Morgunblaðið - 08.05.2003, Page 57
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 57
FYRIRTÆKIÐ Hreyfing heilsu-
rækt hefur tekið í notkun nýtt tæki
sem mælir efnaskipti og grunn-
brennslu fólks. Fyrstu mæling-
arnar fóru fram í Hreyfingu við
Faxafen um helgina þar sem Sól-
veig Pétursdóttir, dóms- og kirkju-
málaráðherra, Unnur Steinsson
verslunareigandi, Ingólfur Snorra-
son karate- og boxmeistari og Sig-
urður Hall matreiðslumaður mættu
og létu mæla grunnbrennsluhraða
sinn.
Við sama tækifæri hleypti Hreyf-
ing heilsurækt af stokkunum átaki
sem hefur það markmið að upplýsa
einstaklinga um efnaskipti og
grunnbrennslu þeirra. Út frá
grunnbrennslu er hægt að meta
matar- og hreyfingarþörf hvers
einstaklings, en grunnbrennsla er
oftast um 75% af heildarbrennsl-
unni. Tækið sem um ræðir heitir
BodyGem og hefur verið notað um
þriggja ára skeið á sjúkrastofn-
unum og heilsuræktarstöðvum víða
um Bandaríkin. Í tilkynningu segir
að með grunnbrennslu sé átt við
þau efnaskipti líkamans þegar mat-
ur breytist í orku sem er notuð til
að viðhalda eðlilegri líkamstarfs-
semi og við dagleg störf. Grunn-
brennsla er sá hitaeiningafjöldi sem
líkaminn brennir til að viðhalda
mikilvægri líkamsstarfsemi eins og
hjartslætti, heilastarfsemi og önd-
un. Brennsluhraði líkamans er mis-
hraður og einstaklingsbundinn.
Tveir einstaklingar jafnháir og
jafnþungir sem borða það sama og
hreyfa sig svipað geta haft afar
ólíkan brennsluhraða og upplýs-
ingar um það eru lykilatriði við að
stjórna þyngd.
Morgunblaðið/Jim Smart
Siggi Hall matreiðslumaður prufaði nýja tækið sem mælir brennsluhraða
líkamans. Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, fylgdist með.
Nýtt tæki mælir
efnaskipti fólks
Listmunauppboð
Erum að taka á móti verkum á næsta listmuna-
uppboð.
Gallerí Fold,
Rauðarárstíg 14—16,
sími 551 0400.
TIL LEIGU
Efstaleiti — til leigu
Höfum til leigu glæsilega 130 fm útsýnisíbúð
á 4. hæð (efstu) í lyftuhúsi fyrir 60 ára og eldri
ásamt stæði í bílgeymslu. Íbúðin er afar vel
innréttuð með vönduðum innréttingum og
gólfefnum. Yfirbyggðar svalir að hluta. Mikil
sameign m.a. gufubað, setustofa og veislusal-
ur. Sundlaug og nuddpottar í garði. EIGN Í
SÉRFLOKKI.
Nánari uppl. veitir:
Fasteignamarkaðurinn ehf.,
Óðinsgötu 4, sími
570 4500.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Eftirtalin ökutæki verða boðin upp í Hnjúkabyggð 33, Blöndu-
ósi, fimmtudaginn 15. maí 2003, kl. 11:00:
MS887 — Toyota Yaris árg. 2000
MT248 — Jeep Grand Cherokee árg. 2001
IK587 — Mazda 626 árg. 1987
TZ228 — Nissan Sunny SLX árg. 1994
NB498 — Subaru Impreza 2WD árg. 2000
JZ518 — Subaru Impreza árg. 2000
OE571 — Peugeot Boxer árg. 2000
LK650 — Toyota Hiace árg. 2000
YA426 — Massey Ferguson 399 árg. 1996.
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurinn á Blönduósi,
8. maí 2003.
TILBOÐ / ÚTBOÐ
Útboð
Rekstur mötuneytis
Tækniháskóli Íslands óskar eftir tilboðum í
rekstur mötuneytis skólans.
Óskað er eftir sjálfstæðum og metnaðarfullum
einstaklingi með menntun og reynslu í mat-
reiðslu.
Útboðsgögn liggja frammi í afgreiðslu Tækni-
háskólans á Höfðabakka 9, 112 Reykjavík.
Tilboðum skal skilað í afgreiðslu Tækniháskól-
ans eigi síðar en 20. maí næstkomandi.
TILKYNNINGAR
Frá Tónlistarskólanum í Grafarvogi
Umsókn um skólavist
Síðasti skiladagur umsókna fyrir veturinn 2003
til 2004 er 12. maí. Biðlistaumsóknir óskast
staðfestar.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans
í síma 567 6680.
Til leigu atvinnuhúsnæði
1. Við Barðastaði í Grafarvogi. 2 verslun-
arbil (68 m² + 68 m²). Í þetta 1.500 manna
hverfi vantar ýmsa þjónustu, s.s. söluturn,
veitingar, blómabúð o.fl.
2. Við Hjallabrekku/Nýbýlaveg. Ca 820 m²
jarðhæð með 2 stórum innkeyrsludyrum.
Góður möguleiki á að skipta upp í 3—5 ein-
ingar. 5 m lofthæð. Hér er góður möguleiki
að vera með starfsemi sem fer vel með stór-
um virtum förðunarskóla sem er í húsinu,
s.s. hárgreiðslu-, snyrti- og nuddstofu o.fl.
3. Við Tranavog. Á 2. hæð ca 435 m² stór
bjartur salur sem hægt er að skipta upp í
smærri einingar. Tilvalið fyrir t.d. arkitekta-
og verkfræðingastofur eða léttan iðnað.
Upplýsingar gefur Snorri í síma 892 3797 og
tsh@islandia.is .
LISTMUNAUPPBOÐ
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
Fimmtudagur 8. maí 2003
Almenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, kl. 20:00.
Predikun G. Theodór Birgisson.
Mikill söngur og vitnisburðir.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Föstudagur 9. maí
Opinn AA fundur kl. 20:00.
Mánudagur 12. maí
UNGSAM kl. 19:00.
www.samhjalp.is
I.O.O.F. 5 184587 Lk.
Í kvöld kl. 20.00
Lofgjörðarsamkoma.
Anne Marie Reinholdtsen talar.
Allir hjartanlega velkomnir.
Í kvöld kl. 21 verður Lótus-
fundur í húsi félagsins, Ingólfs-
stræti 22. „Umfjöllun um Helenu
Petrovnu Blavatsky og stofnun
stúkunnar Blavatsky“.
Guðspekifélagið hvetur til sam-
anburðar trúarbragða, heim-
speki og náttúruvísinda. Félagar
njóta algers skoðanafrelsis.
www.gudspekifelagid.is
I.O.O.F. 11 184587½ Lf.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R