa jöfn- unarmarkmið vel- ferðar- og skattakerfisins farið halloka fyrir einfeldningslegri ný- frjálshyggju þeirra íhaldsflokka sem eru við völd. Við höfum fjar- lægst hið norræna velferðarmódel frændþjóða okkar og íslenska vel- ferðarkerfið er eitt það ódýrasta á Vesturlöndum, bæði mælt sem hlutfall af vergri landsframleiðslu og sem kaupmáttur velferð- arútgjalda á íbúa. Ástæður þessa eru m.a. þær að grunnlífeyrir er lágur og víðtækar tekjutengingar sem spara útgjöld en lágar bætur og tekjutengingar fara illa saman og skapa fátæktargildrur. Tekju- tenging bóta í velferðarkerfinu er á góðri leið með að breyta velferðarkerfinu í ölmusukerfi þar sem sú reisn sem fólst í atvinnu- þátttöku örorkulífeyrisþega er brotin niður. Stefna Frjálslynda flokksins er að lífskjör fatlaðra verði bætt með því að dregið verði úr skerðingu bóta vegna atvinnu- þátttöku og að lífeyrisgreiðslur skerði ekki örorkubætur. Annar ríkisstjórnarflokkanna, Framsóknarflokkurinn, er nú rétt fyrir kosningar í óskammfeilni sinni farinn að kalla sig félags- hyggjuflokk. Sem dæmi má nefna grein í Fréttablaðinu 25. apríl sl. eftir Kristin H. Gunnarsson fram- bjóðanda Framsóknarflokksins sem bar nafnið Félagshyggju- flokkurinn Framsókn. Formaður flokksins lét þau ummæli einnig falla einn morgun í útvarpinu að Framsóknarflokkurinn væri fé- lagshyggjuflokkur og núverandi ríkisstjórn væri miðjustjórn. Einn ríkisfréttamaðurinn kallaði einnig Sjálfstæðisflokkinn miðjuflokk. Ég hélt að það væri móðgun við þann flokk að láta orða sig við miðjuna, en hver kannast ekki við ummælin um miðjumoðið úr þeim her- búðum? Trúir einhver að Fram- sóknarflokkurinn sé félagshyggju- flokkur og hafi verið málsvari félagshyggju í íslensku samfélagi í þeirri ríkisstjórn sem þeir hafa setið í síðastliðin átta ár? Eða að það séu eldheitir félagshyggju- menn sem eru að greiða stórar fjárhæðir fyrir glansauglýsinga- herferð Framsóknarflokksins í þessari kosningabaráttu sem vilji veg félagshyggju sem mestan í samfélaginu? Nei, hugsjónin á þeim bæ er bara ein og það eru völd, og með gífurlegu fjármagni í kosningaráróður skal þeim haldið. Síðan er þessi sami flokkur að tala um traust og trúverðugleika, en ekki fáum við að vita hver borgar fyrir áróðurinn. Með því að kalla sig félagshyggjuflokk er Fram- sóknarflokkurinn nú rétt fyrir kosningar að reyna að blekkja kjósendur og þykjast vera annar en hann raunverulega er. Auk þess myndi ég telja það móðgun við raunverulegt félagshyggjufólk. Núverandi ríkisstjórn er ein mesta frjálshyggjustjórn í sögu lýðveldisins. Hún hefur slegið skjaldborg um forréttindakerfi í sjávarútvegi. Staðreyndin er einn- ig sú að núverandi ríkisstjórnar verður örugglega ekki minnst fyr- ir félagshyggju og fyrir að hafa styrkt stoðir íslenska velferðar- kerfisins, heldur fyrir að hafa veikt þær. Varla kallast það fé- lagshyggja? Morgunblaðið skrifaði leiðara laugardaginn 26. apríl sl. sem bar heitið Staða Framsóknarflokksins. Leiðarinn er um margt góð grein- ing á stöðu þessa bænda- og dreif- býlisflokks og má líkja henni við eins konar sjúkraskýrslu um flokk sem á sér ekki lengur til- verugrundvöll í samfélaginu. Eru þar raktar ástæður fyrir stöðu flokksins fyrir kosningarnar 10. maí, og nefnir blaðið þar til sög- unnar breytta kjördæmaskipan, en jöfnun atkvæða hefur ávallt verið Framsóknarflokknum óhag- stæð, gjaldþrot SÍS og byggðaþró- un í landinu. Blaðið hefði reyndar mátt bæta því við að í dag eru bændur fátækasta stétt landsins og landsbyggðin hefur aldrei stað- ið jafn höllum fæti, þrátt fyrir að Framsóknarflokkurinn, sjálfur landsbyggðarflokkurinn, hafi setið oftar og lengur á valdastóli í sögu lýðveldisins en aðrir flokkar. Það er rétt hjá Morgunblaðinu að úr- slit alþingiskosninganna skipta sköpum um það hvort Framsókn- arflokknum takist að breyta sér úr dreifbýlisflokki í þéttbýlisflokk. En með því er verið að afneita og dylja rætur og uppruna flokksins og segjast vera annar en hann í raun er. Á sama tíma er jafnframt grátlegt að horfa upp á borgara- legan flokk eins og Sjálfstæðis- flokkinn horfa upp á þetta með velþóknun. Nánast alla síðustu öld barðist Sjálfstæðisflokkurinn fyrir frjálsri verslun og gegn vöru- skipta- og millifærsluhagkerfi Sambandsins og tókst að halda KRON niðri á höfuðborgarsvæð- inu, enda hefur verslun í Reykja- vík verið drifkrafturinn í vel- gengni borgarinnar. Höfuð- borgarbúar hafa á undanförnum árum þurft að horfa upp á borg- arfulltrúa Framsóknarflokksins ráðskast með öflugasta fyrirtæki Reykjavíkurborgar, Orkuveituna, sem er einsdæmi í sögu borg- arinnar. Fótfesta Framsóknar- flokksins á höfuðborgarsvæðinu yrði ekki til hagsbóta fyrir svæðið og þjónar örugglega ekki hags- munum Sjálfstæðisflokksins. Sjálf- stæðisflokkurinn virðist í einsemd sinni lifa í þeirri blekkingu að vel- gengni Framsóknar sé örugg trygging fyrir áframhaldandi rík- isstjórnarsamstarfi. Það er eins og þeir viti ekki að Framsókn gengur óbundin til kosninga og þeir heyri ekki hlý orð Samfylkingarinnar til Framsóknar á stjórnmálafundum. Eina leiðin til þess að stuðla að breytingum og framþróun í dag er að kjósa Frjálslynda flokkinn 10. maí nk. og krossa xF. Við boðum breytingar. Félagshyggja, Framsókn og blekkingar Eftir Eyjólf Ármannsson Höfundur er lögfræðingur og skipar 2. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík norður. KOSNINGARNAR nk. laugardag skipta miklu. Hver og einn verður að gera upp sinn hug með hlið- sjón af stefnumálum stjórnmálaflokk- anna. Ég hvet fólk til að kjósa Sam- fylkinguna af eftirfarandi ástæðum: Jafnræði fyrirtækja Samfylkingin mismunar ekki fyrir- tækjum landsins, heldur vill skapa öll- um traust og gagnsæ rekstrarskilyrði. Á hennar snærum eru hvorki S-hópar, gamlir eða nýir peningar né sægreifar. Í samfélag Evrópuþjóða Samfylkingin telur að Ísland eigi heima í sam- félagi Evrópuþjóða – Evrópusambandinu, en þangað fara um 80% útflutnings okkar. Við tökum nú sjálf- krafa yfir um 80% af reglum Evrópusambnadsins, en höfum lítil sem engin áhrif á mótun þeirra. Samfylk- ingin vill skilgreina okkar samningsmarkmið við Evrópusambandið, freista þess að ná um þau póli- tískri samstöðu, láta á þau reyna í samninga- viðræðum og bera síðan niðurstöðuna undir þjóðina. Skattalækkanir og velferðar- kerfið stuðli að jöfnuði Samfylkingin boðar skattalækkanir sem leiða til aukins jafnaðar þegnanna. Samfylkingin vill snúa af braut þeirrar „amerikaniseringar“ sem um of ein- kennir íslenska velferðarkerfið. Jöfnuður er hags- munamál allra. Samfélög sem einkennast af jöfnuði og samstöðu þegnanna eru hagfelldari en þau sem sem ýta undir og ala á stéttaskiptingu. Menntunarstig þjóðarinnar hækki Samfylkingin hefur sett fram raunhæf töluleg markmið um aukna menntun ungs fólks og þar með varanleg hagvaxtaráhrif. Sameign fiskimiðanna verði að veruleika Samfylkingin vill gera virk sameignarákvæði laga um stjórnun fiskveiða með fyrningarleið, sem á 20 árum skapar jafnræði allra til að nýta auðlindir sjáv- ar. Með uppboði á öllum kvóta leitar hann til þeirra sem hagkvæmast veiða. Verð á kvóta mun lækka og á endanum ákvarðast af getu hagkvæmustu útgerð- anna til að greiða fyrir hann. Þannig skapast loks markaðsaðstæður í greininni. Jafnrétti kynjanna verði í forgangi Samfylkingin vill gera jafnrétti kynjanna að for- gangsmáli við stjórnun hins opinbera og þar með gefa tóninn fyrir samfélagið allt. Stjórnarhættir einkennist af umburðarlyndi og virðingu Samfylkingin heitir að aflétta þeirri hræðslu sem alltof margir eru haldnir gagnvart núverandi vald- höfum. Það er hættulegt lýðræðinu í landinu ef þegnarnir þora ekki að láta í ljós skoðanir af ótta við mismunun stjórnarherranna. Forsætisráðherra verði tákn gilda sem gera okkur að betri mönnum Samfylkingin býður fram sem forsætisráð- herraefni Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Hún er heiðarlegur og málefnalegur stjórnmálamaður. Hún ber virðingu fyrir fólki og umgengst ekki pólitíska andstæðinga með útúrsnúningum og hótfyndni. Hún er nútímalegur, frjálslyndur jafnaðarmaður með ríka tilfinningu og skyldur við þá sem minnst hafa. Hún hefur sýnt að henni er treystandi fyrir pólitísku valdi, sem hún nýtir til að þjóna almannahags- munum. Látið hvorki yfirboð stjórnarflokkanna, né áróður þeirra og Morgunblaðsins um að allt sé hér í besta lagi og engum sé treystandi fyrir landsstjórninni nema núverandi stjórnarflokkum villa ykkur sýn. Ingibjörg Sólrún hefur sýnt að henni er treystandi og þið skulið treysta eigin dómgreind. Hvers vegna átt þú að kjósa Samfylkinguna? Eftir Margréti S. Björnsdóttur Höfundur er félagi í Samfylkingunni. KOSNINGALOFORÐ Sjálf- stæðisflokksins hlaupa á tugum milljarða króna. Formaður Sjálf- stæðisflokksins hefur lagt hönd á brjóst, horft framan í þjóðina úr fjölmiðlum, og sagt, að hvað sem á dynji, muni hann standa við þessi loforð. Á því er hængur. Það er fræði- lega ómögulegt að uppfylla kosn- ingaloforð Sjálfstæðisflokksins eingöngu með auknum tekjum ríkisins á næsta kjörtímabili, sé miðað við sögulegan hagvöxt. Þetta getur ekki þýtt annað en að forysta Sjálfstæðisflokksins sé með tilbúin, útreiknuð áform um hvar eigi að grípa til einkavæð- ingar til að skera niður útgjöld ríkisins, svo flokkurinn geti staðið við loforðin. Það er í stíl við tillög- urnar sem voru samþykktar á landsfundinum sællar minningar. Það er því sanngjörn krafa að upplýst verði fyrir laugardaginn, hvar Sjálfstæðisflokkurinn hyggst skera niður í heilbrigðis- kerfinu og menntakerfinu. Hversu miklar álögur munu, sam- kvæmt áformum forystu flokks- ins, leggjast á venjulega Íslend- inga vegna fyrirhugaðrar einkavæðingar? Össur Skarphéðinsson Hvar ætlar Davíð að einkavæða? Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur kippt rekstrargrundvellinum undan leigubílastéttinni, með túlkun sinni á lögum og reglum um fólksflutninga og leigubifreiða, til að þóknast kolkrabb- anum og fyrir- tækjum honum tengdum. Þessi túlk- un felur í sér að þessir aðilar geti ekið fólki gegn gjaldi gegnum annan og þriðja aðila. Þessi túlkun hefur leitt af sér að fleiri fyrirtæki hafa farið út í þennan akstur. Það gefur augaleið að vinnan hjá leigubílstjórum hefur farið minnkandi ár hvert og er nú svo komið að leigubílstjórar lifa ekki lengur á þessari vinnu og eru að leggja inn leyfin sín. Túlkun ráð- herra er ekki rétt að okkar mati því að sá sem ekur fólki gegn gjaldi, þó að viðkomandi taki ekki við greiðslu sjálfur, fær laun fyrir aksturinn, hvernig sem þau eru greidd frá sín- um vinnuveitanda. Samkvæmt lögum hafa leigu- bifreiðastjórar einkaleyfi á leigubíla- akstri á höfðuðborgarsvæðinu ásamt strætisvögnum. Samkvæmt 2. mgr. 7. gr. laga nr. 73/2001 segir að öðrum en einkaleyfishafa (hér leigu- bifreiðastjórar og strætisvagnar) er óheimilt nema með samþykki einka- leyfishafans að flytja um einkaleyf- issvæðið aðra farþega en þá sem teknir eru upp utan þess og þá sem teknir eru upp innan svæðisins til flutnings út fyrir það. Leigubílaakstur er leyfisskyldur samkvæmt lögum frá Alþingi og háður takmörkunum sem miðast við 570 leyfi í dag. Það má enginn aka fólki gegn gjaldi nema geta framvísað til- skyldum leyfum sem eru í hverri leigubifreið á höfuðborgarsvæðinu. Samgönguráðherra hefur litið framhjá þessum veigamiklu atriðum í þessu sambandi, en ákvörðun ráð- herra hefur haft fleiri neikvæð áhrif á stöðu mála hjá leigubílstjórum. Því er samkeppnisstaða leigubíl- stjóra ekki sú sama og hjá öðrum fyrirtækjum þar sem leigubílstjórar þurfa að standa undir miklu meiri kostnaði en önnur fyrirtæki, t.d. 25% hærri þungaskatti, þrisvar til fjórum sinnum hærri tryggingum, 50.000 kr. stöðvargjaldi og 10.000 kr. til Vegagerðar og svona mætti lengi telja. Þetta segir okkur að leigubíl- stjórar eru ekki samkeppnisfærir á hinum almenna markaði í dag, því að lög og reglur um fólksflutninga og leigubíla koma í veg fyrir það. Þó svo að samgönguráðherra og Vegagerð- in tali um að leigubílstjórar verði að undirbúa sig undir samkeppni. Leigubílstjórar eru ekki hræddir við samkeppni en sú samkeppni verður að vera á jafnræðisgrundvelli. Staða samgönguráðherra er und- arleg í þessu máli og ráðherra leitar allra leiða til að verja afstöðu sína. Hann er eins og hundur sem eltir skottið á sjálfum sér hring eftir hring og reynir að verja gjörðir sín- ar. En spurningin er: Eiga 570 leigu- bílstjórar að vera skjólstæðingar Félagsmálastofnunar eftir tvö til þrjú ár? Ég get ekki séð annað en það stefni í það eins og staðan er í dag. Skjólstæðingar Félagsmála- stofnunar? Eftir Jón Stefánsson Höfundur er leigubílstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.