Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfar- andi yfirlýsing frá stjórn Leikfélags Reykja- víkur ses. varðandi hagræðingaraðgerðir í rekstri Leikfélagsins og greinargerð fulltrúa borgarstjóra í samstarfsnefnd Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar: „Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarna daga hefur Reykjavíkurborg ákveðið að hækka ekki fjárframlag til Leik- félags Reykjavíkur. Sú ákvörðun er byggð á greinargerð fulltrúa borgarstjóra í sam- starfsnefnd félagsins og Reykjavíkurborgar. Í ljósi þessa hefur stjórn Leikfélags Reykjavíkur ekki annarra kosta völ en að samþykkja tillögur framkvæmdastjóra og leikhússtjóra um að fækka starfsmönnum um fimmtung eða sem samsvarar 20 ársverkum. Niðurskurðurinn kemur niður á allri starf- semi leikhússins. Þessar aðgerðir hafa áhrif á tæplega 40 starfsmenn leikhússins, sem sum- ir hverjir hafa starfað hjá félaginu um ára- tuga skeið. Leikfélag Reykjavíkur harmar að fulltrúar borgarstjóra í samstarfsnefndinni skyldu komast að þessari niðurstöðu, sem ekki er hægt að bregðast við nema með að- gerðum til að lækka rekstrarkostnað. Leikfélag Reykjavíkur hefur átt við fjár- hagsvanda að stríða allt frá því að það flutti starfsemi sína inn í Borgarleikhúsið árið 1989. Uppsafnaður fjárhagsvandi leiddi að lokum til þess að félagið þurfti að selja eign- arhluta sinn í Borgarleikhúsinu til Reykja- víkurborgar í janúar 2001 fyrir 208 millj. kr. Tap félagsins á verðlagi ársins 2002 hefur verið að meðaltali 24,8 millj. kr. á hverju leikári síðastliðinn áratug. Vandinn er því ekki nýr af nálinni. Nú er eiginfjárstaða Leikfélags Reykjavíkur það veik að félagið getur ekki haldið áfram að standa undir hallarekstri af eigin fé. Í samningi þeim sem gerður var milli Reykjavíkurborgar og Leik- félags Reykjavíkur árið 2001 var stefnt að því að tryggja rekstur Borgarleikhússins til langs tíma með vísitölubundnu árlegu fram- lagi að fjárhæð 180 millj. kr. næstu 12 árin, en 10 ár eru nú eftir af þeim samningi. Í þessu felst að sjálfsögðu mikilvægt öryggi, en á móti kemur að engin ákvæði eru í samn- ingnum um það hvernig bregðast eigi við sér- stakri hækkun rekstrarkostnaðar vegna launabreytinga. Kom reyndar fljótt í ljós að þörf var á auknu framlagi og hefur Reykjavíkurborg veitt Leikfélagi Reykjavíkur samtals 50 millj. kr. aukafjárveitingu vegna áranna 2002 og 2003. Á árinu 2003 nema framlög Reykjavík- urborgar til Leikfélags Reykjavíkur því 231,6 millj. kr. Reykjavíkurborg ver einnig tæpum 60 millj. kr. til viðbótar í viðhald og fast- eignagjöld Borgarleikhússins á árinu 2003. Það er því ekki rétt sem fram kom í frétt Ríkisútvarpsins hinn 29. apríl að félagið hafi fengið „tvö hundruð milljónir króna umfram samningsbundin framlög og tekjur á síðustu rúmum tveimur árum“. Um fjárhagsvandann nú segir í ofan- greindri greinargerð fulltrúa borgarstjóra í samstarfsnefnd: „Stjórnendur LR hafa án afskipta Reykja- víkurborgar breytt þeim forsendum m.a. með kjarasamningum sem leiddu til umtalsverðra hækkana á launum. Þeim hækkunum var ekki mætt með hagræðingu og sparnaði í rekstri nema að takmörkuðu leyti. LR lagaði því rekstur sinn í Borgarleikhúsinu ekki að breyttum forsendum.“ Í minnisblaði dags. 20. september 2002 frá framkvæmdastjóra Leikfélags Reykjavíkur til þáverandi borgarstjóra segir: „Allar líkur eru á því að í samningaferli LR og Reykjavíkurborgar, um rekstrar- samning til tólf ára, hafi samningamenn LR einungis einblínt á skuldahala LR, enda ærið verkefni út af fyrir sig. Líklegt verður að telja að þeir hafi ekki að fullu áttað sig á þeirri staðreynd að rekstrarstyrkur Reykja- víkurborgar var einungis raunhæfur m.v. óbreyttar forsendur í kjaramálum starfsfólks LR. Á þessum tíma (árið 2000 og 2001) voru flestallir kjarasamningar (og sumir enn) starfsmanna LR lausir.“ Rétt er að taka fram að byrjunarlaun leik- ara 1. janúar 2001 voru 106 þús kr. á mánuði. Það kemur því vart Reykjavíkurborg á óvart að Leikfélag Reykjavíkur gerði mistök hvað varðaði grunnforsendur 5 gr. samkomulags- ins og hefði átt að sjá fyrir það mikla launa- skrið sem var óhjákvæmilegt í ljósi almennra hækkana launa á vinnumarkaði, en til við- bótar hafa launatengd gjöld og lífeyrissjóðs- framlag starfsmanna hækkað. Rétt er að geta þess að launakostnaður leikhússins er nú um 80% af rekstrarútgjöldum, en hefur verið að jafnaði 72% af rekstrarútgjöldum undanfarin 10 ár. Taka ber fram að ofan- greind hagræðingaraðgerð er önnur í röðinni á innan við einu og hálfu ári, en í janúar 2002 var einnig farið í niðurskurð og uppsögn starfsmanna. Af ofangreindu er ljóst að styrkur Reykja- víkurborgar dugar ekki til rekstrar í núver- andi mynd og áhrif niðurskurðar því ófyr- irséð. Í minnisblaði dags. 28. ágúst 2002, frá framkvæmdastjóra félagsins til þáverandi borgarstjóra, óskaði Leikfélag Reykjavíkur eftir formlegum viðræðum um fjárframlög Reykjavíkurborgar til leikhússins eða nánar tiltekið um 5. gr. samkomulagsins. Fyrrver- andi borgarstjóri sýndi málinu mikinn áhuga og virtist hafa fullan skilning á ástæðum rekstrarvanda félagsins, því er þessi óvænta niðurstaða mikið reiðarslag. Leikfélag Reykjavíkur hefur lagt áherslu á að bæta samskipti og upplýsingastreymi til Reykja- víkurborgar og með aukafjárveitingum leit stjórn Leikfélags Reykjavíkur svo á að Reykjavíkurborg hefði viðurkennt að fjár- framlög nægðu ekki til rekstrar. Þess vegna treystir stjórnin því að viðræður félagsins og borgarinnar geti hafist sem fyrst. Borgarleikhúsið er eign borgarbúa og rek- ið í þágu allra landsmanna. Aðsókn í leik- húsið endurspeglar velvilja og áhuga almenn- ings, en á síðasta leikári komu rúmlega 109 þúsund gestir í Borgarleikhúsið á 529 at- burði. Það metnaðarfulla starf sem þar er unnið væri ekki mögulegt nema með dyggum stuðningi Reykjavíkurborgar og leikhúsgesta Borgarleikhússins. Stjórn Leikfélags Reykja- víkur vonar að pólitísk samstaða myndist um farsæla lausn, til þess að Leikfélag Reykja- víkur fái áfram að blómstra af þeim metnaði sem einkennt hefur starfsemi þess í meira en eina öld.“ Niðurskurður bitnar á allri starfsemi FULLTRÚAR stjórnmálaflokk- anna gera víðreist þessa dagana til þess að kynna málefni og ræða við fólkið í landinu. Sjálfstæðismennirnir Björn Bjarnason og Guðlaugur Þór Þórðarson sóttu þanmnig heim starfsmenn Íslenskrar erfðagrein- ingar (ÍE) í Vatnsmýrinni í gær og ræddu kosningamálin og áherslur Sjálfstæðisflokksins í kosning- unum á morgun. Aðstaða til vinnustaðafunda af þessu tagi er væntanlega óvíða jafnglæsileg og hjá ÍE. Um svipað leyti var Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar, í heimsókn hjá Ís- landspósti að Stórhöfða í Reykja- vík og kynnti og ræddi þar helstu kosningamál Samfylkingarinnar við starfsmennina Morgunblaðið/Sverrir Björn Bjarnason og Guðlaugur Þór Þórðarson ræða við starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar. Frambjóðendur á þönum Morgunblaðið/Jim Smart Össur messar yfir starfsmönnum Íslandspósts. FLOKKARNIR sem bjóða fram á landsvísu fyrir þingkosningarnar á laugardaginn höfða með misjöfnum hætti til innflytjenda og nýbúa sem hafa kosningarétt og hafa ekki ís- lensku að móðurmáli. Fjöldi þeirra kjósenda liggur ekki fyrir en sam- kvæmt upplýsingum frá Alþjóðahús- inu voru ríflega 10 þúsund einstak- lingar með erlent ríkisfang búsettir hér á landi 1. desember sl. Athygli hefur vakið blaðaauglýsing Sjálfstæðisflokksins sem er á sex tungumálum, auk íslensku, þ.e. ensku, dönsku, spænsku, rússnesku, pólsku og serbnesku. Hefur kosn- ingayfirlýsing flokksins verið þýdd yfir á þessi tungumál og sett á heima- síðuna www.xd.is. Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum segir að margir útlendingar og Íslendingar af erlend- um uppruna, sem hafi áhuga á að kynna sér stefnumál flokkanna, hafi takmarkaða þekkingu á íslensku og eigi því erfitt með að fylgjast með þjóðmálaumræðunni. Með þessum hætti hafi verið ætlunin að koma til móts við „þennan sístækkandi hóp kjósenda og annarra áhugasamra íbúa landsins“. Guðmundur Jónsson, kosninga- stjóri Frjálslynda flokksins, segir flokkinn hafa sýnt frumkvæði í þess- um efnum í síðustu borgarstjórnar- kosningum þegar höfðað var til nýbúa með sérstökum auglýsingum og auk þess hafi fulltrúi þeirra verið á lista. Nú sé hægt að finna upplýsingar um flokkinn og helstu stefnumál á ensku á vefsíðunni www.xf.is. Karl Th. Birgisson, framkvæmda- stjóri Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn hafi birt auglýsingar á fimm tungumálum í ýmsum blöðum og bæklingum, m.a. á vegum Alþjóða- hússins, og stefnuskráin liggi fyrir á bæði ensku og dönsku. Til standi að koma því á vefinn www.xs.is fyrir kosningar. Karl minnir á að flokkur- inn hafi sinnt málefnum nýbúa sér- staklega, m.a. með þingmálum og ráð- stefnuhaldi, og verið í sambandi við ýmsa hópa nýbúa. Hjá Framsóknarflokknum fengust þær upplýsingar að um allt land væri áhersla lögð á að koma á milliliðalaus- um samskiptum við nýbúa í hópi kjós- enda og hlusta þannig á sjónarmið þeirra, frekar en að gefa út sérstakt kynningarefni á öðrum tungumálum. Þannig hafi frambjóðendur flokksins haldið fund með ríflega 200 nýbúum í kosningamiðstöðinni við Suðurlands- braut í Reykjavík um síðustu helgi. Steinþór Heiðarsson, kosninga- stjóri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að flokkurinn reyni að höfða til innflytjenda með því að setja þeirra málefni framarlega á oddinn í kosningastefnuskránni og jafnframt sé hægt að lesa helstu upp- lýsingar um flokkinn á ensku og dönsku á vefsíðunni www.vg.is. Ekki sé gefið út sérstakt kynningarefni á öðrum tungumálum. Á kosningaskrifstofu Nýs afls í Reykjavík fengust þær upplýsingar að ekki væri með sérstökum hætti eða kynningarefni verið að höfða til nýbúa meðal kjósenda. Á vefsíðu flokksins, www.nu.is, segir m.a. að Nýtt afl berj- ist gegn misrétti einstaklinganna eða mismunun þeirra vegna kynferðis, trúarbragða eða uppruna. Flokkarnir reyna að höfða til nýbúa MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi yfirlýsing frá eignaraðilum Íslenskrar getspár sem er undirrituð af Sigríði Jóns- dóttur, varaforseta Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Garðari Sverrissyni, formanni Öryrkjabandalags Íslands, og Birni B. Jónssyni, formanni Ung- mennafélags Íslands: „Með bréfi dagsettu 29. apríl sl. leituðu eignaraðilar Íslenskrar getspár; Íþrótta- og ólympíusam- band Íslands, Öryrkjabandalag Íslands og Ungmennafélag Ís- lands, álits stjórnmálaflokkanna á afstöðu þeirra gagnvart fram- lenginu á starfsleyfi Getspár. Eignaraðilar Getspár fagna heilshugar skjótum og afar já- kvæðum svörum við þeirri fyr- irspurn. Stjórnmálaflokkarnir hafa gefið skýr og greinargóð svör í þá veru að þeir hafi ekki í hyggju að gera neinar breytingar á þeirri fjármögnunarleið sem hér á landi hefur um áratuga skeið verið farin til að rísa undir þeim umfangsmiklu og marg- þættu verkefnum sem ofangreind fjöldasamtök hafa með höndum í samfélaginu. Í svari frá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði kemur fram að flokkurinn styður ofangreind samtök heilshugar og hefur ekki neinar hugmyndir um að gera breytingar á þeirri fjármögnun- arleið sem hér um ræðir. Í svari Sjálfstæðisflokksins segir að flokkurinn hafi engin áform um annað en að styðja framlengingu starfsleyfis Getspár á næsta kjör- tímabili í þeirri mynd sem verið hefur. Framsóknarflokkurinn svarar einnig á þann veg að hann sé því fylgjandi að Íslensk getspá fái framlengingu starfsleyfis síns í þeirri mynd sem verið hefur. Í sama streng tekur Samfylkingin sem segir að hún muni styðja framlenginguna í óbreyttri mynd. Loks segir í svari Frjálslynda flokksins að flokkurinn telji að stuðningur við framlengingu á starfsleyfi Getspár í núverandi mynd sé nauðsynlegur. Fyrir hönd þeirra mörg hundr- uð aðildarfélaga, sem tengjast beint eða óbeint hverri einustu fjölskyldu í landinu, vilja eign- araðilar Getspár þakka stjórn- málaflokkunum afdráttarlaus svör sem endurspegla ábyrgð og skilning á þeirri mikilvægu starf- semi sem hér um ræðir.“ Getspá fagnar jákvæðum svörum Yfirlýsing frá Íslenskri getspá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.