Morgunblaðið - 08.05.2003, Page 53

Morgunblaðið - 08.05.2003, Page 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 53 fegurð sinni svo traustur og óhagg- anlegur og geymir leyndarmál, myndir og minningar. Minningar um skátastúlkur sem fóru í glæfraferðir á sunnudags- morgnum og áttu leynistaði í klett- um og skútum svona til öryggis ef Tyrkirnir kæmu aftur. Um handboltastúlkur sem ætluðu að sigra Tý í næsta leik og jafnvel lið ofan af landi. Fermingarstúlkur sem þóttust vera konur, klæddu sig í nælonsokka sem huldu nýlegt hrúð- ur á spóaleggjum og skjögruðu nið- ur Heiðarveginn á háum hælum. Þríeykið HSH, sem hnýtti sig sam- an með snæri og neitaði að leysa sundur þótt kennarinn hvessti sig og hótaði skólastjóranum. Unglingsstúlkur að uppgötva ný ævintýri sem ekki snerust lengur um handbolta og tyrkjarán heldur eitthvað sem þarfnaðist endalausrar umræðu þannig að dugði varla nótt- in. Minningar um þrjár stúlkur sem forðum á fögru vorkvöldi hétu hver annarri ævarandi vináttu og tryggð og því til staðfestingar helguðu sér svæði, ristu torf og létu blóð drjúpa. Það var ekkert til sem hét ég og þið heldur – við. Lífið var leikur og framtíðin líka þegar lagt var á ráðin um næstu þjóðhátíð, lengra þurfi planið ekki að ná. Þetta var þá. En lífið reyndist Hugrúnu ekki leikur einn. Þar skiptust á ríkuleg hamingja sem hún kunni svo vel að njóta og áföll sem breyttu stefnunni. Ung þurfti hún að takast á við ágjöf sem nægt hefði til þess að buga hverja meðalmanneskju en af ein- stakri elju, sterkum vilja og jákvæð- um huga stóð hún af sér brotsjóina þótt litlu mætti muna. En svo lengi má klettinn sverfa að undan láti að lokum. Hugrún háði sitt dauðastríð af sömu bjartsýni og von og ein- kenndi hana ævinlega, umvafin ást og umhyggju Baldurs og þeirra sem elskuðu hana mest. Á fögru vorkvöldi í Eyjum munu brátt tvær konur leita uppi helgan stað og minnast látinnar vinkonu. Vinkonu sem á lífsins vori bar af öðrum Eyjadætrum þar sem hún létt í spori og frískleg í fasi gekk til móts við lífið með sól í dökku hári og bros í brúnum augum. Við munum sitja þar hljóðar og sakna. HSH vinir alltaf. Sigríður Johnsen. Í minningabókinni minni frá Vest- mannaeyjum skrifuðum við þegar við vorum í 12 ára bekk: Mundu mig ég man þig. Þetta hljómar fyrir eyr- um mínum þessa daga þegar svo sárt er að vita að þú sért farin til annarra heima. Ég er samt viss um að þú varst ekki langt undan þegar ég stóð við gamla gagnfræðaskólann okkar og íþróttavöllinn daginn sem þú kvaddir og rifjaði upp gömlu dag- ana okkar í Eyjum. Ég sá fyrir mér Hildi, Siggu og Hugrúnu, á leið heim úr skólanum búnar að binda sig saman svo við týndum ekki hver annarri um hábjartan dag. Svo þeg- ar við fórum á handahlaupum yfir íþróttavöllinn og þú varst eins og parísarhjólið í Tivolí, alltaf fyrst, sterkust í höndunum, glæsileg íþróttakona. Svo urðum við ungling- ar, ungmeyjar, kærustur, eiginkon- ur og mæður. Ég er þakklát í dag fyrir það að vinskapur okkar hefur verið svo traustur og skemmtilegur í gegnum árin. Ég á svo margt að þakka þér, svo margt sem hægt var að læra af þínum eldmóði, bjarg- föstu trú á allt hið góða í manneskj- unni, hlátrinum þínum og gríninu sem aldrei slokknaði jafnvel þótt þú værir orðin mjög þungt haldin í veikindum þínum. Það er ótrúlega sterkt í minningunni þegar við vin- konurnar HSH fórum út í hraun með nýjar gullfestar sem við höfðum fengið, bundum þær saman og gróf- um í jörð. Þarna skyldu þær liggja yfir nótt og móðir jörð myndi blessa vinskap okkar. Daginn eftir, þegar við ætluðum að sækja menin, fund- um við ekki staðinn og höfum aldrei fundið hann. Einhvers staðar liggja festarnar okkar í jörðu og tengja okkur saman enn þann dag í dag. Mér eru líka minnisstæðar allar ferðirnar með saumaklúbbnum í sumarbústaði, til útlanda og sam- verustundir á okkar fallegu heim- ilum, þær eru óteljandi. Það var líka oft glatt á hjalla með Rikka og Jóni Teiti og Drífu og Heru. Í dag þegar þau hittast finnst mér alls ekki vera orðin nærri 30 ár síðan við fórum með „liðið“ í Hrísey, heimsóttum ykkur á Mývatn og margt fleira sem við upplifðum. Ég þekki enga mann- eskju sem hefur barist svona áfram við erfið skilyrði eins og þú kæra Hugrún. Það var greinilegt að það var Ingólfsskapið, Skuldarþraut- seigjan og hið frábæra Eyjaloft sem gerði þig svona sterka. Í dag á ég minningar um góða vinkonu sem hefur kvatt löngu fyrir aldur fram, eins og við ætluðum að gera margt skemmtilegt saman, Hildur, Sigga og Hugrún. Nýlega þegar við hitt- umst gáfum við út skjal eins og í leynifélagi sem á stóð: HSH vinir alltaf. Megi góður Guð styrkja Balla, manninn þinn, sem var þér svo kær og stelpurnar þínar allar og fjöl- skyldu. HSH vinir alltaf. Hildur Jónsdóttir. Ó, gamla gatan mín ég glaður vitja þín og horfnar stundir heilsa mér. Hér gekk ég gullin spor mín góðu bernskuvor, sem liðu burt í leik hjá þér… (Ási í Bæ.) Þannig hefst ljóð Ása í Bæ um götu bernskunnar. Við Hugrún nut- um þeirra forréttinda að alast upp á Heiðarveginum og gengum þar okk- ar „gullnu spor“ saman. Heimili okkar lágu saman svo þétt að hvert hljóð mátti greina hvort sem til þess var ætlast eða ekki. Það fór því fátt fram hjá okkur í heimilislífi fjöl- skyldnanna í Verkó og það væri synd að segja að þar hefði ríkt ein- hver lognmolla. En það átti reyndar við um allt mannlíf „gömlu götunn- ar“ okkar sem var í orðsins fyllstu merkingu skrautlegt. Frá þessum tíma eigum við sem þar ólumst upp óteljandi yndislegar minningar þó sumar hverjar sé ekki hægt að hafa eftir nema í hvísli. Eins og oft vill verða skiljast leiðir þegar æskuárin eru að baki. En árgangur ’48 hefur hist reglulega til að viðhalda ómet- anlegri vináttu æskuáranna. Síðast- liðið vor hittumst við í Eyjum í til- efni 35 ára fermingarafmælis okkar. Við Hugrún komum því þannig fyrir að við sátum saman við borðhaldið og nutum þess að fá enn einu sinni tækifæri til að rifja upp „Heiðar- vegs-týpurnar“ með öll skemmti- legu viðurnefnin. En þeim fækkar sem tilheyrðu mannlífi „gömlu götunnar“ og nú er komið að því að kveðja Hugrúnu. Í mínum huga er Hugrún hetja sem alltaf var tilbúin að hjálpa þrátt fyrir erfið veikindi. Er mér sérstaklega minnisstætt hvernig hún af heilum hug veitti mér stuðning þegar svip- að áfall og hennar kom fyrir í minni fjölskyldu. Hún átti ótrúlega mikið að gefa þrátt fyrir erfiðleikana. Eft- ir sitjum við hin og hugsum til baka og þökkum hvert minningarbrot sem kemur fram í hugann. Þau hugga. Ég sendi öllum aðstandendum Hugrúnar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðrún Kristinsdóttir. Kveðja frá bænahópnum Í dag kveðjum við kæra vinkonu sem hefur verið með okkur í bæna- hóp í mörg undanfarin ár. Margs er að minnast og margt að þakka. Hug- rún var góð vinkona sem vildi öllum vel. Bænahópurinn hittist á heim- ilum okkar til skiptis og var ávallt tilhlökkunarefni að heimsækja Hug- rúnu. Hlýlegt viðmót og einstök gestrisni mætti okkur þegar við komum á heimili hennar. Hún var einlæg í trú sinni og treysti Guði í öllum hlutum fyrir lífi sínu og sinna. Við erum þess fullviss að nú þegar erfiðum veikindum hennar er lokið hvílir hún í faðmi frelsarans sem hún lagði allt sitt traust á. Um leið og við biðjum Guð að blessa minn- ingu hennar vottum við Baldri, dætrunum og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Nú verða konfektmolarnir þínir ekki fleiri að sinni, elsku Hugrún. Við vorum nokkrar kellur sem hittumst á aðventunni við konfekt- gerð og Hugrún var ein af þessum hópi. Hún vildi alls ekki missa af þessum kvöldum og strax að hausti hringdi hún og spurði hvort við vær- um nokkuð búnar að gleyma sér. Við héldum nú ekki, það væri bara ekki alveg komið að þessu. Á þessum kvöldum, sem reyndar urðu oft ansi löng, var ýmislegt rætt, mikið borðað og dáðst að eigin framleiðslu. Hugrún var enginn eft- irbátur okkar í þeim efnum. Um- ræðan snerist ekki síst um karl- mennina í lífi okkar, Hönnu hálfu og Gunnu og Kötu kvart. Hugurinn hjá Hugrúnu var mikill og sýndi það sig best næstu daga á eftir er hún þeyttist um víðan völl með góðgætið og gaf vinum og vandamönnum að smakka. Síðasti mannfagnaðurinn sem Hugrún tók þátt í var sjötugsafmæli Hönnu hálfu í febrúar sl. Þar skemmti hún sér konunglega og húmorinn var í góðu standi eins og vanalega. Það var fjölskyldunni mik- ils virði að hún skyldi geta glaðst með okkur á þessum tímamótum. Það sem einkenndi Hugrúnu síð- ustu árin var hversu hamingjusöm hún var, þó að lífið hefði ekki alltaf verið henni dans og konfektmolar. Hún var gift yndislegum manni sem bar hana á höndum sér og vildi allt fyrir hana gera. Elsku Hugrún, takk fyrir sam- veruna að sinni, við munum sakna þín. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Við vottum aðstandendum Hug- rúnar okkar dýpstu samúð. Konfekthópurinn Lára, Sigrún, Katrín og Áslaug. Mig langar með örfáum orðum að minnast vinkonu minnar Hugrúnar Hlínar Ingólfsdóttur. Kynni okkar hófust fyrir margt löngu eða á gagn- fræðaskólaárunum. Eftir gagnfræðaprófið fórum við eftirminnilega ferð til Noregs og var sú ferð oft rifjuð upp og mikið hleg- ið. Elsku Hugrún mín, þú fórst ekki varhluta af erfiðum veikindum, en með þinni meðfæddu einbeitni og góðri greind tókst þér frábærlega að vinna úr því. Dæmi um viljastyrk þinn var að þú fórst með okkur í saumaklúbbn- um í utanlandsferð síðastliðið haust þrátt fyrir veikindin og held ég að þessi ferð hafi verið okkur öllum mikils virði. Við hjónin vottum ástvinum Hug- rúnar samúð okkar og megi Guð styrkja ykkur. Sofðu rótt kæra vinkona. Erna. Hjartkær dóttir mín, systir okkar, mágkona og frænka, ANNA SÆMUNDSDÓTTIR, Merkurgötu 3, Hafnarfirði, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug á þessum erfiðu tímum. Sérstaklega viljum við þakka öllu starfsfólki kvennadeildar Landspítalans. Guð blessi ykkur. Guðlaug Karlsdóttir, Þórður Sæmundsson, Drífa Sigurbjarnardóttir, Þorsteinn Sæmundsson, Magnea Stefánsdóttir, Guðrún Sæmundsdóttir, Sjöfn Sæmundsdóttir og systkinabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALSTEINN THORARENSEN fv. kennari, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring- braut að morgni þriðjudagsins 6. maí. Útför auglýst síðar. Hrönn Thorarensen, Sigríður Rut Thorarensen, Þórhallur Sigurðsson, Kristján S. Thorarensen, Málfríður Vilhelmsdóttir, Friðrik J. Thorarensen, Vilhelmína S. Thorarensen, Ingimar Þ. Friðriksson, barnabörn og barnabarnabörn. LÚÐVÍK GUÐJÓNSSON, áður til heimilis í Hraunbæ 54, Reykjavík, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi mánudaginn 5. maí. Aðstandendur. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES GARÐAR JÓHANNESSON harmonikuleikari, Sogavegi 182, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum Landakoti mánu- daginn 5. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Ingveldur Sigurðardóttir, Áslaug Jóhannesdóttir, Þorfinnur Þórarinsson, Thelma Jóhannesdóttir, Ólafur Guðnason, Ásrún Jóhannesdóttir, Böðvar Þorsteinsson, Ingveldur B. Jóhannesdóttir, Ingi Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, dóttir, systir, mágkona og frænka, ÞÓRANNA RÓSA JENSDÓTTIR, lést á Lions Gate sjúkrahúsinu í Vancover mánudaginn 5. maí. Ómar Kristján Sykes, Stefán Þór Sykes, Pétur Benjamin Roy, Kristjana Lillian Roy, Sigurbjörg Schram Kristjánsdóttir, Sigurður Ágúst Jensson, Renae Jensson, Sigrún Jensdóttir Larson, Gordon Larson, Ásdís Jensdóttir, Ísleifur Ingimarsson, Kristjana Ragna Jensdóttir, Guðjón Hjartarson, Viðar Jensson, Inga Lára Birgisdóttir, Guðbjörg Jensdóttir, Ragnar Antonsson og frændfólk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.