Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á MORGUN ganga fjölmargir ungir kjósendur að kjörkassanum í fyrsta skipti í alþingiskosningum. Þeir sem verða í fyrsta skipti nógu gamlir til að kjósa eru 17.191 eða 8,1% kjósenda. Alltaf verið vinstri manneskja „Ég hef mjög sterkar skoðanir á öllum málum og læt ekkert framhjá mér fara,“ segir Sigurlaug María Hreinsdóttir, sem búsett er hjá for- eldrum sínum í Reykjavíkurkjör- dæmi norður og á afmæli á kjördag. Hún segir að vinir sínir séu frekar áhugasamir um stjórnmál, en sér finnist margir jafnaldra sinna gefa þeim lítinn gaum. Sigurlaug María segist alltaf hafa verið vinstri mann- eskja. „Mamma og pabbi eru bæði til vinstri, en ég kýs ekki það sama og þau. Mér finnst margt óréttlátt í sam- félaginu, bæði kvótakerfið og skatta- mál, og er að bíða eftir breytingum.“ Hún ætlar að reyna að fylgjast með kosningaúrslitunum, en er á kafi í prófum í MR og tíminn af skornum skammti. Hvaða skoðun hefurðu á stjórn- málamönnum? „Það fer í taugarnar á mér hvað sumir eru hrokafullir og tala niður til manns. Ég get sprungið þegar ég sé þá í viðtölum.“ Ertu nógu gömul til að kjósa? „Já, en ég veit samt um nokkra jafnaldra mína sem hafa engan áhuga á þessu.“ Er ekki til áhugalaust fólk á öllum aldri? „Jú, náttúrlega er það þannig.“ Vil trausta einstaklinga „Ætli samræmdu prófin í fram- haldsskólunum brenni ekki heitast á ungu fólki,“ segir Ágúst Guðmunds- son, sem býr hjá foreldrum sínum á Húsavík og er því í Norðaust- urkjördæmi. „Það hefur verið af- greitt nokkuð vel núna. Málinu var slegið á frest og unnið verður betur að undirbúningnum.“ Ágúst stundar nám í Framhalds- skólanum á Húsavík. Hann segist ekki hafa mikinn áhuga á stjórn- málum og að sinn vinahópur skipti sér lítið af þeim. Sumir jafnaldranna séu alveg á kafi í stjórnmálum, en öðrum alveg sama. Hann er ekki búinn að ákveða hvað hann ætlar að kjósa, en ætlar að gera það á næstu dögum. „Ætli ég fari ekki eftir málefnunum, þótt maður hafi svo sem ekki mikið af þeim. Þetta er fyrst og fremst persónulegur áróð- ur. Og ég vil hafa trausta einstaklinga í þessu.“ Hvaða skoðun hefurðu á stjórn- málamönnum? „Það er misjafnt. Sumir geta verið leiðinlegir og aðrir fínir.“ Finnst þér þú nógu gamall til að kjósa? „Já. En maður hefur ekki fullmót- aða hugmynd um hvað á að kjósa eða vit á öllu sem talað er um.“ Heldurðu að fólk sem er eldra en þú sé ekki á sama báti? „Jú, það held ég.“ Fer með karlinum á kjörstað „Ég hef lítinn áhuga á pólitík,“ seg- ir Guðmundur Pétur Ólafsson, sem býr hjá foreldrum sínum í Kópavogi og er því í Suðvesturkjördæmi. Að- spurður hvað skipti ungt fólk mestu máli, svarar hann hreinskilnislega: „Ég er ekkert inni í kosningamál- unum, þannig að ég hef ekki hug- mynd um það. Ætli það sé ekki þetta hefðbundna, eins og skattamál.“ Guðmundur Pétur stundar nám við Verzlunarskólann og segir að félagar sínir hafi ennþá minni áhuga á stjórn- málum en hann. En ætlar hann að kjósa? „Já, ég býst við því. Ég held að gamli karlinn vilji nú taka mig með á kjörstað.“ Hefurðu gert upp hug þinn? „Nei, því miður. Ég hef ekki einu sinni reynt að gera upp hug minn,“ segir hann og hlær. Hvaða skoðun hefurðu á stjórn- málamönnum? „Voða litla. Þetta eru bara venju- legir karlar.“ Karlar? „Já, ég myndi lýsa þeim þannig,“ segir hann og hlær. Finnst þér þú nógu gamall til að fá að kjósa? „Ja, eins og stendur hef ég ekkert fylgst með þessu, þannig að ef til vill er ég of ungur.“ Heldurðu að allir sem eldri eru fylgist með? „Ekki allir, en kannski flestir.“ Kvótakerfið og byggðamál „Námslánin eru mikilvægasta mál- ið hjá ungu fólki fyrir kosningar,“ segir Ingunn Valdís Baldursdóttir, sem er frá Raufarhöfn í Norðaust- urkjördæmi, en býr með bróður sín- um í Reykjavík og stundar nám í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. „Ég hef líka verið að velta fyrir mér kvótakerfinu og byggðamálum.“ Hún segist vera komin með áhuga á stjórnmálum, sem hún hafi aldrei haft áður. Hún haldi að jafnaldrar sínir hafi engan áhuga. „Ég ætla að velja þann flokk sem kemur best fram og er með bestu stefnuna,“ segir hún. Ertu búin að ákveða þig? „Ekki alveg. Var að hugsa um einn flokk, en…æ ég veit það ekki. Jú, lík- lega kýs ég hann.“ Hvaða skoðun hefurðu á stjórn- málamönnum? „Mér finnst þeir óttalega vitlausir. Ætlarðu nokkuð að birta það,“ segir hún og hlær. Finnst þér þú nógu gömul til að kjósa? „Já, mér finnst það.“ Ekkert spennandi „Þetta hafa ekki verið neitt sérlega spennandi kosningar, auglýsinga- herferðirnar eru ekki að virka á mig,“ segir Andri Már Númason, sem býr hjá foreldrum sínum í Reykjavík- urkjördæmi suður og stundar nám í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Hann segist ekki hafa mikinn áhuga á stjórnmálum og að hann eigi enn eftir að ákveða eftir hverju hann fer þegar hann kýs. „Ég reikna með því að gera upp hug minn í kjörklef- anum.“ Hvaða skoðun hefurðu á stjórn- málamönnum? „Þeir eru misjafnir.“ Finnst þér þú nógu gamall til að kjósa? „Já, ég hef bara ekki myndað mér neinar skoðanir á pólitík.“ Trúverðugleiki skiptir máli „Ég hef heyri mest af sjáv- arútvegsmálum,“ segir Margrét Hall- grímsdóttir, sem býr hjá foreldrum sínum á Akranesi og er því í Norð- vesturkjördæmi. Hún stundar nám í Fjölbrautaskólanum á Akranesi. Að sögn Margrétar hefur hún áhuga á stjórnmálum og skoðanir á hlutunum. „En ég velti mér ekki mik- ið upp úr þessu,“ segir hún. Það sem ræður því hvað hún kýs er hvernig fólkið kemur fram. „Ég myndi ekki kjósa flokk með leiðinlega þingmenn. Svo skiptir máli hvað boð- ið er upp á og hvort ég trúi því að staðið verði við það.“ Hvaða skoðun hefurðu á stjórn- málamönnum? „Mér finnst sumir allt í lagi. Aðrir eiga ekki heima þarna.“ Finnst þér þú nógu gömul til að kjósa? „Já.“ Þeir eru óttalega vitlausir Það var hugur í sex ung- um kjósendum, sem verða 18 ára á kjördag. Pétur Blöndal komst að því að allir ætla þeir að kjósa. Morgunblaðið/Sverrir Sigurlaug María Hreinsdóttir Morgunblaðið/Jim Smart Guðmundur Pétur Ólafsson Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Ágúst Guðmundsson Morgunblaðið/Jim Smart Andri Már Númason Morgunblaðið/Arnaldur Ingunn Valdís Baldursdóttir Margrét Hallgrímsdóttir NÝ RANNSÓKN á tíðni vetrar- þreytu og óyndis meðal framhalds- skólanema hefst nú í haust en Vís- indasiðanefnd gaf nýlega samþykki sitt fyrir fyrsta áfanga rannsóknar- innar. „Þetta mun, ásamt myndarlegu framlagi Tómasar Inga Olrich menntamálaráðherra, gera okkur fært að hefjast handa um skipulagn- ingu rannsóknanna nú þegar og kanna algengið samtímis meðal ung- linga norðan og sunnan heiða strax og skólar hefja kennslu nú í haust,“ segir Jóhann Axelsson prófessor í lífeðlis- fræði við Læknadeild Háskóla Ís- lands og einn af aðstandendum rann- sóknarinnar. Einnig hefur rannsóknarsjóður HÍ og Nýsköpunarsjóður námsmanna styrkt verkefnið en baggamuninn ræður fjárveiting menntamálaráð- herra að sögn Jóhanns. Hátt í þrjátíu þúsund Íslend- ingar þjást af vetrarþreytu Um er að ræða rannsóknarsam- starf Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri þar sem meðal annars verða metin áhrif umhverfisþátta á líðan unglinga. „Við munum gera saman- burð á algengi vetrarþreytu og óyndis hjá ungu fólki sem er í námi á ólíkum veðurspásvæðum. Það er að segja á Norðurlandi eystra og við Faxaflóa og Breiðafjörð. Í skammdeginu er nokkur munur á ýmsum veðurþáttum milli þessara tveggja staða, meðal annars þáttum sem hafa áhrif á magn og samsetningu dagsbirtu en tak- markað framboð dagsbirtu er af mörgum talið orsök vetraróyndis og vetrarþunglyndis,“ segir Jóhann. Vetrarþreyta hefur verið skil- greind sem geðlægð sem kemur ávallt fram á sama tíma ár hvert og stendur yfir vetrarmánuðina en með- al einkenna eru depurð, syfja að degi til, félagsfælni, kvíði, skert framtaks- semi og mikil löngun í sætindi en að sögn Jóhanns hafa rannsóknir stað- fest að á milli 20 og 30 þúsund Íslend- ingar þjáist árlega af vetraróyndi, þar af um það bil 10 þúsund af alvarlegri gerð vetraróyndis. Ætla megi að beinn eða óbeinn kostnaður sem hljótist af öllum þunglyndissjúkdóm- um ár hvert sé um það bil 6 milljarðar króna samkvæmt B.S.-lokaritgerð Tinnu Traustadóttur. Öllum nemendum við Fjölbrauta- skólann við Ármúla, Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri verður boðin þátttaka í rannsókninni sem fer þannig fram að lagður verður fram spurningalisti sem notaður hefur verið fyrir þátttak- endur í flestum þekktum rannsókn- um til að ákvarða algengi vetraróynd- is. Einnig hefjast mælingar á birtumagni og samsetningu birtunnar á Akureyri en slíkar mælingar hafa verið gerðar reglulega í Reykjavík síðastliðin 10 ár. Jóhann segir að Ak- ureyri sé kjörinn staður til saman- burðarmælinga, einni og hálfri breiddargráðu norðar og ýmsir veð- urþættir ólíkir, auk þess sem þar sé einnig háskóli, fjöldi sérfræðinga og öflug heilsugæsla. Rannsóknarsamstarf Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslans Tíðni vetrar- þreytu hjá nem- endum könnuð DAVÍÐ Gunnarsson, formaður Stúdentaráðs HÍ, segir að meðal veigamestu breytinganna í nýjum úthlutunarreglum Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna fyr- ir næsta skólaár sé sá árangur sem náðst hef- ur að grunnframfærslan hækki um 2.000 kr. eða í 77.500 kr. „Það sem skiptir þó kannski meira máli er að frítekjumark- ið hækkar um 20.000 eða upp 300.000 kr. og skerðingarhlutfallið er lækkað um fimm pró- sentustig,“ segir hann. Áhersla á að náms- mönnum sé ekki refsað fyrir að vinna „Við höfum í gegnum tíðina lagt mikla áherslu á að komið verði í veg fyrir að námsmönnum sé refsað fyrir að vinna. Núna koma 35% af þeirra tekjum til skerðingar á láni. Okkar markmið til langs tíma er að afnema algerlega þessa tekjutengingu. Nokkrir stjórnmálaflokkar hafa líka ályktað um það á sínum landsfund- um en stúdentar verða að vinna til þess að geta séð sér farborða yfir veturinn vegna þess að námslánin eru ekki nógu há. Þau eru ennþá talsvert langt frá því, þrátt fyrir að við höfum náð góðum árangri bæði núna og í fyrra,“ segir Davíð. Við breytingar á úthlutunar- reglum LÍN á síðasta ári var mest áhersla lögð á hækkun grunnfram- færslunnar og náðist þá mikilvægt framfaraskref, að sögn Davíðs, og með hækkuninni núna er tryggt að hún heldur í við verðlag. Hámarkstími lengdur í 6 ár Davíð segist einnig vera ánægður með þá breytingu sem nú hef- ur verið samþykkt að hámarkstími til náms- lána er rýmkaður úr fimm í sex ár fyrir þá sem eru að ljúka við- bótargráðu í sérnámi eða grunnháskóla- námi. „Þetta skiptir einnig talsverðu máli. Þetta er t.d. mjög mikilvægt fyrir nemendur sem fara í sérskóla og ná sér í eina gráðu og ætla sér síðan í háskólanám og taka þar aðra gráðu.“ Davíð segir almennt um breyting- arnar sem felast í hinum nýju úthlut- unarreglum að þær séu vissulega skref í rétta átt. „Við höfum lagt áherslu á að mönnum sé ekki refsað fyrir að vinna. Í raun og veru er þetta kerfi þannig að það hvetur m.a.s. menn til að telja ekki fram tekjur sínar,“ segir hann. Davíð Gunnarsson, formaður Stúd- entaráðs, um úthlutunarreglur LÍN Höfum náð góðum árangri núna og í fyrra Davíð Gunnarsson, for- maður Stúdentaráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.