Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN 46 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ É g held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir því hversu mikil ógn ís- lensku samfélagi stafar af fyrningarleiðinni. Sú ógn er ekki til að hafa í flimt- ingum. Fyrningarleiðin er atlaga að undirstöðum atvinnulífs Ís- lendinga; eignarréttinum. Í ályktun Samfylkingarinnar, sem finna má á netinu, stendur meðal annars að flokkurinn beiti sér fyrir því að „endurheimta sameiginlega auðlind þjóð- arinnar, fiskinn í sjónum, með markvissri innköllun og endur- úthlutun veiðiheimilda þar sem opnaður er aðgangur að veiðirétt- inum með jafnræði og réttlæti að leiðarljósi. Þessi leið færir kom- andi kyn- slóðum aftur réttinn til arðs og að- gangs að sam- eiginlegri auð- lind, tryggir nýliðun í útgerð og færir íbúum sjávarbyggðanna á ný réttinn til að nýta þá auðlind sem skóp þær. Í frumvarpi þingflokks Samfylk- ingarinnar sem byggist á fyrning- arleið og var staðfest á stofnfundi flokksins felast ábyrgar tillögur sem gefa útgerðinni kost á aðlög- un að nýjum aðstæðum og verja einnig byggðarlög sem eiga í vanda á aðlögunartímanum.“ Þetta er háalvarlegt mál. Markaðshagkerfið byggist á eignarréttinum. Eignir ganga kaupum og sölum, sem leiðir til þess að þær eru, þegar til langs tíma er litið, í höndunum á þeim sem nýta þær á sem hagkvæm- astan hátt. Í sjávarútvegi er kvótinn, hlut- deild í heildarafla fiskveiðiársins, eign (eða ber að minnsta kosti mikilvægustu einkenni hennar, þótt hann sé strangt til tekið ekki eign samkvæmt lögum). Sá sem á þessa eign getur verið þess full- viss, að hún verði ekki hrifsuð af honum. Hann getur selt hana, ef það reynist hagkvæmur kostur. Ef hann stendur sig ekki nógu vel í nýtingu hennar er líklegt, að sá sem er betur til þess fallinn bjóð- ist til að kaupa eignina. Þannig virkar hinn frjálsi markaður. Eignarrétturinn er forsenda fyrir velferð þjóða. Ein- staklingar verða að fá að njóta af- raksturs erfiðis síns. Annars reyna þeir ekki að skapa verð- mæti; framleiða vöru eða bjóða þjónustu, á eins ódýran hátt og mögulegt er. Að þessu slepptu er vandséð, hvernig það getur auðveldað nýju fólki að hefja veiðar, að bjóða upp aflaheimildirnar. Varla er það fólk, sem ekki á fyrir kvóta núna, betur í stakk búið að keppa við þá sem eiga fyrir honum, þegar kvótinn er boðinn upp. Að vísu hlýtur spurn eftir kvóta að minnka með tímanum og verð hans þar með að lækka, þegar arði af sjávarútvegi hefur verið útrýmt með fyrningarleiðinni. Þá er ungu fólki auðveldaður að- gangur að rekstri, sem byggist á eignum sem verða gerðar upp- tækar aftur. Það er eftirsókn- arvert, ekki satt? Nema Samfylkingin ætli ekki að bjóða þær upp aftur? Hvað þá með komandi kynslóðir? Eiga þær þá ekki rétt á sömu tækifær- um og þeir sem voru svo heppnir að vera uppi á árinu 2004? Ætlar Samfylkingin kannski að úthluta kvótanum ókeypis? Hvaða reglur eiga þá að gilda um úthlutunina? Á að skammta eftir aldri? Eiga allir að fá jafnan hlut? Það fyrirkomulag myndi auðvitað aldrei ganga upp. Hvað þá með komandi kynslóðir? Yrði það ekki sama óréttlætið og á níunda ára- tugnum, þegar útgerðarmenn fengu „sameign þjóðarinnar“ á silfurfati? Sú stefna, sem gengur út á að „dreifa gæðunum“, þannig að fólk fái ekki að njóta ávaxta vinnu sinnar, er kölluð félagshyggja. Margar tilraunir hafa verið gerðar með þetta fyrirkomulag, allar með hörmulegum afleið- ingum fyrir almenning. Til þess að framfylgja þessari stefnu þarf opinbert refsivald ríkisins, en um leið og hvatanum til að skapa verðmæti er kippt úr sambandi hrynur efnahagslífið. Í Norður-Kóreu, landi áætl- unarbúskapar, hefur ríkt hung- ursneyð, á meðan Suður-Kórea hefur dafnað í frjálsu markaðs- hagkerfi. Gervihnattamyndir af Kóreuskaganum að kvöldi til segja meira en mörg orð. Norðan við landamærin er myrkur, en fyrir sunnan eru ljósin óteljandi. Jú, þetta er svo sem satt og rétt, kynni einhver að segja, en hvað kemur þetta fyrningarleið- inni og kvótakerfinu við? Fyrningarleiðin er hrein fé- lagshyggja. Hún er hættuleg framtíð Íslands. Í henni felst stór- felld eignaupptaka og þjóðnýting. Hvaða skoðun svo sem menn hafa á úthlutun veiðiheimilda í byrjun er alveg ljóst að þær gegna nú hlutverki jafnmikilvægustu fram- seljanlegu eigna íslensks atvinnu- lífs. Útgerðarmenn hafa langflestir keypt þessar eignir fullu verði. Sumir hafa fjármagnað kaupin með lántökum. Ef þeir eru sviptir þessum eignum er grundvellinum kippt undan íslenskum sjávar- útvegi og efnahagslífi þjóðarinnar stefnt í voða. Það er sorglegt, að fyrning aflaheimilda, sem er ekk- ert annað en þjóðnýting framselj- anlegra eigna, skuli njóta þeirrar hylli sem raun ber vitni í sam- félaginu. Ennþá sorglegra er, að næst- stærsti stjórnmálaflokkur lands- ins skuli í alvöru hafa þetta mál á stefnuskrá sinni. Foringjar hans, sem reyndar væru vísir til að hafa aðra skoðun ef meirihluti þjóð- arinnar væri fylgjandi kvótakerf- inu, eru fulltrúar félagshyggj- unnar. Þeir eru fulltrúar þess skóla í stjórnmálum, sem heldur að skerðing á réttindum hinna efna- meiri; „endurdreifing gæða“, leiði ekki til stöðnunar og versnandi lífsgæða. Þeir eru fulltrúar hug- mynda, sem hefðu átt að líða und- ir lok með tuttugustu öldinni og fara í gröfina með milljónatugum fórnarlamba sinna. Fyrning lífskjara Hvaða skoðun svo sem menn hafa á úthlutun veiðiheimilda í byrjun er alveg ljóst að þær gegna nú hlutverki jafnmikilvægustu framseljanlegu eigna íslensks atvinnulífs. VIÐHORF Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is ÞAÐ er staðreynd að það er fátækt í íslensku samfélagi. Í öllum sam- félögum á öllum tímum mannkyns- sögunnar er og hefur verið til hópur fólks sem býr ekki við eins góð lífskjör og flestir aðrir. Það er skylda sérhvers samfélags (ríkis og sveitarfé- laga) að tryggja öll- um borgurum mannsæmandi lífskjör og tækifæri til þess að skapa sér þau. Það er einmitt tilgangur velferð- arkerfisins, sem er án vafa eitt það fullkomnasta í heimi. Kjör almenn- ings hafa batnað stórlega í tíð rík- isstjórnar Davíðs Oddssonar og hafa kjör þeirra batnað mest sem hafa lægstar tekjur. Á síðustu átta árum hefur kaupmáttur launa aukist um þriðjung og kaupmáttur lægstu launa og kaupmáttur bóta hefur aukist um 50–60%. Það þýðir í raun að lífskjör þeirra sem lifa á bótum og lægstu launum hafa batnað um helming og er því ljóst að fátækt hefur minnkað í íslensku samfélagi á þessum árum. Vanefndir fyrrverandi borgarstjóra Þrátt fyrir þessar staðreyndir eru sumir sem halda því fram að stjórn- völd hafi staðið illa að málum og fer þar fremst í flokki fyrrverandi borg- arstjóri, núverandi sjálfskipaður yf- irformaður Samfylkingarinnar, og ríður fram á sviðið með fögur fyr- irheit um að bæta kjör þeirra sem minnst mega sín. Það er hins vegar athyglisvert að sjá hvaða reynslu fá- tækir hafa af stjórn hennar. Nýlega skilaði nefnd um fjölþrepa skattkerfi, er var skipuð fulltrúum frá verkalýðs- hreyfingunni og stjórnvöldum, skýrslu sinni. Í niðurstöðunni koma fram sláandi tölur þar sem borið er saman hvernig nokkrir opinberir að- ilar meta framfærsluþörf manna (LÍN, Félagsþjónustan í Reykjavík, Félagsmálaráð Akureyrar, atvinnu- leysisbætur, örorkulífeyrir). Eins og sjá má á línuritinu er fjárstuðningur R-listans við fátæka alltaf minni en hinna og þýðir það í raun að borgin gerir ekki nærri því eins vel við þá sem minna mega sín og hinir. Um er að ræða mikinn mun og meðaltal hinna er alltaf miklu hærra en stuðn- ingur Reykjavíkurborgar og munar þar allt að 110% (einhleypir með tvö börn) og er meðalmunurinn 65%. Fyrrverandi borgarstjóri stuðlaði að því að borgin styður í sumum til- fellum helmingi minna við bakið á fá- tækum en Akureyrarbær (undir stjórn Sjálfstæðisflokks undanfarin fimm ár) og þessar þrjár ríkisstofn- anir (undir stjórn Sjálfstæðisflokks undanfarin tólf ár). Þess má einnig geta að mæðrastyrksnefndir hafa unnið mjög gott starf víða um land og hafa þær aldrei liðsinnt eins mörgum og nú. Þrátt fyrir það sá R-listinn ástæðu til að skerða framlög til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur um 25%. Hugmyndir Sjálfstæðisflokks Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett fram metnaðarfullar hugmyndir sem munu bæta lífskjör alls almennings, einkum þeirra sem minnst mega sín. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að tekjuskattur lækki aftur um 4 prósentustig og fela tillögurnar í sér um 8.000 kr. hækkun skattleys- ismarka. Séu þessar tillögur bornar saman við tillögur Samfylkingarinnar í skattamálum sést að þær koma sér nokkurn veginn jafn vel fyrir þá sem eru með undir 104.000 kr. á mánuði í laun, sem er blessunarlega ekki stór hópur. Tillögur Sjálfstæðisflokksins koma sér á hinn bóginn mun betur fyrir þorra launþega, þ.e.a.s. þá sem eru með yfir 104.000 kr. á mánuði. Þar að auki ætlar Sjálfstæðisflokk- urinn að lækka virðisaukaskatt á matvæli og aðrar nauðsynjavörur aft- ur um helming, en það kemur þeim tekjulægstu best því matarkaup eru því hærra hlutfall af útgjöldum því lægri sem tekjurnar eru, leggja niður eignaskatt (hann hefur þegar verið lækkaður um helming) og lækka erfðafjárskatt. Lækkun tekjuskatts og matarskattsins kemur sér að sjálf- sögðu vel fyrir alla hópa og eðli máls- ins samkvæmt koma allar skatta- lækkanir á almenning sér best fyrir þá sem minnst hafa á milli handanna, því þeir verða þeirra mest varir. Nið- urfelling eignaskatts kemur sér fyrst og fremst vel fyrir eldri borgara því um 90% þeirra búa í eigin húsnæði og er það oft lítið skuldsett eða skuld- laust. Gerum enn betur Af framansögðu má sjá að mikið hefur verið gert til að bæta kjör þeirra er minnst hafa til hnífs og skeiðar og margt fleira verður gert ef Sjálfstæðisflokknum verður tryggt brautargengi í komandi kosningum. Samfylkingin krefst breytinga, en kjósendur hljóta að spyrja sig hvort sá veruleiki sem blasir við í Reykjavík eftir níu ára stjórn fyrrverandi borg- arstjóra og vinstrimanna sé það sem þeir vilja breyta í. Væri ekki nærtæk- ara að breyta um stjórn í borginni? Mikilvægt er að tryggja að vinstri- stjórn komist ekki til valda til að því sem hefur áunnist verði ekki glutrað niður. Leiftursókn til lífskjara Eftir Davíð Þorláksson Höfundur er laganemi. HAFT var eftir norskum prófessor að Noregur væri líklega eina landið í heiminum þar sem öfundin væri kynhvötinni sterkari. Ekki liggur fyrir hvort þetta hafi verið staðfest, en áróðursmeistarar Samfylkingarinnar virðast vera á ann- arri skoðun. Þeir hafa alið á þeirri bá- bilju að verið sé að hafa stórfé af almúga Íslands í gegnum kvótakerfið í sjávar- útvegi. Þeir setja fram auglýsingar þar sem fjálglega er lýst lífi sægreifa sem dvelji langdvölum á suðlægum slóðum og dundi sér þar helst við að leika golf. Lítum nú aðeins til baka og skoðum hvernig kvóta- kerfið er tilkomið. Ísland bjó um áratugaskeið við þær aðstæður að sjávarútvegurinn barðist í bökkum þar sem menn sóttu stíft í að veiða allan þann fisk sem þeir gátu á þeim veiðidögum sem voru opnir og á þeim veiði- svæðum sem heimilt var að veiða á. Við þær aðstæður skipti mestu máli að hafa sem öflugust skip þannig að hægt væri á sem skemmstum tíma að sækja eins mikinn afla og hægt var. Þetta leiddi að sjálfsögðu til gríð- arlegrar offjárfestingar þar sem kapphlaupið snerist um að veiða sem mestan fisk á sem skemmstum tíma. Taumlaust tap og ofveiði leiddi til þess að menn fóru að huga að skynsamlegri veiðistjórnun. Komist var að þeirri niðurstöðu að heillavænlegast myndi vera að tak- marka sóknina í fiskistofnana þannig að veiðin yrði tak- mörkuð við langtímaafkastagetu hvers fiskistofns. Hannað var kvótakerfi þar sem valin var sú leið að út- deila kvóta eftir veiðireynslu undangenginna ára. Á þeim tíma vakti þetta ekki svo mikla athygli. Sjávar- útvegur var ekki mjög arðbær atvinnugrein og menn álitu því kvótann ekki mikils virði. Undanfarin ár hefur síðan komið í ljós hið mikla verðmæti sem fólgið er í kvótanum. Kvótar ganga kaupum og sölum fyrir háar upphæðir. Þetta hefur fætt af sér undrasögur af einstaklingum sem hafa hagnast gríðarlega á því að selja kvóta. Samfylkingarfólk gefur í skyn að þetta sé illa fengið fé og að ákveðnir stjórn- málaflokkar hafi með þessu verið að hygla einkavinum sínum. Hér er rétt að staldra við og íhuga hvers vegna kvót- inn varð svona verðmætur. Hvernig stendur á því að eitthvað sem var lítils virði við upphaf kvótakerfisins er orðið að gríðarlegum verðmætum í dag? Svarið liggur fyrir án þess kannski að vera augljóst. Við úthlutun kvótans var hann ekki mikils virði vegna þess að kostn- aðurinn við að veiða fiskinn var svo hár að framleiðni sjávarútvegsins var lítil sem engin. Kvótakerfið gerði það að verkum að sjávarútvegsfyr- irtæki gátu skipulagt veiðar sínar fram í tímann og lag- að afkastagetu sína á eðlilegan hátt að framleiðslunni. Þetta hefur leitt af sér að arðsemi fyrirtækjanna hefur aukist, sem síðan hefur gert þeim fyrirtækjum sem lægstan hafa tilkostnaðinn kleift að fjárfesta enn frekar í kvóta. Heildaráhrif þessa eru þau að til hafa orðið stærri fyrirtæki sem veiða meiri fisk með lægri tilkostn- aði en áður var mögulegt. Arðsemi atvinnugrein- arinnar hefur aukist og þar með hafa orðið til sterk sjávarútvegsfyrirtæki sem eru nú sem óðast að útvíkka starfsemi sína og jafnvel að hasla sér völl á erlendum mörkuðum. Þannig hefur kvótakerfið og eignvæðing kvótans stuðlað að aukinni arðsemi sjávarútvegsins, auknum hagvexti og þar með aukinni hagsæld fyrir þjóðina alla. Vinsældasinnar eða „popúlistar“ fara ávallt þá leið að höfða til lægstu kennda mannsins svo sem öfundar eða kynþáttahaturs. Þeir trúa því að slíkur áróður muni laða að fylgi og þannig færa þeim pólitísk völd. Slíkir stjórnmálamenn ásælast völd einungis valdanna vegna. Eitt af einkennum íslenskra „popúlista“ sem hafa sam- einast undir merkjum Samfylkingarinnar er að þeir reyna að ala á tortryggni í garð allra þeirra ein- staklinga og fyrirtækja sem hafa náð árangri á sínu sviði. Þeir reyna að gera velgengni þeirra tor- tryggilega og sannfæra fjöldann um það að enginn geti hagnast nema það sé á kostnað annarra. Þetta hefur stundum verið kallað sósíalismi andskot- ans og gengur út á það að skárra sé að allir hafi það jafnskítt en að einhverjum gangi vel. Það jafnvel þó að velgengni hinna fáu bæti hag heildarinnar. Þannig vinnur Samfylkingin og hefur ákveðið að höfða til einnar af lægstu hvötum mannsins – öfund- arinnar. Flest okkar eru líklega þakklát fyrir að Sam- fylkingin sýni þannig sitt rétta andlit fyrir kosningar og er það líklega það heiðarlegasta sem við getum vænst af þeim flokki. Ég hvet landsmenn alla til þess að láta ekki draga sig niður í þessa lágkúru og nota atkvæðisrétt sinn um næstu helgi til þess að láta í ljós skoðun sína á þessum málflutningi. Tökum velferðina framfyrir öfundina. Áfram Ísland! Öfundin og kynhvötin Eftir Arnar Þórisson Höfundur er viðskiptafræðingur og MBA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.