Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MARGT er sagt í kosningaþras- inu. Oft án þess að ígrunda nokkuð að orð verða ekki aftur tekin. Fram að kosningum hlaupa svo fram- bjóðendur flokk- anna spretthlaup eftir skoðanakönn- unum. Og telja þær koma með úrslit kosninganna. Þá sérstaklega þeir sem telja sig hafa unnið kannanahlaupið. Hinir sitja þó oftast mæddir á marklínunni og telja að það hafi verið þjófstartað, því það sé ekkert að marka skoð- anakannanir. Mitt í öllu þessu fara frambjóð- endur út og suður til að koma fram sem skemmtikraftar. Tilbúnir að syngja falskt. Drekka glundur atkvæðanna vegna. En á kosningabaráttan að snú- ast um þetta? Varla. En um hvað á hún þá að snúast? Um málefnin. En tökum nú fyrir heillyndi kjós- enda í skoðanakönnunum. Fréttablaðið kannaði fyrir stuttu álit landans á kvótakerfinu. 80% þeirra sem spurðir voru sögðust vera á móti því. Þetta á að segja okkur að 20% þjóðarinnar kjósi stjórnarflokkana því þeir vilja við- halda kvótakerfinu. En þegar fylgi þeirra er skoðað ætla um 50% kjósenda að kjósa þá. Þetta þýðir að 30% kjósenda sem eru á móti kvótakerfinu ætla samt að kjósa það yfir sig, heldur en að gefa flokkunum atkvæði sitt, sem vilja breyta kerfinu. En hvers vegna gerir fólk þá þetta? Af gömlum vana? Eða þorir ekki að breyta til heldur fórnar sannfæringunni? Mig langar að beina orðum mín- um til ykkar sem ætlið að fórna sannfæringunni fyrir flokkinn. Ef þið eruð á móti kvótakerfinu þá kjósið ekki þá flokka sem vilja við- halda því. Og við ykkur sem ætlið ekki að kjósa segi ég: Kjósið ykkar vegna. Um kvótakerfið má margt segja. En óréttlæti þess er fyrst og fremst afleiðing framsalsins. Þegar menn gátu farið að selja og leigja það sem er eign þjóðarinnar, mín og þín eign lesandi góður, og orðið allt að milljarðamæringar. Og farið með þá peninga út úr greininni. Og í kjölfarið hefur kvótinn farið á fáar hendur. Þessi samþjöppun hefur gert það að verkum að mörg sjávarpláss lepja dauðann úr skel eftir að sægreifarnir hafa siglt úr höfn með skip og kvóta á önnur mið. Og engir nýliðar fá að koma í stað þeirra. Ég er ekki flokksbundinn. En ég mun fram að kosningum kynna mér stefnu þeirra flokka sem vinna að afnámi kvótans og kjósa þá sem best lofa í þeim efnum. En ef þeir standa ekki við það, þá kýs ég einhvern annan næst. Þannig er hægt að ná fram réttlætinu og láta þá sem lofa standa við sitt, hvort sem þeir verða í stjórn eða stjórn- arandstöðu, að öðrum kosti verða þeir að vera utan þingsala. Eitt sinn sagði þingmaður, sem þá hafði staðið í kosningabaráttu, að hann hefði mannað sig upp í að fara til manns, sem var þekktur fyrir að vera harður í horn að taka og ekki við eina fjölina felldur í pólitík. Markmið heimsóknar þing- mannsins var að reyna að kristna þennan karl svo að hann kysi sig. Þetta var á þeim árum sem kanasjónvarpið réð hér ríkjum og þeir sýndu fjölbragðaglímu, eða wrestling, sem þá var æði vinsæl. Karlinn bauð þingmanninum inn og til sætis, en mátti ekkert vera að því að tala við hann, því hann var að horfa á glímuna. Og svo spenntur að hann réð ekki við sig í hita leiksins og átti það til að stökkva upp úr stólnum og slá saman höndum og hrópa þegar mikið gekk á: „Þetta er tómt blöff! Tómt blöff!“ Þetta varð til þess að þingmanninum gafst ekki færi á karlinum og leið svo kvöldið, því þegar glíman var búin var orðið það áliðið að hann varð að kveðja karlinn án þess að koma pólitíkinni að. Þessi kvöldstund hjá karli sat lengi í þingmanninum og fékk hann til þess að hugsa að kannski væri pólitíkin bara svona. Menn hefðu áhuga á henni eins og fjöl- bragðaglímu og glímdu líkt vitandi það að sýndarbrögð væru í tafli. En þeir glímdu í þeirri von, að lýð- urinn sæi ekki að glíma væri tómt blöff. Eins og karlinn sá. En á pólitíkin að vera tómt blöff? Og á það sem sagt er í skoð- anakönnunum líka að vera tómt blöff? Ef svo er verður framtíðin líka tómt blöff. Og þá verður erfitt að lifa í Guðs friði. Um kosningar, frambjóðendur, kjósendur og kvótann Eftir Hafstein Engilbertsson Höfundur er fyrrverandi skipstjóri. MIÐAÐ við þann úlfaþyt sem Samfylkingin hefur gert um aukna skatt- byrði fólksins í landinu felst mikil þversögn í tillögum hennar í skatta- málum. Nái þær fram að ganga mun skattbyrði þorra fólks ekki verða minni heldur meiri. Vanhugsaðar breytingar Það er að mörgu leyti illskiljanlegt hvað talsmönnum Samfylkingarinnar er í nöp við tillögur Sjálfstæðisflokksins í skattamálum. Hafi skattbyrðin aukist jafnmikið og haldið er fram er þá ekki eina haldbæra lausnin að lækka skattprósentuna eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt til? Nei, ekki vill þetta ágæta fólk nú taka undir það. Því finnst mun nærtækara að auka skattbyrði almenns launafólks með því að taka upp þrepaskipt skattkerfi. Gulrótin sem Samfylking beitir fyrir þessum vanhugsuðu skattkerfisbreyt- ingum er hækkun persónuafsláttarins. Rétt er hins vegar að fólk átti sig á því að þrepaskiptingin étur mjög fljótt upp þann ávinning sem hækkun persónuafsláttarins hefur í för með sér. Félagslegt óréttlæti? Með tillögum sínum í skattamálum er Samfylkingin því að lofa svipaðri eða aukinni skattbyrði fyrir þorra landsmanna. Áhrifin verða einungis sýnileg á sitthvorum enda tekjustigans. Þeir allra lægst launuðu munu þannig njóta góðs af hækkun persónuafsláttarins og hlutfallslega fámenn- ur hátekjuhópur mun fá verulega þyngri skattbyrði. Fórnarkostnaður þessa félagslega réttlætis í framkvæmd er síðan sá að allir sitja eftir með sárt ennið. Jaðarskattar hækka gífurlega, sem þýðir að fyrir hverja viðbót- arkrónu í launaumslagið verður hlutfallslega æ minna eftir. Margir munu þannig komast fljótlega að því, að launahækkun borgar sig í fæstum til- vikum. Kemur niður á ungu fólki Það er því ekki erfitt að gera sér í hugarlund hvaða áhrif þrepaskipt- ingin mun hafa fyrir vinnumarkaðinn. Eitt helsta einkenni hans hér á landi er vinnuaflsskortur sem gýs hér alltaf upp annað slagið, aðallega á þenslu- tímum. Þeir verða hins vegar varla margir sem vilja bæta mikilli vinnu við sig, miðað við þann litla ávinning sem verður eftir í launaumslaginu eftir skatta. Þá er einnig forvitnilegt að skoða hvernig ungu fólki reiðir af í þessari skattaparadís launafólksins sem Samfylkingin er að boða. Ætli ein- hver að auðvelda sér húsnæðiskaup eða önnur fjárfrek útgjöld með auk- inni vinnu þarf sá hinn sami að vinna ansi mikið til að það gangi eftir. Síð- ast en ekki síst er það furðulegt að boða minnkaða skattbyrði, sem er í þvílíku skötulíki, að úr verða verstu fátæktargildrur. Raunveruleg lífskjarabót Í skattamálum leggur Sjálfstæðisflokkurinn m.a. til að tekjuskatturinn lækki um fjögur prósentustig og að eignaskatturinn verði afnuminn. Þess- ar breytingar munu fela í sér verulega bætt lífskjör fyrir alla. Í stað- greiðslukerfinu er það aðallega eignaskatturinn sem eftir stendur á álagn- ingarseðli langflestra og með hækkuðu fasteignamati fór hann að taka verulega í hjá mörgu venjulegu launafólki og lífeyrisþegum. Það aukna svigrúm sem þessar skattalækkanir fela í sér fyrir þorra þjóðarinnar lýtur þannig að því að gera þjóðfélagið okkar fjölskylduvænna, þar sem for- eldrar geta nýtt það til að draga úr vinnu. Það gerir þjóðfélagið okkar jafnframt vænna fyrir eldri borgara, sem hrekjast síður úr húsnæði sínu, auk þess að auðvelda ungu fólki að koma undir sig fótunum. Þversögn Samfylkingarinnar í skattamálum Eftir Helgu Guðrúnu Jónasdóttur Höfundur er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. LAUGARDAGINN 26. apríl sl. var fallegt veður í Reykjavík. Ég var á leið til vinkonu minnar og leið mín lá eftir Miklubrautinni. Með mér í för var níu ára dóttir mín. ,,Mamma sjáðu bílinn!“ sagði dóttirin. Mér varð litið til hliðar og fékk breitt bros frá stoltum bílstjóra á glæsi- legum bíl. Þennan mann þekkti ég vel, hann er úr minni heimabyggð og við vorum saman í skóla. Hann lenti ungur í óreglu, sökk mjög djúpt og varð tíður gestur á meðferð- arstofnunum. Þannig liðu árin og hann sökk sífellt dýpra. Þar sem ég hitti hann nokkuð reglulega sá ég að hann var í mjög vondum málum og leið hans virtist aðeins liggja niður á við. Það var svo fyrir nokkrum árum að ég rakst á hann í hverfinu sem ég bý í. Hann var komin í vinnu hjá borginni, vann sem verkamaður hjá Gatnamáladeild Reykjavíkurborgar. Það var kominn nýr tónn ,,Ég er hættur í ruglinu, ég ætla að taka mig á og fara að lifa lífinu.“ Næst þegar ég hitti hann var hann orðinn verkstjóri og leit björtum augum til framtíðarinnar. Í dag er hann sjálfstæður atvinnurek- andi, hefur verið með eigið fyrirtæki í fimm ár og gengur vel, já og keyrir um á glæsikerru. Ég heyrði í honum á dögunum, vildi samgleðjast honum með merkan áfanga, hann er stoltur og sáttur í dag. Hann fékk tækifæri, nýtti það vel og náði árangri. Sem betur fer er saga þessa manns ekki eins- dæmi. Í Sjálfstæðisstefnunni stendur: ,,Talsmenn flokksins hafa haldið því fram, að sá vinningur, sem athafnasamur einstaklingur geti haft af útsjón- arsemi, atorku og framtaki, sé óviðjafnanlegur hvati fyrir allt atvinnulífið. Þessi orka er óþrjótandi. Hana megi og eigi að beisla, en aldrei festa í fjötra.“ Það er afar mikilvægt að mínu mati að hvetja unga og eldri til nýta sér þau tækifæri sem hver og einn fær, þótt þau sýnist í fljótu bragði ekki vera svo ábótasöm. Margir hafa byrjað með tvær hendur tómar, með vilj- ann að vopni og náð langt. Að ala á öfund í garð annarra er vondur löstur og það er enginn sem græðir á því. Það er alls ekki gott að bera sig sífellt saman við aðra og telja sér trú um að aðrir hafi það miklu betra en maður sjálfur, það er afar letjandi. Það er styrkur hvers manns að hafa trú á sjálf- um sér og setja sér markmið í lífinu. Markmiðin þurfa ekki að vera þau sömu hjá öllum, við erum jú ekki öll eins. Unga fólkið okkar þarf á hvetj- andi skilaboðum að halda sem eflir sjálfstraust þeirra og trú á bjarta fram- tíð. Það hefur alltaf verið stefna Sjálfstæðisflokksins að efla atvinnuvegi landsins þannig að einstaklingurinn geti notið sín sem best. Þá stefnu ber okkur að efla í landinu okkar. ,,Sjáðu bílinn“ Eftir Vilborgu Önnu Árnadóttur Höfundur er sjúkraliði og íslenskufræð- ingur og skipar 11. sæti Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík suður. MIKIL umræða hefur farið fram um sjávarútvegs- mál í aðdraganda kosninganna 10. maí nk. Ég er ekki í vafa um að mikill áhugi landsmanna á málefninu undirstrikar hina miklu meðvitund þjóðarinnar um mikilvægi atvinnugreinarinnar fyrir Ísland. Ég hefði kosið að umræðan hefði snúist meira um hvernig betur mætti ná markmiðum laga um stjórn fisk- veiða heldur en fyrningu veiðiheim- ilda, brottkast, kvótabrask og sókn- arkerfi, þó er ég samt sannfærður um að hún hefur verið gagnleg. Í 1. gr. laga um stjórn fiskveiða segir: „Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra (nytjastofnanna) og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Smábátaútgerðin kjölfesta hinna dreifðu byggða Ég hef verið svo lánsamur að starfa fyrir þann út- gerðarflokk sem er best til þess fallinn að uppfylla ofangreint markmið. Smábátar nota kyrrstæð veið- arfæri, færa fiskinn til vinnslu í land nokkrum klukkustundum eftir að hann hefur verið veiddur, smábátaútgerðin er kjölfesta hinna dreifðu byggða og veiðiaðferðirnar þannig að þær geta lítt ógnað nytja- stofnum okkar. Þrátt fyrir þessar staðreyndir hefur smábátaútgerðin átt undir högg að sækja, en með dyggum stuðningi almennings og baráttu meirihluta alþingismanna gegn stöðugum aðfinnslum stórútgerð- arinnar er útgerð smábáta verulega öflug. Innan hennar raða eru afar reyndir sjómenn sem auk þess að tilheyra þeirri starfsstétt eru útgerðarmenn og framkvæmdastjórar í sínum fyrirtækjum. Enginn þarf því að velkjast í vafa um að þarna eru á ferðinni garpar sem þjóðin getur treyst fyrir góðri umgengni um auðlindina, þar sem þeir eiga allt sitt undir því að hún gefi þeim ríkulegan ávöxt. Almenningur hlynntur smábátaútgerðinni Stefna stjórnmálaflokkanna í garð smábátaútgerð- arinnar er um margt jákvæð, þar sem þeir leggja allir til að veiðar smábáta skuli efldar. Þótt áherslur séu misjafnar hvað þetta áhrærir eru flestir frambjóð- endur ekki í vafa um að öflug útgerð smábáta er nauðsynleg hjá þjóð sem lifir á sjávarútvegi. Hlut- fallið er líklega í góðu samræmi við niðurstöðu skoð- anakönnunar sem Landssamband smábátaeigenda lét gera í byrjun árs 2001, þar sem rúm 80% svarenda voru velviljuð útgerð smábáta. Línuívilnun og tryggt handfærakerfi sóknardagabáta Sl. tvö ár hefur Landssamband smábátaeigenda einkum barist fyrir tveimur málefnum. Að tekin verði upp línuívilnun hjá öllum dagróðrarbátum og sókn- ardagar handfærabáta verði aldrei færri en 23. Ætla má af umræðunni og stefnu flokkanna að línuívilnun verði sett á strax í haust, þ.a. 80% af þorskinum teljist til kvóta og 50% af öðrum tegundum. Hins vegar er óvissa um framtíð þeirra 300 handfærabáta sem hafa í dag heimild til að róa í 21 dag á fiskveiðiárinu. Óvissan lýsir sér í að lög um stjórn fiskveiða kveða á um að sóknardögum skuli fækka um 10% á hverju ári. Ákvæðið er óviðunandi og verður að afmá úr lögum svo og að festa í lög að sóknardagar verði aldrei færri en 23, sem reynslan sýnir að er viðunandi miðað við þá þorskgengd á grunnslóð sem nú er. Andstæðingar þess að krafa trillukarla nái í höfn benda á að þessum bátum sé ekki ætlað meira en 1.800 tonn af þorski en hafi veitt á sl. ári 12.300 tonn. Aflanum hafi þeir náð þrátt fyrir að þeim hafi ein- ungis verið heimilt að róa í 23 daga. Dögum eigi því að fækka þannig að afli þessara 300 handfærabáta verði ekki meiri en 1.800 tonn. Grímulaust er því ver- ið að tala um að hver bátur hafi heimild til að róa í rúma þrjá daga á ári ef afli á grunnslóðinni og sókn- argeta bátanna helst óbreytt. Krafan er í góðu sam- ræmi við kjörorð stórútgerðarinnar undanfarin ár; setjum óbilgirnina í öndvegi. Eftirsóknarvert að mega veiða í 21 dag Undanfarin ár hefur þorskgengd á grunnslóð verið með allra mesta móti. Útgerð handfærabáta í sókn- ardagakerfi hefur því gengið þokkalega. Þeir aðilar sem ákveðið hafa að hasla sér völl í handfærakerfinu eru sér vel meðvitandi um að fjölmargir áhættuþættir eru í þessari starfsgrein. Fleiri en í mörgum öðrum greinum. Aldrei er á vísan að róa á vel við. Minnkandi þorskgengd á grunnslóð er ekki hægt að svara með því að veiða ýsu þar sem hún veiðist vart á það eina veiðarfæri sem heimilt er að nota, handfærið. Fisk- verð er breytilegt og hefur það margsinnis hent að það hafi fallið síðari hluta sumars þegar veiðar bátanna standa sem hæst. Handfæraveiðar eru háðari veðri en aðrar veiðar, vart hægt að stunda þær þegar hvítt sést í öldu. Af þessari upptalningu að dæma er ótrúlegt að það sé svo eftirsóknarvert að vera í þessu veiðikerfi að kostað sé milljónum til að öðlast þann rétt. Aðilum sem það gera og ná að halda velli, en langt er frá því að öllum takist það, á skilyrðislaust að tryggja aukið öryggi í afkomu útgerðarinnar með því að festa í lög að sóknardagar verði ekki færri en 23. Hér með er skorað á verðandi alþingismenn að beita sér fyrir þessari lagabreytingu samfara línuí- vilnun til dagróðrarbáta þannig að hægt sé að líta með stolti til fiskveiðistjórnunarinnar þar sem sá þátt- ur sem færir okkur nær markmiðum laganna skuli efldur. Öflug smábátaútgerð – markmið fiskveiðistjórnunarlaganna Eftir Örn Pálsson Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.