Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 54
UMRÆÐAN 54 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐIN hefur verið svikin um að auðlindin í hafinu verði stjórn- arskrárbundin sameign hennar. Í lögum um fiskveiðar stendur skýrt að fisk- urinn í sjónum sé sameign þjóðarinnar. Deilt hefur verið um lagalega stöðu þessarar pólitísku yfirlýsingar sem í lögunum er og margir gert kröfu um að hún verði stjórnarskrárbundin. Þar með yrði klárt og kvitt komið í veg fyrir að auðlind þjóðarinnar færðist nokkurn tíma í einkaeign fárra. Réttarstaða eigenda auðlindarinnar – þjóðarinnar – hefur ekki verið nægilega skýr gagnvart þeim sem hafa réttindi til að nýta hana. Þess vegna var það grunnur í tillögum auðlindanefndar að stjórn- arskrárbinda ákvæðið um ,,sameign þjóðarinnar“. Stjórnarflokkarnir svíkja Forsætisráðherra lofaði á Alþingi að flytja tillögu um þetta. Það stóð hann ekki við. Framsóknarflokkurinn gerir ekkert með sínar yfirlýsingar. Nú þegar kosningar fara í hönd eru þeir vísir að svikum um þetta mál. Samfylk- ingin hefur sagt skýrt að þetta sé grundvallarmál. Við viljum bæði tryggja það að ákvæðið um sameign sé staðfest í stjórnarskrá, sem og gera það virkt með því að úthlutun veiðiheimilda við Ísland fari eftir réttlátum og gagn- sæjum leiðum. Sjálfstæðisflokkurinn vill einkaeign á auðlindinni Ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki staðið við yfirlýsta stefnu gagnvart þjóðinni er að hann ætlar ekki að gera það. Innan flokksins eru sterkir hagsmunir og talsmenn fyrir því að færa auðlindina yfir í einka- eign. Nægir að nefna talsmenn eins og Einar Odd Kristjánsson og Vilhjálm Egilsson. Margir aðrir hafa lýst skoðunum á þá lund að lagaákvæðið um ,,sameign þjóðarinnar“ sé merkingarlaust og fásinna sé að ljá því vægi með því til dæmis að festa það í stjórnarskrá. Hvað er Morgunblaðið að fara? Morgunblaðið hefur nú í tvígang borið ranglega upp á mig að ég hafi lýst því að ég telji réttlátara að bjóða auðlindina upp á heimsvísu ,,en að viðhalda núverandi fiskveiðakerfi“. Þetta hef ég aldrei sagt, eins og kemur fram í blaðinu í gær (bls. 12). Gegn betri vitund fer blaðið í mikinn leiðangur til að spyrja forystumenn stjórnmálaflokka um þessa ,,hugmynd Stefáns Jóns“. Og auðvitað grípa þeir tækifærið fegins hendi til að skjóta á manninn. Þetta er kunnur leikur úr kosningaherferðum Morgunblaðsins. Hvers vegna spyr Morgunblaðið ekki Davíð Oddsson um yfirlýsingar hans? Staðreyndin er sú að núverandi kerfi felur í sér ákvæði um sameign þjóð- arinnar, og það ákvæði vil ég og margir aðrir styrkja. Nú er kjörið fyrir Morgunblaðið að halda áfram þessari ,,umfjöllun“ um fiskveiðimál og hringja í Davíð Oddsson. Spyrja hvers vegna hann hafi ekki fylgt eftir yfirlýsingu sinni um að stjórnarskrárbinda ákvæðið um sameign þjóðarinnar. Þá legg ég til að blaðið spyrji Einar Odd Kristjánsson og Vil- hjálm Egilsson um skoðanir þeirra á málinu. Þá væri komin fín frétt á forsíðu blaðsins á kjördag. Hvers vegna er ákvæðið um sameign þjóðarinnar ekki komið í stjórnarskrá? Eftir Stefán Jón Hafstein Höfundur er borgarfulltrúi R-listans. HVAÐ er jafnrétti? Samkvæmt skilgreiningu íslenskrar orðabókar er jafnrétti það að hafa jafnan rétt. Á síðustu árum hefur mikill árangur náðst í jafnréttismálum, sem má að miklu leyti þakka frum- kvæði Sjálfstæð- isflokksins. Ný lög um fæðingarorlof Sjálfstæðismenn lögðu mik- ilvægan hornstein í jafnréttisbar- áttuna með nýjum lögum um fæð- ingar- og foreldraorlof, þar sem lögbundinn er réttur einstaklinga af báðum kynjum til að taka orlof með nýfæddum börnum sínum. Þessi breyting hefur gert það að verkum, að nú þykir sjálfsagt að báðir foreldrar taki orlof og þar af leiðandi hefur jafnrétti kynjanna aukist á vinnumarkaði. Nú eru það ekki einungis konur á barnsburð- araldri sem taka sér orlof heldur einnig feður. Auður í krafti kvenna Ég var svo lánsöm að fá tæki- færi haustið 2001 til að taka þátt í verkefninu Leiðtoga-Auður á veg- um Háskólans í Reykjavík. Þar kynntist ég miklum kvenleiðtogum sem hafa mikla reynslu í atvinnu- lífinu. Þar komst ég að því að kvenstjórnendur eru jafnhæfir og karlmenn og að það er ekki stjórn- valda að koma okkur til valda. Það er í okkar eigin valdi að kynna okkur, byggja upp sjálfstraust, auka menntun og síðast en ekki síst að byggja upp og rækta tengsl. Það gerum við með því að taka virkan þátt í umræðum. Með sam- eiginlegri ábyrgð foreldra eða hjóna á heimili er þessi virka at- vinnuþátttaka kvenna möguleg. Afnám tekjutengingar maka hjá LÍN Afnám tekjutengingar maka hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna hefur aukið frelsi einstaklinganna. Þannig hefur réttur sambýlisfólks og hjóna aukist til námslána. Þetta er mikið framfaraskref og stórt skref í jafnréttismálum, sem ber að fagna. Þetta var mér mikið hjart- ans mál í gegnum háskólagöngu mína. Áfram strákar Hvar er grunnurinn að jafnrétti kynjanna? Að mínu mati liggur grunnurinn í skólagöngu barna okkar, stelpna og stráka. Þar verð- um við að tryggja öllum nám við hæfi. Grunnskólanám er einungis byrjunin, því við verðum einnig að tryggja áframhaldandi skólagöngu barnanna okkar, hvort sem er í verknám eða hefðbundið fram- haldsskólanám og síðan áfram í há- skólanám eða annað framhaldsnám. Þar hef ég meiri áhyggjur af vel- ferð drengja því rannsóknir sýna að það eru strákar sem flosna upp úr framhaldsskólakerfinu, strákum fer fækkandi í háskólum og það eru strákar sem eiga erfiðara upp- dráttar í grunnskólum. Jafnrétti, ekki mismunun Í ályktun Sjálfstæðisflokksins um jafnréttismál er lagt til að beitt verði fyrirbyggjandi aðgerðum sem breyti námsframboði þannig að það heilli stúlkur og drengi að jöfnu og að úrræðin dragi úr brottfalli drengja um leið og þau veki áhuga þeirra á háskólanámi. Lögð verður rík áhersla á fjölbreytt framboð verknáms- og bóknámsleiða á fram- haldsskólastigi. Einnig er þar lagt til að karlmenn verði hvattir til starfa innan skólakerfisins, þannig að börn alist upp við fyrirmyndir og áhrif, jafnt frá körlum sem konum. Því segi ég áfram stelpur og áfram strákar. Við sjálfstæðismenn viljum jafnrétti en ekki jákvæða mismunun fyrir konur. Við viljum vera metnar af okkar eigin verð- leikum til jafns við strákana. Áfram stelpur og áfram strákar – jafnrétti er fyrir alla Eftir Halldóru Matthíasdóttur Proppé Höfundur er markaðsstjóri. EITT af baráttumálum Vil- mundar heitins Gylfasonar var um þjóðkjörinn forsætisráðherra. Kosning milli manna um þetta veigamikla emb- ætti. Nú gefst ein- stætt tækifæri til að prófa þetta í kosningunum 10. maí. Við höfum tvo fulltrúa tveggja mismunandi stefna. Þau Davíð Oddsson og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Davíð er eftir áratugasetu Sjálf- stæðiflokksins fulltrúi þess þjóð- félags sem við okkur blasir. Þjóð- félags einkavæðingar, auðhyggju, aukinnar fátæktar og valdahroka. Nú þarf að slá af og huga að vel- ferðinni, umhyggjunni og breyttri skiptingu þjóðartekna. Ingibjörg Sólrún og Samfylk- ingin eru tækið sem við höfum til þess. Þau geta verið og eru að mörgu leyti fulltrúar þeirra skoð- ana sem núverandi stjórnarand- stöðuflokkar bera fram. Hver trú- ir kosningaloforðum um milljarða skattalækkanir, 90% húsnæðislán og stóraukinn afla? Hjartalagið, hugsjónirnar, lífsskoðanirnar eru það sem við skulum dæma. Ef við viðurkennum að það er til fátækt á Íslandi og hún sé annað en aum- ingjaskapur hlutaðeigandi. Ef við viljum hemja milljarðabraskið í viðskiptaheiminum og ef við vilj- um bæta hag allra þeirra sem eru með undir 400–500.000 krónum á mánuði þá kjósum við Ingibjörgu Sólrúnu og Samfylkinguna. Það er besta ávísun á að fella ríkisstjórn- ina sem við eigum núna. Samfylk- ingin þarf aðra flokka með sér í stjórn. Reynslan af R-listanum í Reykjavík sýnir að vinstriflokkar geta unnið saman. Það eru breytt- ir tímar. Breytum um svo bragð sé að. Kjósum Ingibjörgu Sólrúnu til forsætisráðherra! Kjósum okkur for- sætisráðherra Eftir Jón Gröndal Höfundur er kennari. FJÁRMÁLAFÁVELDIÐ gerist æ gírugra í viðleitni sinni til að hagnast á öllu sem hugsast getur. Með tilkomu GATT-samningsins og viðlíka sam- komulaga aukast möguleikar hinna ríku til að græða á því sem við töldum áður í eigu alls samfélags- sins. Öldrunarþjón- ustan, menntunin og jafnvel vatnið verður að féþúfu fyrirtækja. Af sífellt meiri þunga berjast frjáls- hyggjumennirnir fyrir málstað sínum. Eitt helsta baráttumál þeirra eru frjáls viðskipti með áfengi og jafnvel önnur vímuefni. Jafnt Sjálfstæð- ismenn sem Samfylkingarmenn hafa reynt að sannfæra kjósendur um að það sé sjálfsagt að selja áfengi með „annarri matvöru“ vegna þess að í hill- um matvöruverslana geti margt leynst sem getur haft alvarlegar afleiðingar. Þannig geti mjólk verið hættuleg þeim sem eru með mjólkuróþol, hnetur þeim sem eru með hnetuofnæmi o.s.frv. Rauðvín og mjólk Það vill svo til að undirritaður er óvirkur alkóhólisti með mjólkursyk- uróþol og þarna er nokkuð augljóslega tvennu ólíku saman að jafna. Þegar ég var tveggja ára hætti ég að geta drukkið nýmjólk – ég hélt henni ein- faldlega ekki niðri. Með árunum varð ég svo að hætta neyslu á rjóma, súr- mjólk og ostum og verði mér það á að innbyrða mjólkurvöru upplifi ég ým- iskonar óþægindi. Ofnæmið varð þess valdandi að ég varð að hætta að nota ákveðna matvöru, það var ekkert flók- ið við og það hafði engar aðrar afleið- ingar í för með sér. Öðru máli gegndi um alkóhól- ismann. Sem ungur maður drakk ég mig í gegnum ælu- og dauðatímabilið af mikilli hörku, byggði upp þol og varð (að eigin mati) hrókur alls fagn- aðar, partíljón sem var alltaf síðast heim. En með árunum fór af þessu all- ur glans – það hætti að vera gaman – áfengisneyslan fór að stjórna lífi mínu og vandamálin hrönnuðust upp. Á öll- um sviðum mannlífsins var ég í vanda, ég hætti að vera félagslega virkur og einangraði mig, ég varð taugaveikl- aður með magabólgur og vöðvabólgur, ég vanrækti fjölskyldu mína, sinnti vinnunni illa, keyrði ölvaður og í kring- um mig stóðu mínir nánustu ráðþrota, særðir og áhyggjufullir. Nú er auðvelt að spyrja að því af hverju ég hætti ekki einfaldlega að drekka brennivín? Ég hafði „vit“ á því að hætta að drekka mjólk – og þá var ég bara tveggja ára. Sjúklegri þörf Það ætlar sér enginn að verða alkó- hólisti og þeir sem það verða taka ekki eftir þeim heljartökum sem vímuefnin ná á fíklinum. Eitt aðaleinkenni sjúk- dómsins er nefnilega afneitun á eigin stöðu. Og afleiðingarnar eru geigvæn- legar. Fangelsin, sjúkrahúsin og kirkjugarðarnir eru full af fólki sem hefur orðið alkóhólismanum að bráð. Og ekki bara fíklunum. Saklaus fórn- ardýr drukkinna ökumanna, drukk- inna ofbeldismanna og vanhæfra for- eldra eru jafnvel enn fleiri en hinir. Það er vegna þessa sem margir vilja halda því fram að alkóhólisminn sé mesta heilbrigðisvandamál aldarinnar. Það er áfengið sem á þar stærstan hlut en það veldur til að mynda mun meiri almennum skaða en hassneysla. Að sjálfsögðu geta flestir neytt áfengis, svo til, sér að skaðlausu en staðreyndin er samt sem áður sú að yfir 10% drengja og 6% stúlkna hafa farið inn á Sjúkrahúsið Vog fyrir þrí- tugt og samkvæmt nýgengistölum á Vogi eru sterkar líkur er á því að 20% karlmanna og 11% kvenna þurfi að leita sér aðstoðar vegna áfeng- isdrykkju einhvern tíma á ævinni. Það skiptir gífurlegu máli að hindra þetta unga fólk eins lengi og hægt er í því að byrja að drekka því að sá þroski og það nám sem unglingarnir ná áður en fíknin tekur við getur haft mikil áhrif þegar og ef þau snúa aftur úr viðjum sjúkdómsins. Stöndum á bremsunni Ef áfengi væri að koma fram á sjón- arsviðið í dag myndi það vafalaust vera sett á lyfjaskrá og þar með lyf- seðilsskylt – ef það á annað borð yrði leyft. Áfengi er fíkniefni sem ber að umgangast með stakri varúð. Þess vegna eru forvarnir mikilvægar og þar hefur aðgengið sitt að segja. Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin leggur til takmarkað aðgengi og forvígismenn SÁÁ hafa alltaf talið það vera skyldu sína að standa á bremsunni hvað varð- ar aðgengi að áfengi og öðrum fíkni- efnum því að það er staðreynd að betra aðgengi eykur vandamálið, hvort sem um er að ræða lægri áfeng- iskaupaaldur, sölu í stórmörkuðum eða lögleiðingu annarra vímuefna. Vinstrihreyfingin – grænt framboð á sögulegar rætur í verkalýðshreyf- ingunni sem barðist ötullega gegn áfengisbölinu og er eina stjórn- málaaflið sem sýnir raunverulega ábyrgð hvað þetta varðar. VG reynir ekki að kaupa sér atkvæði með því að bjóða ungu fólki að lækka áfeng- iskaupaaldurinn. VG gerir sér fulla grein fyrir því að skattalækkunarlof- orðaflóð hinna flokkanna munu fyrst og fremst leiða til verra félags- og heil- brigðiskerfis og þar mun ekki síst verða sparað í meðferðar- og forvarn- armálum. Að selja brenni- vín í búðum Eftir Þorleif Gunnlaugsson Höfundur er stjórnarmaður í SÁÁ og skipar 8. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík suður. Í MORGUNBLAÐINU 22. apríl sl.mátti m.a. annars efnis lesa fjórar greinar eftir jafnmargar konur. Þetta eru þær Þor- björg Vigfúsdóttir, verkefnastjóri Há- skólans í Reykjavík, Björg Einarsdóttir, rithöfundur og hún er í heiðurssæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður, Jónína Bjart- marz, alþingismaður og hún skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður, og síðasti pistla- skrifari sem minnst verður á hér er Hanna Birna Kristjánsdóttir, borg- arfulltrúi í Reykjavík. Inntak allra pistlanna var það sama ; að ráðast á kynsystur sína, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem er forsætisráð- herraefni Samfylkingarinnar fyrir komandi Alþingiskosningar. Tilefni skrifa þeirra stallna er samhljóða; auglýsing sem birtist í Morgunblaðinu á föstudaginn langa og sýnir í tímaröð alla forsætisráð- herra lýðveldisins frá stofnun, en það eru allt karlar. Í lok hennar kemur svo mynd af Ingibjörgu Sól- rúnu, sem að margra mati á góða möguleika á að verða fyrst kvenna til að sinna þessu virðulega embætti. Samt sem áður skrifa þessar mætu kynsystur mínar á þann veg að ISG stefni á embættið vegna þess að hún er af sama kyni og þær. Þvílík firra og að vel upplýstar konur skuli setja málin upp með þessum hætti. Finna þær ekki hversu mikill foringi hún er? Hún er í baráttunni þrátt fyrir að hún er kvenkyns og býður gömlum gildum birginn, tilbúin að standa eða falla með þeirri ákvörðun. Núna er loksins komin fram á sjónarsviðið stjórnmálamaður sem ætlar að leggja allt undir til að koma á stjórn sem mun leiða og byggja upp, og í leiðinni sýna fram á að nýir tímar eru að bresta á. Ingibjörg Sólrún hefur sýnt og sannað að henni lætur vel að stýra og fá fólk til að vinna með sér, það sannar samstarf Reykjavíkurlistans. Nú hefur hann verið við völd í 9 ár og dafnar sem aldrei fyrr. Að öllum ólöstuðum er það hennar verk, því hún var mátt- arstólpinn sem hinir reiddu sig á. Allir muna hver urðu viðbrögð for- ystumanna hinna flokkanna þegar hún um jólaleytið tók þá ákvörðun að setjast í 5. sæti Samfykingarinnar í Reykjavík.Þau viðbrögð lýstu fyrst og fremst hræðslu og óöryggi og dæmdu sig sjálf. „Hvað var þessi kvenmaður að rísa upp á móti okkur og rugga skútunni sem var stöðuð og á sæmilega góðri siglingu?“ Við ykkur vinstri græna- framsóknar-sjálfstæðiskarla af báð- um kynjum, vil ég segja þetta: Lesið bókarkorn sem er eftir þýskan sál- fræðing sem heitir Ute Ehrhardt. Bókin heitir „Góðar stelpur komast til himna – En hinar hvert sem er“. Það borgar sig ekki að vera þæg. Þar kemur margt fram sem varpar ljósi á hvað er konum til trafala við að ná settum mörkum og bent á lausnir til að snúa málum okkur konum í hag. Við pistlahöfundana segi ég: Hafið vit á að tala ekki niður til kynsystra ykkar, heldur skulið þið þakka þeim þegar þær stíga fram fyrir skjöldu og leggja sannfæringu sína í dóm landsmanna. Það gerðu margir þeg- ar þið leituðuð eftir, svo þið mættuð vera þar sem þið eruð og allt gott um það að segja. Öllum landsmönnum óska ég gleðilegs sumars og megi komandi vikur verða lærdómsríkar og uppbyggilegar. Það borgar sig ekki að vera þæg Eftir Guðrúnu Ingimundardóttur Höf. er tryggingafulltrúi á Höfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.