Morgunblaðið - 08.05.2003, Side 66
ÍÞRÓTTIR
66 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ANDRIUS Stelmokas, litháíski
handknattleiksmaðurinn sem leikið
hefur með KA undanfarin, ár hefur
ekkert gert upp hug sinn hvar hann
leikur á næstu leiktíð. Hann fékk í
hendurnar nýtt tilboð frá KA-
mönnum í gær en fleiri félög hafa
gert hosur sínar grænar fyrir leik-
manninum, þar á meðal deildar-
meistarar Hauka.
Jóhannes Bjarnason, þjálfari KA-
manna, sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að hann vonaðist inni-
lega eftir því að Stelmokas yrði um
kyrrt en Stelmokas hyggst gefa KA-
mönnum svar eftir helgina.
„Það er hellingur af liðum sem
hafa sett sig í samband við Andrius
og eitthvað vill hann skoða málin.
Við höfum alla vega gert allt sem í
okkar valdi stendur til að halda hon-
um og ef það dugar ekki þá sýnist
mér stefna í enn eitt uppbyggingar-
árið hjá okkur,“ sagði Jóhannes.
Stelmokas hefur leikið frábær-
lega með KA-mönnum undanfarin
ár og það yrði mikil blóðtaka fyrir
norðanliðið ef hann færi frá því.
Haukarnir vilja væntanlega fá
Stelmokas í stað Hvít-Rússans
Aliaksandr Shamkuts en hann hefur
verið orðaður við lið Fylkis sem ætl-
ar að senda lið til leiks á nýjan leik á
næsta vetri.
KA og
Haukar
bítast um
Stelmokas
Andrius Stelmokas, línumaður KA, er eftirsóttur.
EKKERT verður úr fyrirhugaðri
þátttöku frjálsíþróttmanna úr FH í
Evrópukeppni félagsliða síðar í
þessum máðnuði. Að sögn Eggerts
Bogasonar, eins forvígismanna
frjálsíþróttadeildar FH, þá bíður
það næsta árs að FH-ingar sendi
sveit sína í Evrópukeppnina. Egg-
ert segir einkum tvær ástæður
liggja að baki þess að ákveðið hafi
verið að hætta við þátttöku nú.
Önnur ástæðan sé sú að fyrirhugað
er að keppni í riðli FH-inga fari
fram í Júgóslavíu. Þangað sé ein-
faldlega afar dýrt að fara með á
fjölmennan hóp.
Hin ástæðan sé sú að þrátt fyrir
að FH-ingar hafi tilkynnt um þátt-
töku innan tilskilis tíma þá hafi
staðið á staðfestingu frá Frjáls-
íþróttasambandi Evrópu um hvort
FH-ingum yrði heimiluð þátttaka
eða ekki. Um síðir hafi svar borist
og þá á þá leið að FH-ingar yrði
fyrsta varasveit í sínum riðli og
yrðu að stóla á að einhver drægi
þátttöku sína til baka. Ekki sé
mögulegt að bíða í óvissu með þátt-
töku í keppni af þessu tagi.
Þá hafi það einnig sitt að segja að
tveir fremstu frjálsíþróttamenn
FH, Silja Úlfarsdóttir og Jónas
Hallgrímsson séu bæði við nám í
Bandaríkjunum og ekki væntanleg
heim fyrr en í byrjun júní, þau
hefðu því misst af keppninni og það
hefði verið skarð fyrir skildi fyrir
FH. „Það er ekkert gaman að fara
nema geta teflt fram sterkasta liði
sem völ er á,“ segir Eggert.
FH-ingar ekki með
í Evrópubikarnum
HANDKNATTLEIKUR
Úrslit karla, annar leikur:
Austurberg: ÍR - Haukar .....................19.15
Haukar eru yfir 1:0.
Í KVÖLD
KNATTSPYRNA
Meistaradeild Evrópu
Undanúrslit, fyrri leikur:
AC Milan – Inter Mílanó ......................... 0:0
78.000.
AC Milan: Nelson Dida, Alessandro Costa-
curta, Kakha Kaladze, Paolo Maldini,
Alessandro Nesta, Cristian Brocchi (Sergio
Serginho 73.), Gennaro Gattuso (Fernando
Redondo 78.), Rui Costa, Clarence Seedorf,
Filippo Inzaghi, Andriy Shevchenko (Riv-
aldo 81.)
Inter: Francesco Toldo, Fabio Cannavaro,
Francesco Coco (Giovanni Pasquale 84.),
Ivan Cordoba, Marco Materazzi, Javier
Zanetti, Luigi Di Biagio, Emre Berezoglu,
Sergio Conceicao (Andres Guglielmin-
pietro 66.), Hernan Crespo, Alvaro Recoba
(Mohamed Kallon 71.)
England
Úrvalsdeild:
Arsenal – Southampton...........................6:1
Robert Pires 8., 22., 46., Jermaine Pennant
15., 18., 25. - Jo Tessem 34 - 38.052.
Staða efstu liða:
Man. Utd 37 24 8 5 72:33 80
Arsenal 37 22 9 6 81:42 75
Newcastle 37 21 5 11 61:46 68
Chelsea 37 18 10 9 66:37 64
Liverpool 37 18 10 9 60:39 64
Everton 37 17 8 12 47:47 59
Blackburn 37 15 12 10 48:43 57
Man. City 37 15 6 16 47:53 51
Tottenham 37 14 8 15 51:58 50
Middlesbro 37 13 10 14 47:42 49
Skotland
Motherwell – Celtic.................................. 0:4
Staða efstu liða:
Celtic 35 28 4 3 87:24 88
Rangers 35 28 4 3 89:27 88
Hearts 35 17 9 9 56:48 60
HANDKNATTLEIKUR
Þýskaland
Nordhorn – Wallau-Massenheim ........31:25
Wilhelmshavener – Magdeburg ..........25:36
Pfullingen – Kiel....................................27:37
Staðan:
Lemgo 29 27 0 2 991:802 54
Flensburg 30 25 0 5 954:787 50
Magdeburg 30 23 1 6 960:832 47
Essen 30 21 3 6 868:791 45
Nordhorn 30 18 1 11 903:862 37
Gummersb. 30 16 3 11 892:844 35
Kiel 30 14 4 12 854:810 32
Hamburg 29 13 3 13 765:770 29
Wallau 30 11 6 13 872:887 28
Grosswallst. 30 9 7 14 763:791 25
Wetzlar 30 10 4 16 743:811 24
Göppingen 30 9 5 16 773:818 23
Eisenach 30 10 1 19 788:844 21
Wilhelmshav. 30 9 2 19 767:850 20
Minden 30 8 2 20 795:868 18
Pfullingen 30 7 4 19 759:876 18
N-Lübbecke 30 7 2 21 777:869 16
Willst.Schutt. 30 7 2 21 803:915 16
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA-deildin
Úrslitakeppnin, átta liða úrslit:
Austurdeild:
Detroit – Philadelphia...........................98:87
Detroit er yfir 1:0.
Vesturdeild:
Dallas – Sacramento .........................113:124
Sacramento er yfir 1:0.
ÚRSLIT
Óli G.H. Þórðarson úr SH settisex Íslandsmet í sínum flokki,
eða í öllum greinunum sem hann
keppti í – 50 m, 100 m og 200 m
bringusundi og skriðsundi í flokki 65–
69 ára. Óli var langelstur keppenda –
hann er fæddur 1936.
Framkvæmdastjóri mótsins var
Ólafur Baldursson, sem sagði að
mótshaldið hefði tekist vonum fram-
ar. Ólafur var ekki einasta fram-
kvæmdastjóri heldur einnig kepp-
andi, mótshaldari, ræsir og afhenti
verðlaunin.
„Mest kom mér á óvart fjöldi þátt-
takenda, en garparnir setja það
greinilega ekki fyrir sig að sækja
landsmótið út á land. Svo skemmti-
lega vildi til að fjórir Siglfirðingar
kepptu í sama riðli 200 m bringusundi
og nefndu gárungarnir sveitina Sigl-
firsku sveitina. Hún var skipuð Inga
Haukssyni, sem býr á Siglufirði, Ás-
mundi Jóni Jónssyni, sundfélaginu
Óðni, Jóni Baldvini Hannesyni, Óðni,
og svo var ég fyrir KS,“ sagði Ólafur.
Norðurlandamót garpa er haldið á
fimm ára fresti hér á landi og verður í
Hafnarfirði í byrjun október en það
er einnig í fyrsta sinn sem það er
haldið utan Reykjavíkur. Mikill áhugi
og spenningur er meðal sundgarpa
fyrir mótið og er vænst mikillar þátt-
töku.
Sundgarpar settu
fjölmörg met
Morgunblaðið/Helga Guðrún
Siglfirska sveitin áður en lagt var í 200 metra bringusundið.
TÍUNDA opna íslenska meist-
aramót garpa í sundi, eldri
sundmanna, var haldið á Siglu-
firði um sl. helgi. 78 keppendur
frá ellefu íþróttafélögum tóku
þátt en þetta er í fyrsta sinn
sem landsmótið er haldið utan
Reykjavíkur. Sveit SH fékk flest
stig – 1.687, í öðru sæti var sveit
Óðins með 697 stigog í þriðja
sæti sveit UMSK með 386 stig.
Alls voru sett 41 met á mótinu.
Hector Cuper, þjálfari Inter, varmjög ánægður með úrslitin,
enda lagði hann aðaláherslu á að
stöðva sóknarmenn AC Milan, þá
Andriy Shevchenko og Filippo In-
zaghi, sem gerðu honum lífið leitt í
deildaleikjum liðanna í vetur. „Ég
greip því til þess að tefla fram þriggja
manna vörn gegn þeim og auk þess
þrengdum við að Milan á miðjunni. Í
heild var þetta því mjög góð frammi-
staða hjá okkur en vissulega vorum
við ekki sókndjarfir í seinni hálfleikn-
um,“ sagði Cuper en Christian Vieri
lék ekki með Inter vegna meiðsla og
ólíklegt er að hann nái síðari leiknum.
Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan,
var ekki eins kátur. „Það eru von-
brigði að leikurinn skyldi enda 0:0,
þar sem við sóttum mikið meira,
einkum í síðari hálfleik. Mínir menn
spiluðu vel og hefðu fyllilega verð-
skuldað að skora. En þetta einvígi er
í járnum og verður það allt þar til síð-
ari leikurinn verður flautaður af. Við
neyddumst til að breyta okkar spili
talsvert vegna þess hvernig Inter
lék, en okkur tókst að þróa það í rétta
átt og tókum völdin í leiknum í síðari
hálfleik,“ sagði Ancelotti.
„Við nálgumst leikinn á uppbyggi-
legan hátt en Inter kemur til leiks
með því markmiði að brjóta hann nið-
ur. Það er munurinn á liðunum,“
sagði Clarence Seedorf, leikmaður
AC Milan og fyrrum leikmaður Inter.
Reuters
Rui Costa og Filippo Inzaghi, leikmenn AC Milan, sækja að
Fabio Cannavaro, leikmanni Inter, í Mílanóslagnum í gærkvöld.
Cuper fagnaði
markaleysinu
á San Siro
EKKERT mark var skorað í fyrri viðureign ítölsku Mílanóliðanna í
undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. AC Milan, sem
taldist eiga heimaleikinn þó að hann færi fram á hinum sameigin-
lega heimavelli félaganna – San Siro, sótti mun meira í annars til-
þrifalitlum leik en stendur örlítið betur að vígi fyrir síðari viðureign-
ina þar sem Inter náði ekki að skora mark á „útivelli.“
Aftur til Betis
ef ekki semst
við Villa
FORRÁÐAMENN spænska
knattspyrnufélagsins Real
Betis hafa gert Jóhannesi
Karli Guðjónssyni það ljóst
að hann snúi aftur til félags-
ins í sumar ef ekki nást samn-
ingar við Aston Villa um sölu
hans þangað. „Ef ekkert
verður af sölu, ætlumst við til
þess að hann komi aftur
hingað,“ sagði talsmaður
spænska félagsins við dag-
blaðið The Mirror í gær. Áð-
ur hefur verið haft eftir Jó-
hannesi í enskum fjölmiðlum
að hann færi ekki aftur til
Spánar þótt hann yrði ekki
áfram í röðum Aston Villa.
Hann er samningsbundinn
Betis til næstu fjögurra ára
en hann gerði sex ára samn-
ing við félagið í september
árið 2001.
Real Betis leigði Jóhannes
til enska félagsins í janúar og
Graham Taylor, knatt-
spyrnustjóri Villa, hefur sýnt
áhuga á að kaupa hann af
Betis, en til þess þarf hann að
selja leikmenn. Rætt hefur
verið um að Betis og Villa
skipti á Jóhannesi og kól-
umbíska framherjanum Juan
Pablo Angel.