Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga www.isb.is flaki›? rennurnar? málninguna? gluggana? klæ›ninguna? hur›irnar? Er kominn tími á ... KANNANIR hafa sýnt að Frjálslyndi flokkurinn eigi ágæta möguleika á að fá tvo menn kjörna í Norðvesturkjördæmi. Þar er formaður flokksins, Guðjón A. Kristjánsson, efstur á lista en í öðru sæti er Sig- urjón Þórðarson, heilbrigð- isfulltrúi Norður- lands vestra á Sauðárkróki. Sig- urjón er jafn- framt Hegranes- goði ásatrúarmanna og nái hann kjöri á laugardaginn verður hann fyrsti goð- inn síðan á miðri 13. öld til að sitja á Al- þingi Íslendinga, að því er Morgun- blaðið kemst næst. Þannig segir Helgi Bernódusson, að- stoðarskrifstofustjóri Alþingis, að goð- orðakerfi gamla þjóðveldistímans hafi verið afnumið með lögbókinni Járnsíðu árið 1271, er Íslendingar höfðu gengið Noregskonungi á hönd með Gamla sátt- mála. Aðspurður telur Helgi það ljóst að í seinni tíð hafi einhverjir alþing- ismenn verið heiðinnar trúar þó að eng- inn hafi borið goðatitil. Skipaður Hegranesgoði Í frétt Morgunblaðsins 6. janúar sl. segir af kjöri Hilmars Arnar Hilmars- sonar tónlistarmanns sem nýs allsherj- argoða Ásatrúarfélagsins á fundi Lög- réttu. Þar segir að einnig hafi þrír goðar verið skipaðir, m.a. Sigurjón sem Hegranesgoði. Á þetta kjör er reyndar deilt af Jör- mundi Inga Hansen, fv. allsherjargoða, sem í samtali við Morgunblaðið segir að kjör í embætti Ásatrúarfélagsins hafi ekki enn verið samþykkt á „löglegu“ allsherjarþingi. Hvað sem því líður tel- ur Jörmundur ljóst að heiðnir menn hafi löngum setið á Alþingi en fáir vilj- að gefa það upp opinberlega. Hann rak heldur ekki minni til að goði úr heiðinni trú hefði setið á Alþingi allt frá 13. öld er Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd. Löngu eftir kristnitökuna árið 1000 hafi menn haft goðatitil á þingi, jafnvel verið allsherjargoðar eins og Guðmundur „gríss“ Ámundason á Þing- völlum upp úr 1200. Sigurjón Þórðarson sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki hafa mikið velt þessari sagnfræði fyrir sér, hann hefði lagt meiri áherslu á að breiða út stefnu Frjálslynda flokksins og málefni en að greina frá eigin trúarbrögðum. Meg- inatriðið í hans huga væri að tryggja góða kosningu fyrir flokkinn í kjör- dæminu. Goði ekki verið á þingi síðan á 13. öld Sigurjón Þórðarson ÖKUMAÐUR sandflutninga- bíls grófst til hálfs undir hlass- inu af pallinum þegar það steyptist yfir ökumannshús bifreiðarinnar eftir að hún fór út af Reykjanesbraut og ofan í aðgönguleið að undirgöngum síðdegis í gær. Maðurinn var rammlega skorðaður í sand- inum og það tók sjúkraflutn- inga- og slökkviliðsmenn tals- verðan tíma að moka frá honum og klippa varð þakið af ökumannshúsinu. Gat sig hvergi hreyft Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var fólksbíl með fjórum innanborðs ekið í veg fyrir flutningabílinn á gatna- mótum Lækjargötu og Reykjanesbrautar um klukkan hálfsex í gær. Talið er að öku- maður flutningabílsins hafi sveigt frá til að forðast stór- slys. Flutningabíllinn rakst þó í fólksbílinn og þaðan fór hann út af veginum og hafnaði loks utan vegar. Hlassið færði nán- ast ökumannshúsið í kaf en að sögn slökkviliðsmanns tókst ökumanninum að færa sig undan sandinum sem streymdi inn í húsið. Hann grófst engu að síður til hálfs undir hlassinu og gat sig hvergi hreyft. Þónokkurn tíma tók að ná honum út enda þurfti bæði að grafa eftir hon- um og klippa ökumannshúsið í sundur til að ná til hans. Ökumaðurinn reyndist ökklabrotinn og gekkst hann undir aðgerð í gær. Fjór- menningarnir í fólksbílnum sluppu með minniháttar áverka, að sögn læknis á Landspítalanum í Fossvogi. Nokkrar umferðartafir urðu vegna slyssins. Í gær- kvöldi var unnið að því að ná bílnum og sandinum upp úr undirgöngunum. Flutninga- bíllinn er ónýtur. Sandflutningabíll hafnaði utan vegar eftir árekstur við fólksbíl í Hafnarfirði Grófst til hálfs undir sandhlassi Morgunblaðið/Júlíus LÁNASJÓÐUR íslenskra náms- manna, LÍN, hækkaði frítekju- mark úr 280.000 krónum í 300.000 krónur en nýjar úthlut- unarreglur sjóðsins fyrir næsta skólaár voru samþykktar í gær- kvöldi. Að meðaltali tryggja breytingarnar námsmönnum 5% hækkun á ráðstöfunartekjum milli skólaára. Breytingarnar voru samþykktar samhljóða í stjórn LÍN en stjórnina skipa fjórir ríkisstjórnarfulltrúar og fjórir fulltrúar námsmanna. Nýj- ar reglur taka gildi 1. júní nk. Áætlar LÍN að skólaárið 2003– 2004 veiti stofnunin 8.800 manns námslán að heildarupphæð 6.600 milljónir króna. „Þetta er mikið ánægjuefni fyrir námsmenn. Við erum að betrumbæta kerfið á hverju ári. Þessar breytingar kosta á fjórða hundrað milljónir króna þannig að það er til mikilla bóta fyrir náms- menn,“ sagði Gunnar I. Birgisson, formaður stjórnar LÍN. Hann sagði að hækkun á frítekjumarki væri til mikilla bóta. Þá var skerð- ing lána vegna tekna takmörkuð. Hlutfall tekna sem koma til lækk- unar námslána nú er lækkað úr 40% í 35%. „Þegar við tókum við árið 1991 var skerðingarhlutfallið 70% þann- ig að þær tekjur fólks sem fóru yfir frítekjumarkið skertu lán um 70%. Það var mjög vinnuletjandi kerfi. Við erum að reyna að breyta þessu í vinnuhvetjandi kerfi,“ sagði Gunnar. Grunnframfærsla hækkar úr 75.500 í 77.500 krónur. Hámarks- tími til námslána er einnig rýmk- aður úr 5 árum í 6 ár fyrir þá sem eru að ljúka viðbótargráðu í sér- námi eða grunnháskólanámi. Eftir sem áður er hægt að fá undanþágu frá svokallaðri 5 ára reglu ef sam- anlögð fyrri lán námsmanns eru undir tiltekinni fjárhæð, sem nú er 2,1 milljón. „Önnur mjög mikilvæg breyting er sú að réttur námsmanna sem búa hjá efnalitlum foreldrum er aukinn. Þeir eiga nú kost á sömu framfærslu og námsmenn sem eru í leiguhúsnæði. Með þessu erum við að koma til móts við þá sem eru efnalitlir,“ sagði Gunnar. „Við leiddum viðræður fyrir hönd námsmanna varðandi breyt- ingarnar ásamt öðrum náms- mannahreyfingum. Þetta er svip- aður árangur og náðist í fyrra. Við vorum mjög ánægð í fyrra og erum tiltölulega ánægð í ár,“ sagði Davíð Gunnarsson, formaður Stúdenta- ráðs HÍ, um breytingarnar. Ráðstöfunartekjur aukast um 5% Úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna breytt ÍSLENSK stúlka, Sólveig Sigurð- ardóttir, keppir á japanska meist- aramótinu í Shotokan karate í Tók- ýó í júní. Sólveig er nýorðin 18 ára og hefur verið skiptinemi í Japan í vetur. Hún vann sér inn þátttöku- rétt er hún hlaut verðlaunasæti á móti í Miyagi-fylki þar sem hún býr og verður yngsti keppandi á mót- inu. Sólveig segir skemmtilega lífs- reynslu að æfa og keppa í uppruna- landi íþróttarinnar. Hún hefur vakið athygli í Japan og fjallað um hana í blöðum og sjónvarpi enda fá- títt að útlendingar keppi þar í kar- ate, hvað þá vinni til verðlauna. Keppir á jap- anska meist- aramótinu GERT er ráð fyrir að nýjar vélar sem teknar verða í notkun hjá landvinnslu Samherja í Dalvíkurbyggð auki nýt- ingu fiskflaka um allt að 4% sem skil- ar tugum milljóna í auknar tekjur. Starfsmenn Marel hafa unnið að þró- un þessara véla undanfarin tvö ár. Kostnaðurinn er um 300 milljónir en norskir byggðar- og sjávarútvegs- sjóðir hafa greitt um helming af þró- unarkostnaði. Nýja tæknin byggist á tveimur vélum. Sú fyrri tekur beina- garðinn úr fiskinum og plokkar bein sjálfvirkt úr flökunum en hin síðari notar röntgentækni til að finna bein sem hugsanlega leynast í flökunum að lokinni sjálfvirku beinhreinsuninni. Tæki gefur til kynna hvar beinin er að finna og starfsmaður sér um að hreinsa þau úr. Sigurður Jörgen Ósk- arsson, framleiðslustjóri í Dalvíkur- byggð, sagði að þar séu unnin um 3.500 tonn af fiski árlega. Þannig að 3% betri nýting afurða gefi tugi millj- óna í auknar tekjur. „Þannig að við aukum verðmæti aflans til mikilla muna, en um það snýst þetta allt sam- an,“ sagði hann. Nýjar vélar auka verðmæti fiskflaka um tugi milljóna  Betri/20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.