Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. EITT HELSTA baráttumál Framsókn- arflokksins á síðustu árum hefur verið aukið jafnrétti kynjanna. Það er einlæg sannfæring okkar framsóknarmanna að jafnrétti kynjanna sé sjálfsagt réttlæt- ismál. Þess vegna höfum við barist fyrir því að auka þátttöku kvenna í starfi Framsóknarflokksins, með þeim árangri að í dag ríkir jafnræði milli kynjanna í forystusveit Framsóknarflokksins. En við framsóknarmenn og -konur höfum jafnframt átt því láni að fagna að hafa farið með jafnréttismál innan rík- isstjórnar Íslands síðustu átta ár. Þar höfum við náð í höfn mörgum mik- ilvægum framfaramálum á sviði jafnrétt- ismála. Jafnrétti í Framsókn Árið 1994 var samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins að flokkurinn skyldi gera sérstaka áætlun um þátttöku kvenna í starfi flokksins. Í kjölfarið var hafinn undirbúningur að gerð slíkrar áætlunar og á næsta flokksþingi okkar árið 1996 var samþykkt fyrsta jafnrétt- isáætlun flokksins. Þar setti Framsókn- arflokkurinn sér það meginmarkmið að jafna þátttöku karla og kvenna í starfi á vegum flokksins, ákvarðanatöku og ábyrgð. Til að fylgja eftir jafnrétt- isáætlun okkar ákváðum við að koma á fót embætti jafnréttisráðgjafa Fram- sóknarflokksins, stofna jafnréttisnefnd og vinna að stöðugri fræðslu og kynn- ingu á jafnréttismálum innan flokksins. Árangurinn af þessu starfi okkar hefur ekki látið á sér standa. Hlutfall kvenna í efstu sætum á framboðslistum flokksins hefur stóraukist og konur hafa tekið verðugan sess í forystusveit flokksins. Fyrir komandi Alþingiskosningar leiða konur lista flokksins í þremur kjör- dæmum og karlar í þremur. Ef tekin eru fjögur efstu sætin á listum flokksins er hlutfallið 54% karlar og 46% konur. Við erum að sönnu stolt af þessum ár- angri flokksins okkar. Hann hefur náðst með því að beina athygli að jafnrétt- ismálum innan flokksins, ræða þessi málefni hispurslaust og standa fyrir fræðslu- og kynningarátaki. Við höfum hins vegar ekki farið þá leið að koma upp kynjakvótum eða stilla upp einhvers konar fléttulistum. Við höfum einfald- lega meiri trú á okkar fólki en svo að við teljum slíkt nauðsynlegt. Í stað þess höf- um við lagt áherslu á að kynin hafi í raun sömu tækifæri til þátttöku og ábyrgðar í starfi flokksins. Árangurinn talar sínu máli í þessum efnum. Það er san sviði jafnrétt að beinast að jöfn tækifær nauðsynlegt umræðu og s kynningu. Vi að dæma fólk ferði sínu, he hvern einsta Fæð ky Framsókn það áherslu í á sviði jafnré skapa kynjun ilvægasta jaf efa löggjöf u eldraorlof se kjörtímabili. nú hefur orð kost á fæðing mæður byltin landi. Megin er sú að áby ar eigi að hv Jafnrétti er réttlæti Eftir Jónínu Bjartmarz „Í raun er sú breyting sem n með því að feður eiga kost til jafns við mæður bylting í um á Íslandi.“ Á MIÐVIKUDAGSMORGUN heimsótti ég Kjarnafæði og Norðlenska á Ak- ureyri. Ég hef fylgst með því gegnum árin hvernig þessi tvö fyrirtæki hafa vaxið og eflst. Það nýjasta er, að í Norðlenska er verið að koma upp nýrri vinnslulínu, en markmiðið er að neyt- andinn geti fengið kjötið nákvæmlega eins og hann vill hafa það. Með meiri úrvinnslu er keppt að því að öllum hlut- um skrokksins sé komið í verð. Þess vegna er reynt að koma til móts við neytandann með öllum mögulegum ráð- um. Og nú segjast þeir í Norðlenska vilja taka fiskiðnaðinn sér til fyr- irmyndar til þess að ná fram meiri hag- ræðingu og meiri nýtni. Matvælaiðnaður er snar þáttur í at- vinnulífi Eyfirðinga og Húsvíkinga. Þorsteinn Már Baldvinsson skilgreinir Samherja sem matvælafyrirtæki og síð- an höfum við ÚA á Akureyri, frystihús þess, og fleiri fyrirtæki. Á öllum þess- um stöðum hefur það viðhorf verið að skýrast, að ekki sé nóg að framleiða vöruna. Henni verði að koma á markað. Og oft á tíðum getur tíminn frá vinnslu- stað til neytanda og reglubundin af- hending vörunnar ráðið sköpum um, hvort viðunandi verð fæst. Það er þess vegna ekki undarlegt þótt margur hafi orð á mikilvægi samgangnanna við mann, þegar gengið er um slíka vinnu- staði. Og síðan fara menn að tala um styttingu leiða. Snjóleysið í vetur hefur komið illa við ýmis þjónustufyrirtæki og verslanir á Akureyri og of lítil aðsókn að sýningum Leikfélagsins hefur valdið vonbrigðum og erfiðleikum. Þetta sýnir okkur glöggt, hversu tæpt ferðaþjónustan stendur í raun og veru, vegna þess að tíðarfarið ræður svo miklu um það, upp á hvað sé hægt að bjóða. Hringvegurinn er of langur til þess að nógu margir skjótist norður sér til afþreyingar, til að fara í leikhús, borða góðan mat og njóta útivistar í fallegu umhverfi. Við skulum heldur ekki gleyma því, að R-listinn vill leggja Reykj yrði reiðarsl Norðurlandi aðilar í ferða að því, hvort Reykjavíkur Ég var sá ei mínu svari. S Við efstu m sátum fyrir dag. Þórarin spurði, hvort stóriðjufyrir svaraði því a er nauðsynle vinnugrundv Auk þess staður er jaf eru konur ra unarstörfum Ég fann að þ Eyðum fjarlægðum efti Eftir Halldór Blöndal „Það verður ekki betur séð arsýn Framsóknarflokks, S og Vinstri grænna fyrir Aku öll í þoku og mistri.“ UNNI var mikið niðri fyrir þegar hún hringdi í mig. Hún er öryrki, fær fullar bætur frá almannatryggingum og býr í leiguíbúð á vegum Reykjavíkurborgar. Við þær aðstæður kom hún fjórum börn- um til manns og er stolt af þeim. Hún bað mig um að skrifa grein fyrir sína hönd til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Minni aðstoð við fátæka Hún hafði lesið grein eftir mig sem birtist í Fréttablaðinu 26. apríl sl. Þar fjallaði ég um þá niðurstöðu rannsóknar Hörpu Njáls að ásókn til hjálparstofn- ana vegna fátæktar hafi m.a. aukist eftir að Félagsþjónustan í Reykjavík herti reglur um aðstoð til fátækra á árinu 1995, eftir að R-listinn tók við völdum í borginni. Breytingarnar fólu í sér að hætt var að taka tillit til fjölskyldu- stærðar eða fjölda barna þegar upphæð fjárhagsaðstoðar var ákveðin, hætt var að veita aðstoð vegna sérstakra að- stæðna, t.d. ferminga í fjölskyldunni og fátæktarmörk Félagsþjónustunnar voru fryst á tímabilinu 1995–1999. Þegar bæt- ur almannatrygginga hækkuðu, lækkaði viðbót Félagsþjónustunnar um sömu upphæð. 150% hækkun á húsaleigu Unnur vildi benda mér á að jafnhliða hertum reglum um aðstoð við fátæka hafi húsaleiga á vegum borgarinnar hækkað langt umfram verðlag og auk- inni hörku beitt gagnvart þeim sem standa ekki í skilum. Áramótin 1994– 1995 greiddi Unnur 19.419 krónur á mánuði í húsaleigu en átta árum síðar, í mars 2003, greiddi hún tæpar 48 þúsund krónur til Félagsbústaða vegna sömu íbúðar. Hækkunin er um 150%! Þeir sem lenda í erfiðleikum með greiðslu fá fljót- lega að finna fyrir lögfræðikostnaði og hótunum um útburð. Allt þetta kemur fram í gögnum sem Fyrrverandi bo sem var verkstjórn sem hér er um ræt fyrirætlanir sínar um að bæta hag þe kjörin. Þeir sem tr varnaðarorð Unna huga, þegar þeir á ætla að verja atkv laugardag 10. maí hugsanlegar afleið skyldu sína, óskað fram undir nafni í sagðist engu hafa „Ef þeir klúðra jafn mik Eftir Ástu Möller „1994–1995 greiddi Unnur 19 krónur á mánuði í húsaleigu en árum síðar, í mars 2003, greid tæpar 48 þúsund krónur til Fé staða vegna sömu íbúðar.“ Höfundur er þing ins í Reykjavík og lista flokksins í Re VANTRÚ Á VALFRELSI Tillaga starfshóps á vegumReykjavíkurborgar um aðframlög borgarinnar með hverjum nemanda í einkaskólum í borginni verði hækkuð um tæpan þriðjung er skref í rétta átt, en aðeins lítið skref. Framlög borgarinnar með nemendum í einkaskólum eru nú að- eins um helmingur af því, sem borgin leggur með hverjum nemanda í skól- um, sem hún rekur sjálf. Þeirri spurn- ingu er ósvarað, sem foreldrar hljóta að spyrja: Af hverju fær skattgreið- andi í Reykjavík, sem borgar útsvarið sitt eins og aðrir, en kýs að setja barn- ið sitt í einkarekinn skóla, ekki sama stuðning frá borginni og aðrir? Þar sem víðtæk sátt ríkir um að grunn- skólamenntun sé fjármögnuð af al- mannafé, en jafnframt viðurkennt – eins og fram kemur í skýrslu starfs- hópsins – að einkaskólar eigi rétt á sér er eðlilegt að þessarar spurningar sé spurt. Skýrsla starfshópsins einkennist annars að mörgu leyti af vantrú á val- frelsi, fjölbreytni og samkeppni í skólakerfinu, þröngsýni og hugmynda- fátækt. Í niðurlagi skýrslunnar segir t.d.: „Ljóst er að í flestum tilvikum er fjárhagslega óhagkvæmt fyrir skatt- greiðendur að borgin reki einkaskóla samhliða borgarreknu skólunum, nema hugsanlega að þeir verði hverf- isskólar og borgin þurfi ekki sjálf að byggja skóla í viðkomandi hverfi. Því er mikilvægt að skoða hvernig setja megi skorður á fjölda einkaskóla og fjölda nemenda sem borgin samþykkir að greiða með til einkaskólanna hverju sinni.“ Þessi klausa ber vott um að höfund- ar skýrslunnar einblíni á þá úreltu hugsun, að njörva eigi foreldra og nemendur við ákveðin skólahverfi og að valfrelsi í kerfinu sé heldur til óþurftar. Reynslan frá ýmsum ná- grannalöndum okkar hefur þvert á móti sýnt að kerfi, þar sem foreldrar hafa val um skóla, sem ýmist opinberir aðilar eða einkaaðilar reka, fjárveit- ingar fylgja nemendum og eru þær sömu, óháð því í hvers konar skóla þeir fara, skilar bæði betri skóla og betri nýtingu á skattpeningum en það kerfi, sem nú er ríkjandi á Íslandi. Þá er algjörlega laust við það að í skýrslunni sé viðurkennd sú ábyrgð, sem núverandi borgaryfirvöld í Reykjavík bera á fjárhagsvanda einka- skólanna. Mikið er gert úr því að frá árinu 1997 hafi fjárframlög borgarinn- ar með hverjum nemanda hækkað um 115%. Sú prósentutala sýnir eingöngu hversu fráleitlega lág framlög borgar- innar með börnum í einkaskólum voru í upphafi. Í skýrslunni er það tiltekið að nemendum í skólunum hafi fækkað, m.a. vegna hækkandi skólagjalda, og það sé ein orsök fjárhagsvandans. Hækkun skólagjaldanna var hins veg- ar auðvitað fyrst og fremst afleiðing af stefnu borgarinnar, sem er hin raun- verulega orsök vanda þessara skóla. Ekkert af þessu er viðurkennt í skýrslunni. Um þverbak keyrir þegar í umfjöllun um fjárhagsvanda Ísaks- skóla er gefið í skyn að einfaldast kunni að vera að borgin taki yfir rekst- ur skólans með eignum hans og skuld- um. Það væri til að bíta höfuðið af skömminni ef Reykjavíkurborg gleypti einn elzta og virtasta grunn- skóla borgarinnar til að „leysa“ vanda sem hún sjálf kom honum í. Áður en ábyrgð á fjármögnun grunnskólans færðist frá ríkinu til borgarinnar átti Ísaksskóli fé í sjóðum, þrátt fyrir að þá hefði nýlega verið lokið viðbyggingu við skólann. Nú er hann skuldsettasti einkaskólinn. Tillögur starfshóps Reykjavíkur- borgar duga augljóslega ekki til að leysa vanda einkaskólanna og taka ekkert mið af þeim nýju og framsæknu hugmyndum um fjölbreytni og sam- keppni í skólakerfinu, sem eru til um- ræðu víða annars staðar en innan borgarstjórnarmeirihlutans í Reykja- vík. Borgin verður að gera betur, og það sem fyrst áður en vandi einkaskól- anna vindur frekar upp á sig. TALSMAÐUR Á VILLIGÖTUM Það er mikill misskilningur hjáIngibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, talsmanni Samfylkingar, í grein í Morgunblaðinu í gær, að þjóðarsátt- arsamningarnir 1990 hafi komizt á vegna þess, að fyrir hendi hafi verið „forsendur, sem meðal annars voru skapaðar af efnahagsstefnu stjórn- valda“, og er þá átt við vinstri stjórn Steingríms Hermannssonar, sem sat frá síðari hluta árs 1988 til 1991. Það var þvert á móti frumkvæði þeirra Einars Odds Kristjánssonar, Guðmundar J. Guðmundssonar og Ás- mundar Stefánssonar, sem varð til þess að skapa forsendur fyrir því, að hægt yrði að brjóta óðaverðbólguna á bak aftur á fyrstu árum tíunda ára- tugarins, óðaverðbólgu, sem hófst í tíð vinstri stjórnar Ólafs Jóhannes- sonar 1971–1974. Hinn 17. desember 1989 var fram- vindu mála lýst á þennan veg í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins: „Margt bendir til að nú sé unnið að samkomulagi á vinnumarkaði, sem gæti haft mikil áhrif á framvindu þjóðmála, ef vel tekst til, ekki síður en gerðist í kjölfar júnísamkomulagsins 1964…Raunar eru athafnir þremenn- inganna, Einars Odds, Guðmundar J. Guðmundssonar og Ásmundar Stef- ánssonar, þessa dagana með þeim hætti að spyrja má hvort þungamiðja landsstjórnarinnar sé að færast frá ríkisstjórninni til þeirra og samtaka þeirra.“ Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins 4. febrúar 1990, þegar kjarasamn- ingar höfðu verið gerðir, sagði m.a.: „Að baki þeim kjarasamningum, sem nú hafa verið gerðir liggja margra mánaða persónuleg samtöl á milli þessara þremenninga, sem hafa talað saman, kynnzt lífsviðhorfum og sjónarmiðum hver annars, myndað trúnaðarsamband sín í milli og unnið í einlægni að því að brjóta nýjar braut- ir í samskiptum verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda. Þeim hefur tekizt það, sem flestir hafa verið vantrúaðir á að væri hægt að gera kjarasamn- inga á mjög lágum nótum, sem opna þjóðinni leið til betri lífskjara, þegar frá líður…“ Talsmaður Samfylkingar ætti að taka sér fyrir hendur að lesa Morg- unblaðið síðustu mánuði ársins 1989 og fyrstu mánuði ársins 1990. Þá mun hún sjá þessi merku tímamót í ís- lenzkum efnahagsmálum í skýrara ljósi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.