Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 33 RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Fyrir farartæki VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Talstöðvar sem þola nánast allt Fjarskipti eru okkar fag w w w .d es ig n .is © 2 0 0 3 urð í kóralnum Nú héðan á burt í friði’ ég fer, sem kórinn söng frábærlega vel. Resurrexit op. 68 eftir Knut Nystedt er samið fyrir orgel, sópran og þríhorn og er þetta upprisuverk óttaleg samsuða og endar á því að sópran syngur þrástefjaða textalausa laglínu og einleikurinn á þrí- hornið, nokkur slög, tilheyrir niðurlagi verksins. Þrátt fyrir að Rolf Schönstedt léki verkið mjög vel fór ekki mikið fyrir upprisu í því og niðurlagið hljómaði tilgerðarlega. Fjölradda kórverkið Nýr himinn og ný jörð eftir Svend-David Sand- ström er byggt á Opinberunarbók- inni, mjög vel samið og var frábær- lega vel flutt. Þar á eftir lék organistinn Rolf Schönstedt Es-dúr prelúdíuna og fúguna BWV 552 eftir J.S. Bach og er ljóst af leik hans, að næga tækni hefur hann, þótt verkið í heild væri svolítið órólegt, vegna þess að sólin skein allan tímann í augu orgelleikarans og í raun merki- legt, að hann komst klakklaust í gegnum verkið. Niðurlag tón- leikanna var mótettan Singet dem Herrn ein neues Lied, BWV 225, sem er líklega samin um 1726 og ber ýmis merki um formskipan hljóð- færakonsertsins, hratt-hægt-hratt. Þetta glæsilega og erfiða verk var flutt af öryggi en á helst til blæ- brigðalítinn máta, sérstaklega hröðu þættirnir, en þar ber fyrir eyru mjög erfiðar og hraðar tónlínur, sem voru frekar kraftlitlar og óstöðugar í hljóman. Hvað um það, þá var söngur kórs- ins í heild mjög góður og hann söng frá sér vorkuldann á Íslandi undir öruggri stjórn Hildebrand Haake. Einsöngvarinn Jutta Potthoff er frá- bær söngvari og hefði verið fróðlegt að heyra meira til hennar og sama má segja um orgelleikarann Rolf Schönstedt, sem lék einkar glæsi- lega í fjölbreytilegu verki Karg- Elerts. KENNARAR og nemendur við kirkjutónlistarháskólann í Herford voru í heimsókn hér á landi um sl. helgi og hafa því kynnst vorkuldan- um á Íslandi. Það hafði sannarlega ekki áhrif á söng kórsins, er var heit- ur og þrunginn af samhljómandi tón- fegurð. Fyrsta viðfangsefnið var mótettan Cantate Domino fyrir sex radda kór eftir Claudio Monteverdi og er hún í flokki fjögurra mótetta, sem gefnar voru út í Feneyjum 1620, sem þó, hvað stíl snertir, benda mjög til madrígala frá Cremona-árum tón- skáldsins og minna jafnvel á stílfæri Luca Marenzio. Falleg tónlist, er var afburða vel mótuð. Þá var ekki síður glæsilegur söngurinn í tveimur mót- ettum eftir Heinrich Schütz, Es ist erschienen og Die mit Tränen säen, og var hin síðari, „tárasáningin“, sér- staklega fallega flutt, enda náði Schütz oft að túlka trúartilfinningu sína á einkar áhrifamikinn máta, sem kórnum, undir stjórn Hildebrand Haake, tókst að túlka af einlægni. Der erste Psalm eftir píanósnill- inginn og orgeleikarann Sigfried Karg-Elert (1877–1933), sem fyrir hvatningu frá Grieg hóf að „kompón- era“, er ekta síðrómantísk tónsmíð og var hún sérlega vel „registeruð“ og leikin af Rolf Schönstedt. Jutta Potthoff söng sálminn af öryggi, en hann er töluvert erfiður og marg- slunginn að gerð. Mótettan Warum ist das Licht gegeben eftir Brahms, frá 1877, er meistarasmíð hvað snertir raddfærslulist hans, og þótt stíllinn sé rómantískur er radd- færslutæknin mjög í anda Bachs. Mótettan var sérlega vel sungin og eftir þrunginn kontrapunktískan rit- hátt fyrri kaflanna ríkti í niðurlagi verksins einkennilegur friður og feg- Ljúfir orgeltónar Nýtt orgel var vígt í Laugarnes- kirkju hinn 8. desember sl. Orgelið var smíðað í orgelsmiðju Björgvins Tómassonar á Blikastöðum í Mos- fellsbæ. Fullklárað verður orgelið 28 raddir sem skiptast á tvö hljómborð og fótspil. Pípurnar úr gamla org- elinu eru nýttar áfram í þessu orgeli og nýjum röddum og pípum bætt við, þrjár raddir eru enn ókomnar. Fyrstu orgeltónleikarnir voru haldn- ir sl. sunnudagskvöld. Orgelið er mjög vel heppnað og hefur fallega mýkt í veiku röddunum, flautu- og principalkórarnir mynda volduga fyllingu, mixtúrurnar eru bjartar með ólíkan blæ í hvoru borði og tung- uraddirnar hljóma vel sem einleiks- raddir, blandast einnig vel, bæði saman innbyrðis og við aðrar raddir orgelsins. Guðmundur lék fyrst gamlan seljasálm úr sænsku dölunum (Gam- mal fäbodpsalm från Älvdalen) sem Oskar Lindberg umskrifaði fyrir orgel. Guðmundur lék sálminn mjög fallega en kanski ívið of hratt og taktfast miðað við hefðir og þjóðleg- an uppruna. Prelúdían í fís-moll BuxWV 146 eftir Dietrich Buxte- hude er full af krómatík og hafa menn velt vöngum yfir hvort hún sé samin fyrir eitt jafnstillta kerfið sem kom fram þegar eftir miðja 17. öld. Þarna sýndi Guðmundur ýmsa möguleika orgelsins og endaði glæsi- lega á fullum styrk. Georg Böhm var organisti við Jóhannesarkirkjuna i Lüneburg á sama tíma og Buxte- hude var við Maríukirkjuna í Lübeck og eru þeir ásamt Bach tvö stærstu nöfnin í norður-þýskri orgeltónlist á barokktímanum og höfðu báðir mikil áhrif á meistara Bach. Eftir Böhm lék Guðmundur orgelkóralinn Faðir vor sem á himnum ert (Vater unser in Himmelreich) með sólóröddum úr efra tónborði. Í útsetningum á amer- ísku sálmunum, I love Thee, my Lord og So fades the lovely blooming flower, eftir George Shearing kveður við allt annan tón enda 20. aldar tón- list, rytmísk og dálítið djössuð á köfl- um, ekki merkilegar tónsmíðar en góðar til uppfyllingar. Þá stökk Guð- mundur aftur til barokktímans og lék tvo sálmforleiki úr Litlu orgel- bókinni eftir J.S. Bach, Herr Jesu Christ, dich zu unz wend BWV 632 (Þú, Kristur, bróðir allra ert) sem var mjög fallega leikinn með syngj- andi flautum orgelsins og Alle Menschen müssen sterben BWV 643 (Allir menn verða að deyja) sem leik- inn var á mixtúruplenó. Duke Ellington er ekki höfundur sem maður tengir við orgeltónlist, en hann samdi þrjá andlega konserta (Sacred Concert) og Svíinn Lennart Andreasson hefur útsett fyrir orgel þrjú lög úr 2. konsertinum, T.G.T.T. (Too Good To Title) sem leikið var með flauturöddum, Almighty God sem leikið var fallega djassað á tunguraddir orgelsins, og loks Heav- en sem var fallega leikið með gömbu og célestu efra borðs ásamt quinta- denu fyrsta borðs. Franski bar- okkdómorganistinn og tónskáldið í Rheims, Nicolas de Grigny, átti síð- asta orðið með orgelsvítunni yfir hymnann Veni Creator Spiritus (Kom, skapari heilagi andi) sem er byggð upp á hefðbundinn hátt franskra barokkverka af þessu tagi með framsetningu hymnalagsins og síðan tilbrigðum yfir það. Þarna sýndi Guðmundur ýmsa nýja mögu- leika orgelsins og var svítan fallega leikin og registreruð. Guðmundur Sigurðsson er góður, vandvirkur og öruggur organisti og virtist undirrit- uðum hann njóta sín best í 20. aldar tónlistinni sem öll var af rytmískari gerðinni og sérlega vel flutt. Það er ekki ástæða til annars en að óska Laugarnessöfnuði til hamingju með nýja orgelið. TÓNLIST Hallgrímskirkja Kór kirkjutónlistarháskólans í Herford, undir stjórn Hildebrand Haahe, sópr- ansöngkonan Jutta Potthoff og orgelleik- arinn Rolf Schönstedt fluttu kirkjutónlist frá ymsum tímum. Sunnudagurinn 4. maí. KÓRTÓNLEIKAR Guðmundur Sigurðsson Laugarneskirkja Guðmundur Sigurðsson orgelleikari. Sunnudagurinn 4. maí kl. 20.00. ORGELTÓNLEIKAR Jón Ólafur Sigurðsson Að syngja frá sér vorkuldann Jón Ásgeirsson Hildebrand Haahe HALDIN verður ráðstefna í Norræna húsinu í dag og á morgun um efnið „Breytingar á norrænni menningarstefnu“. Ráðstefnan er í röð norrænna ráðstefna en eftir er að fara til Færeyja, Finnlands og Dan- merkur. Á öllum ráðstefnu- num verður fjallað um málefni sem tengist sérstaklega við- komandi landi eða sjálfstjórn- arsvæði, málefni sem varðar beint menningarstefnu við- komandi lands og málefni sem tengist samnorrænni starf- semi. Ráðstefnuröðin er einkum ætluð starfsfólki menningar- stofnana í bæði opinberri eigu og einkaeign, samtökum, stjórnmálamönnum sem sinna menningarmálum, fræðimönn- um, menningarblaðamönnum, menningarfulltrúum og lista- fólki. Á ráðstefnunni í Norræna húsinu verður fjallað um þrjú undirþemu norrænnar menn- ingarstefnu: Íslenska menn- ingarstefnu, nýjustu rann- sóknir og listrænt frelsi í tengslum við árangurstengda samninga og kostnaðargrein- ingu. Bókmenntir verða í brennidepli. Menningar- ráðstefna í Norræna húsinu KOLBRÚN Lilja Antonsdóttir hef- ur opnað sýningu á verkum sínum á Café Kristó, Garðatorgi, Garðabæ. Þar gefur að líta fimmtán vatnslita- myndir og eru þær allar til sölu. Kolbrún Lilja lauk námi úr kenn- aradeild Myndlista- og handíðaskól- ans 1972 og grafíkdeild 1975. Þá stundaði hún nám í skúlptúr í Róm og útskrifaðist þaðan 1982. Vatnslitir á Café Kristó GUÐRÚN Hrönn Ragnarsdóttir og Pétur Magnússon sýna verk sín í Galleríi Skugga um þessar mundir. Á sýningunni gefur að líta 100% næl- on og lakk. Einnig vínylveggfóður með blómamótífum, ljósmyndir af þeim ásamt öðrum ljósmyndum og stáli. Sýningin stendur til 18. maí. Gallerí Skuggi er opið þriðjudaga til sunnudaga frá 13 til 17. Inn- gangur frá Veghúsastíg að þessu sinni. Ókeypis aðgangur. Nælon og lakk í Skugga Verk eftir Pétur Magnússon. SÍÐASTLIÐINN föstudag efndi Myndhöggvarafélagið í Reykjavík til síðdegisfundar í sögufrægum salar- kynnum SÍM í Hafnarstræti út af fjárhagssvelti því sem aðstandendur Nýlistasafnsins og Gallerís Hlemms telja sig hafa orðið fyrir af hálfu Reykjavíkurborgar vegna stofnunar Safns Péturs Arasonar og væntan- legrar opnunar þess á Laugavegi 37. Undirritaður komst því miður ekki á fundinn fyrr en hann hafði verið settur og var því ekki viðstaddur þeg- ar Anna Eyjólfsdóttir myndhöggvari las upp ályktun þar sem hún skoraði á hann að biðja Hannes Lárusson myndlistarmann opinberlega afsök- unar vegna grófra aðdróttana í hans garð í grein, sem birtist í Morgun- blaðinu 27. apríl síðastliðinn. Reynd- ar varð ekki betur skilið en efnt hefði verið til fundarins gagngert út af þessum rætnu skrifum undirritaðs. Við Önnu Eyjólfsdóttur og Hannes Lárusson vil ég því segja að mér er ljúft að biðja hann afsökunar á þeim óréttmætu orðum sem ég lét um hann falla í áðurnefndri grein, sem aldrei hefði átt að birtast, vegna þess hve gróf og ómálefnaleg hún var í hans garð. Ég get ekki annað sagt en að ég harma að hafa valdið Hannesi hugar- angri með þessum óforsvaranlegu dylgjum, sem hann átti síst skilið af mér, svo ágætur listamaður sem hann er. Því miður breytir afsökunarbeiðni mín þó litlu um fjárhagsáhyggjur Ný- listasafnsins og Gallerís Hlemms, og varla hefur hún áhrif á opnun Safns Péturs Arasonar, sem veldur mynd- listarmönnum svo miklu angri. Reyndar kom fram í máli Tinnu Gunnlaugsdóttur, formanns Banda- lags íslenskra listamanna, sú holla ábending að fundarmenn skyldu var- ast að skoða fjárveitingar til ákveðins verkefnis sem svelti fyrir önnur og mikilvægari. Það væri að æra óstöð- ugan að stilla mönnum ætíð frammi fyrir eyrnamerktum sjóði til að láta þá bítast um ákveðna fjármuni eins og ekkert frekara væri til skiptanna. En því miður hefur það viðgengist alltof lengi innan raða íslenskra lista- manna að líta svo á sem eins dauði sé annars brauð. Það hefur þegar valdið því að nú hamast sumir þeirra gegn væntanlegu Safni við Laugaveginn og ata stofnendurna auri. Látið er að því liggja að listaverkaeignin sé ómerkileg, þröng og gamaldags, enda sé eigandinn lítt menntaður galla- buxnasali sem ekki hafi mikla yfirsýn yfir list samtímans. Við þá sem halda slíku fram vil ég aðeins segja að það er ómaklegt að ræða málin á þeim nótum enda fjarri sannleikanum að Safn Péturs sé eitt- hvert ómerkilegt smælki. Hingað til hefur mér heyrst að eitt af helstu um- kvörtunarefnum íslenskra lista- manna væri einmitt það að ekki fynd- ust nægilega margir og áræðnir safnarar hér á landi sem vildu fjár- festa í list eftir marktæka lifandi listamenn. Ef þeir fáu sem safna list mega búast við að vera úthrópaðir fyrir þá viðleitni sína hvernig ætlast þá listamenn til að nokkur maður nenni að auðsýna þeim og verkum þeirra áhuga? Í hita leiksins vill það gleymast sem Marcel Duchamp ítrekaði í fyr- irlestri sínum á þingi Sambands bandarískra listamanna í Houston í Texas vorið 1957, og ætti að vera okk- ur ærið umhugsunarefni áður en við förum að níða safnarann. Að vísu voru ekki allir kollegar hans jafn- hrifnir af því sem hann sagði, en þar staðhæfði Duchamp að listaverkið væri varla fullkomnað án aðnjótanda. Þar eð listamaðurinn væri ófær um að fylgja hugarfarslega eftir hverri athöfn sinni við sköpun verksins – svo mikið af vinnuferlinu væri ómeðvitað – væri óhjákvæmilegt að tómarúm myndaðist milli verksins og skapara þess. Inn í þetta tómarúm ætti að- njótandinn greiðan aðgang, tilbúinn að fullkomna opna og margræða sköpun listamannsins. Ef til vill þurfti Tinnu til að gefa í skyn að listin væri stærra mengi en svo að hún væri eingöngu málefni listamannanna sjálfra. Sem leikari fer hún ekki varhluta af mikilvægum þætti áhorfandans í sköpunarferlinu. Þannig er það einnig með listasafnið. Það er ekki bara hugsað fyrir lista- manninn og list hans, heldur og gest- ina sem þangað venja komur sínar. Við höfum tilhneigingu til að smætta hlut þeirra í stað þess að stækka. Þó vitum við innst inni að verði þáttur aðnjótandans nógu stór getur lista- maðurinn ekki fundið traustari og gjöfulli bandamann, því sá banda- maður er oftar en ekki safnari. Að loknum ýfingum Eftir Halldór Björn Runólfsson Vaka-Helgafell hefur gefið út tvær nýj- ar bækur sem tengjast kvikmyndinni Skógarlíf 2: Mógli og vinir hans og Góðir vinir. Bækurnar fjalla um strák- inn Mógla og vini hans. Mógli kemst í hann krappan þegar hann ákveður að heimsækja vini sína í skóginum því þar er einnig grimma tígrisdýrið, Seri Kan. Þýðendur bókanna eru Svala Þormóðsdóttir og Bjarni Guðmarsson. Bækurnar eru prentaðar í Danmörku. Vaka-Helgafell hefur gefið út tvær nýjar bækur í bókaflokknum Bubbi byggir: Selma í fótbolta og Valti í ógöngum. Bækurnar fjalla um Bubba, Selmu og vini þeirra sem eru þeir Valti, Moki, Hringla og fleiri vinnutæki. Þýðandi bókanna er Hallgrímur H. Helgason. Bækurnar eru prentaðar í Singapúr. Leiðbeinandi útsöluverð er kr. 790. Barnabækur ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.