Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 34
LISTIR 34 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ S tórsöngvararnir tveir segjast báðir hlakka mikið til að flytja Requiem Verdis á sunnudaginn. Báðir hafa flutt verkið erlendis – að vísu ekki oft – en hvorugur hér heima. Kristján segist lengi hafa gengið með það í maganum að flytja umrædda Sálumessu á Ís- landi, flensa kom í veg fyrir að hann gerði það fyrir tveimur árum með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands þannig að nú er hann spenntur. Með tónleikunum á sunnudaginn er haldið upp á það að tíunda starfsári Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands er að ljúka. Einsöngvarar verða Björg Þórhallsdóttir sópran, Annamaria Chiuri mezzósópran, Kristján Jóhannsson ten- ór og Kristinn Sigmundsson bassi. Þrír kórar syngja, Kór Akureyrarkirkju, Kór Langholts- kirkju í Reykjavík og Kammerkór Norður- lands og stjórnandi á þessum tónleikum er Guðmundur Óli Gunnarsson, aðalhljómsveit- arstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Tónleikarnir eru samvinnuverkefni Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands og Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju, sem hefst einmitt með há- tíðartónleikunum á sunnudaginn. Hef gert þetta vel … „Ég hef flutt þessu messu nokkr- um sinnum úti og mjög vel held ég megi segja, bæði á Ítalíu og í Frakk- landi en aldrei á Íslandi,“ segir Krist- ján. „Garðar Cortes talaði mikið um það, í 15 ár, að flytja Requiem á Ís- landi, reyndar var hann búinn að tala um það í 15 ár að fá mig í Íslensku óp- eruna en það var aldrei hægt að koma því við; ég veit ekki hvers vegna,“ segir Akureyringurinn. Aldamótaárið flutti Sinfóníu- hljómsveit Íslands svo verkið, undir stjórn Ricos Saccanis. „Ég kom því á og er stoltur af því, en fékk því miður flensu þegar ég kom heim og lagðist í rúmið. Þeir fluttu Requiem því án mín,“ segir Kristján. „Í kjölfar þess fóru þeir að tala um þetta hér fyrir norðan og ég er óskap- lega lukkulegur núna; held þetta verði ofboðslega fallegt.“ Hann hefur ekki heyrt sjálfur í Björgu Þórhalls- dóttur, sópransöngkonu frá Akur- eyri, en þeir Kristinn segjast ánægðir með að hún skuli vera með. „Við von- um að vel takist til hjá henni. Svo kem ég með ítalska vinkonu mína, Annamaria Chiuri mezzósópran, og held ég taki ekki of stórt upp í mig þegar ég segi að hún sé með þeim allra bestu í heiminum í dag. Svo er ég auðvitað ofsalega stoltur af að hafa Kristin hérna. Hann er sá söngvari íslenskur sem ég hef haft mest sam- band við í gegnum tíðina; við erum hálfgerðir þjáningarbræður, eig- inlega þeir einu sem eru í „stóra“ bransanum úti. Við höfum allt of sjaldan sung- ið saman, höfum verið með mismunandi verk- efnaval en ég hef vissar vonir um það að í framtíðinni getum við líka gert eitthvað snið- ugt saman í Reykjavík.“ Kristján segir Sálumessu Verdis með falleg- ustu tónlist sem skrifuð hefur verið. „Yndis- legt verk. Sumir segja þetta bestu óperu Verd- is; á Ítalíu er litið á þetta sem óperu og þetta er eina Sálumessan sem er sungin sem slík.“ Nú þagnar hann og segir: „Þá geturðu snúið þér að Kristni!“ Bassinn upplýsir að hann hafi fyrst sungið umrætt verk 1988. „Það var ári eftir að ég tók þátt í mikilli söngkeppni í Cardiff í Wales. Hljómsveitarstjórinn sem stjórnaði mér þar bað um mig í þetta árið eftir og ég sló til.“ Kristján: „Fyrirgefðu að ég gríp fram í Kristinn, þá varstu enn að syngja sem baritón, var það ekki?“ Kristinn: „Jú, jú ...“ Hér er auðvitað um bassahlutverk að ræða og Kristján segir: „Þannig að þú getur ímynd- að þér hvernig hann gerir það í dag!“ Kristinn: „Ég man að ég komst ekki að því fyrr en rétt áður en ég mætti á staðinn að æf- ingin byrjaði klukkan tvö og konsertinn klukk- an sex!“ Þetta var í St David’s Hall, segir hann. Frá- bæru konserthúsi í Cardiff. Hann segir alla stóla hafa verið tekna úr salnum og fólk hafi staðið. „Og þeir fremstu voru með olnbogana á sviðsbrúninni ...“ Kristján: „Svona eins og á Bítlatónleikum!“ Kristinn: „Maður varð að passa sig á því að stíga ekki á hendurnar á þeim.“ Hann segist hafa flutt verkið með mjög góð- um söngvurum í Cardiff, það hafi verið gaman og gengið mjög vel. Síðast söng hann í Requiem Verdis í Köln fyrir tveimur árum. „Þetta er óskaplega fallegt verk. Verdi eins og hann er flottastur. En þó Kristján tali um verkið sem óperu er þetta samt það stórt og mikið að ég sæi það aldrei fyrir mér sem sviðs- verk. Það eru til margar fallegar sálumessur; ég held til dæmis mikið upp á messurnar eftir Brahms, Fauré og fleiri – en Verdi stendur upp úr.“ „Fyrirgefðu Kristinn, ef ég má vera blaða- maður; þú og Akureyri; hvað hefurðu mikið sungið hér? Er það ekki lítið?“ Það er Kristján sem spyr. Kristinn: „Ég hef komið hér við öðru hvoru og sungið, ég hef sungið stóra tónleika hérna, m.a. Vetrarferðina sem er nú með því stærsta sem söngvari syngur, klukkutími og kortér stanslaust, án hlés. Svo hef ég verið með tón- leika, t.d. blandaða tónleika hér í Safn- aðarheimilinu, en aldrei með svona stóru batt- eríi.“ Kristján: „Og ekki með Kidda Konn!“ Kristinn: „Nei, ekki með Kidda Konn.“ Kristján: „Loksins!“ Og svo skella þeir uppúr. Þeir eru spurðir aðeins nánar út í verkið sem flytja skjal. „Þetta er yndisleg tónlist,“ segir Kristján. „Og verkið er öðruvísi en aðrar Sálumessur því þarna er svo mikið af aríum.“ Hann syngur einsöng, sömuleiðis Kristinn, Björg og Chiuri. Einnig syngja tveir saman, þrír í einu og öll fjögur. „Við fáum því – eins og Íslendingar segja – fleiri lög.“ Kristinn segir aðspurður Sálumessuna „al- veg stórkostlegt verk; trúarlega innblásið verk. Þetta er alveg eðal Verdi“. Kristján: „Þetta er öðruvísi en aðrar Sálu- messur; hér eru ofboðsleg átök; þrumur og eldingar og himnarnar hrynja, opnast og lokast á víxl. Raddir í sálumessum eru venju- lega léttlýrískar en hér eru þetta allt hetju- raddir; þungar og dökkar raddir.“ Helst að Stabat Mater eftir Rossini sé í þessa veru, segja þeir félagar. Kristinn: „Ég hlakka mikið til að fá að gera þetta einu sinni enn og auðvitað að fá að syngja þetta með Kristjáni. Ég er mjög spenntur eftir að heyra í hljómsveitinni og ég hef heldur aldrei unnið með Guðmundi Óla áð- ur. Mér finnst bara synd að ekki sé hægt að fara með þetta líka til Reykjavíkur.“ Kristján þykist hafa heyrt að það stæði jafn- vel til og þá segir Kristinn: „Ég væri til í að gera það endurgjaldslaust!“ Því þá það, spyr blaðamaður og hann svarar: „Vegna þess að hluti af kaupinu sem ég fæ borgað er ánægjan af því að syngja þetta verk! Það er nú bara þannig; þetta má maður ekki segja en ég geri það nú samt núna. Þegar við söngvarar segjum svona og réttum þannig litla putta þá er allur handleggurinn tekinn; og þess vegna er staða okkar hér kannski akkúrat sú sem hún er; við virðumst hafa of mikinn áhuga á því sem við erum að gera.“ Þetta var viðhorfið lengi vel, en þeir segja það reyndar hafa breyst nokkuð. En Kristinn segir samt eina sögu: „Ég man að fyrir mörgum árum, þegar ég var að rembast við að starfa hérna heima sem söngvari; ég var út um allt að syngja, yfir dánu fólki og drukknu fólki og dauðadrukknu fólki!“ Hann hlær og rifjar upp setningu sem ein- hvern tímann hefur verið látin flakka: Komust fleiri að en vildu og lófatakið ætlaði aldrei að hefjast! „Á þessum tíma sagði sem sagt við mig maður: Kristinn, þú ert alltaf að syngja, en hvað gerirðu? Ég er söngvari. Já, ég veit það – en hvað starfarðu? Þessi spurning finnst mér lýsandi fyrir við- horfið á Íslandi. Það er ekki litið á þetta sem starf.“ Um þetta eru þeir sammála, en segja þó eins og að framan greinir að viðhorfið hafi nokkuð breyst hin síðari ár. Þeir félagarnir hafa gaman af því að starfa saman og síðast sungu þeir saman fyrir tveim- ur árum, á Listahátíð. „Það var í tónlistarhöll- inni í Reykjavík,“ segir Kristinn og glottir – á við Laugardalshöllina. Verdi Giuseppe Verdi, eitt dáðasta tónskáld Ítala, fæddist 9. október 1813 í Le Roncole, litlu þorpi skammt suður af Cremona á Norður- Ítalíu. Faðir hans rak þar litla krá og naut son- urinn þess að geta leikið sér frjáls og áhyggju- laus í fámenninu með jafnöldrum sínum. Hann sótti kennslu hjá presti þorpsins og kynntist þar organista staðarins sem skynjaði strax áhuga drengsins á tónlist og fór að kenna hon- um. Það er til marks um ótvíræða hæfileika drengsins að hann var aðeins 10 ára gamall þegar organistinn gerði hann að aðstoð- armanni sínum og upp frá því lá ljóst fyrir hver lífsstefna hans yrði. Ellefu ára gamall hóf hann tónlistarnám í Busseto og tók þá að semja sönglög kirkjulegs eðlis, en hugur hans stóð alla tíð til óperunnar. Fyrsta ópera Verdis sem tekin var til sýningar var „Oberto, Conte di San Bonifacio“, frumflutt í Scala-óperunni í Mílanó í nóvember 1839. Áratuginn eftir það kom hver óperan eftir aðra frá honum sem all- ar hlutu dágóðar viðtökur. Það var samt ekki fyrr en í kring um 1850 og áratuginn sem í hönd fór að hann „sló í gegn“ með óperunum „Luisa Miller“ „Rigoletto“ „Il Trovatore“ „La Traviata“ og fleiri má telja sem allar hafa hald- ið nafni hans á loft nú í hálfa aðra öld og eiga örugglega eftir að gera um ókominn tíma. Verdi ólst upp við hina hefðbundnu ítölsku óperugerð þar sem megin áherslan var lögð á hlut söngvaranna en hlutverk hljómsveit- arinnar var nánast eingöngu undir- leikur. Fyrst framan af hélt Verdi tryggð við þessa hefð en skóp smám saman sitt eigið form uns hann náði fullkomnum tökum á því í síðustu tveimur óperum sínum. Sálumessan Af þeim fjölbreytilegu kaþólsku messum, sem sungnar eru við hin ýmsu tilefni, er sálumessan, „missa pro defunctis“ eða Requiem, eins og hún er oftast nefnd, ein af þeim mik- ilvægustu. Hún er sungin í rómversk- kaþólskum kirkjum á Allra sálna messu (2. nóvember ár hvert) til minningar um látna ástvini og dregur nafn sitt af fyrsta orði fyrsta þáttar messunnar „Requiem aeternam dona eis, Domine“. Megininnihald Sálumessunnar er bæn fyrir hinum látnu og kemur það fram í öllum þáttunum nema í Sanct- us-kaflanum. Tveir aðalþættir kaþ- ólsku hámessunnar, Gloría og Credo, eru ekki notaðir en í þeirra stað er sungið „Dies irae“ þar sem fjallað er um hinn efsta dóm á hádramatískan hátt. „Dies irae“ er fyrirferðarmesti texti messunnar, tekur næstum helming alls textans og því venjulega mest áberandi í tónverkum þeim sem samin hafa verið um sálumessuna. Hægt er að rekja tónsmíðar samdar um þessa messu allt aftur til 14. aldar en það eru seinni tíma tónskáld sem hafa samið stórbrotnustu tónverkin, ýmist að einhverju gefnu tilefni eða samkvæmt beiðni. Nægir þar að nefna Gabriel Fauré sem samdi sálumessu til minningar um föður sinn nýlátinn og á hinn bóginn Mozart, sem samdi sálumessu samkvæmt pöntun dularfulls manns. Tilurð Sálumessu Verdis var af dálítið öðr- um toga. Við fráfall ítalska tónskáldsins Gioacchino Rossini 1868 vaknaði sú hugmynd að fá fremstu tónskáld Ítalíu til að semja sameig- inlega sálumessu og heiðra þannig minningu þessa ástsæla tónskálds. Ætlunin var að hvert tónskáld fyrir sig semdi einn þátt og að verkið yrði flutt 13. nóvember 1869 í Bologna þegar ár væri liðið frá andláti Rossinis. Verdi hófst þegar handa og samdi þáttinn „Libera me“ í þessa sameiginlegu sálumessu. Fljótlega fóru að koma fram ýmsir annmarkar á því að af þessum minningartónleikum gæti orðið, m.a. vegna þess að enginn fékkst til að fjármagna þá, hvorki einstaklingar né opinberir aðilar. Þegar endanlega var fallið frá hugmyndinni hættu tónskáldin við að semja sína þætti og Verdi lagði „Libera me“-þáttinn til hliðar. Um sama leyti barst honum boð um að semja óp- eru í tilefni af opnun Suez-skurðarins svo næstu mánuði vann hann að samningu óp- erunnar „Aida“, sem frumflutt var í Kaíró 24. desember 1871. „Libera me“-þátturinn var Verdi stöðugt í huga og hann sendi vini sínum raddskrána til skoðunar. Vinurinn lauk miklu lofsorði á tón- smíðina og hvatti Verdi í bréfi til að halda áfram og fullgera sálumessu. Rúmu ári seinna lést einn fremsti rithöf- undur Ítala, Alessandro Manzoni, sem Verdi dáði mjög. Andlát þessa manns, sem Verdi hafði reyndar aðeins hitt einu sinni, fékk mikið á hann og varð til þess að hann ákvað að full- gera sálumessuna í minningu hans. Tónleikarnir á Akureyri verða í Íþróttahöll- inni og hefjast kl. 16 á sunnudaginn. Sálumessa Guiseppe Verdis flutt á hátíðartónleikum á Akureyri á sunnudaginn „Yndisleg tónlist“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þrír einsöngvaranna og stjórnandinn fyrir æfingu í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í gær. Frá vinstri: Kristján Jóhannsson, Kristinn Sigmundsson, Björg Þórhallsdóttir og Guðmundur Óli Gunnarsson. skapti@mbl.is Sálumessa Guiseppe Verdis er ein allra fallegasta tónlist sem skrifuð hefur verið, segja bæði Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson sem flytja verkið ásamt fleirum á Akureyri á sunnudaginn. Skapti Hallgrímsson kynnti sér verkið og hitti þá félaga að máli fyrir æfingu í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju síðdegis gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.