Morgunblaðið - 08.05.2003, Side 59

Morgunblaðið - 08.05.2003, Side 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 59 POKASJÓÐUR verslunarinnar út- hlutaði nýverið 54 aðilum, víðs veg- ar af landinu, 60 milljónum til góð- gerðarmála. Sjóðurinn hefur tekjur sínar af sölu plastburðarpoka í verslunum og greiða 160 verslanir í hann. Sjóðurinn leggur lið málum sem horfa til almannaheilla á sviði umhverfismála, mannúðar- og heil- brigðismála, menningar og lista og íþrótta og útivistar. Í ár bárust sjóðnum 550 umsókn- ir, en þetta er í 8. sinn sem úthlutað er. Stjórn sjóðsins fór yfir umsókn- irnar og valdi verkefni sem styrkja ætti. Stærsta styrkinn fékk meðferð- arheimilið Byrgið, eða alls 5 millj- ónir. Skógræktarfélag Íslands fékk 4 milljónir til áframhaldandi skóg- ræktar meðal aðildarfélaga. Hús- gull fékk 3 milljónir til áframhald- andi uppgræðslu á Hólasandi og Marita, forvarnarverkefni fyrir 12– 14 ára börn, fékk einnig 3 milljónir króna. 54 aðilar styrktir úr pokasjóði Morgunblaðið/Jim Smart Leikkonan Herdís Þorvaldsdóttir tekur við styrk úr höndum Jóhannesar Jónssonar úr Bónusi og Höskuldar Jónssonar frá ÁTVR. HALDIN verður tískusýning í kvöld, fimmtudagskvöldið 8. maí, kl. 20 á Café Kristó á Garðatorgi í Garðabæ. Sýndur verður vorfatnað- ur hannaður af Maríu Lovísu tísku- hönnuði. Í tilefni af kosningunum á laug- ardag verða frambjóðendur í aðal- hlutverkum á sýningunni. Meðal sýnenda verða Siv Friðleifsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Guðrún Ögmundsdóttir. Sviðsstjóri verður Bjarni Benediktsson. Café Kristó verður sérstaklega skreytt af þessu tilefni og á eftir sýn- ingunni leikur tríóið HOD. Frambjóðendur á tískusýningu Hampiðjutorgið rangt staðsett Í frétt í blaðinu í vikunni um sjó- mann sem tók út af togaranum Sléttbaki sl. föstudag var ekki rétt farið með staðsetningu togarans. Skipið var við veiðar á svokölluðu Hampiðjutorgi, en það er um 100 mílur vestur af Látrabjargi. Í blaðinu var sagt að Hampiðjutorgið væri 100 mílur austur af Látra- bjargi. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. Stoðmjólk nú þegar til sölu Í frétt í blaðinu í gær var sagt að stoðmjólk sé ekki komin á markað. Það er ekki rétt. Hið rétta er að stoðmjólk kom á markað fyrir um mánuði síðan og er hún framleidd af Mjólkursamsölunni. Stoðmjólkin er seld í 500 ml. fernum og er ætluð börnum 6-24 mánaða. Segir Mjólk- ursamsalan að mikill áhugi sé á henni bæði hjá foreldrum ungbarna og þeim sem láta sig velferð og heil- brigði barna varða. LEIÐRÉTT Ráðstefna um gæðastjórnun í heilbrigðisþjónustu. Hóp- vinnukerfi býður til ráðstefnu sem ber yfirskriftina „Gæðastjórnun í heilbrigðisþjónustu“ og verður haldin á Grand hóteli Reykjavík hinn 8. maí nk. frá kl. 11 til 16. Jónína Bjartmarz, formaður heilbrigðis- og trygginga- nefndar Alþingis, mun setja ráðstefn- una. Fundarstjóri verður Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbank- ans. Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða: Jón Freyr Jóhannsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, Hörður Olavson, framkvæmdastjóri Hóp- vinnukerfa, Ína Björg Hjálm- arsdóttir, forstöðumaður Blóðbank- ans, Leifur Bárðarson, gæðastjóri Landspítala, Vilborg Ingólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur og fram- kv.stj. gæða- og lýðheilsusviðs Land- læknisembættisins.Fyrirlesarar munu að fyrirlestrum loknum taka þátt í pallborðsumræðum, ásamt öðr- um þátttakendum. Vinsamlega til- kynnið þátttöku og fjölda sem fyrst í tölvupósti til: svala@focal.is Í DAG Stutt ávörp flytja: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Össur Skarphéðinsson Jóhanna Sigurðardóttir Guðmundur Árni Stefánsson Fimmtudaginn 8. maí kl. 17:00–19:00 Birgitta Haukdal og Írafár taka Eurovisionlagið og nokkra Írafárssmelli Reynistaðarbræður, Halldór Gylfason og Freyr Eyjólfsson syngja, leika og fara með gamanmál Dísella Lárusdóttir syngur m.a. vinsæl lög úr Disneymyndum Fimleikasýning frá Gerplu Ríó tríó tekur lagið Sirkusatriði úr leikritinu Rómeó og Júlíu Hinir ægivinsælu sjónvarpsmenn Sveppi og Auddi koma enn á óvart Trúðar • Blöðrur • Andlitsmálun fyrir börnin • Harmonikkuleikur Hátíðinni stýrir Helgi Pétursson Allir velkomnir! Fjölskylduhátíð í Vetrargarðinum í Smáralind Nýir valkostir hjá Terra Nova Sól FERÐASKRIFSTOFAN Terra Nova Sól hefur gert nýjan samning um gistingu á hinum vinsæla ferða- mannastað Albufeira í Portúgal. Samningurinn er við Hotel Vila Petra, sem verður aðalgististaður Ís- lendinga á þessum slóðum, segir í fréttatilkynningu. „Samningur þessi er liður í að framfylgja gæðastefnu fyrirtækisins þar sem segir að á boð- stólum skuli aðeins vera gististaðir sem uppfylla öll skilyrði Terra Nova- Sólar um verð og aðbúnað.“ Þá hefur verið slitið samningum við Paraiso de Albufeira hótelið sem verið hefur einn aðalgististaður ferðaskrifstofunnar á Albufeira. Hotel Vila Petra er eitt glæsileg- asta hótelið í Algarve, fjögra stjörnu hótel í fjölskyldueign með afar fal- legum íbúðum, búnum öllum þæg- indum og sérlega glæsilegum sund- laugargarði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.