Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 70
70 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÖNGLEIKURINN Grease eftir Jim Jacobs og Warren Casey verður frumsýndur í Borgarleik- húsinu föstudaginn 20. júní. Jón Jósep Snæbjörnsson og Birgitta Haukdal fara með hlutverkin, sem John Travolta og Olivia Newton-John léku við góðan orðstír á hvíta tjaldinu. Í þetta skiptið gerist söngleik- urinn ekki á sjötta áratugnum í Bandaríkjunum heldur í íslensku umhverfi því Gísli Rúnar Jónsson ís- lenskaði verk- ið, staðfærði það og samdi söngtexta. „Það eru mjög stífar æfingar og gengur alveg rosalega vel,“ segir Gunnar Helgason leikstjóri. „Við erum í startholunum. Við erum byrjuð að lesa frábært handrit eftir Gísla Rún- ar. Það er búið að æfa nokkra dansa og taka upp eitthvað af lögum,“ útskýrir hann en tónlist- arstjóri er Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson. „Þetta er alveg rosalega skemmtilegt. Sérstaklega af því að það er búið að staðfæra þetta. Þetta gerist á Íslandi í náinni framtíð, nánar tiltekið í sept- ember 2003 og frameftir næsta vetri,“ segir Gunnar sem vill ekki gefa of mikið upp um hin ís- lensku Sandy og Danny. „Við erum með atvinnuleikara í öllum hlutverkum, nema Jónsa og Birgittu. Þau eru náttúrlega at- vinnumenn á sínu sviði, sem er að syngja,“ segir leikstjórinn og bætir við að gaman sé að fá fólk úr sitthvorri áttinni í söngleikinn. „Allir hjálpast að við að gera þetta sem best.“ „Hún er alveg þrusu leikkona og klár í slaginn,“ segir hann að- spurður um Birgittu. Dansarar taka að sjálfsögðu einnig þátt í sýningunni en dans- ahöfundar eru Birna og Guðfinna Björnsdætur. Um leikmynd sér Ólafur Egill Ólafsson og Helga Ólafsdóttir er búningahöf- undur. „Og það má ekki gleyma Ladda. Hann leikur vinsæl- an fjölmiðla- mann, sem vinnur á ótil- teknum fjöl- miðli hér í bæ og kemur svo og stjórnar danskeppni framhaldsskólanna,“ segir Gunnar. Leikarar og dansarar í Grease eru: Jón Jósep Snæbjörnsson, Birgitta Haukdal, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Unnur Ösp Stefánsdóttir, Tinna Hrafnsdóttir, Brynja Valdís Gísladóttir, Margrét Eir, Sveinn Þór Geirsson, Guðjón Karlsson, Jón Páll Eyjólfsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Esther Thalía Casey, Sigrún Ýr Magnúsdóttir, Benedikt Einarsson, Hannes Þór Egilsson, Sigurður Hrannar Hjaltason, Sigrún Birna Haf- steinsdóttir og María Þórð- ardóttir. Söngleikurinn Grease frumsýndur 20. júní í Borgarleikhúsinu Gerist á Íslandi Morgunblaðið/Jim Smart Hópurinn stillir sér upp eftir æfingu. Gunnar Helgason leikstjóri segir stíft æft þessa dagana en að allt gangi vel. „Hún er alveg þrusu leikkona og klár í slaginn,“ segir Gunnar Helgason um að- alleikkonuna Birgittu Haukdal. Morgunblaðið/Jim Smart Gunnar Helgason leikstjóri (í miðið) ásamt leikurum á samlestri nýrrar þýðingar og stað- færslu Gísla Rúnars Jónssonar á Grease. Morgunblaðið/Jim Smart HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. 400 kr Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14. Miðasala opnar kl. 15.30 kl. 6 og 9. Sýnd kl. 4 og 6. ísl. tal. 400 kr.Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. B.i. 12 ...Þetta er fyrsta stóra hasarmynd sumarsins 2003 og gæti hæglega endað sem ein sú besta ... Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is SV MBL X-men 2 er mynd með boðskap, brellur og brjálaðan hasar... Hvað viltu meira? "X2 er æsispennandi, linnulaus darraðardans frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu, æsileg skemmtun fyrir alla hasarmynd- aunnendur og jafnvel ennbreiðari hóp." Sýnd kl. 4 og 6. B.i. 12  HK DV kl. 5.50. Tilboð 400 kr. 400 kr Sýnd kl. 10. B.i. 14.Sýnd kl. 8. Þetta var hin fullkomna brúðkaupsferð ... þangað til hún byrjaði! Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12  Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is SV MBL  HK DV Tímaritið Heilsa fylgir Morgunblaðinu í 58.000 eintökum sunnudaginn 18.maí. li f u nheilsa Tímarit um útivist og lífsstíl Hafðu samband í síma 569 1111 eða í gegnum netfangið augl@mbl.is Auglýsendur! • Efnistök eru tengd útivist sem fylgir hækkandi sól og lífsstílnum sem fylgir hollri hreyfingu. • Talað við göngugarpa, hlaupara, kajak-ræðara, veiðimenn, golfara og fleiri. • Fjallað um jaðarsport. • Áhugaverðar gönguferðir á vegum Útivistar. Gönguleiðir í Reykjavík og á Akureyri. • Skemmtilegar græjur í sumarsportið. • Áhugaverðir sumarleikir. • Hugmyndir að hollu og fersku nesti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.