Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 39 ALLRI stjórnarandstöðunni ber að flestu leyti saman um góð mál- efni, og þess vegna á hún að vinna saman. 1) Það var alvar- legt frumhlaup rík- isstjórnarinnar að bregðast al- þjóðalögum og heið- arlegri frið- arviðleitni Sameinuðu þjóðanna í Íraksmálinu og styðja í blindni blóðugt eyðilegg- ingarstríð Bandaríkjanna, byggt á þeim ósannindum að sönnur hefðu verið færðar á tilvist gereyðing- arvopna í Írak. Orðstír íslensku þjóðarinnar er undir því kominn að horfið verði frá þessum stuðningi við Bandaríkjastjórn sem sýnist albúin að halda áfram lögbrotum og yfirgangi í alþjóðamálum. 2) Það er óverjandi að halda áfram með ranglátt kvótakerfi, sem hefur valdið hruni fiskistofna. Þrátt fyrir blæbrigði í stefnu stjórn- arandstöðunnar er auðvelt að sam- ræma sjónarmið þeirra í fiskveiði- málum til mikillar blessunar fyrir land og lýð. 3) Í velferðarmálum eru mark- mið stjórnarandstæðinga að miklu leyti samstiga. Fátækt er stað- reynd sem er ekki afsakanlegt að láta líðast í þessu auðuga þjóð- félagi. Vinstri grænir og frjálslyndir eru áhugasamir um samstarf stjórn- arandstæðinga. Forysta Samfylk- ingarinnar vill fella ríkisstjórnina en er hins vegar loðin í svörum um þessa stjórnarmyndun og er nú lík- lega að gjalda þess nokkuð í skoð- anakönnunum. Enn er ekki of seint að bæta úr því, og það mun áreið- anlega hressa upp á fylgi flokksins. Eitt er víst að atkvæði sem greitt er Vinstrihreyfingunni – grænu framboði er öruggur stuðningur við myndun velferðarstjórnar með ferskar framfarahugmyndir á öllum sviðum. Ef nógu margir leggjast á eitt geta ánægjuleg tíðindi gerst á síðustu dögum fyrir kosningar. Stjórnarandstað- an vinni saman Eftir Pál Bergþórsson Höfundur er á lista VG í Reykjavík suður. VEGNA fréttar í Morgunblaðinu þriðjudaginn 6. maí, bls. 11 tel ég mig knúinn til að skrifa nokkrar lín- ur. Á framboðsfundi í Háskólanum í Reykjavík 29. apríl síðastliðinn spurði ég Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur hvort Samfylkingin væri á móti skóla- gjöldum í alla skóla á háskólastigi eða hvort hún væri hlynnt því að halda málum áfram í því horfi að svokallaðir einkaskólar hafi rétt á að innheimta skólagjöld án þess að það valdi skerðingu á framlagi rík- isins til þeirra Ingibjörg Sólrún svaraði á þá leið að Samfylkingin vildi að einkarekn- um skólum yrði áfram heimilað að innheimta skólagjöld en jafnframt vildi hún að til að jafna samkeppn- isstöðu ríkisháskóla gagnvart einka- skólum myndu skólagjöld einkaskól- anna koma til frádráttar framlagi ríkisins til þeirra. Til að taka af all- an vafa greip Sigmar Guðmundsson fundarstjóri inn í og spurði Ingi- björgu hvort hún ætti við að rík- isframlag og skólagjöld ættu að koma út „á pari“, þ.e. að þegar skólagjöld eru innheimt af nem- endum háskóla þá skerðist framlag ríkisins á hvern nemanda um sömu upphæð. Ingibjörg svaraði því ját- andi. Ekki þarf að fjölyrða um hversu fráleitt slíkt kerfi yrði. Tökum sem dæmi skóla sem á kost á árlegu 500.000 króna framlagi frá ríkinu á hvern nemanda. Skólinn ákveður að innheimta 200.000 krónur í skóla- gjöld. Það veldur því að framlag rík- isins lækkar niður í 300.000 krónur á nemanda. Samtals hefur skólinn því til umráða 500.000 kr. á hvern nemanda, sömu upphæð og hann hefði haft ef engin skólagjöld hefðu verið innheimt. Hver er þá ávinn- ingurinn af innheimtu skólagjalda? Hvers vegna ætti skóli að innheimta skólagjöld af nemendum sínum ef það veldur ekki aukningu fjármagns til rekstrar hans? Eftir að Ingibjörg Sólrún fréttir af mikilli óánægju nemenda á Bif- röst með umrædd ummæli lætur hún hafa eftir sér í Morgunblaðinu að hún telji „fráleitt að skerða kennsluframlög til einkarekinna skóla á háskólastigi sem innheimti skólagjöld, í ljósi þeirra aðstæðna sem ríki í málefnum skólanna í dag“. Þarna talar hún algjörlega þvert á ummæli sín á kosningafund- inum í HR. Hverju á fólk að taka mark á? Þegar óánægja kemur upp með stefnu flokksins er því einfald- lega haldið fram að stefnan sé allt önnur. Í frægum tölvupósti til nemanda á Bifröst segir Guðmundur Árni Stefánsson að Ingibjörg Sólrún hafi „farið dálítið út í vegkantinn í um- mælum sínum í Háskóla Rvíkur [svo] og var ekki að tóna afstöðu flokksins til þessara mála“. Í fyrr- nefndri frétt Morgunblaðsins segir hann svo: „Við höfum ekki alltaf sama tungutak í einstökum málum en efnislega erum við Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir algerlega sammála um þetta og Samfylkingin einhuga.“ Mér þykir léttvægt að Guðmundur og Ingibjörg hafi ekki sama tungu- tak miðað við þá staðreynd að Ingi- björg Sólrún hefur ekki aðeins ann- að tungutak og hún sjálf hafði um sama mál viku áður, heldur snýr hún ummælum sínum og þar með stefnu Samfylkingarinnar al- gjörlega við. Flestir hefðu haldið að þegar svo stutt er í kosningar hefðu allir stjórnmálaflokkar markað sér stefnu í málum sem þessu. En enn á ný er okkur kjósendum komið á óvart. Hver er stefna Samfylkingar- innar gagnvart háskólum? Eftir Einar Rúnar Magnússon Höfundur er nemandi í viðskiptafræðum við Háskólann í Reykjavík. ÞAU gleðitíðindi urðu á síðasta áratug að okkur Ís- lendingum fjölgaði um 10%. Sorgarfréttirnar eru hins vegar, að á sama tíma fækkaði Vestfirðingum um 18%, íbúum Norðurlands vestra um 10% og Austfirðingum um önnur 10%. Þetta stafar af því sem ég kalla aðför stjórn- valda að landsbyggðinni. Núverandi stjórnarflokkar hafa gegnum tíðina staðið að margvíslegum ákvörðunum sem eiga þátt í röskun byggðar. Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsóknarflokk- urinn bera ábyrgð á mestu byggð- aröskun í Íslandssögunni. Þingmenn stjórnarflokkanna af landsbyggðinni hljóta að vera stoltir af arfleifð flokka sinna, eða hvað? Heggur sá er hlífa skyldi Orsakirnar á bak við þessa þróun eru margar. Rík- isstjórnin á ekki sök á öllum. En hún er samt ábyrg fyr- ir svo mörgum, að það mætti draga aðalástæðu þróun- arinnar saman í tvö orð: Vond ríkisstjórn! Það er hægt að telja upp sorglega margar ástæður fyrir þessari full- yrðingu: Skattkerfisbreytingar sem veikja landsbyggð- ina í hlutfalli við þéttbýlið, kvótakerfi sem býður upp á að flytja burt lífsbjörgina með einni undirskrift, lágir jöfnunarstyrkir vegna námskostnaðar barna, og svo mætti lengi telja. Á landsbyggðinni svíður þó mörgum sárast, hvernig ríkisstjórnin hefur stuðlað að alltof háu vöruverði með því að standa fyrir gríðarlegri hækkun á þungaskatti á síðasta kjörtímabili. Þessi hækkun hefur komið sér langverst fyrir þær byggðir, sem lengst eru frá Reykja- vík (sem langoftast er uppskipunarhöfnin). Um þessa ósvinnu stjórnvalda má nota hið fornkveðna: Þar hjó sá, er hlífa skyldi. Það má taka stað eins og Djúpavog sem dæmi: Fyrir stóran vöruflutningabíl með tengivagn þarf að greiða u.þ.b. 50 þúsund krónur fyrir eina ferð með varning um vegalengd sem samsvarar fram og tilbaka á Djúpavog. Þetta lít ég að sjálfsögðu á sem sérstakan skatt sem leggst öðru fremur á íbúa landsbyggðarinnar. Hátt vöruverð á landsbyggðinni Ég tók mér fyrir hendur á síðasta ári að kanna sjálf- ur vöruverð á landsbyggðinni. Sömuleiðis reyndi ég að grafast fyrir um orsakir verðmyndunarinnar. Ég heim- sótti flestar verslanir og kannaði verðlag allt frá Bol- ungarvík, austur um Norðurland, suður Austfirði og staðnæmdist á Höfn í Hornafirði. Niðurstaða könn- unarinnar, þótt ekki væri vísindalega að henni staðið, gaf sláandi vísbendingar. Frá því er skemmst að segja, að þegar ég tók tíu al- gengar neysluvörur í smáverslunum á landsbyggðinni kom í ljós að þær voru að meðaltali mun hærri þar en hjá stóru verslununum í þéttbýlinu. Mesti verðmunur á sömu vöru var yfir 100%. Rannsókn Háskólans á Ak- ureyri sem birt var fyrir nokkrum misserum sýndi ein- mitt að hátt vöruverð var eitt af því sem íbúar lands- byggðarinnar töldu meðal neikvæðustu þátta sem fylgdu því að búa þar. Hvað olli þessum mun? Það kom áþreifanlega í ljós, að framlegð kaupmanna á landsbyggðinni var alls ekki mikil, og fjarri því að þeir væru að taka sér óeðlilega mikinn hagnað. Nei, það kom í ljós að munurinn lá ekki síst í miklum og alltof háum flutningskostnaði. Óhófleg hækkun þungaskatts Gögn, sem eigendur verslana á landsbyggðinni leyfðu mér að sjá, sýndu ótvírætt að flutningskostn- aður fór vaxandi á síðasta kjörtímabili. Raunar er það svo, að eitt helsta umkvörtunarefni forsvarsmanna at- vinnufyrirtækja á landsbyggðinni eru há flutnings- gjöld. Þeir hafa lagt á borðið upplýsingar, sem stað- festa gríðarlega hækkun á flutningskostnaði til þeirra sem fjærst liggja Reykjavík. Hvað veldur þessum háu flutningsgjöldum? Ég tók mér fyrir hendur að ræða við þá, sem reka flutninga- fyrirtæki. Ég sannfærðist um að ósanngjarnt væri að gera þá ábyrga fyrir þróuninni. Þeir sýndu mér fram á, að hækkun þungaskatts á síðasta kjörtímabili er ein helsta orsökin fyrir þessari miklu hækkun, svo og margir aðrir skattar sem hið opinbera leggur á flutn- ingastarfsemi í landinu. Forsvarsmenn nokkurra flutningafyrirtækja veittu mér innsýn í bókhald sitt. Þar komst ég að raun um svart á hvítu að nær helmingur af tekjum þeirra renn- ur til ríkisins í formi alls konar skatta og gjalda! Það er með öðrum orðum skattheimta hins opinbera sem á stóran þátt í alltof háu vöruverði á landsbyggðinni. Er þetta forsvaranlegt? Skattaleg mismunun Þegar skattlagning stjórnvalda á flutning nauðsynja- varnings til landsbyggðarinnar er skoðuð kemur best í ljós það ranglæti sem íbúar hennar búa við. Fjár- málaráðherra leggur að sjálfsögðu virðisaukaskatt of- an á flutningskostnaðinn. Hann verður auðvitað hærri eftir því sem lengra er ekið með vöruna, og flutnings- gjöldin hækka. Þannig leggst virðisaukaskatturinn of- an á þungaskattinn, og magnar hann upp. Menn ráða hvort þeir kalla þetta skattaokur eða margsköttun á íbúa landsbyggðarinnar. En við hljótum öll að vera sammála um að í þessu felst skattaleg mis- munun, sem ég tel að ríkisvaldinu beri skylda til að sporna gegn. Eitt er víst: Komist minn flokkur, Sam- fylkingin, í þá aðstöðu að stjórna landinu mun ég leggja ofurkapp á að breyta þungaskattinum með það fyrir augum að draga úr sérstakri skattlagningu á lands- byggðina. Um það markmið er einörð samstaða innan Samfylkingarinnar. Aðförin að landsbyggðinni Eftir Kristján L. Möller Höfundur er alþingismaður og leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. LENGI vel máttu þegnar þessa lands sætta sig við gengisfellingar í tíma og ótíma. Oftar en ekki var nóg að einn þrýstihópur kallaði á aðgerðir. Þá brugðust ráð- herrarnir ,,rétt“ við. Gengið var fellt, ým- ist brot úr prósentu, nú eða um mörg pró- sentustig. Sem betur fer er þetta liðin tíð. Gengi krónunar sveiflast vissulega en nú með mun heilbrigðari hætti en áður fyrr. Slagorð Þó stjórnmálamenn hafi losað sig við þennan leiðinlega kvilla sem gengisfelling er, þá er annar kvilli sem virðist fylgja þeim. Það eru slagorð sem þeir búa til rétt fyrir kosningar, sem innistæður eru svo ekki fyrir þegar á reynir. Framsóknarflokkurinn fór í síð- ustu kosningar með slagorðið „Fólk í fyrirrúmi“, þar var stílað á að allir væru fólk og að pólitík Framsókn- arflokksins væri um fólk. Ég skildi pólitík þeirra á sínum tíma þannig að allt ætti að snúast um fólkið. Frábært, nú þóttust margir kjós- endur loksins hafa fengið góðan val- kost. Sá sem vildi úrbætur í mennta- málum gat nú kosið Framsókn, því nemendur eru jú fólk. Einnig gátu þeir kosið Framsókn sem vildu úr- bætur í atvinnumálum og kjörum einstaklinga. Sjúklingar, fatlaðir og öryrkjar gátu líka sætt sig við þetta slagorð, því þeir eru líka fólk. Eftir kosningar ákváðu Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn að halda starfi sínu áfram. Kjósendur gátu nú alveg sætt sig við það, því fólk var í fyrirrúmi. Ekki þurftu kjósendur að örvænta þegar ráðherrarnir voru til- kynntir. Það var nefnilega mjög heppilegt fyrir kjósendur, að félagsmálaráð- herrann var framsóknarmaður. Því það hlýtur að vera stolt þess flokks sem telur fólk vera í fyrirrúmi að hafa félagsmálin í sínum höndum. Það má því segja að félagsmálaráðu- neytið sé Mekka þess sem telur að fólk skipti mestu máli. Afköst ráðherra Þegar maður lítur til baka þá eru afköst framsóknarráðherra ekki beysin. Fyrrverandi heilbrigð- isráðherra rak spítala allra lands- manna með miklu tapi og á yf- irdrætti. En þess má nú geta að þessi spítali er líka spítali fólksins sem var í fyrirrúmi. Þessi sami ráðherra sagði einnig að maður deildi ekki við dómara, en lét það svo viðgangast að ,,hagræða“ túlkun á öryrkjadómnum. En þess má nú einnig geta að öryrkjar eru líka fólk. Félagsmálaráðherra, maðurinn sem fer með aðalráðuneyti flokksins sem kennir sig við fólkið sjálft, er nú ekki með stórkostlegan árangur heldur. Það vill nú svo einkennilega til að í þessum umrædda ör- yrkjadómi og meðhöndlun rík- isstjórnarinnar, var ekkert sem hann sá athugavert við. Þetta var jú bara hið besta mál. Félagsmálaráðherra hefur einnig gleymt fötluðum og öryrkjum. Sam- býli og önnur gefin loforð um ýmis úrræði hafa setið á hakanum og þau mál látin dragast eins lengi og hægt er. Hann hefur væntanlega gleymt því að fatlaðir eru líka fólk. Þó að fjármálaráðherra eigi að sjá um að semja við launþega um kaup og kjör, þá sá félagsmálaráðherra ekki ástæðu til þess að liðka til þeg- ar sumar starfsstéttir áttu í deilum við ríkið. Ekki sá félagsmálaráðherrann ástæðu til þess, hann sá þarna bara tækifæri til sparnaðar. Það er bara í lagi að fatlaðir og aðrir, sem minna mega sín, missi sína þjónustu tíma- bundið Félagsmálaráðherra gengisfelldur Nú eru margir mánuðir liðnir frá síðustu kosningum og sá tími er kominn að við kjósum á ný. Í vetur hafa flokkarnir verið að velja á sína lista, hver með sínum hætti. Framsóknarflokkurinn í Norðvesturkjördæmi lét flokks- menn kjósa. Þess má geta að Norðvest- urkjördæmi er heimakjördæmi þess sem fer með félagsmálin. Norðvest- urkjördæmið er heimakjördæmi þess sem átti að gæta þess að fólkið væri í fyrirrúmi. Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra var vígreifur og bauð sig fram, enda ekki furða þar sem hann taldi sig hafa unnið vel fyrir fólkið sem var í fyrirrúmi. En furðulegt nokk, félagsmála- ráðherra naut ekki þess fylgis sem hann bjóst við. Kosningaósigur hans var algjör, og í raun það mikill að það má segja að Páll Pétursson og hans stefna hafi verið gengisfelld. Eða það sem er merkilegra, fram- sóknarmenn í Norðvesturkjördæm- inu sögðu í raun: Stefna ríkisstjórn- arinnar og félagsmálaráðherra var ekki fólkinu til heilla. Ég get ekki betur séð en að þetta séu skilaboðin. Því ef félagsmálaráð- herra hefur staðið sig vel í starfi, þá spyr ég af hverju var hann ekki kjör- inn áfram? Af hverju má góður mað- ur ekki halda áfram? Framhaldið Nú þegar hefur orðið vakning í Norðvesturkjördæminu. Vakning framsóknarmanna er að það þurfi að setja fólk aftur í fyrirrúm, þá vill svo til að kjósendur í Reykjavík virðast einnig ætla að gengisfella þessa inni- haldslausu slagorðakeppni fram- sóknarmanna. Það virðist vera svo að formaður flokksins muni ekki upplifa þann kosningasigur sem hann vonaðist eftir í Reykjavík. En að lokum má ekki gleyma því að formaður ber höfuðábyrgð á gjörðum síns flokks. Og því er það spurning, munu kjósendur í Reykjavík sjá í gegnum þetta? Það er nauðsynlegt að við lát- um ekki framsóknarmenn blekkja okkur á ný. Félagsmála- ráðherra gengisfelldur Eftir Pétur Óla Jónsson Höfundur er sölumaður. Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.