Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra gerði minnkun fylgis Sjálfstæðis- flokksins í könnunum Gallup að umræðuefni á hverfisfundi flokks- ins í Rimaskóla í gærkvöldi. Davíð sagði að flokkurinn þyrfti bersýni- lega á meiri stuðningi að halda til að öruggt væri að að vinstri stjórn tæki ekki við völdum. „Það er mikið í húfi eftir tvo daga.“ Fundurinn hófst með því að myndband var sýnt af uppbyggingu Grafarvogs á þeim tíma er Davíð Oddsson var borgarstjóri í Reykja- vík. Davíð sagðist hrærður yfir myndbandinu, talaði á nokkuð per- sónulegum nótum í framhaldinu og sagði frá tíðum sunnudagsbíltúrum í þetta nýja hverfi. Davíð vakti máls á minnkandi skuldum ríkisins, á meðan skuldir Reykjavíkurborgar hefðu hækkað að hans sögn. Hann sagði að þar sem svo vel hefði gengið að greiða niður skuldir erlendis væri Ísland nú komið með jafngott lánstraust og Bandaríkin. Hann sagði ríkis- sjóð hafa verið rekinn með afgangi mörg ár í röð auk þess sem vinnu- friður hefði batnað þar sem verk- föll væru ekki eins tíð og áður, að hans sögn vegna hagstæðari samn- inga og fleiri langtímasamninga. „Níu ár í röð hefur kaupmáttur aukist,“ sagði Davíð. Hann ræddi um öll þau loforð sem allir flokkar hefðu gefið í kosn- ingabaráttunni. Hann sagði að eng- inn maður gæti séð fram í tímann og óvæntir atburðir kæmu alltaf upp. Þá væri mikilvægt að við stjórnvölinn væru menn sem gætu brugðist sæmilega við þeim. „Þið fáið aldrei algóða menn í framboð, en þið fáið alltaf einhverja vitleys- inga,“ sagði hann. Núverandi stjórn betri en þriggja flokka stjórn Davíð var að lokum spurður út í stjórnarmyndunarviðræður. „Sam- starfið hefur gengið vel. Ég tel að Íslandi sé betur borgið með áfram- haldandi ríkisstjórn heldur en þriggja flokka stjórn,“ sagði Davíð. Hann sagði þó alla flokka ganga óbundna til slíkra viðræðna. Að lok- um lagði Davíð áherslu á ábyrgð fólks á kjördag. „Það er mikil- vægur dagur framundan. Kosning- arnar eru kannski ekki upp á líf og dauða, en þær geta haft áhrif fyrir hvert og eitt okkar.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra á kosningafundi í Rimaskóla í gærkvöldi Mikið í húfi Morgunblaðið/Kristinn Ásta Möller alþingismaður og Davíð Oddsson svöruðu fyrirspurnum á kosningafundi í Rimaskóla í gærkvöldi. UM sex þúsund manns höfðu kosið utan kjörfundar hjá embætti sýslu- mannsins í Reykjavík í gær. Kosið er á skrifstofu sýslumanns í Skógarhlíð 6 og verður hægt að kjósa utan kjör- fundar þar á kjördag frá kl. 10 til 18 síðdegis. Skrifstofan er einnig opin í dag, föstudag, frá kl. 10 til 22. Þórir Hallgrímsson, aðstoðar- deildarstjóri hjá sýslumanninum í Reykjavík, hvetur fólk til að kjósa tímanlega sjái það fram á að vera í burtu á kjördag. Kjörstaðir opnaðir kl. 9 Kjörstaðir verða opnaðir kl. 9 á laugardag og verða opnir til kl. 22. Í litlum sveitarfélögum má kjörstjórn ákveða að opna kjörfund síðar, en ekki síðar en kl. 12. Kjörfundi má slíta ef átta stundir eru liðnar frá setningu og að lágmarki sé hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Einnig má slíta kosningu ef allir á kjörskrá hafa greitt atkvæði og eftir fimm klukku- stundir ef öll kjörstjórnin og um- boðsmenn eru sammála um það. Að sögn Gunnars Eydal, starfs- manns yfirkjörstjórnar í Reykjavík, er kjósanda heimilt að strika yfir öll nöfn frambjóðenda nema eitt á þeim lista sem hann kýs. Þá er kjósanda jafnframt heimilt að númera fram- bjóðendur á listanum upp á nýtt en Gunnar segir að það verði þó að vera skýrt, þ.e. að ekki séu tveir fram- bjóðendur með sama númer. Ekki er leyfilegt að breyta öðrum lista en þeim sem x-að er við á seðlinum. Gunnar segir að við talningu at- kvæða séu teknir til hliðar þeir seðl- ar sem breytt hefur verið, með yf- irstrikun eða númeringu, vafaatkvæði og auðir seðlar. Yfir- kjörstjórn skoðar hvern og einn seðil sem vafi leikur á um. Á vefsíðu á vegum dómsmálaráðu- neytisins um þingkosningarnar má nálgast hagnýtar upplýsingar. Morgunblaðinu í dag fylgir kosn- ingahandbók, þar sem eru m.a. upp- lýsingar um nýju kosningalögin, ásamt töflum þar sem lesendur geta skráð hjá sér tölur á kosninganótt. Hægt að kjósa utan kjörfundar á kjördag  Kosningahandbók/B TENGLAR ..................................................... www.kosning2003.is. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær bræðurna Kristján Markús og Stefán Loga Sívarssyni í fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á Skeljagranda hinn 2. ágúst í fyrra. Sá fyrrnefndi hlaut þriggja og hálfs árs fangelsi og bróðir hans tveggja ára fangelsi. Dómurinn taldi sannað að þeir hefðu veist í félagi að rúm- lega tvítugum manni, margsinnis slegið hann í andlit og líkama með krepptum hnefum og bareflum, stungið hann og skorið með egg- vopnum og misþyrmt honum með öðrum hætti. Urðu afleiðingarnar þær að fórnarlambið hlaut tólf stungu- og skurðsár í andliti og lík- ama, gat á vinstra eyra, sem ákærði Stefán Logi veitti honum með belt- isgatara, brot í ennisbeini og nefrót, fjóra skurði á höfði, blóðsöfnun undir höfuðleðri og lífshættulega blæðingu milli heilahimna. Dómurinn taldi ljóst að atlagan hefði staðið lengi yfir og af áverk- unum mætti ráða að hún hefði verið hrottafengin. Ákærðu voru einnig sakfelldir fyr- ir aðra líkamsárás sama morgun með því að hafa ráðist á þrítugan mann við Eiðistorg. Stefán Logi var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa sparkað í manninn. Voru ákærðu dæmdir til að greiða honum 95 þúsund kr. í skaðabætur. Kristján Markús var ennfremur sakfelldur fyrir tilraun til þjófnaðar í fyrravor en sýknaður af ákæru fyrir þjófnað og Stefán Logi sakfelldur fyrir hylmingu um svipað leyti. Bræðurnir hafa báðir verið dæmd- ir áður fyrir ýmis brot, s.s. líkams- árásir, þjófnað og fleira. Annar bræðranna rauf með brotum sínum í fyrra skilorðsdóm sem hann fékk sumarið 2001 og var honum gerð refsing í einu lagi í gær. Gæsluvarð- haldsvist beggja frá 3. ágúst í fyrra var dregin frá refsingu þeirra. Allur sakarkostnaður féll á ákærðu. Málið dæmdu Guðjón St. Mar- teinsson dómsformaður, Friðgeir Björnsson dómstjóri og Valtýr Sig- urðsson héraðsdómari. Verjendur ákærðu voru Ómar Stefánsson hdl. fyrir Kristján Mark- ús og Brynjar Níelsson hrl. fyrir Stefán Loga. Ragnheiður Harðar- dóttir saksóknari hjá ríkissaksókn- ara sótti málið. Dæmdir í 3½ árs og 2 ára fangelsi fyrir líkamsárás á Skeljagranda Atlaga bræðranna talin löng og hrottafengin HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokks- ins og oddvitinn í Reykjavíkurkjördæmi norður, brá sér ásamt Birni Inga Hrafnssyni, sem er í 2. sæti fyrir flokkinn í Reykjavík suður, á kappleik í íþróttahúsinu í Austurbergi í gærkvöldi. Þar áttust við ÍR-ingar og Haukar í úrslitakeppninni í handknattleik og urðu þeir Halldór og Björn Ingi vitni að glæstum sigri heima- manna. Guðmundur Valdimar Valdimarsson, heitur stuðningsmaður ÍR, sat hægra megin við Halldór og veitti honum innsýn í leikinn. Morgunblaðið/Kristinn Meðal kjósenda á kappleik HÁKON EA var, fyrstur íslenskra skipa, kominn með 500 tonn af síld í gær þegar Morgunblaðið náði sam- bandi við skipið í Síldarsmugunni svokölluðu. Veiðarnar í ár hefjast því í fyrra lagi. Oddgeir Jóhannsson, skipstjóri á Hákoni, sagði að þeir væru búnir að fá samtals fimm hundruð tonn í þremur hollum. Fyrst fengu þeir hundrað tonn, þá tvö hundruð og loks aftur tvö hundruð tonn. Síldin væri blönduð, þeir væru eingöngu að vinna stærsta flokkinn um borð, en hún nýttist alveg. Hann sagði að þeir væru einir þarna í „bongóblíðu“ en að Guðmundur Ólafur ÓF væri væntanlegur á hverri stundu. „Við tökum það rólega núna í dag ... það er komið það mikið að við erum að vinna aðeins upp úr þessu,“ sagði Oddgeir en þeir vinna síldina og frysta um borð. Að sögn Inga Jóhanns Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra Gjögurs hf., útgerðarfélags Hákons EA, er síldin komin út úr norsku lögsögunni og er á „einhverju róli þarna“ um miðja Síldarsmuguna, nálægt sjö- tugustu gráðu norður og fjórðu til fimmtu gráðu austur. Hann sagði að menn væru ánægðir með að veiðarn- ar væru hafnar. Það virtist um ágæt- is síld að ræða, millisíld sem hentaði vel til vinnslu og frystingar í svoköll- uð „butterfly“-flök eða samflök. Hákon EA getur tekið um 650 tonn í frystilest og annað eins fer í aðra lest og nýtist í mjöl og lýsi. Ekki er enn ljóst hvar aflanum verður landað, hérlendis eða í Noregi, það ræðst af því hvert síldin stefnir. Hákon með 500 t í Síldarsmugunni =E-  =E        E      - $ ./ 01 #%   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.