Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 66
MINNINGAR 66 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sólveig Sigurðar-dóttir fæddist á bænum Breiðholti í Seltjarnarneshreppi 7. apríl 1920. Hún lést á Skjóli mánudaginn 28. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Guðnason frá Krögg- ólfsstöðum í Ölfusi, f. 15.5. 1888, d. 28.8. 1974, og Kristín Mar- grét Árnadóttir frá Bergskoti á Vatns- leysuströnd, f. 23.6. 1893, d. 31. júlí 1972. Sólveig var þriðja af átta börnum foreldra sinna en þau voru: Mar- grét sem er látin, Engilbert, Helga, Guðni sem er látinn, Sig- urður Eggert, Elín og Guðrún Erna sem lést ársgömul. Árið 1944 giftist Sólveig Ágústi Kjartanssyni bifreiðastjóra, f. 14. ágúst 1918, d. 21. september 1990. Foreldrar hans voru Kjartan Guð- mundsson f. 16.6. 1870, d. 26.10. 1942, og Pálína Björnsdóttir, f. 4.9. 1879, d. 12.1. 1946. Börn þeirra eru; 1) Rúnar, f. 15. sept. 1938, kvæntur Sveindísi Helga- dóttur. 2) Erna, f. 9. september 1940, gift Jörgen Berndsen. 3) Hrafnkell, f. 8. sept- ember 1942, kvænt- ur Báru Þórðardótt- ur. 4) Pálína, f. 14. mars 1945, gift Þor- valdi Reynissyni, áð- ur gift Guðmundi Sorra Garðarssyni. 5) Sigrún, f. 15. jan- úar 1951, í sambúð með Vigfúsi Geirdal, áður gift Sigurði Þóri Sigurðssyni. Auk þess ólst upp hjá þeim Ágúst Þór barnabarn þeirra, f. 25. júlí 1963, kvæntur Matthildi Aðalsteinsdóttur. Sólveig og Ágúst eignuðust 18 barnabörn og 33 barnabarnabörn. Sólveig og Ágúst bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Sólveig vann við afgreiðslustörf auk þess að helga sig börnum og barna- börnum meðan heilsan leyfði. Síð- ustu árin bjó hún á Skjóli við Kleppsveg. Útför Sólveigar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Móðir mín Sólveig Sigurðardóttir fæddist á bænum Breiðholti í Sel- tjarnarneshreppi 7. apríl 1920 þar sem síðar reis eitt fjölmennasta hverfi í Reykjavík. Hún fluttist með foreldrum sínum, fyrst að Skeggja- stöðum í Mosfellssveit og síðar að Lambhaga í sömu sveit og bjuggu þau sveitabúi. Hún ólst upp í hópi systkina sinna og var hún þriðja barnið af átta. Hún gekk í skóla á Brúarlandi. Snemma kom í ljós að hún hafði mikla listræna hæfileika og teiknaði hún mjög vel og var lag- in í höndum. Efnahagur fjölskyld- unnar leyfði ekki langa skólagöngu og mamma fékk ekki tækifæri til að rækta hæfileika sína með því að mennta sig. Á unglingsárum fór hún að vinna fyrir sér og fór þá í vist bæði til Reykjavíkur og Stykk- ishólms Einnig afgreiddi hún í bak- aríi í Reykjavík. Árið 1944 giftist mamma föður mínum Ágústi Kjart- anssyni sem þá var sjómaður. Hann vann síðar við bílaviðgerðir og frá árinu 1958 var hann ráðherrabíl- stjóri. Hæfileikar mömmu nýttust vel við uppeldi barnanna og við heim- ilishaldið. Hún var heimavinnandi fyrstu 15 árin eftir að hún giftist. Þá nýtti hún teiknihæfileika sína fyrst og fremst með börnum sínum og kom þá fyrir að hún kláraði eina og eina mynd í vinnubók eða lag- færði krumpaða svuntu sem ég var að sauma í handavinnu. Listrænir hæfileikar komu líka fram þegar hún saumaði á okkur. Henni tókst að breyta nokkrum treflum í fín- ustu kápur og breytti gömlum föt- um í falleg barnaföt. Fyrir jólin gát- um við kíkt í svokallaða príslista til að velja kjóla sem hún saumaði síð- an á kvöldin og var þá oft að langt fram á nótt. Á vorin voru svo sum- arkjólarnir á dagskrá. Það var henni mikið metnaðar- og kappsmál að hafa heimilið hreint og heimilis- legt þrátt fyrir þrengsli og lítil efni framan af í búskapnum. Hún fór síðan aftur út á vinnumarkaðinn í kringum 1960 og vann þá við af- greiðslustörf. Það var gott að alast upp á heim- ili foreldra minna þó að ekki væri mikið húspláss. Það ríkti oft glens og gaman, mamma hjálpaði okkur að sauma öskupoka fyrir öskudag- inn og þá var glatt á hjalla. Hún var oft fremst í flokki að láta okkur hlaupa fyrsta apríl. Þó er eftir- minnilegast af öllu þegar hún las fyrir okkur sögur á kvöldin. Það var fastur liður að fara snemma í hátt- inn og þá var lesin framhaldssaga. Kvöldbænirnar voru á sama hátt fastur liður eftir að sögustund lauk. Vikulega voru bakaðar kökur sem voru í sérflokki fyrir gæði. Vinsæl- astar voru jólakakan, brúnkakan og vínarbrauðin. Sunnudagslærið sem eldað var yfir messuflutningi á gömlu gufunni var líka fastur liður og sósan var engu lík. Reglufesta, ástríki og krafa um hlýðni var það sem haft var að leiðarljósi í uppeldi barnanna á heimilinu og það reynd- ist öllum gott veganesti út í lífið. Þegar barnabörnin komu til sög- unnar var það sama upp á teningn- um. Hún las fyrir þau, kenndi þeim bænirnar, lék við þau og dekraði við þau. Hún gat brugðið sér í bófahas- ar jafnt sem brúðuleik. Segja má að umhyggja og umönnun hafi sér- staklega einkennt allt líf móður minnar. Fyrst voru það börnin, síð- an þegar foreldrar hennar misstu heilsuna þá hugsaði hún mikið um þau ásamt hinum systkinunum og þá fór hún daglega til þeirra. Ef einhver veiktist eða átti um sárt að binda í fjölskyldu, nágrenni eða í vinahópi þá var hún mætt til að rétta hjálparhönd. Mamma hafði ákveðnar skoðanir og var vinstrisinnuð alla tíð. Stund- um fór hún í Keflavíkurgöngur frá Öskjuhlíð niður á torg og var þá gjarnan í fylgd með Margréti syst- ur sinni og vinkonu og oftast nær brá hún sér í kröfugöngu á 1. maí. Hún gat verið ómyrk í máli þegar stjórnmál voru til umræðu og lá ekki á skoðunum sínum sem alltaf voru í þá veru að það þyrfti að bæta kjör þeirra sem minnstar hefðu tekjurnar og koma á réttlæti þann- ig að allir gætu lifað mannsæmandi lífi eins og hún komst að orði sjálf. Sólveig missti mann sinn árið 1990. Um svipað leyti kom í ljós að hún var með Alzheimersjúkdóm á byrjunarstigi. Sjúkdómsferlið var langt og erfitt en með ótrúlegum dugnaði tókst henni að bjarga sér sjálf þar til árið 1997 þegar hún lenti í alvarlegu bílslysi á Bústaða- vegi á móts við Öskjuhlíðina. Var hún á leið í sólbað í Öskjuhlíðinni. Hún hlaut mörg og erfið beinbrot og lá í nokkra mánuði á Borgarspít- alanum og fór síðan þaðan á Landa- kot. Þar tókst henni að fara að ganga á ný þrátt fyrir þau alvarlegu meiðsl sem hún hafði hlotið. Enn var sama gamla seiglan og dugn- aðurinn fyrir hendi. Síðustu árin bjó hún svo á Skjóli. Ég vil koma á framfæri þakklæti til starfsfólksins þar fyrir að annast hana vel síðustu æviárin. Móður minni þakka ég langa og góða samfylgd, hennar mun ég ætíð minnast með virðingu og söknuði. Blessuð sé minning hennar. Sigrún Ágústsdóttir. Elsku amma mín. Nú eru liðin nokkur ár frá því að þú hættir að þekkja okkur og geta tjáð þig vegna sjúkdóms þíns og þess vegna kveð ég þig nú bæði með gleði og sorg í hjarta mínu. Ég gleðst yfir því að nú getir þú hvílst á stað þar sem allir eru jafnir og yf- ir því að nú hittir þú loks afa aftur og alla hina. Kveðjustundin er alltaf erfið því það rifjast upp svo margar góðar minningar. Við áttum margar góðar samverustundir og ég lagði svo oft leið mína til ykkar afa, fyrst með strætó ofan úr Árbænum og síðar á tveimur jafnfljótum úr Þingholtun- um. Það var alltaf jafngaman að heimsækja ömmu og afa í Blöndu- hlíðina og alltaf var nóg fyrir stafni. Við fórum að gefa öndunum, fórum með nesti upp í Öskjuhlíð, lékum okkur saman í dótaskápnum, spil- uðum eða kúrðum saman upp í rúmi og þá lastu fyrir mig sögur eða sagðir mér frá æskuárum þínum. Eftir að þú veiktist, þegar ég var í menntó, kom ég nær daglega til þín. Það var notalegt að koma og fá sér hádegismat með þér eða fá sér bita eftir skóla á leiðinni heim. Þú lagðir alla tíð svo mikið upp úr því að allir sem komu til þín færu vel mettir frá þér. Á þessum árum fannst mér oft erfitt að sjá hvernig þú, þessi sjálfstæða og duglega kona, hættir smám saman að vera örugg með þig og geta bjargað þér á eigin spýtur. En lífið gengur sinn vanagang og þegar líf deyr þá vakn- ar annað, barnið mitt sem á að fæð- ast nú í júní fær ekki að hitta lang- ömmu sína, en það fær í staðinn að kynnast henni í gegnum allar sög- urnar sem ég á eftir að segja af þér. Þannig lifir þú áfram í huga mér og annarra. Ég þakka þér, amma mín, fyrir allt sem þú kenndir mér. Hvíl þú í friði. Þín Helga. Hann var svo einkennandi fyrir ömmu þessi friður sem var yfir henni síðasta daginn sem ég kvaddi hana á lífi. Það var gott að alast upp í Blönduhlíðinni hjá ömmu og afa, sumir myndu segja of gott. Þau létu flest eftir manni og ég var fljótur að komast upp á lagið. Samt var alltaf passað upp á að hafa hæfilega reglu og aga á heimilinu því það mátti ekki spilla drengnum algjörlega strax í upphafi. Amma var einstaklega ljúf kona sem vildi allt fyrir alla gera. Börn voru alltaf efst í hennar huga og átti það ekki eingöngu við börnin henn- ar og barnabörnin heldur voru öll börn alltaf velkomin á heimili henn- ar og afa. Ég minnist þess þegar vinir mínir og skólafélagar heim- SÓLVEIG SIGURÐARDÓTTIR Elskulegur eiginmaður minn, PÉTUR GUÐLAUGUR JÓNSSON, Bláhömrum 2, lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 1. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Við þökkum starfsfólkinu á Eir fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Hulda Ingibjörg Biering. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR, Skagfirðingabraut 43, Sauðárkróki, andaðist að kvöldi sunnudagsins 4. maí. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 24. maí kl. 14.00. Ásmundur Jónsson, Ragnheiður Kjærnested, Rannveig Jónsdóttir, Alois Raschhofer, ömmubörn og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir mín og amma okkar, BIRNA JÓNSDÓTTIR, Garðastræti 9, lést á Landspítalanum Fossvogi aðfaranótt miðvikudagsins 7. maí. Pétur Pétursson, Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, Pétur Gunnarsson, Eyþór Gunnarsson, Birna Gunnarsdóttir, Sólveig Anna Jónsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS ÓSKAR MAGNÚSSON, Skólagerði 42, Kópavogi, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 5. maí, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 13. maí kl. 13.30. Alda Guðmundsdóttir, Sigrún J. Brunhede, Niels Brunhede, Oddrún Jónasdóttir, Guðrún Jónasdóttir, Rúnar B. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur faðir okkar og sonur, HAFSTEINN TÓMASSON, Löngufit 10, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 10. maí kl. 13:30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á krabbameinslækningadeild Landspítalans. Stefán Ágúst Hafsteinsson, Fjóla Karen Hafsteinsdóttir, Tómas Ármann Hafsteinsson, Bjarnfríður Símonardóttir, Tómas Karlsson. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.