Morgunblaðið - 08.05.2003, Page 55

Morgunblaðið - 08.05.2003, Page 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 55 www.solsteinar.is sími 564 4566 Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi Hjartkær móðir mín og amma okkar, MATTHILDUR GUÐBRANDSDÓTTIR, Hamrahlíð 3, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi miðviku- daginn 30. apríl. Útförin verður gerð frá kirkju Óháða safnaðar- ins föstudaginn 9. maí kl. 15.00. Björn Guðbrandur Jónsson, Freyr Björnsson, Elín Björnsdóttir, Tumi Björnsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, EGILS SÆMUNDSSONAR, Minni-Vogum, Vogum. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Vilborg Jakobsdóttir, Sigurður Vilberg Egilsson, Selma Jónsdóttir, Sveinbjörn Egilsson, Sara Björk Kristjánsdóttir, Klemenz Egilsson, Anna Margrét Gunnlaugsdóttir, Guðrún Egilsdóttir, Jón Ingi Baldvinsson, Sæmundur Kristinn Egilsson, afabörn og langafabörn. Hjartans þakkir fyrir vináttu, hlýhug og aðstoð sem okkur var sýnd við andlát, minn- ingarathöfn og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KATRÍNAR JÓNSDÓTTUR frá Seyðisfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík fyrir alúð og umönnun. Jón Erlendsson, Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir, Björn Erlendsson, Sigríður Ágústa Ásgrímsdóttir, Halldóra Erlendsdóttir, Ólafur Víðir Björnsson, Hákon Erlendsson, Ermenga Stefanía Björnsdóttir, ömmu- og langömmubörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, KJARTANS MARKÚSSONAR, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði. Guðrún Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA TÓMASDÓTTIR, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja mánudaginn 5. maí. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 10. maí kl. 16.00. Helga Símonardóttir, Halldór Guðbjörnsson, Líney Símonardóttir, Friðþjófur Árnason og barnabörn. Í mannlífinu skiptast á skin og skúrir og öll upplifum við tilfinn- ingar, bæði góðar og erfiðar, ekki síst þegar við stöndum andspænis dauðanum. Undanfarnar vikur hafa verið ástvinum Hadda erfiðar og all- ir vonuðu að honum batnaði og að hann kæmi heim fljótt aftur. Það var eiginlega ótrúlegt annað en að þessi hrausti maður hefði betur, en því miður var komið að leiðarlokum hjá honum. Nú á kveðjustundu, allt of fljótt, koma upp í hugann svo ótal margar góðar minningar. Ég var aðeins sex- tán ára þegar ég kynntist mannin- um sem varð tengdafaðir minn næstu tuttugu og fimm árin. Ég man hvað mér leist strax vel á þenn- an mann, og svo var hann líka svo myndarlegur! Þau Stella kunnu vel þá list að njóta lífsins og það var alltaf líf og fjör í kringum þau og mikið um að vera. Þau fóru í veiði- ferðir, hestaferðir, útilegur, utan- landsferðir og margt fleira. Þetta þótti mér sem unglingi alveg frá- bært. Þegar ég svo kynntist honum betur eftir því árin liðu, lærði ég enn betur að meta hann. Mér fannst hann svo heilsteyptur og traustur. Hann gerði alltaf það besta úr öllu. Allt vol og víl var honum víðs fjarri. Hann var mikill fjölskyldumaður og Stella og fjölskyldan þeirra öll var það sem skipti hann mestu máli í líf- inu. Órjúfanlega tengdar honum eru margar mínar skemmtilegustu minningar, svo sem ferðalög bæði utanlands og innan, hvað það var oft gaman að koma inn í Álfheima og hvað okkur var vel tekið þegar við gistum þar í Reykjavíkurferðunum. Áleitnastar eru þó minningarnar frá Kárhóli. Þegar þau Stella komu norður í Kárhól og Haddi fór ásamt fleirum að veiða á daginn upp í Laxá og kom heim á kvöldin með þennan fallega silung sem hann síðan sauð og steikti eftir kúnstarinnar reglum handa okkur sem heima sátum. Þá voru nú skemmtilegir dagar. Ég gleymi heldur aldrei öllum þeim skiptum sem þau komu norður til að hjálpa okkur við ýmsar fram- kvæmdir í sveitinni. Haddi var svo duglegur og drífandi og allt gekk svo vel þegar hann var kominn. Það var líka svo gaman að fá þau í heim- sókn. Krakkarnir nutu þess að fá afa og ömmu og alltaf var spennandi að sjá hvað kæmi upp úr töskunum hennar ömmu. Sú minning sem mér þykir þó einna vænst um er þegar hann á erf- iðum tíma í lífi mínu, þegar ég hélt að hann væri reiður við mig og vildi ekkert við mig tala, tók utan um mig og óskaði mér alls hins besta. Ég gat engu svarað því ég fékk svo stóran kökk í hálsinn, en þessu gleymi ég aldrei. Þá fann ég betur en nokkru sinni fyrr hvaða mann hann hafði að geyma. Þó samskipti okkar hafi verið minni undanfarin ár en áður, þá finnst mér svo ótrúlega sorglegt að Haddi skuli vera farinn og mér finnst heimurinn vera mun fátækari eftir fráfall hans. Ég sendi Stellu og öllum aðstandendum Hadda mínar innilegustu samúðarkveðjur og vona að góður Guð gefi þeim styrk til að takast á við breyttar aðstæður. En víst er það gott að geta gefið þann tón í strengi, sem eftir að ævin er liðin, ómar þar hlýtt og lengi. Nú sit ég hér hljóður og hugsi og horfi yfir gömul kynni. Og söknuður breytist í blessun og bæn yfir minning þinni. (Sigurjón Friðjónsson.) Guð blessi minningu Haraldar Lúðvíkssonar. Unnur. Elsku hjartans afi minn. Ég get ekki trúað því að þú sért farinn frá okkur. Það rifjast upp svo óteljandi minningar og það er svo margt sem mig langar til að segja að ég veit ekki hvar ég á að byrja. Ég er nýbúin að framkalla myndir sem voru teknar í afmælinu hennar Ás- rúnar dóttur minnar fyrir rúmlega tveimur mánuðum og þar er mynd af þér og ömmu þar sem þið voruð nýkomin frá Kanaríeyjum. Þið amma voruð bæði svo brún, sæt og sælleg eins og þið voruð alltaf og aldrei hefði mann órað fyrir því þá að þú ættir eftir að vera svona stutt hjá okkur í viðbót. Mér finnst mjög leiðinlegt að Ásrún Arna hafi ekki fengið að kynnast þér betur, en hún hefði sko örugglega verið rosalega hrifin af langafa sínum eins og við vorum alltaf rosalega hrifin af þér. Þú varst alltaf svo skemmtilegur og góður og fyndinn og þú varst alltaf jafnánægður að sjá mann. Ég gleymi aldrei öllum stundun- um sem við áttum þegar þú og amma komuð norður til okkar í sveitina, það var alltaf svo rosalega gaman að fá ykkur og það var alltaf svo mikið fjör í kringum ykkur. Ég man að við systkinin vorum alltaf svo spennt þegar þið voruð að leið- inni norður að við töldum niður klukkutímana þangað til þið kæmuð, svo stóðum við úti á hlaði og biðum eftir ykkur með sting í maganum af spenningi. Ég minnist þess þegar ég var að vinna hjá þér í Alpan þá fór ég stundum með þér á morgnana í bílnum, og ég var alltaf svo þreytt á leiðinni að þú slökktir á útvarpinu og breiddir yfir mig teppi og leyfðir mér að sofa. Ég hef alla tíð dáðst að því hvað þið amma voruð samrýnd og ást- fangin. Þið voruð alltaf svo sæt sam- an og góð við hvort annað. Mér fannst þið alltaf eins og ástfangnir unglingar sem væru nýbúnir að kynnast og ég man að amma sagði einu sinni við mig að ég ætti að ná mér í góðan mann eins og afa. Sem betur fer þá tókst það stuttu seinna. Elsku afi minn, það verður svo sannarlega tómlegt að koma í Álf- heimana núna þegar þú ert ekki þar með ömmu. Ég skil ekki hvernig guð getur leyft manni að elska einhvern svona mikið og tekið hann svo frá manni. En ég veit að þú ert hjá okk- ur alltaf og ég ætla að passa ömmu vel þangað til að þið hittist aftur. Elsku afi minn, ég vil þakka þér fyrir allar þær stundir sem við átt- um saman, þú átt alltaf stað í mínu hjarta og ég kveð þig nú um sinn með sárum söknuði. Ingunn Lúðvíksdóttir. Ég trú því varla að hann sé farinn hann afi minn. Það er svo tómlegt að vita ekki af honum með ömmu í Álf- heimum. Ég bar mikla virðingu fyrir honum og leit mjög upp til hans. Hann var einn besti maður sem ég hef á ævinni kynnst. Hann var alltaf hress og í góðu skapi þegar við kom- um í heimsókn og alltaf jafnglaður að sjá okkur. Hann var mjög létt- lyndur og hann var mjög lífsglaður. Hann og amma voru sífellt á ferða- lögum um landið. Honum fannst einna skemmtilegast þegar við fór- um öll í ferðalag saman, öll fjöl- skyldan. Hann lifði mjög heilbrigðu lífi, fór í sund með ömmu oft í viku og hann og amma voru alltaf að passa upp á mataræðið. Pitsur og hamborgarar voru ekki matur fyrir honum. Duglegri maður held ég að fyr- irfinnist ekki. Hann byrjaði að vinna fyrir sér mjög ungur og vann fulla vinnu allt undir það síðasta. Hann tók ekki í mál að hætta að vinna þegar hann var enn hress, þó að hann hafi fyrir löngu verið kominn með rétt til þess að fara á eftirlaun. Hann var með mesta stangveiði- áhuga sem um getur og skemmtileg- ast fannst honum að fara í veiðiferð- ir um landið. Hann var alltaf að gefa mér veiðibúnað og að sjálfsögðu gaf hann mér mína fyrstu veiðistöng. Hann lét mig hafa veiðitösku sem hann hafði átt um árabil því hann sagði að aðeins Haraldur Lúðvíks- son mætti eiga hana, en við vorum alnafnar. Við fórum oft að veiða saman. Ég man þegar ég var yngri og veiddi minn fyrsta lax, maríulax- inn, að hann lét mig bíta uggann af honum. Ég hélt fyrst að hann væri að stríða mér því ég hafði aldrei heyrt um þessa hefð. Reyndar er varla hægt að segja að ég hafi veitt þennan lax því hann sagði mér ná- kvæmlega hvert ég átti að kasta, hvað ég átti að draga hratt inn og hvar ég átti að láta flotið bíða um stund. Hann vissi alltaf hvar fisk- urinn var. Það er mjög leiðinlegt að eiga ekki eftir að fara með honum í veiðitúr upp á Arnarvatnsheiði, en hann hafði farið þangað um árabil. Í ár var hann búinn að skipuleggja að við pabbi færum með honum þangað í fyrsta sinn. Hann verður með okk- ur í anda þegar við förum í sumar og vonandi veiði ég eitthvað sjálfur þó hann verði ekki til að leiðbeina mér. Hjónaband hans og ömmu var það besta sem ég hef kynnst. Þau byrjuðu saman þegar afi var 17 og amma var 16 og var það ást við fyrstu sýn. Ég man þegar hann sagði mér söguna af því þegar amma þurfti að fara burt í nokkurn tíma stuttu eftir að þau kynntust. Þá lét afi hana hafa ermahnapp til að hún myndi ekki gleyma honum en hann hélt hinum. Þegar þau hittust svo aftur lét amma hann hafa erma- hnappinn aftur. Afi gaf mér þessa ermahnappa á fermingardaginn minn ef ég myndi einhverntímann lenda í svipaðri stöðu. Ég kveð í dag ástkæran afa minn við mikinn söknuð. Þau áhrif sem hann hafði á mig fæ ég aldrei full- þökkuð. Guð blessi afa minn og megi hann hvíla í friði. Haraldur Lúðvíksson. Elsku afi minn. Mikið er það sorglegt að svona mikilvæg manneskja sé farin frá okkur. Maður trúir þessu varla ennþá. Núna síðustu daga hafa margar gamlar og góðar minningar komið upp í hugann. Ég man þegar ég og fjölskylda mín bjuggum á Kárhóli og hvað ég hlakkaði alltaf til þegar ég vissi að þú og amma væruð að koma í heimsókn og gista hjá okkur. Það var alltaf svo gaman að fá ykk- ur. Og svo er líka alltaf svo gaman að koma til ykkar í Álfheimana, þar er alltaf tekið svo vel á móti manni og allt gert fyrir mann. Ég man líka einu sinni þegar við vorum að fara í veiðiferð og brosið var alveg fast á andlitinu þínu af því þú hlakkaðir svo til að fara að veiða. Ánægjan leyndi sér ekki. Ég man líka einu sinni þegar við Sædís frænka fórum með ykkur ömmu í útilegu í tjaldvagninum ykk- ar og hvað okkur fannst gaman að flækjast með ykkur á sumrin þegar við vorum í heimsókn hjá ykkur. Danmerkurferðin sem þið amma fóruð í með mér og fjölskyldu minni var líka ógleymanleg. Við skemmt- um okkur svo vel saman þar. Ég man enn eftir því þegar ég og þú vorum einn morguninn að keyra saman til Eyrarbakka, þú í vinnuna og ég til Sædísar frænku í heim- sókn, þá varstu að segja mér frá því þegar þú kynntist ömmu þegar þið voruð ung og hvernig það var allt saman. Mér fannst svo gaman að heyra þig tala um það. Það var alltaf svo gaman að tala við þig, afi minn, þú hlustaðir alltaf svo vel og hafðir alltaf eitthvað skemmtilegt að segja. Við eigum stóra og góða fjöl- skyldu sem ég veit að stendur sam- an á þessum erfiðu tímum í lífi okk- ar. Elsku amma Stella og aðrir fjöl- skyldumeðlimir, ég votta ykkur öll- um samúð mína, guð veri með ykk- ur. Guð geymi þig, elsku afi minn. Valborg Lúðvíksdóttir.  Fleiri minningargreinar um Har- ald Lúðvíksson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.