Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 53 TILEFNI þessara skrifa minna er auglýsing í Morgunblaðinu þ. 23. apr- íl sl. frá Bandalagi háskólamanna ásamt fimmtán öðr- um hagsmuna- og/ eða stéttarfélögum með fyrirsögninni: „Duga þér laun ellefu mánuði ársins?“ Fyr- ir þá sem ekki tóku eftir auglýsingunni er efni hennar það að þiggjendur námslána telja byrði afborgana af lánunum vera of þunga og að tólftu mánaðarlaunin fari í afborganir og því hafi þeir aðeins laun í ellefu mán- uði. Auglýsingin endar svo á hótun: „Hvað ætlar þinn flokkur að gera í málinu? Svör við þessari spurningu verða birt hér í blaðinu 5. maí.“ Það má svo sem segja að allir eigi rétt á að koma skoðunum sínum á framfæri en ég tel hótunina sem aug- lýsingin endar á í hæsta máta óeðli- lega og alls ekki viðeigandi. Vænt- anlega er markmiðið með hótuninni að reyna að þvinga út loforð um minni greiðslubyrði. Jafnframt er augljóst að þessi auglýsing beinist að núverandi ríkisstjórn, enda mun hún stjórna því hvernig þessum málum er háttað núna. Þannig að vel er hugs- anlegt að falið markmið forkólfa þessara félaga sé kosningaáróður í góðu dulargervi. Ég leyfi mér jafn- framt að efa að þau stéttarfélög sem eru með í þessari auglýsingu geri það í umboði meirihluta félagsmanna sinna. Þess ber svo að geta að auglýs- ingin er beinlínis röng. Einn alman- aksmánuður er 8,3% af árinu, en greiðslubyrði námslána er 4,75% af tekjum. Þannig að það er engan veg- inn hægt að segja að greiðendur námslána séu bara með laun í ellefu mánuði. Rétt er að 4,75% af árinu eru sautján dagar, þannig að greiðslu- byrðin nemur semsé rétt liðlega hálfsmánaðarlaunum. Smærra letur auglýsingarinnar skilgreinir svo að um sé að ræða útborguð laun en það breytir engu um það að fyrirsögn auglýsingarinnar er tóm rökleysa. Ef aðrir notuðu sömu rökleysuna gæti maður sem hefði skuldsett sig þannig að allar hans tekjur færu í afborganir sagt að hann væri launalaus! Á sama hátt gæti láglaunamaðurinn sagt að hann hefði bara laun í sex mánuði! Væri ekki einnig hægt að líta þannig á málið að einstaklingur sem fjár- festir í sjálfum sér með menntun og tvöfaldar verðmæti sitt á vinnumark- aði hefði með sömu rökleysunni 24 mánaðarlaun á ári? Er það þá ekki nokkuð góð fjárfesting að borga tvenn mánaðarlaun af þessum tólf viðbótarmánaðarlaunum í afborgun námslánanna og eiga eftir tíu mán- aðarlaun af aukningunni til viðbótar við upphaflegu tólf mánaðarlaunin? Það segði þá að viðkomandi væri með tuttugu og tveggja mánaða laun á ári! En þetta er oft staðreyndin hjá þeim sem leggja á sig menntun og fjár- festa í sjálfum sér. Þannig á það líka að vera og telst bara sanngjarnt. Fram að þessu hefur verið litið á menntun sem einhverja bestu fjár- festingu sem einstaklingur á völ á. Ís- lenskt samfélag hefur enda staðið dyggilega að því að gera öllum fært að menntast óháð efnahag og býður upp á ódýra menntun ásamt náms- lánunum. Hver nemandi á að vera hæfur til að meta sjálfur hvort menntun sé fjárfesting sem borgar sig eður ei. Og víst er að þeir sem mennta sig í einhverju hagnýtu námi munu fjárfesta vel. Hinum sem eru bara að læra til að læra get ég ekki vorkennt, því að sérhver ein- staklingur á að bera ábyrgð á sjálfum sér og á ekki að geta varpað afleið- ingum af sínum eigin ákvörðunum yf- ir á samborgara sína. Við skulum svo hafa í huga að það er afar vel gert við námsmenn í dag og búið að vera um langa hríð. Það þarf ekki að fara lengra en þrjá ára- tugi aftur í tímann til að rifja það upp að þá sáust nánast hvergi nem- endabílar fyrir utan skólana, nema við Sjómannaskólann. Skýringin var sú að nemendur þar fengu ekki inn- göngu í skólann nema hafa áður skil- að ákveðnum fjölda ára á sjó og þar þénuðu menn oft vel. En auðvitað má alltaf gera betur við alla og það er líka það sem alltaf er verið að gera. Hér er hins vegar um að ræða hörð viðbrögð við hófleg- um og sanngjörnum endurgreiðslum til samfélagsins og það er erfitt að skilja hvaða hvatir liggja að baki þessum aðgerðum forkólfanna. Ef ætlun hátekjuhópanna er að hræra almenning til meðaumkunar held ég að þeir séu að skjóta yfir markið og leiðin sé ekki vænleg til árangurs. Það eru aðrir sem hafa það verra og svona aðgerð væri skiljanleg hjá þeim. Er menntun fjárfesting eða glapræði? Eftir Dagþór Haraldsson Höfundur er siglingafræðingur. SJÁLFSTÆÐISMENN hafa talað. Haldi núverandi stjórn með tilheyr- andi kvótakerfi ekki velli blasir ekkert við landsmönnum annað en eymd og vol- æði. Stærstu útgerð- arfélögin með veði í skipum sínum, og ekki sízt í óveiddum fiski í sjónum, fara á hausinn vegna þess að fiskurinn er jú meirihlutinn af veðinu. Ekki satt? Þorpin á Íslandi hafa verið í svo miklum blóma í tíð núverandi stjórnar að ekki einn einasti maður hefur flutt á mölina. Verk að vinna fyrir allar vinnu- færar hendur. Einbýlishúsin úti á landi eru í svo háu verði að engum Reykvík- ingi dytti í hug að kaupa þau til þess að hafa fyrir sumarbústað. Íbúðarverð á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað dag frá degi því landsbyggðin dregur alla til sín vegna velmegunar. Ekkert atvinnuleysi er í landinu. Enginn fátækur. Kaupmáttur hækk- að. Menn ráða sig upp á kaupauka og himinhá laun ef það dytti í þá að hætta. Sjómenn og fiskvinnslufólk fara tvisvar á ári til Kanarí og liggja þar innan um kvótakónga og sæ- greifa og sleikja sólina. Hér ríkir sátt og allir faðmast og kyssast. Augasteinar – kúlulegur Aldrei hefur sézt annað eins vel- ferðarríki og skattaparadís. Trygg- ingastofnun sér um að öryrkjar og aldraðir hafi nóg að bíta og brenna. Lyf eru niðurgreidd. Engir biðlistar eftir leguplássum. Allar meiriháttar aðgerðir eru framkvæmdar jafn- óðum. Hvort sem um er að ræða kúlulegskipti í mjöðm eða aðgerð vegna augasteina. Auðvitað studdu Íslendingar stríð- ið í Írak og hlutu að launum virðingu allrar heimsbyggðarinnar fyrir frá- bærlega skipulagðan her með viðeig- andi hershöfðingja í broddi fylkingar. Suðurnesjamenn geta unnið á Vell- inum til eilífðarnóns. Æ, ég gleymdi að segja það. Auðvitað þurfa þeir ekkert á því að halda, því að trillur þeirra eru á sjó, hvað þá önnur skip, og nógur afli berst að landi út af hinu dásamlega kvótakerfi. Fiskurinn í sjónum hefur aukist svo mikið vegna verndunar fiskimiðanna að þótt smá- tittum og verðlausum fiski úr trolli og snurvoð sé hent í sjóinn sér ekki högg á vatni. Hafró veit upp á hár hvernig á að telja fiskana því að þeir vita að helmingur aflans fer í brottkast. Bændur gera það gott með 69 þús. krónur á mánuði og þurfa ekki að borga tekjuskatt. Við hjá Frjálslynda flokknum er- um sérstaklega hrifin af þessum lífs- gæðum. Áfram Ísland. Höldum áfram að lifa við allsnægtir. Kjósum Sjálfstæð- isflokkinn, því að afi kaus hann, pabbi kaus hann og af hverju þá ekki ég? Kvótinn lengi lifi Eftir Ernu V. Ingólfsdóttur Höfundur er hjúkrunarfræðingur í 4. sæti á lista Frjálslynda flokks- ins í Reykjavík suður. KOSNINGABARÁTTAN hefur að stórum hluta snúist um sjáv- arútvegsmál enn eitt skiptið. Það er kannski ekki að undra þar sem þjóð- in hefur allt fram á þennan dag lifað af því að veiða og vinna fisk. Það er með ólíkindum hvernig Frjálslyndi flokk- urinn og Samfylkingin hafa vaðið uppi og villt um fyrir fólki með óraunhæfum tillögum um að koll- varpa núverandi kerfi. Með því að fara svokallaða fyrningarleið er lífs- þrótturinn dreginn smám saman úr fyrirtækjunum þar til þau gefa upp öndina. Flokkarnir reyna að gera út á öfund með því að halda því fram að einstaklingar gangi út úr atvinnu- greininni með hundruð milljóna króna. Þeir ætli að breyta því með því að taka kvótaúthlutun af fyr- irtækjum og einstaklingum en þess í stað að endurúthluta kvóta til „byggða landsins“ og koma á upp- boðsmarkaði með kvóta. Sjávarútvegurinn skuldar í dag nálægt 250 milljörðum króna. Hvað halda flokkarnir að verði um þessa 250 milljarða sem lánaðir hafa verið sjávarútvegsfyrirtækjum ef kvótinn er gerður upptækur? Hvað verður þá um bankana? Hvaða áhrif mun það hafa á einstaklinga og fyrirtæki í landinu? Bankarnir munu reyna að vinna upp töpuð útlán til sjáv- arútvegsfyrirækja með því að auka vaxtamun og hækka þjónustugjöld. Lífeyrissjóðirnir munu tapa millj- örðum þar sem þeir hafa fjárfest mikið í sjávarútvegi á síðustu árum, sem mun leiða til skertra lífeyr- isréttinda. Frjálslyndi flokkurinn og Samfylkingin hafa fullyrt að þessar breytingar muni ekki hafa neikvæð áhrif á efnahagslíf þjóðarinnar. Þetta er ótrúleg skammsýni og ein- göngu gert til að reyna að slá ryki í augu fólks. Kvótakerfið var sett á 1984 en frá þeim tíma hafa yfir 80% af kvót- anum skipt um hendur. Einhverjir sem fengu úthlutað kvóta á sínum tíma hafa nú selt atvinnureksturinn og þar með kvótann. Í mörgum til- vikum var um umtalsverðan hagnað að ræða. Það er engin lausn nú tæp- um 20 árum seinna að ætla að bregðast við þessu með vanhugs- uðum aðgerðum. Margir halda í ein- faldleika sínum að hægt sé að ná þessum peningum til baka. Ný fyr- irtæki og einstaklingar hafa keypt sig inn í atvinnugreinina og aðrir hafa stækkað við sig. Það er rangt að stóru fyrirtækin séu þau einu sem hafi stækkað með því að kaupa kvóta. Flest stærri fyrirtækjanna hafa runnið saman hvert við annað og þannig aukið kvóta sinn. Samfylkingin og Frjálslyndi flokkurinn hafa undafarið hamrað á því þeir vilji gera kvótann upptækan hjá einstaklingum og fyrirtækjum til þess að hjálpa nýjum aðilum til að komast inn í atvinnugreinina. Hér má nefna óskiljanlegar auglýsingar þar sem börn eru sýnd að leik með fisk. Það segir sig sjálft hve mikið óréttlæti slík eignaupptaka væri gagnvart þeim sem keypt hafa sig inn í atvinnugreinina og skuldbund- ið sig fyrir hundruð milljóna króna. Það sem þessir flokkar gera með því að halda uppi þessum stöðuga áróðri um eignaupptöku er að koma í veg fyrir að ungt athafnafólk fjárfesti í atvinnugreininni og nýliðun verður lítil sem engin. Sjávarútvegurinn er og hefur ver- ið okkar aðalútflutningsgrein og mun væntanlega verða það áfram um ókomin ár. Sjávarútvegsfyr- irtækin hafa hagrætt mikið á síð- ustu árum og nauðsynlegt er að þessari atvinnugrein verði búið rekstrarumhverfi þar sem hún fær að lifa og dafna í stað eilífra hótana. Þjóð sem lifir á fiski verður að hugsa til framtíðar en ekki um fortíðina. Eignaupptaka í sjávarútvegi, er það réttlæti? Eftir Halldór G. Eyjólfsson Höfundur er véla- og rekstrarverkfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.