Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 52
UMRÆÐAN 52 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ EINS og mús sem læðist vinnur Samfylkingin (SF) að innlimun Ís- lands í Evrópubandalagið (EB). Póst- kosning gaf foryst- unni tæpt umboð til EB-umsóknar: að- eins 21% flokks- manna samþykkir! Höfum ekki hátt um það! Ljóst er að for- sætisráðherraefnið vill keyra málið í gegn, komist hún til valda. Réttlætingin á að heita sú að þjóðin fái að ákveða sig! Munu SF og Framsókn fórna sjálf- stæðinu „þegar vel viðrar“, þ.e. tízku- vindar skv. skoðanakönnun? – eða með tilstyrk Frjálslyndra, sbr. Guð- jón A. Kristjánsson sem hafnar ekki EB-aðild í Ómega-viðtali. Verðum við leiksoppar sömu vélráða og Ungverj- ar? Áróðursmenn innlimunar fengu þar ómælda styrki, en andstæðingar fjársveltir. Er úrslit voru birt í prófkjöri SF ræddi Bryndís Hlöðversd. um EB í Útvarpi Sögu. Ég hjó eftir, að þing- flokksformaðurinn kvað Íslendinga eina ríkustu þjóð heims og bætti við: „Og við munum alveg örugglega lifa ágætu lífi áfram utan EB.“ Ef hún er viss um að okkur vegni vel í framtíð- inni án EB, er þá ekki ráð að una glöð við það sem við höfum, öflugt hag- kerfi og samfélag, í stað þess að stofna sjálfsforræðinu í hættu? Í EB eru meðallífskjör mun lakari en hér, hagvöxtur minni, atvinnuleysi þrefalt meira. Fjölgun fátækra aðild- arlanda jók útgjöld ríkari þjóða vegna styrkjakerfa. Við finnum það sjálf í þreföldun EES-gjalda. EB stefnir hraðbyri í að verða Bandaríki Evrópu með eigin stjórn- arskrá, forseta, gjaldmiðil og her, sameiginl. ríkisborgararétt, afnumið neitunarvald einstakra aðildarríkja (það vilja þau voldugustu), sameiginl. fiskveiðirétt allra upp að 12 mílna landhelgi (sbr. Möltu) og – það sem er afdrifaríkast – eigið fullveldi löggjaf- arvalds EB til að breyta öllum ákvörðunum sem teknar hafa verið um grundvallarmál eins og sjávar- útveg. Að afhenda EB forræði okkar er að skrifa upp á óútfylltan víxil handa þeim sem þar ráða eftir nokk- ur ár, nokkra áratugi og á næstu öld! Aðild Íslands gæfi hverjum sem er í EB jafnan rétt á við Íslendinga til vinnu, bótagreiðslna og ótakmark- aðrar dvalar á landi okkar. Ef vilji sumra ræður (t.d. SF-þingmannsins Þórunnar Sveinbjarnard.) fá Tyrkir aðild. Skv. núverandi fjölgunarstuðli yrðu þeir um 2050 langstærsta þjóð EB, margfalt fleiri en Þjóðverjar. Þá verður tímaspursmál hvenær moskur verða fleiri en kirkjur á Íslandi. Þær eru það nú þegar í París. Sögufróðir menn gera sér grein fyrir því að óvæntir atburðir geta skyndilega gerzt af miklu afli og hrif- ið með sér þjóðir þangað sem þær vildu ekki. Hallgr. Thorsteinsson tók SF- manninn, EB-þjóninn Eirík Berg- mann Einarsson í viðtal og spurði hvort vinstristjórn mundi ganga í EB. Sá gat ekki leynt hug sínum: „Það þarf ekki annað en að Fram- sókn og SF nái meirihluta, þá er þetta komið!“ Er það þetta sem við viljum? Af öðrum EB-lista Dapur tónn var í Guðna Ágústssyni á Útv. Sögu 6.5. – jafnvel hann orðinn linur gagnvart EB, galopinn fyrir rík- isstjórn með SF. Það var rétt hjá Guðna í öðru við- tali að Framsókn hefur notið stuðn- ings þéttbýlisfólks einmitt vegna landbúnaðarstefnunnar, því að marg- ir eiga rætur sínar eða önnur tengsl við sveitirnar og vilja bændum vel. Nú ríður á að menn átti sig á hvað gagnist landsbyggðinni. Á að leggja landbúnað í auðn, gera bændur að bónbjargarmönnum á spena hjá EB (skammgóður vermir þó – styrkja- kerfið hverfur í framtíðinni)? Eigum við að halda seglum og sjálfsvirðingu og kosta nokkru til að viðhalda skyn- samlegri byggð landsins? Auðug þjóð á ekki að fara á mis við þann ávinning sem hlýzt af blómlegri byggð í flest- um sýslum þar sem hver atvinnu- grein styður aðra og þjóðleg menn- ingarhefð varðveitist í verkmennt og samfélagslífi. Ofurást utanríkisráðherra á EB dylst ekki. Margir efast þó um að hér verði snögg umskipti, andstaða sé við málið í flokknum. En þar sem er reykur, þar er eldur. Menn skulu ekki vanmeta klókindi Halldórs. Hann sankar að sér þægum fylgd- arsveinum á lista sína í Reykjavík, en reyndum varaþingmanni, Vigdísi Hauksdóttur, var bolað burt. Þá var engin stoð í því að vera undan góð- bændum, baráttumaður, mágkona landbúnaðarráðherra. Nei, tækni- kratarnir, unga Evruliðið, á að kom- ast áfram. Og þingmenn eins og Siv og Valgerður beygja sig undir EB- áráttu Halldórs. Víðar en í Reykjavík fór hreinsun fram, t.d. var Kristni H. Gunnarssyni þokað niður lista í NV- kjördæmi. Suma munar ekki um að losa sig við hæfileikafólk ef þeir að- eins fá komið Íslandi undir forræði EB. Allt með bros á vör. Sem utanríkisráðherra var Halldór farsæll í mörgu, enda mikilhæfur. En mistök hans leynast ekki: dýrkeypt ævintýri (Schengen og sendiráð í Japan, Þýzkalandi, Kanada, Nami- bíu!), jafnvel misbeiting valds (ráðu- neytisstyrkur til EB-vilhallra rann- sókna). Þá er það honum sízt til hróss að hafa haft forgöngu um fóstureyð- ingastefnuna og varið hana, en hún á sinn þátt í að við tímgumst ekki nægi- lega til að afstýra fækkun í framtíð- inni. Velferðarkerfið mun ekki þola öfugsnúin áhrif þessa á kyn- slóðaskiptingu þjóðarinnar og skatt- heimtu á næstu áratugum. En inn- limun í EB, þar sem jafnvel Þýzkaland býr við hrörnandi efnahag og frjósemin dottin úr mönnum, verð- ur sízt til bjargar. Vinir bændamenningar efla ekki heilbrigða framsóknarstefnu með því að kjósa EB-taglhnýtinga í þéttbýl- inu. Velgerningur við flokkinn er að sniðganga framboðslista Halldórs í Reykjavík – já, að stuðla þannig að hallarbyltingu innanflokks og koma dyggum þjóðvarnarmönnum þar til æðstu metorða. Málið mesta: sjálfstæði þjóðar Eftir Jón Val Jensson Höf. er guðfræðingur, forstöðumaður Ættfræðiþjónustunnar. Í FRÉTT í Morgunblaðinu 29. apríl 2003 er haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að óperustarfsemi eigi meiri samleið með leikhúsi en tónlist og því sé hún fylgjandi því að Íslenska óperan verði flutt í Borgarleikhúsið. Það eru óneitanlega merkileg tíðindi að talsmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borg- arstjóri skuli taka að sér að endurskilgreina eðli ein- stakra listgreina og ganga með því í berhögg við reynslu og þekkingu þeirra sem að listgreininni starfa, að ekki sé minnst á mörghundruð ára hefð í tónlistar- sögunni. Hitt er þó miklu alvarlegra að skilgreining Ingibjargar virðist hafa þann tilgang einan að vera af- sökun fyrir því að flytja Íslensku óperuna nauðuga í Borgarleikhúsið til að leysa þar tímabundna rekstrarerfiðleika. Íslenska óperan er ekki aðili að þeirri könnun sem nú fer fram á vegum ríkis og borgar um hugsanlega aðstöðu fyrir Íslensku óperuna í Borgarleikhúsinu, enda telja sérfræðingar hennar að ekki sé á því neinn skynsamlegur flötur. Íslenska óperan hefur hins vegar óskað eftir því við stjórnvöld að kannaðir verði möguleikar á aðild Óp- erunnar að fyrirhuguðu tónlistarhúsi í miðborg Reykjavíkur. Við telj- um í raun með öllu óhugsandi að ekki eigi að syngja í þessari miklu tónlistarhöll. Óperan telur að um sé að ræða svo mikilvægt mál varð- andi tónlistarlífið í landinu að hún undrast það fullkomna tómlæti sem ráðamenn sýna þessari málaleitan. Það er öllum ljóst sem málið skoða, að fyrirhuguðu tónlistarhúsi muni ætlað að þjóna íslensku tónlistarlífi um langa framtíð og að með byggingu þess skapist einstakt tækifæri til að búa öllum greinum tónlistar góða aðstöðu, einnig óperulistinni og annarri söngtónlist. Það er almennt viðurkennt að faglegar forsendur eru fyrir því að reka óperuhús á Íslandi, enda hefur löng söngelska þjóðarinnar og mikil gróska í tónlistarmenntun undanfarna áratugi skilað okkur tug- um óperusöngvara á heimsmælikvarða. Íslenska óperan hefur tekið að sér að leiða uppbyggingu þessarar atvinnugreinar á Íslandi og heldur nú þegar uppi öflugri og vaxandi starfsemi. Þótt aðstandendur Óp- erunnar séu stórhuga og framtíðaráformin glæst, þá gera þeir sér vel grein fyrir þeirri staðreynd að við búum í fámennu samfélagi og nauð- synlegt er að sníða sér stakk eftir vexti. Því hefur Óperan m.a. lagt áherslu á hagkvæmni þess að vera undir sama þaki og Sinfón- íuhljómsveitin, sem er og verður Óperunni um langa framtíð eðlilegur og nauðsynlegur samstarfsaðili, enda sömu hljóðfæraleikararnir sem leika hjá báðum. Óperan hefur óskað eftir að fá afnot af minni tónlist- arsalnum í húsinu og hefur fengið stuðning við þá ósk frá allri tónlist- arhreyfingunni í landinu. Áður ívitnuð ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur vekja upp al- varlegar spurningar um íslenska menningarpólitík. Er það raunveru- lega stefna íslenskra stjórnmálaflokka að endurskrifa tónlistarsöguna til þess að geta úthýst óperustarfsemi úr fyrirhuguðu tónlistarhúsi og flutt Íslensku óperuna nauðuga í Borgarleikhúsið? Af hverju má Óperan ekki vera í tónlistarhúsinu? Eftir Jón Ásbergsson Höfundur er formaður stjórnar Íslensku óperunnar. HÁSKÓLI Íslands þarf að vera alþjóðlega viðurkenndur rann- sóknaháskóli og bakhjarl rann- sókna við aðra ís- lenska háskóla. Þessi stefna var samþykkt á lands- fundi sjálfstæð- ismanna árið 2001. Davíð Oddsson for- sætisráðherra sagði í opnunarræðu á nýliðnum lands- fundi að vaxandi samkeppni á há- skólastiginu muni vafalaust efla Háskóla Íslands og verða þannig öllum til góðs. Þessi jákvæða af- staða til Háskólans hefur víða ver- ið áréttuð í ræðu og riti. Hún við- urkennir sérstöðu elsta og stærsta háskóla þjóðarinnar í háskólastig- inu. Hún gerir jafnframt þær kröfur til Háskóla Íslands að hann styðji við bakið á nýrri og óreynd- ari háskólum með samvinnu um rannsóknir, eins og ætlast má til af rannsóknaháskóla í eigu al- mennings. Þetta útilokar vissulega ekki samkeppni milli háskólanna um rannsóknastyrki. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins að sterkir samkeppnissjóðir eigi að styrkja öflugar rannsóknir þar sem gæðin eru fyrir hendi, en gera jafnframt nýjum rannsóknahópum kleift að byggja slíka færni upp. Auk þess er mikilvægt að háskólastigið, op- inberar rannsóknastofnanir og einkafyrirtæki efli samstarf sitt, einkum á sviði rannsóknamennt- unar. Síðast en ekki síst verður Háskóli Íslands að vera raunveru- legur valkostur á sem flestum sviðum þegar íslenskir eða erlend- ir nemendur kjósa sér framhalds- nám að lokinni grunnmenntun, hvar sem hún er fengin. Á fundi fulltrúa stjórn- málaflokkanna í Háskóla Íslands nýverið kom fram skýr vilji Tóm- asar Inga Olrich mennta- málaráðherra að standa einarðlega við þessa stefnumörkun flokksins. Menntamálaráðherra viðurkennir sérstöðu Háskóla Íslands í verki með því að gerður hefur verið sér- stakur rannsóknasamningur við hann. Hlutverk rannsóknasamn- ings menntamálaráðuneytisins við Háskóla Íslands er að skerpa á gagnkvæmum skyldum samnings- aðila og skýra markmið vísinda- starfs við Háskólann. Í því felst meðal annars að auka rann- sóknavirkni og tryggja að gæði rannsókna og framhaldsnáms upp- fylli kröfur sem gerðar eru til sambærilegra háskóla erlendis. Auk þess er verið að yfirfara fjár- veitingar til rannsókna og æðri menntunar í landinu og kanna hvort ástæða sé til að gera breyt- ingar á þeim. Í því samhengi má minna á ályktun landsfundar sjálf- stæðismanna á dögunum, sem hvetur til samkeppni einstakra há- skóladeilda án tillits til rekstr- arforms og uppruna um beina rannsóknasamninga við ríkið sam- kvæmt alþjóðlegum gæðakröfum. Hæfustu háskóladeildir hverju sinni muni þannig njóta opinberra fjárveitinga til rannsókna. Vafa- laust þarf Háskóli Íslands ekki að óttast slíkt fyrirkomulag, en ef svo er veitir það honum öflugt aðhald á sviðum þar sem hann þarf að bæta sig. Krafa skattgreiðenda hlýtur að vera að rannsóknir greiddar af almannafé séu í hæsta gæðaflokki. Í reynd er farsæl menntastefna í sátt við atvinnulíf besta byggða- stefnan til langs tíma. Reynsla Finna sem stofnað hafa fjölda tækniskóla og háskóla víða um land er afdráttarlaus, háskólar sem njóta náinna tengsla við at- vinnulíf og rannsóknastofnanir stuðla að eflingu byggða. Slíkar þekkingarmiðstöðvar eru fimm talsins vítt og breitt um Finnland og þar er fólksfjöldi í jafnvægi. Þetta á einnig við um Háskóla Ís- lands. Hann verður að vera kjöl- festa í íslenskri byggðastefnu gagnvart útlöndum. Honum er nauðsyn að öflugur þekking- argarður rísi sem fyrst í Vatns- mýrinni og að hann hafi fram að færa rannsóknir og sérþekkingu sem laðar fyrirtæki og rann- sóknastofnanir til samstarfs. Það er verður sífellt algengara að fyr- irtæki sæki þangað sem menntað vinnuafl er fyrir hendi. Á hinn bóginn er fátt sem heldur slíkum starfskröftum á stöðum þar sem enga vinnu við hæfi er að fá. Það var því fagnaðarefni að heyra Tómas Inga Olrich mennta- málaráðherra lýsa því yfir á dög- unum að hann muni beita sér fyrir því af fremsta megni að opinber- um rannsóknastofnunum yrði gert kleift að flytja starfsemi sína eftir föngum og þar sem við á í þekk- ingargarð Háskólans. Þetta myndi efla og styrkja rannsókna- og þró- unarstarf við Háskólann og laða fyrirtækin að háskólasvæðinu. Þannig fengi Háskólinn tækifæri til að rækta hlutverk sitt við aðra háskóla, atvinnulífið og þar með þjóðlífið allt enn betur en nú. Háskóli Íslands og Íslendinga Eftir Hafliða Pétur Gíslason Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. HVAÐA flokk ætlar þú að kjósa í vor? Hefurðu kynnt þér stefnur stjórn- málaflokkanna, og skoðað efndir þeirra síðastliðin ár? Til dæmis hvernig sjáv- arbyggðunum hefur hnignað undanfarið. Hvar eru frystihúsin þar sem börnin okkar unnu í sumarfríum til að fá vasapening fyrir skólann? Eða vélsmiðjan og rafverk- stæðið þar sem þau byrjuðu sinn feril? Þetta er allt fokið burt með kvótanum. En hverjum er það að kenna að kvót- inn fór úr byggðarlaginu? Það skyldu þó ekki vera núverandi stjórnvöld, þegar menn ætluðu að fara að hagræða og græða. Þegar nokkrir útvaldir fengu fiskinn á silfurfati. Menn áttuðu sig ekki á hvað var að gerast fyrr en of seint, eða þegar leyfið til að róa var horfið burt úr sveitarfé- laginu. Sonurinn og dóttirin sem vilja fá sér trillu og sækja sjóinn komast ekki að lengur. Þeim er bannað að bjarga sér á sama hátt og afi þeirra gerði í gamla daga. Sama er að gerast í landbúnaði, ungu fólki er fyrirmunað að byrja að búa, það þarf fleiri milljónir til að kaupa kvóta. Það getur verið að einhverjir séu orðnir leiðir á öllu tali um sjávarútveg. En það vill svo til að líf okkar, velsæld og stöðugleiki hefur einmitt orðið til fyrst og fremst vegna þess afla sem barst frá sjónum. Auðvitað viljum við að börnin okkar fari í skóla og læri það sem hugurinn stendur til. En und- irstöðuna er í mörgum tilfellum búið að taka frá okkur. Það var rætt um að færa ríkisstörf út á land, en hefur þeim ekki frekar verið fækkað og færð suð- ur? Hvernig getur hinn almenni borg- ari þessa lands kosið Sjálfstæðisflokk, eða Famsóknarflokk, sem hafa einmitt staðið fyrir þessari aðför að lífi okkar og undirstöðu? Sem betur fer eru menn smám sam- an að átta sig á því hvað þessir flokkar standa fyrir. Auglýsingar þeirra sýna svo ekki verður um villst, að það eru til nógir peningar þar. En hver skyldi borga brúsann? Það verður ekki gefið upp. Kannast einhver við að vilja selja húsið sitt, og enginn vill kaupa? Kann- ast einhver við þá tilfinningu að rætt sé um að leggja niður fyrirtækið á staðn- um og flytja það annað, því einhver hefur keypt réttin til að nýta það? Við erum föst í kyrrstöðu, sem við komumst ekki út úr nema að rifta þessari hringrás kvótakerfisins núver- andi. Ég ákvað fyrir fjórum árum að styðja Frjálslynda flokkinn og ég sé ekki eftir því, þar er kraftmikið fólk sem vill vel og er í sterkum tengslum við samfélagið. Þar er engin spilling og fólkið, sem hefur boðið fram krafta sína til að láta gott af sér leiða, er fólk sem virkilega vill breyta þessu sam- félagi til hins betra. Í Reykjavík búa nú margir af þeim sem hafa orðið að hverfa frá lands- byggðinni, ekki endilega sáttir, en hafa enga aðra leið. Og þegar slíkt gerist þá þrengir að því fólki sem fyrir er. Það bætast við börn í skólana, biðlistinn lengist á leikskólana og bílaflotinn stækkar. Reykvíkingar tala gjarnan um að landsbyggðarfólkið sé baggi á þeim. En málið er, að ef fólkið fengi vinnu við hæfi heima hjá sér, þá vildu margir mjög gjarnan vera þar. Og ef fólkið hefði vinnu í heimahögunum, þá myndi landsbyggðin styrkjast, og styrkari landsbyggð skapar sterkari höfuðborg. Einfaldasta lausnin er oft- ast líka árangursríkust. Ég ætla ekki að segja neinum hvað hann á að kjósa, en ég hvet fólk til að kynna sér stefnumál og efndir flokk- anna og gera upp hug sinn að því loknu. Það er alveg kominn tími til að hugsa málið upp á nýtt og kjósa eftir því hvað kemur fólkinu sjálfu best í bráð og lengd, og hvernig framtíð barnanna okkar er best tryggð. Hvað finnst þér? Þú íslenska móðir Eftir Ásthildi Cesil Þórðardóttur Höfundur er í 11. sæti Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi. ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.