Morgunblaðið - 08.05.2003, Síða 63

Morgunblaðið - 08.05.2003, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 63 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þið eruð staðföst, sannfær- andi og umhyggjusöm. Á þessu ári þurfið þið að læra að sleppa tökunum og skapa rými fyrir eitthvað nýtt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Dagurinn hentar vel til skemmtana með öðrum. Þið njótið þess að daðra og fara í boð, bíó, leikhús eða á íþrótta- leik Naut (20. apríl - 20. maí)  Ykkur líður vel í vinnunni og því eruð þið nógu sjálfsörugg til að leggja nýjar hugmyndir fyrir yfirmenn ykkar. Þegar við trúum á okkur sjálf eru meiri líkur á að aðrir geri það. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þið hafið hug á að fara í ferða- lag eða leggja stund á frekara nám. Ykkur finnst gaman að læra og þið þolið ekki að láta ykkur leiðast. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þetta er góður dagur til við- skipta og fjáröflunar. Gætið þess þó að eyða ekki um efni fram. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Gefið ykkur tíma til að fylgjast með viðbrögðum annarra gagnvart ykkur og því sem þið eruð að gera. Þið þurfið að vita hvernig þið virkið á aðra áður en þið takið næsta skref. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ykkur gengur vel í vinnunni í dag. Tímasetning ykkar vekur aðdáun annarra. Þið eruð á réttum stað á réttum tíma og segið rétta hluti við rétta fólk- ið. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Dagurinn hentar vel til við- skipta. Reynið að vera raunsæ og vænta ekki of mikils fyrir of lítið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ykkur langar til að flytja eða gera breytingar á heimilinu. Reynið að líta hlutina jákvæð- um augum en gæta þess jafn- framt að færast ekki of mikið í fang. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bjartsýni ykkar og jákvæðni smita út frá sér. Þið eruð upp- örvandi og skemmtileg og fólk nýtur þess að vera með ykkur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta er góður dagur til við- skipta en þið ættuð þó að gæta þess að ofmeta ekki hæfni ykk- ar. Hlutirnir líta vel út en ekk- ert er fullkomið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þið sjáið í hendi ykkar hvað þarf að gera og getið talið næstum hvern sem er á hvað sem er. Sjálfstraust ykkar vek- ur traust fjöldskyldu ykkar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þið eigið auðvelt með að fá óformlegan stuðning við það sem þið viljið gera í vinnunni í dag. Þið hafið eittvað að segja og fólk er tilbúið að hlusta á ykkur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HVER ERT ÞÚ? Í fyrsta sinn und friðarboga eg sá þig, um fjöll og himin lagði geislinn brú. Eg starði björtum, feimnum augum á þig, og ást mín spurði: Hver, ó, hver ert þú? Nú langt er orðið síðan fyrst eg sá þig, um sundin leggur hvítur máninn brú. Eg stari dauðafölum augum á þig, og aftur spyr mitt hjarta: Hver ert þú? Guðfinna Jónsdóttir LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 90 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 8. maí, er níræð Margrét Guð- leifsdóttir, Garðvangi, Garði, áður til heimilis á Háteigi 5, Keflavík. 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, föstudaginn 8. maí, verður sextug Rósa Árilíusardóttir, Hóli, Norð- urárdal. Eiginmaður henn- ar er Þórir Finnsson. Hún verður að heiman á afmæl- isdaginn. KERFI Íslandsmeist- aranna er mikið að vöxtum og um margt óvenjulegt. Dvergagrandið sáum við í gær, en nú skulum við líta á annað sérkenni kerfisins – yfirfærslusvör við láglit- aropnun: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♠ D9875 ♥ 96 ♦ ÁD94 ♣97 Vestur Austur ♠ 104 ♠ G632 ♥ ÁD83 ♥ K10742 ♦ KG5 ♦ – ♣KG64 ♣D082 Suður ♠ ÁK ♥ G5 ♦ 1087632 ♣Á53 Spilið kom upp undir lok Íslandsmótsins og þeir Haraldssynir, Anton og Sigurbjörn, sátu í NS gegn Hjálmari S. Pálssyni og Böðvari Magnússyni: Vestur Norður Austur Suður Hjálmar Sigurbjörn Böðvar Anton – – – 1 tígull Pass 1 hjarta * Dobl 2 tíglar 4 hjörtu 5 tíglar Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Opnun á tígli er alltaf byggð á ójafnri skiptingu og svar norðurs á einu hjarta sýnir spaðalit! Ágóðinn af yfirfærslum í þessari stöðu er ekki öllum skiljanlegur, en Anton vinnur að doktorsritgerð um efnið og lofar að deila niðurstöðum sínum þegar þær liggja fyrir. Hér notar Böðvar tækifærið til að koma hjartalitnum sínum á framfæri með dobli og Hjálmar skýst rakleiðis í fjögur hjörtu. Það er hið besta spil og vinnst auð- veldlega. En Sigurbjörn hafði engan áhuga á að verjast með fjórlitarstuðn- ing við tígulinn og fór í fimm tígla. Hjálmar dobl- aði, að sjálfsögðu, og bjóst við góðri uppskeru. Það fór þó á annan veg. Vörnin tók tvo slagi á hjarta og spilaði næst laufi. Anton drap strax og „fór svo djúpt í tígulinn“, lét tíuna svífa yfir. Laufin tvö heima fóru niður í spaðann í rólegheitum og Anton fékk 11 slagi: 750 og 36 stig af 38 mögulegum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Þessir vösku krakkar í grunnskólanum á Laugarvatni héldu hlutaveltu nú nýverið til styrktar Rauða krossi Ís- lands. Þau söfnuðu 5.000 kr. og voru á leið í bankann að leggja inn peningana þegar myndin var tekin. Þetta eru þau Jakob Alf og Alla María fyrir aftan, og Ezmeralda, Birna Eyvör, Júlía, Anný Björk og Elínborg Anna. Á myndina vantar Hermann Ágúst sem lá heima veikur. 1. d4 Rf6 2. Rc3 d5 3. Bg5 Rbd7 4. Dd3 e6 5. e4 dxe4 6. Rxe4 Be7 7. Rxf6+ Bxf6 8. Bxf6 Dxf6 9. Rf3 c5 10. 0–0–0 0–0 11. De3 b6 12. Bb5 De7 13. d5 Rf6 14. Bc6 Hb8 15. d6 Dd8 16. d7 Bb7 17. Re5 Rg4 18. Rxg4 Bxc6 19. Hd6 Bd5 20. Hd1 h5 21. c4 Bxc4 22. Re5 Bd5 Staðan kom upp á Sigeman-mótinu sem stendur nú yf- ir í Málmey í Sví- þjóð. Jonny Hector (2.553), „Tal Norð- urlanda“, hafði hvítt gegn Bent Lindberg (2.393). 23. H1xd5! exd5 24. Rc6 Dc7 25. Re7+ Kh7 25 … Kh8 gekk upp vegna 26. Hh6+ gxh6 27. Dxh6#. Í framhaldinu ræður svart- ur ekki heldur við sókn hvíts. 26. De5 g6 27. Rxd5 Dd8 28. Rf6+ Kh6 29. g4! hxg4 30. Rxg4+ Kh7 31. Rf6+ Kh6 32. Hd3 g5 33. Hh3+ Kg6 34. De4+ Kg7 35. Hh7+ Kxf6 36. Hh6+ og svartur gafst upp enda mát í næsta leik. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. HLUTAVELTA Þetta líkist nú ekki beint fyrirmyndinni! Hann kemur með beinið sitt! Ég skal veðja að hann hefur grafið inniskóna mína einhvers staðar! 3.990 áður 5.990 Brúnir st. 37-41 3.990 áður 5.990 Drappaðir st. 36-41 Kringlan, sími 533 5150 3.990 áður 6.490 Svartir/bláir st. 36-41 4.990 áður 6.990 Svartir/ljósir st. 36-41 4.990 áður 9.990 Svarbrúnir st. 40-46 HELGARTILBOÐ Fimmtudag - föstudag - laugardag Opið mánudaga-föstudaga frá kl. 12-18 og laugardaga frá kl. 11-14 Skólavörðustíg 2 – sími 544 8880. ÚTSALA Nú er tækifærið... glæsilegt úrval minkapelsa á frábæru verði Stuttar og síðar kápur sumarúlpur, heilsársúlpur, regnúlpur, ullarjakkar, hattar og húfur Opið virka daga frá kl. 9-18 Laugardaga frá kl 10-15 Mörkinni 6 - Sími 588 5518

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.