Morgunblaðið - 08.05.2003, Síða 67

Morgunblaðið - 08.05.2003, Síða 67
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 67 ÍSLENSKIR knattspyrnumenn skoruðu sjö mörk í 1. umferð norsku bikarkeppninnar í gær en þá léku úrvalsdeildarliðin öll á úti- völlum gegn liðum úr 3. deild. Þau unnu flest stóra sigra, ekkert þó í líkingu við meistara Rosenborg sem unnu lið Buvik, 17:0. Það er fé- lagsmet hjá Rosenborg sem áður hefur gert 16 og 15 mörk í bikar- leikjum. Árni Gautur Arason var ekki í marki liðsins frekar en í und- anförnum leikjum. Hannes Þ. Sigurðsson nýtti tæki- færi sem hann fékk í byrjunarliði Viking og skoraði tvö mörk á fyrstu 12 mínútunum þegar lið hans vann Kopervik, 5:1. Jóhann B. Guðmundsson skoraði 2 marka Lyn sem vann Kolbu, 7:0. Tryggvi Guðmundsson gerði tvö mörk fyrir Stabæk sem vann Rakkestad, 4:0. Tryggvi fórnaði reyndar marki þegar hann tók víta- spyrnu og renndi boltanum til hlið- ar á félaga sinn, sem skaut beint á markvörðinn! Indriði Sigurðsson gerði eitt af mörkum Lilleström sem vann Kirkenes, 7:0, eftir eitt lengsta ferðalag sem hægt er að fara í Nor- egi. Það er jafnlangt að fara frá Ósló til Kirkenes, sem er langt norðan við heimskautsbaug og austur við rússnesku landamærin, og frá Ósló til Ungverjalands, sam- kvæmt beinni loftlínu. Molde vann Hamar 6:0 og Rau- foss vann Fjellhamar 6:0. Íslend- ingar komust ekki á blað. Sjö íslensk mörk og Rosenborg skoraði 17 JOHN Walsh, borgarstjóri í Bolt- on, er mikill aðdáandi Guðna Bergssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu. Þar sem Guðni leik- ur síðasta leik sinn fyrir félagið á sunnudaginn hélt borgarstjórinn hóf til heiðurs Guðna í ráðhúsi borgarinnar í fyrrakvöld. Þar var Guðni leystur út með gjöf frá borgarstjóranum – forláta krist- alsvasa. Í ræðu sem borgarstjór- inn hélt í hófinu sagði hann meðal annars; „Guðni hefur gegnt frá- bæru hlutverki fyrir félagið og hann hefur svo sannarlega verið góður sendiherra fyrir Bolton. Framkoma hans utan sem innan vallar hefur verið frábær og hann hefur gegnt leiðtogahlutverki sínu af mikilli hollustu. Það verð- ur mikill missir fyrir félagið og ekki síður stuðningsmenn þess að sjá á eftir Guðna og skarð hans í liðinu verður vandfyllt. Fyrir mig persónulega verður mjög erfitt að sætta sig við að hann sé að hætta.“ Þessi orð borgarstjórans og hófið sem hann hélt Guðna til heiðurs er enn ein rósin í hnappa- gat Guðna sem á ferli sínum með Bolton, sem hófst árið 1995, hefur leikið 316 leiki fyrir félagið. Guðni þakkaði fyrir sig og sagði að fyrst og fremst ætti hann eftir að sakna fólksins í Bolton. „Ég hef eignast mjög marga vini hjá félag- inu og sömu sögu er að segja af minni fjölskyldu. Ég er snortinn yfir þeim orðum sem um mig hafa fallið og þessu hófi sem er mér til heiðurs og þetta er sérstök stund fyrir mig,“ sagði Guðni.  CRAIG Dean, enski knattspyrnu- maðurinn sem er til reynslu hjá Breiðabliki, lék fyrri hálfleikinn í gærkvöld þegar Kópavogsliðið tap- aði fyrir Val, 4:2. Hann fór þá meidd- ur af velli en Blikar ætla að skoða hann nánar á næstu dögum.  ÁRMANN Smári Björnsson, varn- armaðurinn hávaxni, lék á ný í fram- línu Vals í leiknum. Hann gerði tvö markanna og krækti í vítaspyrnu. Jóhann H. Hreiðarsson og Birkir Már Sævarsson gerðu hin mörk Vals en Olgeir Sigurgeirsson og Gunnar Örn Jónsson skoruðu fyrir Blika.  JENS Sævarsson tryggði Þrótti sigur á Fram, 1:0, í æfingaleik úr- valsdeildarliðanna í knattspyrnu sem fram fór á Valbjarnarvelli í Laugardal í gærkvöld.  KÁRI Ársælsson, unglingalands- liðsmaður úr Breiðabliki, lék með Þrótti í leiknum og gengur væntan- lega til liðs við félagið. Kári er sonur Ársæls Kristjánssonar, fyrrum varnarmanns úr Þrótti.  LOTHAR Matthäus, fyrrverandi fyrirliði þýska landsliðsins í knatt- spyrnu og leikmaður Bayern München, stýrði Partizan Belgrad til meistaratitils í Serbíu og Svart- fjallalandi. Matthäus tók við þjálfun Partizan í desember og tók hressi- lega til í herbúðum liðsins, setti m.a. nokkra „fasta“ menn út úr liðinu vegna þess að þeir lögðu sig ekki fram á æfingum. Undir stjórn Matt- häus vann liðið tíu af tólf síðustu leikjum sínum og fékk 13 stigum meira en næsta lið, Rauða Stjarnan. FÓLK  RÚNAR Sigtryggsson lék með Ciudad Real í gærkvöldi þegar liðið vann Torrevieja, 34:26, í spænsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi. Rúnar náði ekki að skora. Ciudad Real er sem fyrr í 2. sæti deildarinn- ar, tveimur stigum á eftir Barcelona sem tapaði stigi í gær þegar liðið gerði jafntefli við Ademar Leon, 29:29.  BANDARÍKIN munu senda eins sterkt körfuknattleikslandslið og hægt er á Ólympíuleikana í Aþenu,“ segir talsmaður NBA-deildarinnar í gær en bakverðirnir Allen Iverson frá Philadelphiu og Kobe Bryant eru í liðinu. Í febrúar var tilkynnt að Tim Duncan (San Antonio Spurs), Tracy McGrady (Orlando Magic), Jason Kidd (New Jersey Nets) og Ray All- en (Seattle Supersonics) myndu skipa liðið og nú nýverið var þeim Karl Malone (Utah Jazz) og Mike Bibby (Sacramento Kings) bætt í hópinn.  BÚAST má við að þeir Elton Brand frá Los Angeles Clippers, Richard Jefferson frá New Jersey, Jermaine O’Neal, Indiana og Nick Collison frá Kansas-háskólanum bætist í hópinn.  OLIVER Kahn markvörður þýska landsliðsins og Bayern München segir í viðtali við tímaritið Sport Bild að hann finni fyrir þörf hjá sér til þess að fara frá liðinu og reyna fyrir sér erlendis. „Ég hef unnið allt sem hugsast getur með Bayern München og það verður alltaf erfiðara að halda áfram á sömu braut án þess að missa áhugann. Ef ég færi til útlanda þyrfti ég að sanna mig á nýjan leik og kannski er það það sem ég þarfnast,“ segir Kahn en hann er 33 ára gamall en er samningsbundinn Bayern fram til ársins 2006. Hann hefur verið í níu ár í herbúðum Bayern eða frá árinu 1994 en hann var áður hjá Karls- ruhe.  TIM Flowers, markvörður Leic- ester, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Flowers er 36 ára gamall og lék nokkra leiki með enska lands- liðinu á síðasta áratug. Hann var m.a. markvörður Blackburn þegar liðið varð enskur meistari vorið 1995. FÓLK Ég er viss um að hann mun haldaáfram að starfa náið með okkur þegar hann hættir. Ég vil endilega fá hann til að finna fleiri leikmenn á borð við Guðna Bergsson, Eið Guð- johnsen, og Arnar Gunnlaugsson fyrir okkur. Þeir þrír Íslendingar sem leikið hafa með Bolton hafa reynst félaginu mikill happafengur og þegar maður veltir því fyrir sér að íbúafjöldinn er svipaður á Íslandi og hér í Bolton er ótrúlegt til þess að vita hversu margir góðir knatt- spyrnumenn eru á Íslandi. Íslend- ingar eiga leikmenn víðs vegar um Evrópu og Guðni getur orðið mikil- vægur hlekkur fyrir Bolton á Ís- landi.“ Allardyce telur að Guðni hafi tekið rétta ákvörðun um að sinna lög- fræðistörfum þegar hann hættir frekar en að fara út í að stýra knatt- spyrnuliði. „Ég held að Guðni verði ánægðari með því að velja sér nýjan starfsferil og ég held að hann vilji ekki verða framkvæmdastjóri. Hann vill komast í rólegra umhverfi og verða topplögfræðingur á Íslandi þar sem hann getur verið með eigin- konu sinni og börnum,“ segir Allar- dyce sem reyndi ítrekað að fá fyrir- liða sinn til að leika eitt ár til viðbótar en án árangurs. Guðni leikur síðasta leik sinn fyrir Bolton á sunnudag og ekki verður annað sagt en að sá leikur sé einn sá mikilvægasti sem hann hefur spilað fyrir liðið. Bolton tekur á móti Middlesbrough og þarf sigur til að tryggja sér áframhaldandi sæti í úr- valsdeildinni en fyrir lokaumferðina berjast Bolton og West Ham um að forðast fall en West Ham mætir Birmingham á útivelli. Liðin eru jöfn að stigum en markatala Bolton er betri sem nemur sex mörkum. Guðni Bergsson og John Walsh, borgarstjóri í Bolton, með hinn forláta kristalsvasa sem Walsh leysti Guðna út með í hófinu. Allardyce vill fá Guðna í lið með sér SAM Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, segir í viðtali við Man- chester Evening News að hann vilji fá Guðna Bergsson til að vinna fyrir Bolton þegar hann kveður félagið eftir níu ára dygga þjónustu við það í sumar. Allardyce vill fá Guðna til að útvega hæfileikaríka unga leikmenn til félagsins en íslenskir leikmenn hafa reynst Bolt- on-liðinu ákaflega vel að mati Allardyce. ÓLAFUR Stefánsson skoraði 7 mörk, þar af tvö úr vítakasti, þegar Magdeburg lagði Wilhelmshavener, 36:25, á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi. Sigfús Sigurðsson skoraði 5 mörk fyrir Magdeburg, sem með sigrinum heldur þriðja sæti deildarinnar en það gefur þátt- tökurétt í meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Gylfi Gylfason komst ekki á blað fyrir Wilhelmshavener í leiknum en liðið er í fallhættu. Einar Örn Jónsson skoraði eitt mark fyrri Wallau Massenheim þegar liðið tapaði, 31:25, fyrir Nordhorn. Tólf marka leikur hjá Ólafi og Sigfúsi Opna Calsberg-mótið laugardaginn 10. maí Höggleikur með og án forgjafar. Hámarksforgj. karlar 24, konur 28. Ræst út kl. 8:00-15:00 Skráning fer fram á www.golf.is og í síma 421 4100. Mjög góð verðlaun fyrir: Sæti 1-3 án forgj. Sæti 1-3 m forgj. Nándarverðl. á 3. og 16. braut. 0,0% Keppnisgjald kr. 2.500 Allir fá teiggjafir Borgarstjórinn hélt hóf fyrir Guðna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.