Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 28
LANDIÐ 28 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI VERKALÝÐSFÉLAG Húsavíkur hvetur stjórnmálaflokkana sem bjóða fram til Alþingis og væntanlega al- þingismenn til að tryggja að bætt verði aðstaða fólks sem leitast við að ættleiða börn frá útlöndum. Ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi félagsins sem var haldinn á dögunum. Í ályktuninni segir ennfremur að heil- brigðiskerfið taki þátt í margvísleg- um kostnaði vegna barneigna, en eng- ar ívilnanir eru veittar því fólki sem leitar eftir að ættleiða barn frá út- löndum eins og gert er í nágranna- löndunum. Þó er ljóst að því fylgir umtalsverður kostnaður og ekki á færi láglaunafólks að fara þessa leið. „Þátttaka almannatrygginga í kostn- aði við ættleiðingar frá útlöndum hlýtur að eiga að vera sjálfsagður hluti velferðarkerfis, ef það á að rísa undir nafni,“ segir í ályktuninni. Fé- lagið skorar á önnur verkalýðsfélög og Alþýðusamband Íslands að beita sér í málinu og jafna jafnframt rétt fólks til greiðslu úr sjúkrasjóðum, hvort sem um er að ræða tækni- frjóvgun eða ættleiðingu frá útlönd- um. Lágmarkskostnaður við ættleiðingu ein milljón króna Að sögn Aðalsteins Árna Baldurs- sonar, sem var endurkjörinn formað- ur félagsins á fundinum, er kostnaður þeirra sem vilja ættleiða börn frá út- löndum, mismikill eftir löndum, ekki sé þó fjarri að lágmarkskostnaður sé um ein milljón króna og þá upphæð þarf að greiða á skömmum tíma. „Það þarf að greiða uppihald barnsins, lögfræði-, dóms- og ferða- kostnað en væntanlegir kjörforeldrar fara oftast sjálfir til að sækja barn sitt og það ætti því að vera ljóst að það er ekki á færi almenns verkafólks að ættleiða börn frá útlöndum,“ sagði Aðalsteinn. „Þess vegna hlýtur sam- félaginu að vera skylt að jafna að- stöðu fólks í þessari stöðu, við aðstöðu þeirra sem eignast börn eftir hefð- bundnari leiðum. Í nágrannalöndun- um, sem við miðum okkur gjarnan við, taka viðkomandi ríki þátt í kostn- aði við ættleiðingar frá útlöndum, allt frá um 200.000 krónum, í ríflega 400 þúsund. Ennfremur má benda á, að á sama tíma og þátttaka ríkisins í kostnaði við ættleiðingar er sjálfsagð- ur hluti samtryggingar og velferðar, er hún jafnframt framlag okkar til þess að bæta aðstæður barna í fátæk- um löndum, sem annars bíður í mörg- um tilvikum ekki annað en sár fátækt. Það mæla öll rök með því að þessi ójöfnuður verði leiðréttur hið allra fyrsta. Það er siðferðilega rangt að mismuna fólki með þessu móti. Upp- hæðirnar og fjöldi ættleiðinga frá út- löndum eru ekki þannig að það kæmi til með að setja ríkisfjármálin úr skorðum,“ sagði Aðalsteinn Árni Baldursson að lokum. Á aðalfundinum kom fram að sam- kvæmt ársreikningum félagsins stendur það á sterkum grunni og hagnaður varð af öllum sjóðum þess. Félagsmenn VH eru um 1.000 talsins. Á fundinum kom fram almenn ánægja með starfsemi félagsins sem er með öflugri stéttarfélögum innan Alþýðusambands Íslands. Verkalýðsfélag Húsavíkur Vill bæta aðstöðu fólks sem vill ættleiða börn Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Aðalsteinn Árni Baldursson, for- maður Verkalýðsfélags Húsavíkur Húsavík UNDIRSKRIFTALISTAR liggja nú frammi á Húsavík þar sem skorað er á stjórnvöld að koma á flugsamgöng- um við Húsavík hið fyrsta og hafa fjöl- margir íbúar svæðisins skrifað undir. Þessi undirskriftalistar liggja frammi í kjölfar fundar sem Markaðsráð Húsavíkur og nágrennis, MarkHús, stóð fyrir í Flugstöðinni á Húsavík- urflugvelli fyrir skömmu. Á fundinum þar sem mættu sveit- arstjórnarmenn og ýmsir hagsmuna- aðilar á svæðinu kynnti Haraldur Líndal Pétursson, framkvæmdastjóri MarkHús, ýmsar tölulegar stað- reyndir um málið. Þá fór hann yfir að- draganda þess að flug til Húsavíkur lagðist niður. Kom m.a. fram hjá hon- um að á árunum 1994–2000 fóru 101 þúsund farþegar um flugvöllinn, er það að meðaltali 14.500 farþegar á ári en flestir voru þeir 1998, 18.109. Þá fór hann einnig yfir það hversu mik- ilvægt það væri fyrir svæðið, bæði íbúa þess og atvinnulíf, að reglulegt áætlunarflug hæfist aftur til Húsavík- ur. Þá tóku sumir fundargesta til máls og hjá þeim bar á góma bæði fortíð og framtíð flugsamgangna við Húsavík, fundargestir voru þó á einu máli um það að koma þyrfti flugi á til Húsavík- ur aftur og því fyrr því betra. Niðurstaða fundarins var að stofn- aður var starfshópur til að fylgja mál- inu eftir, fyrsta skrefið væri að reyna koma á áætlunarflugi til Húsavíkur í fimm mánuði á ári, frá 1. maí til 1. október. Starfshópinn skipa þau Þór- hallur Harðarson hótelstjóri, Bryndís Torfadóttir ferðamálafrömuður, Gunnar Jóhannesson, starfsmaður Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, og Haraldur Líndal Pétursson, fram- kvæmdarstjóri MarkHús. Vilja koma á áætlun- arflugi til Húsavíkur Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Starfshópurinn hlýðir á fundarstjórann Reinhard Reynisson, bæjarstjóra á Húsavík. F.v. Þórhallur Harðarson, Haraldur Líndal Pétursson, Bryndís Torfadóttir og Gunnar Jóhannesson. Húsavík Fiskihöfn - Krossanesshagi - Þjónustustöð Akureyrarbær auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga neðangreindar tillögur að deiliskipulagi. 1. Deiliskipulag fiskihafnar og nágrennis Tillagan fjallar um svæðið austan Hjalteyrargötu frá lóð ÚA að Glerá. Gerð er grein fyrir hafnarmannvirkjum, landfyllingu við Glerá, lóð- armörkum, nýtingu lóða og svæða, núverandi og fyrirhuguðum byggingum og umferðartengingum. 2. B-áfangi iðnaðarhverfis í Krossanesshaga Skipulagssvæðið er um 25 ha að stærð. Það liggur upp af Krossanesi og nær frá áfanga A, sem nú er í byggingu, norður að safngötunni Óðinsnesi. Fjallað er um fyrirhugaða fullnýtingu grjótnáms í Ystaási og mótun lands í kjölfar hennar. Ákvæði er um gerð áætlunar um námuvinnsluna skv. ákvæðum laga um náttúruvernd nr. 44/1999. Gerð er grein fyrir opnum svæðum, fyrirhuguðum götum, lóðum og byggingarreitum. Ákvæði er sett um verndun fornminja á svæðinu. 3. Þjónustustöð við gatnamót Borgar- og Hlíðarbrauta Tillaga að deiliskipulagi um 3.900 fm lóðar fyrir bensínsölu og tengda verslun. Gert er ráð fyrir einu húsi á lóðinni, að hámarki um 470 fm að stærð, og afmarkaður er reitur fyrir þakskyggni yfir bens- índælum. Innakstur verði á lóðina frá Hlíðarbraut, og inn- og útakst- ur frá Borgarbraut. Kvöð er sett um gróður á lóðarmörkum. Tillögurnar ásamt fylgigögnum munu liggja frammi í þjónustuand- dyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 20. júní 2003 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/ undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstil- lögur. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16.00 föstudaginn 20. júní 2003 og skal athugasemdum skilað til Umhverf- isdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá, sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests, telst vera henni samþykkur. Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is 3 tillögur að deiliskipulagi: Sjálfstæðisflokkurinn efnir til morgunverðarfundar á Greifanum í dag, föstudag, kl. 8. Halldór Blön- dal og Tómas Ingi Olrich verða á staðnum auk fleiri frambjóðenda. Kosningahátíð D-listans verður á Ráðhústorgi frá kl. 16 til 18 í dag þar sem Jónsi úr Svörtum fötum tekur lagið, fimleikaflokkur sýnir listir sínar, grillaðar verða pylsur og happdrætti verður í gangi. Í kvöld verður pítsufundur með ung- um frambjóðendum á Greifanum og verða frambjóðendur á staðnum. Kosningakaffi flokksins verður á Hótel KEA frá kl. 14 til 17 og á sama stað hefst kosningavaka kl. 21 um kvöldið. Í DAG Samfylkingin býður til kosninga- kaffis á kjördag á Græna hattinum við göngugötuna á Akureyri frá kl. 13–18. Kaffi, kökur og spjall. Þá efn- ir Samfylkingin til kosningavöku að kvöldi kjördags á Græna hattinum við göngugötuna á Akureyri og hefst hátíðin kl. 21. Háa-bandið leikur fyr- ir dansi. Ferðafélag Akureyrar verður með fuglaskoðunarferð á morgun, laug- ardaginn 10. maí, kl. 11. Jón Magnússon verður leið- sögumaður. Farið verður á valda staði og æskilegt að fólk komi á eigin bílum með sjónauka, fuglabækur þeir sem eiga og vel búnir. Á MORGUN Vortónleikar Tónlistarskóla Eyja- fjarðar verða haldnir kl. 14.30 á morgun, laugardag, í Laugarborg. Fram koma allir hljóðfæraleikarar skólans búsettir í Eyjafjarðarsveit og sýna afrakstur vetrarins. Kaffihúsasýning Samlagsins list- húss verður opnuð á morgun, laugardaginn 10. maí en þar sýna 12 félagar í Samlaginu verk sín. Hún er þáttur í röð sýninga sem verða í kaffihúsum víða um landið í sumar. Fyrsta sýningin var í Bláu könnunni á Akureyri í síð- asta mánuði. Í júní verður sýning á Blönduósi, í júlí í Stykkishólmi, í ágúst á Egilsstöðum og Reykjavík rekur lestina í september. Samlagið listhús er opið alla virka daga nema mánudaga kl. 14–18, laugardaga og sunnudaga kl. 13– 17. Á sýningunni verða málverk unnin með olíu, vatnslitum, akríl og verk unninn í textíl, tré, leir og fleira. Félagarnir eru: Anna María Guð- mann, Anna Gunnarsdóttir, Anna Sigríður Hróðmarsdóttir, Einar Helgason, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Guðrún Hadda Bjarnadóttir, Hrefna Harð- ardóttir, Hugrún Ívarsdóttir, H. Halldóra Helgadóttir, Nanna Egg- ertsdóttir, Ragnheiður Þórsdóttir og Rósa Júlíusdóttir. FJÖGUR tilboð bárust í endur- teknu útboði á byggingu og hönn- un rannsóknarhúss við Háskólann á Akureyri. Tvö tilboð bárust í fyrra útboðinu á síðasta ári en eins og fram hefur komið var þeim báð- um hafnað af menntamálaráð- herra. Sömu aðilar buðu aftur í verkið, þ.e. Nýsir annars vegar og Íslenskir aðalverktaktar hf., Landsafl hf. og ISS á Íslandi hins vegar. Að auki buðu Þ.G verktakar ehf. og Fasteignafélagið Klappir ehf. í verkið, en Klappir eru í eigu heimaaðila á Akureyri. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, sagði greinilegt að það væri mikill áhugi á þessu verkefni og að það væri gleðilegt. „Það er miðað við að framkvæmdir hefjist í sumar og að þeim verði lokið fyrir 1. október á næsta ári. Tilkoma hússins mun gjörbreyta allri aðstöðu til rann- sókna og nýsköpunar í háskólan- um.“ Þorsteinn sagði að sá ágrein- ingur sem upp kom í tengslum við fyrra útboðið hafi valdið eins árs seinkun á framkvæmdum, sem hafi valdið háskólanum bæði óþægind- um og auknum kostnaði. „Það er því mjög ánægjulegt að sjá hilla undir lokin á þessu ferli,“ sagði Þorsteinn. Í dag verður haldinn kynning- arfundur í Háskólanum á Akur- eyri, þar sem bjóðendur kynna hugmyndir sínar. Gísli Magnússon, deildarstjóri í menntamálaráðu- neytinu og formaður dómnefndar um byggingu hússins, sagði ráð- gert að sérstök matsnefnd taki til starfa í dag og skili af sér í lok næstu viku. Áætlað er að opna verðtilboð miðvikudaginn 21. maí og í beinu framhaldi af því muni dómnefndin vinna tillögur fyrir menntamálaráðherra. Gísli sagði að það færu fram kosningar í miðju matsferlinu og því ómögu- legt að segja nákvæmlega til um framhaldið. „En við erum sáttir við hvernig útboðið hefur gengið og málið er á þeim rekspöl að ég sé ekki annað í dag en þarna rísi myndarlegt hús.“ Fjögur tilboð bárust í endurteknu útboði í byggingu rannsóknarhúss við Háskólann á Akureyri Húsið mun gjörbreyta aðstöðu til rannsókna og nýsköpunar FASTEIGNIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.