Morgunblaðið - 08.05.2003, Síða 61
HVAÐ er hægt annað en óska Aust-
firðingum til hamingju, núna þegar
þeir fá sitt langþráða álver sem öllu
öllu öllu mun
bjarga hjá þeim?
Eða þannig.
Þótt skrefin
séu stigin aftur-
ábak miðað við
þróun hjá flestum
öðrum þjóðum.
Gerð mistök sem
blasa við víða
annars staðar
sem víti til varn-
aðar. Nú skal
sökkt og drekkt og ár fluttar milli
vatnasviða, Hálslón byggt á við-
kvæmu sprungusvæði, af geta hlot-
ist jarðskjálftar, eldvirkni örvast,
stílfan getur rofnað, „gúddbæ“ Jök-
uldælingar, en hvað með það! Fyrir
utan nú leirfokið yfir byggð okkar á
Héraði, nokkuð sem við þekkjum nú
þegar, en án Hálslóns. Þótt lýðnum
sé ljóst að ósnortin víðerni eru ríki-
dæmi sem vert er að vernda og
flestar þjóðir sem slíku dýrmæti
hafa glatað mundu gera mikið til að
endurheimta hafa Austfirðingar
gert þá kröfu til þjóðarinnar þessu
sé fórnað.
Til hamingju, Austfirðingar, og
þjóðin öll. Eða þannig.
Og Alcoa talar: Nú skulu reistir
turnar tveir á Reyðarfirði nógu háir
til að blása, með hjálp hafgolunnar,
mengun „akkúrat“ yfir byggð. Til að
spara fyrir Alcoa verður ekki vot-
hreinsibúnaður þótt upphaflega hafi
verið gengið út frá því. Mengun frá
álverinu 20falt meiri en hefði verið
frá álveri Norsk Hydro að slepptri
rafskautaverksmiðju. Hvernig geta
Reyðfirðingar látið telja sér trú um
að þetta loft sé hreint og gott?
„Gúddbæ“ berjamór, útivist og góð
heilsa. „Welcom“ Alcoa og til ham-
ingju, einkum og sér í lagi Reyðfirð-
ingar. Eða þannig.
Nú skulu auðlindir Íslendinga
seldar á smánarlega lágu verði til
erlends auðhrings sem hefur nær ní-
falda veltu miðað við íslenska þjóð-
arbúið. Og nú er kátt í höllinni, Al-
coa-höllinni, vegna heimsku okkar
ráðamanna og snilld hvað alcoarnir
hafa getað stillt sig um að hlægja
upp í opið geðið á viðsemjendum
sínum hér. En það er líka mikið í
húfi fyrir þá. Alcoa græðir – Íslandi
blæðir.
Nú eiga að auðga, fegra og bjarga
mannlífi og menningu á Austurlandi
ítalskir verktakíósar með vafasama
fortíð með grunsamlegum nafna-
breytingum. Þeir koma með fjölda
rúmenskra verkamanna sem munu
verða settar upp vinnubúðir fyrir.
Þetta fólk ku eiga að vera mikil lyfti-
stöng fyrir menningu á Austurlandi.
Ætli það séu nú ekki öðruvísi „súl-
ur“ sem halda innreið sína í þessu
sambandi? Og ætli það sé ekki eitt-
hvað annað en menningin sem lyftist
í kjölfarið á því?
Já, Austfirðingar sjá fram á betri
tíð með blóm í haga og er ekki bara
rétt að „gratúlera“?
Eða þannig.
GRÉTA ÓSK
SIGURÐARDÓTTIR,
Vaði, Skriðdal.
Til hamingju, Aust-
firðingar – eða þannig
Frá Grétu Ósk Sigurðardóttur:
Gréta Ósk
Sigurðardóttir
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 61
MÉR sýnist að nú ríki alger ring-
ulreið á kjötmarkaði Íslendinga. All-
ir tapa, framleiðendur, neytendur og
bankarnir.
Við græðum
ekki alltaf á því
að borga lægra
verð. Það er ekki
dýrara fyrir þjóð-
arbúið eða fólkið í
landinu að borga
það verð fyrir
vöruna sem kost-
ar að framleiða
hana heldur en að
eyða peningunum
í heilsuleysi vegna þess að það vant-
ar alla jarðtengingu í kemíska, gena-
breytta og bragðlausa fæðu.
Samkeppni er góð og gild en þeg-
ar hún er farin að leiða til gjaldþrota
virkar stjórnarkerfið ekki rétt. Við
megum ekki vaða virðingarlaust yfir
gjafir móður náttúru í framleiðslu-
og neysluæði okkar, hvort sem við
erum stjórnendur, framleiðendur
eða neytendur.
Okkar besta þjóðarauðlind, fisk-
urinn, kostar meira en niðurgreiddir
kjúklingar, svínakjöt og skyndifæði.
Þar af leiðandi fá börnin ekki þær
omega-fitusýrur sem í honum eru.
En í stað þess að eyða peningunum í
fisk og lífræna mjólk sem ekki er
fitusprengd, til að fá þessar fitusýr-
ur fara peningarnir í lyf á borð við
ritalín. Hver tapar þá meiru, neyt-
andinn eða framleiðandinn?
Fiskveiðikvótinn hefur færst á ör-
fárra hendur, samkeppni er ekki
lengur til þar. Þorpin á landsbyggð-
inni sofna smátt og smátt. Svo á að
bjarga þjóðarbúinu með annari ál-
verksmiðju austur á landi. Við
mergsjúgum hverja auðlindina af
annarri. Nú er það hálendið. Við
ætlum að setja eins mikla vatnsorku
og hægt er í að búa til ál svo hægt sé
að halda áfram að framleiða vopn
fyrir herskáa ófriðarsinna. Nú
standa stjórnvöld í hörðum mála-
ferlum til að slá eign sinni á þinglýst
eignarlönd bænda að hálendinu.
Hvar er friðhelgin ef þinglýst skjöl
duga ekki?
Indíánakonan Dhyani Ywahoo af
ættbálki Cherokee-indíána kom
hingað til lands að kenna dans höf-
uðáttanna og fleira um samspil
mannsins við náttúruna í þökk og
bæn.
Hún kenndi m.a. hvernig við
stöndum í beinum tengslum við
náttúruna og eigum að lifa eftir nátt-
úrulögmálunum, lögmálum sem eru
ekki öll skráð í íslenska stjórnarskrá
en þessi lög eru skrifuð í hjarta
hvers og eins okkar. Okkur er ekki
leyfilegt að hrófla við þessum lög-
málum án þess að það hafi afleið-
ingar fyrir okkur, andlegar eða lík-
amlegar.
Kæru stjórnmálaflokkar og land-
ar. Við getum ekki endalaust byggt
hól án þess að það komi hola. Látið
ekki skammvinna valdagræðgi
glepja hugann og temja tunguna
þannig að sannleikurinn glatist og
útkoman verði óráðshjal.
Móðir Teresa sá sýn og sagði fyrir
óorðna hluti á dánarbeði. Þar á með-
al sagði hún að árið 2002 kæmi upp
pest í austri. Hún yrði fyrst þögguð
niður en árið 2003 yrði ekki lengur
hægt að halda henni leyndri og
myndi hún þá dreifast út um heims-
byggðina. Í lokin gaf hún fólki þessa
bæn.
Færðu mig „frá dauða til lífs“
frá lygi til sannleika.
Færðu mig frá vafa til vonar,
frá ótta til trausts.
Færðu mig frá hatri til ástar
frá stríði til friðar.
Láttu frið fylla hjarta okkar.
Okkar veröld og okkar alheim.
Friður friður friður.
GUÐNÝ HALLA
GUNNLAUGSDÓTTIR,
nautakjötsframleiðandi og
heildsali.
Hjarta jarðarinnar og
hjarta okkar eru eitt
Frá Guðnýju Höllu
Gunnlaugsdóttur:
Guðný Halla
Gunnlaugsdóttir
isstjórn vildi ekki gera. Vonandi
verða þeir ekki fyrir vonbrigðum
þegar búið verður að endurskoða
loforðin um næstu áramót.
Fjármálaráðherra sagði um dag-
inn í sjónvarpi, og birti þá yfirlýs-
ingu í Morgunblaðinu daginn eftir,
að ellilífeyrisþegar hefðu 140 þús.
kr. á mánuði og fengju 120 þús. kr.
útborgaðar. Ég er nú ansi hrædd-
ur um að hann myndi hiksta all
verulega á því ef hann ætti að
standa við þessi orð og greiða elli-
lífeyrisþegum samkvæmt yfirlýs-
ingunni. Ég sé ekki betur en þá
lífeyrisþega sem fengu ekki lífeyr-
isréttindi fyrr en 1970 og hafa því
mjög rýran lífeyrissjóð, vanti um
50 þús. kr. uppá að þeir nái þess-
ari upphæð i samanlögðum lífeyri,
frá lífeyrissjóði og Trygginga-
stofnum, samkvæmt greiðslutil-
kynningum þessara sjóða. Það hef-
ur verið með ólíkindum hversu
fjármálaráðherra hefur lagt mikla
áherslu á að telja fólki trú um að
ellilífeyrisþegar hafi ekkert vit á
því hvað þeir fá í lífeyri. Þetta er
kannski ekki óeðlileg afstaða hjá
ráðherranum, þar sem það hefur
sýnt sig að þeim mun harðari af-
stöðu sem flokkurinn hefur tekið
gegn bættum kjörum ellilífeyris-
þega, þeim mun meira fylgi hefur
hann fengið í skoðanakönnun,
flokkurinn veit líka að það er orðin
mjög neikvæð afstaða almennings
í þjóðfélaginu gegn öldruðum.
Menn á góðum aldri í dag ætla sér
sennilega ekki að verða gamlir.
Það kemur líka skýrt fram á hin-
um pólitíska vettvangi að þeir póli-
tíkusar sem leggja mikla áherslu á
að bæta kjör þeirra lægst launuðu,
hafa mjög rýrt fylgi. Þetta sýnir
afstöðu þjóðarinnar til málsins.
Í sjónvarpsþætti þriðjudaginn 8.
apríl, þar sem flokksforingjarnir
mættu allir, sagði utanríkisráð-
herra að ríkisstjórnin hefði lag-
fært húsnæðismálin með vaxtabót-
um. Ráðherrann gleymdi að geta
þess að ríkisstjórnin var losuð
undan þeirri kvöð með því að fast-
eignaverð var hækkað um nokkrar
milljónir á hverja íbúð og þar með
fóru menn að borga fasteigna-
skatt, fengu því ekki vaxtabætur.
Hann talaði líka um að vextir
hefðu lækkað, en gleymdi einnig
að geta þess að þjónustugjöld voru
hækkuð, sem svarar allgóðri
vaxtahækkun, og þeim einnig
fjölgað.
Ríkisstjórnin virðist hafa nóga
peninga til að byggja upp eftir
eyðileggingu kunningjanna í Írak,
en enga peninga fyrir sjúka eða
aldraða Íslendinga.
GUÐVARÐUR JÓNSSON,
Hamrabergi 5, Reykjavík.
ÞAÐ FER sennilega ekki framhjá
neinum að kosningar eru á næsta
leiti því nú rignir loforðum yfir
kjósendur, eins og venjulega fyrir
kosningar. Í þessum loforðum er
það tíundað af hálfu ríkisstjórnar,
hvaða loforð næsta ríkisstjórn eigi
að efna, af þeim loforðum sem rík-
isstjórnin lofaði að gera á þessu
kjörtímabili, en gerði ekki. Einnig
á næsta ríkisstjórn að gera það
sem núverandi ríkisstjórn vildi
ekki gera. Þá hefur ríkisstjórnin
lofað bót og betrun ef hún fái
meirihlutafylgi til stjórnarsetu á
næsta kjörtímabili. Samt taka allir
stjórnarfulltrúar það skýrt fram
að þeir sem við lökust kjör búa,
hafi fengið meira en allir aðrir, og
forsætisráðherra hefur tekið það
sérstaklega fram að þessi hópur
hafi það betra hér en í öðrum
löndum. Þar með er það nokkuð
ljóst að engin stefnubreyting er
fyrirhuguð, varðandi kjör þessa
hóps, nema í loforðum. Stjórnarlið-
ar benda aftur á móti sérstaklega
á það að nauðsynlegt sé að bæta
kjör hálaunamanna, með nýrri
skattalækkun þeim til handa.
Sérstakur loforðasamningur hef-
ur verið gerður við Öryrkjabanda-
lagið um að næsta ríkisstjórn geri
fyrir þá það sem núverandi rík-
Loforðalistinn
Frá Guðvarði Jónssyni:
3.990
Rauðir/drappaðir
st. 28-35
Kringlan 4-12, sími 568 6211.
Skóhöllin, Firði, Hf., sími 555 4420.
3.990
Brúnir m./svörtu
st. 31-36
4.990
Svartir
m./eldtungum
st. 27-35
3.990
Blátt
st. 26-35
2.990
Gallaefni
st. 27-35
4.990
M./blikkljósum
hvítt með bleiku
st. 24-35
3.990
Bleikir m./semalíusteinum,
hvítir m./semalíusteinum
st. 24-35
Mikið úrval af barnaskóm á 1.990 - 2.990 - 3.990
2.990
Blátt
st. 24-35