Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 47 ÍSLENSK erfðagreining, gagnagrunnurinn og ríkisábyrgðin, hálendið og nú síðast tveggja metra svikin, Falun Gong, vinfengi við Kínaforseta og Ber- lusconi, „Áfram Ísland!“, þjóðern- iskenndin, félagsvísindabrandarinn um ESB, kvikmyndasjóðsmálið – Samson-bræður, „Opinberun Hann- esar“ og Landsbankinn – mútusög- urnar, rithöfundafundirnir og fyr- irtækjaeineltið – þátttakan í stríðinu! – stöðugleikinn … og þó er engin of- antalinna stærsta ástæða þess að ég vil fella ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Þessar myndu duga en það eru ekki þær sem hreyfa mig. Það sem hreyfir mig eru afar persónulegir hagsmunir. Við systkin mín fáum að óbreyttu ekki námslán. 1. gr. Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja þeim sem falla undir lög þessi tæki- færi til náms án tillits til efnahags, – segir í lögum um LÍN. Þess vegna hélt ég að það væru hrein mis- tök, yfirsjón, þegar stefndi í að skuldir foreldra minna gerðu mér ókleift að taka framfærslulán til náms. Nöfn þeirra eru á svörtum listum bankanna og þau því ekki gjaldgengir ábyrgðarmenn lána. Ábyrgðarmannanna er í raun aðeins krafist í reglugerð ráðuneytis og í reglum frá stjórn sjóðsins eru þessi skilyrði um þá: Óheimilt er að samþykkja þá menn sem ábyrgðarmenn fyrir námsláni, sem eru á dómaskrá vegna gjaldþrots eða annarra veru- legra fjárhagsörðugleika eða þeir teljist af öðrum ástæðum bersýnilega ótryggir ábyrgðarmenn að mati sjóðsins. Nú geta þeir sem tilheyra mátulega hirðusömum og borgaralegum fjölskyldum haldið að í raun sé þetta aldrei til vandræða – í raun sé alltaf hægt að finna ábyrgðarmann. Til viðbótar við stöðu mína sem ég lýsi bráðum betur vil ég draga tvennt til. Í fyrsta lagi lýsa úthlutunarreglur sjóðsins hlutskipti ábyrgðarmanns svo: „Sjóðurinn getur innheimt ábyrgðina beint hjá ábyrgðarmanni og þarf ekki að gera sérstakar tilraunir til að fá skuldina greidda hjá lántakanda,“ og svo „Sjóðurinn getur látið gera aðför (fjárnám) til fullnustu skuldarinnar hjá sjálf- skuldarábyrgðarmanni án undangengis dóms eða réttarsáttar.“ Það þekkja margir Íslendingar af bit- urri reynslu að þegar til slíks kemur getur reynt verulega á jafnvel sterkustu fjölskyldubönd. Þessa ábyrgð leggur maður ekki á óskylda vini sína. Í öðru lagi er það allnokkur hluti Íslendinga sem ekki getur veitt vandamönnum formlegar ábyrgðir – árið 2001 voru gerð 5.500 árangurslaus fjárnám hjá ein- staklingum á landinu. Þegar foreldrum mínum var fyrst synjað sem ábyrgðarmönnum og mér þar með um námslán snemma í grunnnámi mínu leitaði ég til stjórnar LÍN á þeim forsendum að þetta væru mistök sem mætti leiðrétta. Ég varð ekki var við nokkurn með- byr þar og lét málið niður falla þegar föðurafi minn bauðst til ábyrgðar. Nú er grunnnámi mínu lokið, afi vill áhyggjulaus efri ár og ábyrgist ekki meir – og ég þarf fram- færslulán til frekara náms. Ég leitaði því til ráð- herra fyrir nokkru, aftur á þeirri forsendu að ákvæði reglugerða sem brjóta á 1. grein laganna væru þar fyrir yfirsjón og yrðu leiðrétt. Ónei. Skrif- ræðislegu svari frá lögfræðingum ráðuneytisins á síðasta hausti lýkur svo: Skilyrðin um ábyrgðarmenn, sbr. 5.3.2. lið úthlut- unarreglna LÍN, eru í samræmi við vilja löggjafans eins og fram kemur hér að ofan og því í samræmi við 1. mgr. 1. gr. laga nr. 21/1992. Ekki hefur þótt ástæða til að breyta umræddum reglum enda hafa þær verið settar til að tryggja endurgreiðslu náms- lána sem er nauðsynleg forsenda þess að unnt sé að viðhalda því lánakerfi sem lögin um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna byggja á. – og bendir til að einhver gróður hafi skotið þykkari rótum í hjörtum þeirra en 1. gr. laganna um LÍN. Það er gaman að lögfræðingarnir útskýri til hvers reglurnar eru til staðar og lauma inn orða- sambandinu „nauðsynleg forsenda“ til hughrifa. „Nauðsynleg forsenda“ – ekki annars staðar. Skil- yrði um ábyrgðarmenn er svo til einsdæmi í náms- lánakerfum heimsins, og meira að segja yfirstétt- arsinnaða Breta rekur í rogastans þegar ég segi þeim frá. Þetta skilyrði er enn fáránlegra fyrir skuldastöðu íslenskra heimila, sem var OECD-met árið 2001. Við getum lagt saman tvo og tvo, séð óréttlátt ástand og viljað breyta. En sitjandi rík- isstjórn er að hugsa um annað. Berlusconi. Opinber- un Hannesar. Álverð. Ég veit ekki … Ég á framtíð mína, hvað varðar skólagöngu, und- ir því að frumvarp Samfylkingarinnar komist til laga, þar sem skilyrði um ábyrgðarmenn til náms- lána er útilokað. Í rökstuðningi lagafrumvarpsins frá síðasta þingi segir: „Námslán eiga þannig að tryggja jafnrétti til náms. Ekki getur verið um slíkt að ræða meðan krafist er ábyrgðarmanna fyrir námslán. Því er lagt til að hver námsmaður beri sjálfur ábyrgð á sínu námsláni.“ Mig langar að menntast meir – en geng þokka- lega heill til skógar héðan af, hvort sem ég fæ að gera það innan skóla eða ekki. Hins vegar á ég þrjú ung og efnileg systkini sem eitt af öðru komast á háskólaaldur. Og síðan eru allir hinir. Vinsamlegast steypið Davíð Oddssyni og Tómasi Inga Olrich. Börn blankra fá ekki námslán Eftir Hauk Má Helgason Höfundur er rithöfundur. ÞRÁTT fyrir bestu samgöngur á láði og í lofti og þrátt fyrir full- komnustu upplýsingakerfi nú- tímans er gamla hreppaskiptingin ennþá rík í huga fólks. Ennþá skiptist landið í nokkur kjördæmi til alþing- iskosninga. Sá tími kemur að þau renna saman í eitt. Verður þá stórum áfangasigri náð á vígvelli stjórnmálanna. Þjóðin er ein heild, löggjaf- arþingið er eitt og allir jafn- réttháir. Finna má málefni samt sem áður sem hafa misjafnt vægi í hinum einstöku landshlutum. Þetta stafar af mismunandi staðháttum sem einkum markast af staðsetningu auðlinda og starfsemi sem að þeim lýtur. Er þar skemmst að vitna til fiskimiðanna og hefðbundinnar at- vinnu sem skapast hefur af útgerð og vinnslu sjávarafla. Hér hefur landsbyggðarfólk við sjávarsíðuna almennt meiri hagsmuna að gæta heldur en hinir, þótt virðisauki af vinnslunni renni í sameignarsjóði. Menn greinir á um árlegt veiði- magn miðað við viðkomu stofnsins. Spurningin er aðeins sú, hvar jafn- vægið liggur. Eftir tæpra tveggja áratuga fisk- veiðistjórnun fer vonandi sú reynsluþekking að koma í ljós sem nota má til framtíðar. Vonandi verður þar einnig tekið tillit til hefðarréttar fiskvinnslufólks og fiskvinnslufyrirtækja. Við staðsetningu virkjana og til- heyrandi mannvirkja er lands- hlutabinding einnig ófrávíkjanleg. Óhagkvæmt er að öðru jöfnu að virkjun sé í einum landshluta en starfsemi henni tengd í öðrum landsfjórðungi. Nærtækast er hér að vitna til framkvæmda norðan Vatnajökuls, orkuvers í Fljótsdal ásamt stóriðjuveri á Austfjörðum. Af starfseminni njóta Austfirðingar góðs umfram aðra landsmenn, en málið er víðtækara. Þjóðin í heild greiðir kostnað af virkjunarfram- kvæmdum og það er einnig þjóðin öll sem nýtur afrakstursins af þeirri verðmætasköpun sem þar fer fram á næstu áratugum, einnig íbú- ar á Reykjavíkursvæðinu. Undirbúningur að framkvæmd- unum hefur verið umdeildur. Allir hafa nokkuð til síns máls þótt áhersluatriði séu misjöfn. Þar sem ótakmarkað tjáningarfrelsi ríkir eru skoðanir manna vegnar og metnar og þeim síðan gefið ákveðið vægi þó að sjaldan sé öllum gert til hæfis. Meiningamunur var einnig á sínum tíma vegna eldri stór- iðjuvera. Ógnin sem af þeim stafar er ekki af þeirri stærðargráðu sem margir ætluðu. Flestir eru ánægðir með þessi fyrirtæki og svo mun einnig verða með hliðstæða starf- semi fyrir austan. Þakka ber öllum sem hafa þá framtíðarsýn og djörfung að fjölga atvinnutækifærum og auka fjöl- breytni í íslensku atvinnulífi. Allt frá byrjun undirbúnings stór- framkvæmda fyrir austan hafa framsóknarmenn, öðrum fremur, staðið í fremstu víglínu vegna þessa máls. Ráðherrar í því liði, með dyggum stuðningi sinna fylg- ismanna, hafa sótt virkjunar- og stóriðjumálin fyrir austan af festu og náð að sigra, þrátt fyrir ýmsar skærur. Þegar séð var að málið naut meira fylgis en ætlað var, skiptu margir úrtölumenn fram- kvæmdanna um skoðun „þá vildu allir Lilju kveðið hafa“. Það er ljóst að þessar fram- kvæmdir leiða af sér margvísleg áhrif. Bæði í formi þjónustu sem tengist starfseminni beint, og einn- ig sem afleidd störf. Ennfremur önnur fjarskyldari umsvif svo sem samgöngumál, ferðaþjónusta, versl- un og félagsleg starfsemi. Allt þetta skapar eftirsóttara umhverfi til búsetu. Breytingarnar af stóriðjunni á Austurlandi væri verðugt að taka saman í einn heildarpakka og meta þá möguleika sem aukin umsvif skapa til fjölbreyttari atvinnuhátta. Þá uppbyggingu mætti jafnvel tengja öðrum landshlutum. Í þannig samantekt þyrfti að leitast við að hver þáttur styðji annan svo úr verði heildstætt sam- spil. Með aukinni verðmætasköpun verða opinberir sjóðir landsmanna gildari. Félagsmálapakkann má stækka og hægt verður td. að veita meira fé til menntunar-, velferðar- og tryggingamála. Velsæld fólks verð- ur á traustari grunni byggð. Þegar rætt er um sundurliðun þjóðartekna er oft vitnað til „köku til skiptanna“. Höfum hugfast að hana verður að stækka efnislega, það þýðir ekki bara að ausa í hana lyftidufti. Mikilvægast er að halda stöð- ugleika í atvinnu og efnahagskerf- inu. Það verður ekki gert nema með aukinni verðmætasköpun af framleiðslu eða þjónustu, þar sem stærstu sóknarfærin liggja í alhli- ðaútflutningsverslun þjóðarinnar. Hver er svo mismunur milli Reykjavíkurpólitíkur og lands- byggðarpólitíkur? Fyrir hverjar alþingiskosningar eru myndaðar nýjar framboðsein- ingar og rykið dustað af öðrum. Stefna þeirra er að miklu leyti hluti úr stefnu rótgróinna flokka en áherslurnar þó einkum lagðar á áberandi einstaklinga. Aðferðin við að vinna fylgi kjósenda byggist einkum á yfirlýsingum um ókosti annarra. Nokkur hluti kjósenda hrífst af slíkum fagurgala og finnst sniðugt að hrista svolítið upp í kerfinu. Er það meginmarkmið íslenskra stjórnmála ? Reykjavíkur- pólitík – Lands- byggðarpólitík – Er einhver munur þar á? Eftir Ágúst Karlsson Höfundur er tæknifræðingur. ÉG fór inn á vefsíðu Samfylkingarinnar fyrir nokkru til þess að kynna mér málefni hennar fyrir komandi kosningar. Og undir hnappn- um „Stefnan“ er stjórnmálaályktun frá síðasta landsfundi Samfylking- arinnar og þar stendur orðrétt: „Landsfundurinn beinir því til þingmanna flokksins að þeir flytji frumvarp sem tryggir að minniháttar fíkniefnabrot verði ekki færð á sakaskrá eða tekin út eftir skamman tíma.“ Eftir að hafa lesið þessa stefnu flokksins í fíkniefnamálum get ég ekki orða bundist um þessi málefni. Orð og efndir Í aðdraganda þessara kosninga hef ég aldrei heyrt eða séð frambjóðendur Samfylkingar fjalla um þessi mál. Kannski er þetta eitt af þeim málum sem þeir vilja ekki ræða en framkvæma svo eftir kosningar komist þeir að völdum. Eða er ekkert að marka það sem þeir setja fram sem stefnu sína, eru orðin þeirra bara kusk sem sveiflast um í vindinum? Ég get engan veginn treyst stjórnmálaafli sem vinnur svona. Því hvet ég kjósendur til að hunsa Samfylkinguna 10. maí. Lausn Samfylkingarinnar við fíkniefnavandanum Eftir Kjartan Ólafsson Höfundur er verslunarmaður. FYRIR um það bil 3.000 árum var allur hinn gríski heimur í uppnámi vegna konu. Helena hét hún og er kennd við Tróju. Enginn veit hver hennar vilji var, en hennar vegna var þúsund skipum hrundið á flot. Styrjöld, sem stóð í tíu ár, hafði þann tilgang einan að ná henni á sitt vald. Þegar gríski herinn hélt heim fylgdi Helena með. Af henni hefur ekkert spurst síðan. Styrjöldin sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (ISG), for- sætisráðherraefni Samfylkingarinnar, hefur stofnað til hér á landi virðist álíka tilefnislaus og stríðið við Trójuborg forðum. Allt snýst um sært stolt, hefnigirni og andlit á konu. Munurinn liggur í að nái ISG takmarki sínu og verði forsætisráð- herra er líklegra að þúsund skipum verði lagt frekar en hrint á flot. En ISG er engin Helena, henni má frekar líkja við tréhrossið mikla sem varð Tróju að falli. Allar götur síðan hafa menn varað við gjöfum Grikkja. Framsókn og vinstri-grænir hefðu mátt ljá því eyra fyrr. Sam- starfsflokkarnir í R-listanum sitja nú eftir með sárt ennið, reynslunni ríkari og fjórðungi kjósenda fátæk- ari. Nú hefur hrossið flutt sig um set. Í augnablikinu baðar Samfylkingin sig í ljóma gjafa sinna. Reyndar hafa kratar ekki alveg náð því að þeir voru jólasteik síðasta árs, en eins og frændur okkar Danir segja „den tid den sorg“. Enn er talað fjálglega um lýðræði innan flokksins en það mun víst vera hið „frjálslynda lýð- ræði“ sem ISG boðaði í Borgarnesi. Veit einhver hvað það er? Er það lýðræðið sem leyfir eina skoðun í dag og aðra á morgun? Lýðræðið sem byggist á norður- kóreskri hefð, þar sem völd flytjast innan ætta? Hvað varð annars af konunum sem svo mjög var hampað eft- ir prófkjörið síðastliðið haust? Engin þeirra hefur verið orðuð við ráðherrastól. ISG er í elítupólitík. Það eru konur með gráður sem eiga að erfa jörðina eins og raunin sýnir hjá Reykjavíkurborg. Konur sem koma bakdyramegin inn í klæðskerasaumuð störf. Þær lúta engri samkeppni og jafnréttisráð getur svo bara séð um réttlætinguna. Í því umhverfi verður raunverulegt jafnrétti, eins og fæðingarorlof feðra, lítið annað en ódýr barnapössun. Nú á lokaspretti kosningabaráttunnar hefur ISG uppgötvað fátækt. Það hefði farið betur að uppgötv- unin hefði komið fyrr, því eins og allir vita er úrlausn slíkra mála á hendi sveitarstjórna. Skýrsla Hörpu Njáls um efnið getur verið gagnlegt plagg, en ISG gaf það tækifæri frá sér þegar hún sagði af sér borgarstjóra- embættinu. Nú vitum við líka hvaða lítilmögnum hún vill veita skjól. Milljarðamæringar eru þar efstir á lista og nú hafa forseti og biskup Íslands bæst í hópinn. For- setinn fær umbun fyrir að koma Samfylkingunni á koppinn, en hvernig þetta ósmekklega útspil gagnast biskupi er erfiðara að koma auga á. Loddaraskapur ISG í hlutverki verndarans er hvergi sýnilegri en þegar fyrirbærið „borgaraleg“ ferming er skoðað. Enginn hefur sýnt því málefni jafnmikla umhyggju og Ingi- björg Sólrún. Í fljótu bragði verður ekki séð að skjól- stæðingar ISG komi feitir undan verndarvæng hennar. Enda gjafir Grikkja dýrar. En til hvers allur hamagangurinn upp á síðkastið? Jú, nú þarf að afvopna erkifjandann, Davíð Oddsson. Hann hefur sært hennar kvenlega stolt og nú skal hann sko borga. Eins og Grikkir forðum fá nú Samfylking- armenn að flykkja sér um hið fagra andlit Ingibjargar. Einn hugur, eitt markmið; að koma Davíð frá völdum. Eftir að hafa alið á róg og öfundarhatri telur hún sig loks eiga alls kostar við hann. Stór hluti þjóðarinnar er farinn að trúa að forsætisráðherrann megi ekki hafa skoðun. Hann á að taka þátt í slagnum með báðar hend- ur bundnar fyrir aftan bak. Lýsir það sjálfsöryggi að nálgast orrustuna á þennan neikvæða hátt? Davíð er í pólitík til að hafa áhrif. Þeir sem lásu grein Davíðs Þórs Björgvinssonar í páskablaði Morgunblaðsins vita að þau áhrif eru umtalsverð og þjóðinni einungis til góðs. Stjórnmálamenn geta verið haltir, blindir eða handarvana, en þeir geta ekki verið skoðanalausir og þeir geta ekki látið skoðanakannanir eða gróusögur stjórna stefnu sinni. Þetta er lexía sem flestir íslenskir stjórnmálamenn hafa áttað sig á. Betur færi á að ISG og áhangendur hennar gerðu það líka. Ingibjörg Sólrún á mikið undir því að ná inn á þing. Ekki bara svo draumar hennar rætist heldur ekki síður svo hún glati ekki ærunni. Það er dómur flokkssystur hennar, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, sem telur að tap í kosningum jafngildi ærumissi. Þessi smekklegheit setti hún fram á kosninganótt síðastliðið vor og engin ástæða til að ætla að annað gildi nú. Yfirlýsingin setur ISG í nokkuð erfiða stöðu; tapi hún kosningum glatar hún einnig sínum vammlausu vinum. Enginn þarf þó að örvænta hennar vegna – vinir Ingibjargar eru vanir að víkja þegar hrossakerran rúllar af stað. Helena fagra og forsætisráðherraefnið Eftir Ragnhildi Kolka Höfundur er meinatæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.