Morgunblaðið - 08.05.2003, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 08.05.2003, Qupperneq 62
DAGBÓK 62 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Mánafoss og Örfirisey koma í dag. Keilir, Dettifoss og Helgafell fara í dag. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 9–12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 op- in smíða- og handa- vinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13 bók- band, kl. 14–15 dans. Leikfimi og qigong. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Fimmtudagur: kl. 13 tréskurður, kl. 14 bókasafnið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kórs eldri borg- ara í Damos. Félagsstarfið, Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 íkonagerð, kl. 10– 13, verslunin opin, kl. 13–16 spilað. Félagsstarfið Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 14 söng- stund. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 bað, kl. 9 glerskurður, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 söngtími, kl. 9–14 hár- greiðsla. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- greiðsla, kl. 13 föndur og handavinna. Kl. 15 bingó Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 15 í Garðabergi: Endur- menntun Ellismella fær gjafir. Allir hópar í félagsstarfinu hvattir til að mæta. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Glerlist kl. 13, bingó kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Brids kl. 13. S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 10.30 helgistund, frá hádegi vinnustofur og spilasalur opin. All- ar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 9.05 og 9.50 leik- fimi, kl. 10.50 leikfimi, kl. 9.30, klippimyndir, kl. 13 gler og postulíns- málun, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línu- dans. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, kl. 13 brids. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna og perlu- saumur, og hjúkr- unarfræðingur á staðnum, kl. 9.05 leik- fimi, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 fé- lagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 13.30 fé- lagsvist. Fótaaðgerðir, hárgreiðsla. Korpúlfar, Graf- arvogi, samtök eldri borgara, hittast á fimmtudögum kl. 10, aðra hverja viku er púttað á Korpúlfs- stöðum en hina vikuna er keila í Keilu í Mjódd. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 13– 16.45 leir, kl. 10–11 ganga. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 bað, kl. 9.15–15.30, handavinna, kl. 10–11 boccia, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13–16 kóræf- ing og mósaik. Ragnar Páll Einarsson leikur á hljómborð fyrir dansi föstudaginn 9. maí frá kl. 14–16. Föstudaginn 9. maí kl. 15 koma fulltrúar Fjálslynda flokksins í heimsókn, Gísli Helgason tekur lagið. Allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9. 30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerð og boccia- æfing, kl. 13 hand- mennt og spilað. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Bláa salnum kl. 11. Sjálfsbjörg félag fatl- aðra, Hátúni 12, kl. 19.30 tafl. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58–60. Fundur kl. 17 í umsjá Katrínar Guð- laugsdóttur og Gísla Arnkelssonar. Allar konur velkomnar. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids að Gullsmára 13. Skrán- ing kl. 12.45, spil hefst kl. 13. Í dag er fimmtudagur 8. maí, 128. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Sá sem vill elska lífið og sjá góða daga, haldi tungu sinni frá vondu og vörum sínum frá að mæla svik. (1Pt. 3, 10.)     Friðrik Daníelssonefnaverkfræðingur ritar kjallaragrein í DV. Hann rifjar upp þegar hann kom til Svíþjóðar árið 1968. „Svíar voru þá í fremstu röð á sviðum lista, vísinda, tækni og iðnaðar og ein auðugasta þjóð heims, sjálfstæð og hlutlaus; fyrirmynd- arþjóð.“     Um þetta leyti urðu, aðsögn Friðriks, af- drifaríkar breytingar í sænskum stjórnmálum. „Slagorðin voru „jafn- rétti og lýðræði“ sem nú átti endanlega að inn- leiða. Þetta kom okkur Íslendingunum á óvart, við vissum ekki betur en að Svíþjóð væri eitt af höfuðvígjum jafnréttis og lýðræðis. Smám saman rann þó upp fyrir okkur að nýja jafnréttið þýddi ekki jafnrétti, heldur heildarútjöfnun lífsgæða með stjórnvalds- aðgerðum, lýðræði þýddi í raun ábyrgðarlausar ákvarðanir, að allir áttu að ráða og óábyrgir og ókunnandi ekki síst.“     Í nafni jafnréttis máttinú eyða almannafé nærri takmarkalaust í sameiginlegar þarfir, bætur og styrki, mennt- un, sjúkraþjónustu og samfélagsþjónustu. „Bæt- ur voru auknar og nýjar fundnar upp, það endaði með því að menn báru svipað úr býtum hvort sem þeir fengu bætur af almannafé eða unnu í sveita síns andlits,“ segir Friðrik.     Nærri hver einastimaður varð þiggj- andi ölmusunnar. Meiri vinna þýddi meiri skatta. Skattar jukust og urðu tvær af hverjum þremur krónum sem var aflað. Fyrirtækin hættu að standa undir sköttum og öllum réttindum launa- fólks. Reglur og skrif- finnska hægðu á fram- kvæmdum. Svíþjóð fór að safna skuldum.     Nú, um aldarþriðjungisíðar, ríkir stöðnun og svartsýni í Svíþjóð, segir Friðrik. Atvinnu- leysi er óviðráðanlegt og alþjóðafyrirtækin eru farin úr landi. „Afsiðunin er komin á það stig að vinnuskróp er það hæsta í hinum þróaða heimi, skattaáþjánin er heims- met og reglugerða-, laga- og kvaðabálkarnir ófær fen,“ segir hann.     Friðrik segir að sembetur fer hafi Íslend- ingar aldrei fetað þessa braut. „En eftir stjórn- málaumræðuna og skoð- anakannanirnar hér síð- ustu mánuði virðist kominn tími til að spyrja sig hvort Íslendingar muni nú, eftir að hafa varast það í áratugi, falla í sömu gryfju og Svíar og kjósa yfir sig öfl sem muni leggja efnahaginn og sjálfsímyndina í rúst og afsala sjálfstæði Ís- lands aftur.“ STAKSTEINAR Fylgjum við Svíum? Víkverji skrifar... ALVEG er það ótrúlega algengt aðfólk gleymir að slökkva á farsím- unum sínum þegar það á við. Flestir þekkja sjálfsagt dæmi þess að far- símar hringja í miðri kvikmyndasýn- ingu og sumir eru jafnvel svo ósvífnir að svara í símann og blaðra eitthvað í hann um að þeir séu í bíó og geti ekki talað í símann núna (og af hverju slökktu þeir þá ekki á símanum áður en þeir fóru í salinn!?) Víkverja finnst merkilegt að fólk skuli ekki geta van- ið sig á þennan einfalda hlut. Víða, t.d. í leikhúsum, er fólk sérstaklega beðið um að slökkva á farsímunum sem er í sjálfu sér góðra gjalda vert og dregur sjálfsagt úr hringingunum óþolandi. En það er í sjálfu sér merkilegt að það þurfi yfirleitt að biðja fólk um þetta. Það er t.d. ekki talin þörf á því að biðja leikhúsgesti um að tala ekki saman meðan á leik- sýningu stendur eða um að grípa ekki fram í fyrir leikurunum. Matargestir á veitingahúsum eru ekki heldur beðnir um að smjatta ekki mjög hátt. Víkverja finnst það svo sjálfsögð kurteisi að slökkva á farsímanum þegar þess er þörf, að ekki þurfi að biðja fólk um það sérstaklega. En samt þarf þess. Því miður. x x x KUNNINGI Víkverja hefur ununaf gönguferðum. Nýlega lagði hann leið sína að fossinum Glym í Hvalfirði. Glymur er hæsti foss landsins og er getið í ferðakortum og öðru lesefni fyrir ferðamenn. Kunn- inginn komst að því að best væri að skoða fossinn af austurbakka foss- gljúfursins, en þangað er ógreiðfært eftir að brú yfir ána tók af. Leiðin upp með gilinu að vestanverðu þótti kunningjanum torfær, brött og laus undir fæti. Gönguleið sem krefst góðs fótabúnaðar og töluverðs þreks. Ekki heppileg fyrir börn og gamalmenni. Í bakaleiðinni var gengið fram á erlenda ferðamenn, þar á meðal bæði börn og aldraða. Sumir voru að rýna í kort og ferðapésa en áttuðu sig ekki á því hvar Glymur var, því það vantaði skilti sem vísuðu leið. Kunningjanum þótti ekki forsvaranlegt að ekki væru góðar merkingar á svæðinu, og eins að ferðamenn væru ekki upplýstir um gönguleiðina og hvers hún krefst í fótabúnaði og atgervi. Honum þótti eðlilegt að opinberir aðilar tryggðu nauðsynlega upplýsingagjöf á aug- lýstum ferðamannaslóðum, að minnsta kosti í næsta nágrenni höf- uðborgarinnar. x x x VÍKVERJI verður að viðurkennaað honum finnst ekkert stórmál þótt ekki hafi risið tónlistarhús í Reykjavík. Hann skilur á hinn bóginn vel pirringinn í tónlistarmönnum enda sjálfsagt ekki vanþörf á slíku húsi. En þarf það virkilega að kosta sex milljarða? Víkverji telur að stuðningur við byggingu hússins myndi aukast ef ódýrari lausn yrði fundin. Væru t.d. þrír milljarðar ekki nóg? Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Muna að slökkva! LÁRÉTT 1 hreyfa til, 4 sveia, 7 rugga, 8 venslamönnum, 9 rekkja, 11 ráða við, 13 vegg, 14 tafla, 15 hörfa, 17 kögur, 20 eld- stæði, 22 ala afkvæmi, 23 merkur, 24 stöng, 25 gripdeildin. LÓÐRÉTT 1 binda fast, 2 eftirsjá, 3 mjög, 4 tölustafur, 5 mastur, 6 numið brott, 10 ásýnd, 12 herma eftir, 13 op, 15 snjókorns, 16 reyna, 18 illa innrætt, 19 drepsóttin, 20 rétt, 21 hljómur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 Kópavogur, 8 ljóns, 9 dubba, 10 aka, 11 náinn, 13 rýran, 15 hratt, 18 sakna, 21 alt, 22 skalf, 23 aspir, 24 kaðallinn. Lóðrétt: 2 ósómi, 3 ausan, 4 oddar, 5 umber, 6 flón, 7 rann, 12 net, 14 ýta, 15 hest, 16 apana, 17 tafla, 18 stall, 19 kápan, 20 aurs. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Merkilegir tímar ÞEIR sem hafa nálgast að lifa heila öld, geta horft yfir gjörbreytt þjóðfélag. Rót- tækasta breytingin er að mörgu leyti á stöðu kvenna. Sé litið í þingtíðindi á fyrsta hluta tuttugustu aldar, þeg- ar harðar deilur voru í þinginu um vitsmunaþroska kvenna, kemur margt í ljós sem verkar hlægilega á nú- tímafólk. Sumir þingmenn héldu að konur hefðu tæp- lega fullt mannsvit. Í minn- um var haft um ræður eins mælskasta ræðumannsins, hve mikil vandræði gætu stafað af þátttöku kvenna í stjórn landsins. Hannesi Hafstein blöskraði svo mál- flutningur eins síns besta fylgismanns á þingi að Hannes orti þessa vísu: Elskulegi Múli minn mikið gull er túli þinn, en vendu þig af þeim vonda sið að velta þér yfir kvenfólkið. Sjálfur reyndist Hannes mikill vinur Bríetar Bjarn- héðinsdóttur brautryðjanda kvenréttinda á Íslandi. En eins og Davíð orti. Fá- ir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá. Bríet náði aldrei sæti á Alþingi, þar brugðust konur sínum mikla velgerð- armanni. Nú er önnur tíð sem bet- ur fer. Allir flokkar prýða lista sína með konum í fram- boði. Það er vegna þess að þegar konur loksins náðu sæti á Alþingi þá reyndust þær þess betur sem þeim var meiri ábyrgð á hendur falin. Þegar Vigdís Finnboga- dóttir var fyrsti kvenkyns þjóðkjörni forseti lands síns fengu Íslendingar bestu landkynningu sem þeir höfðu nokkru sinni haft. Hún kom Íslandi á kortið. Nær allar þjóðir þekktu Vigdísi, t.d. Kínverjar, fjöl- mennasta ríki heims. Í Nor- egi vissi nær hvert manns- barn hvað forseti Íslands hét þannig mætti lengi áfram telja. Og nú líður senn að kosn- ingum, rétt einn ganginn enn og mikið í húfi. Hver mun skipa sæti forsætisráð- herra? Vel væri unnið og gæfulega ef hinn reyndi stjórnmálamaður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skipaði þann sess fyrst kvenna. Sannarlega væri þá loksins jafnrétti á Íslandi. Sigurveig Guðmunds- dóttir, fyrrverandi formaður Kvenréttinda- félags Íslands. Um skoðana- kannanir í síma HRÍÐ skoðanakannana fjölmiðla dynur nú yfir okk- ur almenning í landinu og eftir því sem kosningarnar nálgast verður hríðin harð- ari. Þessar skoðanakannan- ir virðast flestar fram- kvæmdar á þann hátt að hringt er í tiltekinn fjölda símanúmera og spurt um skoðanir svarandans. Mig langar til þess að vita hvernig þessar símaskoð- anakannanir mæla pólitísk- an vilja þeirra sem banna að hringt sé í þá? Þeir eru nokkuð margir, ef marka má rauðu merkin í síma- skránni. Ég er ein í hópi þeirra þúsunda símnotenda sem lét merkja við nafn mitt í símaskrá og banna þar með að hringt sé í mig í nafni sölumennsku, kosninga- kannana o.fl. Það virkar vel og ég fæ að vera í friði á kvöldin, en það var nú ekki svoleiðis áður, t.d. hefur aldrei verið hringt í mig nú í vetur og spurt hvað ég hyggist kjósa í komandi kosningum. Hvernig er það annars með okkur í þessum hópi, hefur nokkuð verið kannað hvort það séu t.d. kjósendur tiltekins flokks, eða eitthvað sérstakt fólk sem þarna er um að ræða og vill ekki láta hringja í sig? Verður svona „random“ símakönnun sem fram- kvæmd er af atvinnufólki svo sem af félagsvísinda- stofnun HÍ eða af amatör- um svo sem pólitískum fjöl- miðlum t.d. ekki skökk, ef ekki má hringja í þennan undirhóp? Ég bara velti þessu svona fyrir mér. Raunar finnst mér að banna ætti birtingu niður- staðna svona skoðanakann- ana síðustu vikuna fyrir kosningar. Reykvísk kona á eftirlaunum. Tapað/fundið Týndur hattur SVEINN Aðalsteinsson tapaði hattinum sínum á Hótel Borg sl. laugardags- kvöld. Honum er mjög annt um hattinn sem hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir hann. Þeir sem vita um hatt- inn geta haft samband við Svein í síma 561 7900 eða 663 5363 eða á netfanginu: isgull@isholf.is GSM-sími í óskilum MOTOROLA Timesport GSM-sími fannst fyrir utan leikskólann Lækjarborg. Upplýsingar í síma 659 9922 og 568 1562. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Sveinn með hattinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.