Morgunblaðið - 08.05.2003, Page 51

Morgunblaðið - 08.05.2003, Page 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 51 ✝ Kjartan Frið-bjarnarson fæddist í Siglufirði 23. nóvember 1919. Hann lést á St. Jós- efsspítala í Hafnar- firði 29. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Friðbjörn Níelsson, f. á Hallanda á Sval- barðsströnd 17. jan- úar 1887, kaupmað- ur og síðar bæjargjaldkeri á Siglufirði, d. 13. október 1952, og Sigríður Stefánsdóttir, f. 21. júní 1895, á Krakavöllum í Fljótum, húsmóðir á Siglufirði, d. 2. júní 1987. Kjartan var næstelstur sex systkina. Látnir eru Bragi og Kol- beinn, en eftir lifa Níels, Anna Margrét og Stefán. Fyrri eiginkona Kjartans var Anna Jónsdóttir, f. á Ísafirði 30. ágúst 1919, d. 5. júlí 1978. Foreldr- ar hennar voru Jón Bjarnason, f. að Tröð í Súðavíkurhreppi 2. jan- úar 1881, d. 3. júní 1929, og Daní- f. 9. mars 1943. Þau eiga fjögur börn. Ragnheiður á eitt barn úr fyrra hjónabandi. 2) Súsanna, f. 18. nóvember 1949, gift Jakobi Halldórssyni, f. 8. nóvember 1947. Þau eiga fjögur börn, tvö þeirra eru látin. 3) Kjartan, f. 26. apríl 1957, sambýliskona Ásta Lára Sig- urðardóttir, f. 11. mars 1961. Þau eiga þrjú börn. 4) Sigríður, f. 14. apríl 1959, sambýlismaður Smári Björgvinsson, f. 13. júlí 1954. Þau eiga þrjú börn. Kjartan ólst upp á Siglufirði. Stundaði nám við Gagnfræðaskóla Siglufjarðar. Útskrifaðist frá Sam- vinnuskólanum með verslunarpróf árið 1938. Kjartan rak verslun og heildverslun á Siglufirði árin 1940 til 1947. Fluttist þá til Danmerkur og Færeyja og rak þar heildversl- un. Rak heildverslun og útgerð í Vestmannaeyjum frá 1951 til 1960. Rak útgerðarfyrirtæki í Reykjavík árin 1960 til 1969. Framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Siglufjarðar árin 1969 til 1972. Á árunum 1972 til 1988 vann Kjartan hjá Gunnari R. Magnússyni, lögg. endurskoð- anda í Reykjavík. Þá rak Kjartan umfangsmikla útflutningsverslun með grásleppuhrogn, árin 1972 til 1998. Útför Kjartans verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. ela Jóna Samúelsdótt- ir, f. í Súðavík 17. september 1888, d. 17. júní 1940. Kjartan og Anna eignuðust þrjú börn; þau eru: 1) Daní- el Jón, f. 12. janúar 1940, kvæntur Theó- dóru Þ. Kristinsdótt- ur, f. 11. nóv. 1940. Þau eiga sex börn. 2) Alda, f. 27. júlí 1942, er ekkja Flosa Gunn- arssonar, f. 24. ágúst 1933, d. 26. maí 1990. Þau eignuðust tvö börn. Frá fyrra hjóna- bandi á Alda einn son. 3) Edda M., f. 5. ágúst 1945. Síðari eiginkona Kjartans er Alida Olsen Jónsdóttir, f. á Ísafirði 22. desember 1924. Foreldrar hennar voru Jón Bjarnason, f. að Tröð í Súðavíkurhreppi 2. janúar 1881, d. 3. júní 1929, og Daníela Jóna Samúelsdóttir, f. í Súðavík 17. september 1888, d. 17. júní 1940. Kjartan og Alida eiga fjögur börn, þau eru: 1) Ómar, f. 22. ágúst 1946, kvæntur Ragnheiði Blöndal, Bláir eru dalir þínir byggð mín í norðrinu heiður er þinn vorhiminn hljóðar eru nætur þínar létt falla öldurnar að innskerjum – hvít eru tröf þeirra Þetta erindi úr undurfallegu ljóði Hannesar Péturssonar er áleitið við hug minn þessa dagana. Ég skynja hlýjuna, einlægnina, tryggðina og orðsnilldina. Nk. laugardag verður bróðir minn, Kjartan, lagður til hinstu hvíldar í fæðingarbæ okkar, Siglu- firði. Það hafði hann valið sér þó lengst af byggi hann annars staðar og hefði víða farið. Hann bar alltaf með sér litróf og heiðríkju byggðar sinnar í norðrinu. Hann kemur heim til að vera. Við vorum sex systkinin sem ól- umst upp í Friðbjarnarhúsinu á Siglufirði. Aldursmunur skipti okkur að nokkru í tvo hópa. Við þrjú hin eldri lékum okkur ekki við eða geng- um í skóla með yngri bræðrunum. Þegar ég við þessi þáttaskil hugsa til bernskuáranna eru það elstu bræð- urnir, Níels og Kjartan, sem eru áberandi einingar í lífsmunstri heim- ilisins. Minnisstæðast er mér hve miklir vinir þeir voru strax ungir og æ síðan. Aldrei man ég eftir þeim togast á um leikföng, ýta hvor við öðrum – ekki eftir pústrum eða orðahnipp- ingum. Þetta er einstakt og hljómar ekki trúlega. En einmitt svona var það. U.þ.b. þrem aldarfjórðungum síð- ar var ættarmót afkomenda foreldra okkar haldið í Lónkoti í Skagafirði. Þá gengu þeir bræður um gólf í mat- sal staðarins og leiddust. Gamlir menn. Sá eldri, Níels, frískur og létt- ur á fæti, sá yngri, Kjartan, sem við erum nú að kveðja, farinn að heilsu, en fyrirmannlegur í fasi og yfir hon- um reisn, sem alltaf var til staðar. Áfall hafði svipt hann getu til máls. Ég, systirin, aðeins yngri, horfði á þá og hugsaði: „Hvað eru orðin svosem á móti því sem þeir áttu alltaf saman – vinir og bræður – hlýhuginn og tryggðina, sem leikur í mát bæði fjarlægðina og tímann.“ Kjartan var ungur ágætlega íþróttum búinn, hlaupari og fim- leikamaður. Sem knattspyrnu- stjarna síns staðar og tíma var hann óumdeildur. Einhverjir muna hann enn sem slíkan. Oft var maður stolt- ur á vellinum. Einstök snerpa og dugnaður einkenndu Kjartan við vinnu, hvað sem hann tók sér fyrir hendur. Hann vann að mestu við eig- in rekstur og naut trausts og virð- ingar viðskiptavina sinna. Það var sárt að sjá þennan sterka, duglega mann smátt og smátt lúta í lægra haldi fyrir sjúkdómsáföllum og elli. Hugurinn var þó skýr og hon- um var erfitt að gefa eftir. Kannski gerði hann það aldrei. Hann sætti sig ekki við sjúkrahúsvist og heima fékk hann að þreyta glímuna fram undir það síðasta. Konan hans, Alida, ann- aðist hann af alúð og fórnfýsi, með aðstoð barnanna. Það var sómi að hvernig hún stóð vaktina og aðdáun- arvert. Við höfum oft haft orð á því systkinin okkar á milli. Okkur er þökk í huga. Svo kom að því að Kjartan þurfti að gangast undir erfiða skurðaðgerð á sjúkrahúsi og átti ekki aftur- kvæmt. Æðri handleiðsla hlýtur það að teljast að röð ýmissa atvika varð til þess að við þrjú systkinin, sem eftir lifum nú, heimsóttum Kjartan á sjúkrahúsið aðeins örfáum klukku- stundum áður en hann lést. Okkur varð strax ljóst að komið var að leiðarlokum. Við náðum að kveðja. Þarna kvöddust þeir – vinir og bræður – sem mér hefur orðið tíð- rætt um, af látleysi og innileik. Það er vissulega hryggðarefni þegar einhver nákominn er að hverfa endanlega en stundin var falleg. Kjartan Friðbjarnarson lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 29. apríl sl. Hann verður til moldar borinn á Siglufirði 10. maí nk. Ó bláir eru dalir þínir byggð mín í norðrinu. (H.P.) Innilegar samúðarkveðjur til þín, Alida mín, og barna ykkar frá mér og mínu fólki. Anna Friðbjarnardóttir. Þegar Kjartan Friðbjarnarson, mágur minn, varð 80 ára, sendi mað- urinn minn og bróðir hans honum þessa afmæliskveðju: Götur allar gekkstu hreinn og beinn og gafst ei upp þótt vindur stæði í fang. Þú ert dæmi um frækinn ferðalang, sem fer um lönd – og sigrar heiminn einn. Að baki liggja áttatíu ár og ævi, sem að geymir blítt og strítt, en alltaf gerðizt hjá þér eitthvað nýtt og yfir þér er himinn tær og blár. Kjartan var sterkur persónuleiki og vel til forystu fallinn, áræðinn og framtakssamur. Þessi einkenni sögðu til sín strax á unglingsárum. Hann vakti ungur hrifningu á knatt- spyrnuvelli, þegar Siglfirðingar tók- ust á við lið úr öðrum byggðarlögum. Hann fór fyrir KS-ingum í fé- lagsstarfi um árabil. Hann var og virkur í Félagi ungra sjálfstæðis- manna í Siglufirði og formaður þess á fimmta áratuginum. Kjartan var kaupsýslumaður að ævistarfi. Starfsferill hans var fjöl- þættur og spannaði nokkur lönd. Hann kom að útgerð, iðnaði, verslun, innflutningi og útflutningi á sjávar- vörum, einkum á hrognum. Hann reyndist smáútvegsmönnum víðs vegar um landið vel, bæði við útveg- un á búnaði og sölu afurða á Evr- ópumörkuðum. Orð hans stóðu eins og stafur á bók. Hann átti vinum að mæta í flestum sjávarplássum lands- ins. Þegar tóm gafst til frá önnum at- hafnamannsins tók Kjartan sér pensil í hönd og festi myndir á striga, fólk, fjöll og dali. Hann átti og mjög létt með að tjá sig, bæði í ræðu og riti. Hann og Alída kona hans voru töfrandi gestgjafar heim að sækja meðan sól var í hádegisstað í lífi þeirra. Það var og aðdáunarvert hve vel Alída annaðist mann sinn í erfiðu veikindastríði seinustu lífsár hans. Já, Kjartan Friðbjarnarson er dæmi um frækinn ferðalang, sem fór víða og gat sér hvarvetna gott orð. Í huga hans var „hver vegur að heim- an vegurinn heim“. Heima vildi hann hvíla. Þar vildi hann enda jarðvist sína. Hann verður jarðsettur í graf- reit Siglfirðinga, við rætur fjallsins hans, Hólshyrnunnar, en ofar henni skein sól á bláum himni í æsku hans. Ævi siglfirzks athafnamanns er lokið. Allar götur sínar gekk hann hreinn og beinn og gafst ei upp, þótt vindur stæði í fang á stundum. Reisn sinni hélt hann alla tíð. Yfir minn- ingu hans er himinn tær og blár. Við Stefán og fjölskylda okkar kveðjum Kjartan með virðingu, söknuði og þakklæti. Við sendum Alídu og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Þorgerður Sigurgeirsdóttir. KJARTAN FRIÐBJARNARSON ✝ Sigríður Bjarna-dóttir fæddist á Stokkseyri 3. októ- ber 1915. Hún lést í Reykjavík 30. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Bjarni Grímsson, út- vegsbóndi á Stokks- eyri, síðar fiskmats- maður í Reykjavík, f. á Óseyrarnesi í Stokkseyrarhreppi 4.12. 1870, d. í Reykjavík 29.8. 1944, og kona hans Jó- hanna Hróbjartsdótt- ir, f. á Grafarbakka í Hruna- mannahreppi 20.11. 1879, d. í Reykjavík 9.6. 1969. Systkini Sig- ríðar eru Grímur f. 23.6. 1902, d. 22.10. 1971, maki Helga Ólafs- dóttir; Ástríður, f. 14.2. 1905, d. 19.1. 1906; Dagbjartur, f. 24.10. 1907, d. 20.5. 1974, maki Aðal- heiður Tryggvadóttir; Haraldur, f. 27.1. 1909, d. 11.3. 1998; Hró- bjartur, f. 1.1. 1913, d. 5.6. 1975, maki Evelín Hobbs; og Elín Svafa, f. 18.5. 1921, maki Eyjólfur Thor- oddsen. Sigríður giftist 9.5. 1957 Er- lendi Árna Ahrens, f. í Danmörku 13. október 1913, d. 28.6. 2001. Foreldr- ar hans voru Georg Ahrens, f. 5.3. 1887, d. 24.5. 1953, og Ingibjörg Erlends- dóttir, f. 1.7. 1885, d. 16.5. 1968. Dóttir Sigríðar og Erlend- ar er Ingibjörg Jó- hanna, f. 29.1. 1958, gift Kristjáni T. Sig- urðssyni, f. 14.10. 1954. Synir þeirra eru: Sigurður Árni, f. 21.8. 1991, og Kristján Ingi, f. 2.10. 1993. Sonur Ingibjargar Jó- hönnu er Erlendur, f. 6.8. 1973, d. 28.5. 1992. Sigríður lauk námi frá Kvenna- skólanum árið 1932. Hún átti og rak undirfatagerðina Artemis ásamt vinkonu sinni um tíma og síðan eignaðist hún Fatabúðina og rak hana um árabil. Einnig stund- aði hún ýmis önnur verslunar- störf. Útför Sigríðar verður gerð frá Fríkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Sigga frænka er dáin. Ég sakna þín en mín huggun er að þú fékkst það sem þú þráðir mest, að sofna og vakna ekki aftur í þessum heimi. Enda orðin þreytt eftir langvarandi veikindi. Eftir eru minningar um þig en við höfum alltaf tengst nánum böndum. Semma komst þú inn í líf mitt enda föðursystir mín. Ég var einungis þriggja mánaða þegar þið, þú og Elín föðursystir, tókuð mig að ykkur um tíma. Samband okkar þriggja hefur alltaf verið náið og gott síðan. Þið voruð samhent fjölskylda sem bjugguð lengi saman, þrjú systk- ini með móður ykkar á Barónsstígn- um, Reynimelnum og í sumarbú- staðnum okkar. Seinna urðum við mjög nánar er við störfuðum saman í Fatabúðinni þar sem þú varst eigandi í nokkur ár og rakst með miklum dugnaði. Það voru góð og skemmtileg ár fyrir okkur báðar. Seinna giftist þú Erlendi og þið eignuðust sólargeislann ykkar, ynd- islega og góða dóttur, Ingu Hönnu, sem alltaf hefur reynst ykkur ein- staklega vel. Og mikla ánægju hafðir þú af dóttursonunum. Núna síðustu ár höfum við, þú, ég, Elín systir þín og Eyjólfur maður hennar, dvalið í sumarbústaðnum okkar í nokkurn tíma á hverju sumri og haft það mjög gott saman. Er mér sérstaklega minnisstætt síðasta sumar, hvað við gátum hlegið og skemmt okkur vel. Þú æfðir þig að lesa kvæði og ganga fram og til baka á pallinum, ákveðin í að ná heilsu á ný. Ég kveð þig, frænka, með söknuð í hjarta og þakklæti fyrir allar góðu stundirnar. Guð blessi minningu Siggu frænku. Thelma J. Grímsdóttir. Við mannfólkið getum líklega misst flest allt annað frá okkur en minningarnar. Fyrir það er ég þakk- lát á degi sem þessum þegar ég hugsa til móðursystur minnar Sigríð- ar Bjarnadóttur, sem verður jarðsett í dag. Í minningum mínum um Sigríði eða Siggu systur, eins og við systk- inin kölluðum hana, finn ég bara kær- leika, umhyggju og hjálpsemi. Það voru þessi gildi sem einkenndu líf hennar og þeim miðlaði hún stöðugt til okkar sem nutum nærveru henn- ar. Sem barni fannst mér og bræðr- um mínum þessi umhyggja og kær- leikur Siggu stundum ganga út í öfgar. Okkur fannst við ekki um frjálst höfuð geta strokið þegar hún var nálæg. Ég áttaði mig hins vegar seinna á því að Siggu gekk aðeins gott eitt til og að hún hafði lagt sitt af mörkum til að styrkja það besta sem gott er að hafa í veganestið út í lífið. Frá því að ég man eftir mér hefur Sigga verið til staðar og verið stór hluti af lífi mínu og fjölskyldu minn- ar. Það kemur til að því að þær systur Elín, móðir mín, og Sigga voru mjög samrýndar. Það var mikill samgang- ur á milli heimilana, ekki síst eftir að við fluttum út á Seltjarnarnes 1969 og bjuggum þar hlið við hlið. Ég og Inga Hanna einkadóttir Siggu erum á sama aldri og vorum nánast eins og systur í uppvextinum enda heima- gangar hvor hjá annarri. Áður en við fæddumst hjálpaði Sigga til við upp- eldið á bræðrum mínum þremur. Ekki veitti af þar sem pabbi var á sjó og mamma því mikið ein með gutt- ana. Sigga tók því fullan þátt í að vernda þessa litlu engla frá hættum heimsins. Eftir að við Inga Hanna komum til sögunar nutum við sömu verndar. Í mínum huga var Sigga mikil heimskona sem bauð oft ríkjandi gildum birginn. Hún var sjálfstæð kona sem ákvað að mennta sig og fór ung út í rekstur eigin fyrirtækis. Hún ók um á eigin bíl og naut þess að lifa lífinu. Hún var farin að nálgast miðj- an aldur þegar hún giftist Erlendi og þau eignuðust Ingu Hönnu. Þau bjuggu sér fallegt heimili í Skóla- stræti í Reykjavík og seinna á Látra- strönd á Seltjarnarnesi. Bæði voru þau hjónin mikið hagleiksfólk í hönd- unum. Erlendur var mjög góður smiður og bar heimili þeirra vott um það. Sigga saumaði mikið og yfirleitt allt sem hún gerði var unnið af mikilli natni og vandvirkni. Mér er minnis- stæður allur útsaumur hennar og eins matargerðin. Mér fannst alltaf rabarbaragrauturinn hennar miklu betri og flottari útlits en mömmu af því að hún síaði hann þannig að grauturinn náði því að vera tær. Þau hjónin áttu það líka sameiginlegt að hafa yndi af ferðalögum og ferðuðust mikið innanlands sem utan. Á ferða- lögum sínum erlendis gleymdi Sigga ekki frændsystkinum sínum því ávallt kom hún með eitthvað til að gleðja okkur. Sigga fylgdist vel með því sem við vorum að gera og gaf góð ráð. Eftir að við urðum fullorðin og stofnuðum okkar eigin fjölskyldur fylgdist hún með börnunum okkar og sýndi þeim sömu umhyggju og hún hafði sýnt okkur. Minningar sem mér eru hvað kær- astar um Siggu eru þær sem tengjast sumarbústaðnum austur í Hruna- mannahreppi. Á sumrin fluttu mamma og Sigga og amma Jóhanna með okkur börnin austur í bústað og þar dvöldusmst við sumarlangt. Þar réð amma Jóhanna ríkjum á sinn ákveðna en kærleiksríka hátt og stýrði jafnt dætrum sínum sem barnabörnum. Það er ómetanlegt að hafa fengið að eyða þessum tíma þar með þeim þó að oft hafi okkur nú fundist þær nokkuð strangar og þá ekki síst Sigga sem hafði stöðugar áhyggjur af okkur. Það var oft kátt á hjalla í sveitinni og margt brallað. Við frænkurnar lærðum að prjóna og sauma út enda þær mæðgur allar miklar handavinnukonur. Um helgar fjölgaði mikið hjá okkur þegar karl- mennirnir komu úr bænum og oft með gesti með sér. Þarna hittist stór- fjölskyldan og því var oft þröng á þingi en afskaplega gaman. Þetta voru ógleymanlegir tímar. Ég, foreldrar mínir, bræður mínir og fjölskyldur okkar kveðjum Sigríði með miklum söknuði. Við erum þakk- lát fyrir það sem hún gaf okkur og kenndi og við erum ríkari af því að hafa notið nærveru hennar. Hins vegar veit ég að hún er núna í Guðs höndum og að henni líður vel. Elsku Inga Hanna, Kristján og synir megi Guð veri með ykkur á þessari stund og styðja í sorg ykkar. Ólína Elín Thoroddsen. SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.