Morgunblaðið - 08.05.2003, Síða 60

Morgunblaðið - 08.05.2003, Síða 60
60 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í MORGUNBLAÐIÐ 1. maí sl. ritar þyrluflugmaðurinn Sigurður Ásgeirs- son grein um frægan flugvöll í Reykjavík. Flugvöllur þessi er fræg- ur fyrir það að vera inni í miðri borg og hefir um áratugaskeið hindrað eðlilega þróun byggðar, auk þess að hafa verið gerður í leyfisleysi og án samþykktar skipulagsnefndar. Upp- haf þessa flugvallar má rekja til fjórða áratugarins þegar skipulagsyfirvöld réðu ungan verkfræðing til þess að at- huga hentugt flugvallarstæði fyrir Reykjavík. Miðað við ríkjandi að- stæður á þessum tíma þegar stærstu vörubílar (FORD AA) báru eitt tonn og ekkert annað en mannafl til að moka, virtist þetta vænlegur kostur. Verkfræðingurinn taldi upp nokkur atriði sem voru m.a. ef einhver ætlaði fljúgandi austur fyrir fjall þá væri ekki hentugt að hafa völlinn á Sand- skeiði eða fyrir sunnan Hafnarfjörð. Bessastaðanes taldi hann reyndar besta kostinn en sjóleiðin yfir Skerja- fjörð væri erfið. Mikið moldrok þyrl- aðist upp af melunum fyrir sunnan Vatnsmýrina, með því að sá þarna grasfræi væru slegnar tvær flugur í einu höggi, kominn lendingarstaður og moldrokið hamið. Verkfræðingur- inn taldi þó að það sem mestu máli skifti í þessu sambandi væri það að gott byggingarland geymdist þar til Reykvíkingar hefðu efni á því að byggja almennilegan miðbæ. Sigurð- ur segir í grein sinni að engum heil- vita manni myndi detta í hug að taka burt hafnaraðstöðu í Reykjavík. Þetta hefir jú verið gert, nánast er hætt að nota gömlu höfnina, sem fyrir nokkr- um árum var stærsta verstöð landsins og drjúgur hluti innflutnings kom þar á land. Sama er með flugvöllinn, hann var á sjötta áratugnum miðstöð ódýrra ferða yfir Atlanshaf. Flug- félagið flaug til helstu borga í Norður- Evrópu og á tugi áfangastaða innan- lands. Þetta var þá, nú eru aðrir tímar, millilandaflugið farið til Kefla- víkur og innanlandsflug allt minna í sniðum. Nú eru komnar á markað flugvélar sem geta athafnað sig á ör- stuttum flugbrautum og þess vegna óþarfi að vera með þennan heljarflug- völl fyrir þetta takmarkaða innan- landsflug. Svo spyr maður sig að því hvers vegna við Reykvíkingar þurfum að vakna kl. fimm til að fara í flug til Kaupmannahafnar kl. átta. Ekki þurfum við að vakna svo snemma ef við ætlum til Akureyrar, eru þetta þó bara tvær borgir á Schengen-svæð- inu. GESTUR GUNNARSSON, tæknifræðingur, Flókagötu 8, Reykjavík. Flugvöllur Frá Gesti Gunnarssyni: Á HEIMILI mínu er þessar vik- urnar slökkt á útvarpinu milli kl. 7.30 og 8.30 á morgnana. Áður hlustuðum við á Rás 1, sem bauð upp á klassíka tónlist og djass, en hirtum ekki um alla „þjóðmálaum- ræðuna“ á hinum rásunum. Nóg var af henni samt og okkur fannst við ekki utan gátta. Nú er þessi þjóð- málaumræða komin inn á þann tíma, þegar hægt var að drekka kaffibolla, glugga í blöð og hlusta á þægilega tónlist. Margir hafa orðið til þess að mót- mæla breytingu sem gerð var á morgunútvarpi Rásar 1 fyrir nokkru þegar hætt var að útvarpa tónlist á umræddum tíma, en út- varpsstjóri lýsir yfir því í Morg- unblaðinu 1. maí sl. að ekki standi til að breyta aftur, þrátt fyrir talsverð mótmæli. Útvarpsstjóri skírskotar til þess að hlustun á hinn nýja fréttaþátt sé mikil og stefnt sé að því að gera þetta að „kröftugum dægurmálaþætti“, og það sem keppt er að er aukin hlustun og fleiri auglýsingar í samkeppni við aðrar útvarpsstöðvar. Enda eru auglýsingar drjúgur hluti hins nýja morgunútvarps. Þeir sem vilja rólega morgun- stund áður en erill dagsins hefst hafa nú þögnina eina. Hér hefur Ríkisútvarpið brugðist. Ekki er lengur í nein skjól að venda fyrir þá sem vilja hlusta á klassíska tónlist í morgunsárið, áður en dægurþrasið skellur á. Einkaframtakið reyndi um hríð af veikum mætti að reka klassískar útvarpsstöðvar, en gafst upp, og þegar Ríkisútvarpið er búið að drepa þær af sér er ráðist gegn dægurmálastöðvum. Það er alvarleg spurning hvort Ríkisútvarpið getur leyft sér að beita slíkum aðferðum og þeim rök- um sem útvarpsstjóri notar. RÚV hefur föst afnotagjöld og á þess vegna ekki að þurfa að standa í stanslausum eltingaleik við hlust- endur og dægurvinsældir. Ég hygg að með málflutningi eins og þeim sem útvarpsstjóri beitir, sé hann að grafa stofnun sinni eigin gröf. Rök- semdir þeirra sem vilja einkavæða Ríkisútvarpið verða því sterkari sem það gerir meira að því að keppa beint við aðra miðla sem ekki njóta sömu forréttinda. Og kannski er þetta það sem að er stefnt, að af- nema Ríkisútvarpið eða einkavæða það. Spurningar til útvarpsstjóra Ég vil að lokum leyfa mér sem greiðandi afnotagjalds að beina eft- irfarandi spurningum til útvarps- stjóra: Væri hægt að biðja um þær stað- tölur um hlustun sem hann vísar til? Hvað kostar að útvarpa klassískri tónlist í klukkutíma og hvað kostar að vinna og útvarpa fréttaþætti af sömu lengd? Eða eru þetta viðskiptaleyndar- mál? KRISTJÁN ÁRNASON, Tómasarhaga 21, Reykjavík. Morgunþögn Rásar eitt Frá Kristjáni Árnasyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.