Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 67
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 67 sóttu mig og þáðu kræsingar hjá ömmu, alltaf vildi hún fá þá sem fyrst aftur í heimsókn. Stelpurnar í Hlíðunum öfunduðu mig líka óspart af klæðaburði ömmu, en óhætt er að segja að hún hafi skorið sig úr í þeim efnum. Alls konar mussur og síð skræpótt pils klæddu hinn litla og netta líkama þessarar litríku konu. Á sama tíma og amma var ljúf- mennskan uppmáluð gat hún verið ákveðin og hörð. Það var t.d. ekki um annað að velja fyrir mömmu á sínum tíma en að gefa eftir þegar amma heimtaði að fá að annast upp- eldi dóttursonar síns. Í þeim efnum beitti amma öllum tiltækum ráðum, einkum og sér í lagi með því að eiga alltaf til staðar nóg af sælgæti handa mér. Amma var ótrúlega sterk og ég minnist þess sérstaklega þegar hún beinlínis hljóp heim með troðfulla innkaupapokana úr Sunnubúðinni. Það þurfti líka meira en bílslys sem mölbraut flest hennar bein til að leggja ömmu, hún stóð alltaf upp aftur. Eftir að hafa slitið bernsku- brekinu og flutt að heiman héldu amma og afi alltaf áfram að styðja mig og hvetja mig til að halda áfram að læra. Ég man eftir því þegar ég hringdi í þau staurblankur frá út- löndum eftir að námslánin voru uppurin og vantaði aurana sárlega þá stóð ekki lengi á svarinu. Jú, menn þurfa nú að hafa skotsilfur í útlandinu og enn eitt lánið barst að heiman. Fljótlega eftir að afi dó fóru að vakna grunsemdir um að amma væri komin með Alzheimer sem að lokum leiddi til andláts hennar. Ég reyni að hugga mig við það að nú er hún komin á betri stað og hittir loksins afa aftur, manninn sem henni þótti alltaf vænst um. Þegar ég lít til baka finnst mér sárast að amma skildi ekki fá að kynnast gullmolanum mínum henni Rebekku nógu vel. Það er enginn vafi í mínum huga að hún hefði átt hug ömmu allan ef amma hefði haft heilsu til. Þær náðu þó að hittast nokkrum sinnum og gátu deilt með sér leikföngum Rebekku eða spil- unum hennar ömmu. Elsku amma mín, hvíldu í friði og í síðasta skipti segi ég við þig orðin sem ég hef sagt svo oft við þig áður; takk fyrir mig. Ágúst Þór. Elsku amma, þá er komið að kveðjustundinni. Loksins, því sein- ustu árin voru ömmu erfið í skugga Alzheimer-sjúkdómsins. En ég minnist bjartari tíma því amma var sólskinsbarn og undi sér hvergi bet- ur en undir geislum hennar. Fyrstu tveimur árunum af lífinu eyddi ég á heimili hennar á Laugarnesvegin- um með mömmu og fékk ríflegan skerf af væntumþykjunni sem ávallt einkenndi hana. Pabbi og mamma voru öllum stundum að vinna fyrir fyrstu íbúðinni og þá var gott að eiga góða ömmu. Þegar við fluttum í nýju íbúðina við Kleppsveginn fluttu amma og afi á Brekkulækinn í nokkurra metra fjarlægð. Ég og litli bróðir fórum því oft niður á Brekkulæk til að njóta návistar við ömmu og til að fá eitthvað gott í gogginn. Ef eng- inn svaraði dyrabjöllunni á sólrík- um sumardegi var engin ástæða til að örvænta því við vorum fljótir að finna út að þá var bara að bregða sér yfir Kleppsveginn og á stóra túninu þar fundum við ömmu fljótt og örugglega í sólbaði. Oftar en ekki var eitthvert nesti með í för sem við gátum nartað í og jafnframt notið samvistanna við ömmu því ekki vantaði þolinmæðina við okkur litla fólkið. Svo urðu aftur breytingar og amma og afi fluttust í Blönduhlíðina þar sem þau áttu eftir að búa alla tíð síðan. Aftur urðu tilviljanir lífs- ins til að skömmu seinna ákváðu foreldrar mínir að skipta um íbúð og milli íbúða flutti fjölskyldan í Blönduhlíðina til ömmu og afa. Þar bjuggum við í góðu yfirlæti í nokkra mánuði og í ljós kom að íbúðin í Blönduhlíðinni var mikill töfrastaður. Þar var dótaskápur sem hægt var að fara inn í og loka og kveikja ljós sem afi hafði hag- anlega komið fyrir. Margar klukku- stundir hurfu eins og dögg fyrir sólu inni í skápnum og var oft þröng á þingi hjá okkur bræðrum þar inni. Ef fleiri komu í heimsókn var rifist um hver mætti komast í skápinn. Ef vandræði urðu með að opna dyrnar að dvöl lokinni var amma samstund- is mætt til að bjarga málunum. Af því að íbúðin var risíbúð var hægt að að fara í gegnum litlar dyr undir súð í baðherberginu og þaðan í göngum hringinn í kringum íbúð- ina og voru ófáir leynileiðangrar farnir á þær slóðir með nýja skó og nesti sem amma var óþreytandi að útbúa. Þriðji töfrastaðurinn var háaloftið en þar hafði afi aðstöðu fyrir smíðadótið sitt og var auðvelt að gleyma sér þar uppi. Flottasti kassabíll sem ég hef séð leit dagsins ljós þar í högum höndum afa míns og var ég hamingjusamasti strákur á jarðríki þegar ég ók í fyrsta sinn í nýja kassabílnum mínum. Svo liðu árin og maður fullorðn- aðist og gerði sér grein fyrir að töfrar risíbúðarinnar í Blönduhlíð- inni fólust fyrst og fremst í hlýjunni og notalegheitunum sem mættu manni þar. Enda var það svo að meðan heilsan hennar ömmu leyfði var mætt reglulega í kaffi í Blöndu- hlíðina og aldrei brást að vel var tekið á móti manni með kaffi, pönnsum og öðru góðgæti. Ef eng- inn svaraði dyrabjöllunni á góðviðr- isdegi var gripið til sama ráðsins og á árum áður nema nú var rölt upp í Öskjuhlíð eða niður á Miklatún og þar var amma á skjólgóðum stað í geislum sólarinnar. En nú verða heimsóknirnar í kaffi ekki fleiri og enn lítur maður með söknuði til risíbúðarinnar í Blönduhlíðinni þegar maður á leið framhjá. Þegar góð amma fellur frá fyllist hjartað af söknuði jafnvel þótt maður viti að úr því sem komið var var það fyrir bestu. Ég þóttist sjá þetta í hnotskurn þegar ég sagði litlu dóttur minni frá því að nú væri langamma hennar dáin. Hún fór að háskæla en eftir dálitla stund spurði hún á milli ekkasoganna hvort ég vissi hvað væri langverst og ég svaraði nei. Þá sagði hún að það væri að eiga ekki lengur neina langömmu. Ég ætla að enda þessi orð til hennar ömmu minnar með því að taka orð dóttur minnar mér í munn og segja að mér finnst það langverst að eiga ekki lengur neina ömmu. Ágúst Jörgensson. Ég vil þakka fyrir kynni mín af henni Sólveigu sem ég kynntist fyr- ir 35 árum er ég kom í Blönduhlíð- ina að heimsækja Sigrúnu dóttur Sólveigar og Ágústs. Þannig fór að þau gerðust tengdaforeldrar mínir í ein 24 ár og því kom ég oft til þeirra í Blönduhlíðina og þar var notalegt að koma og þar vel tekið á móti manni og allt hvítskúrað út að dyr- um enda húsfreyjan kattþrifin og húsbóndinn völundur í höndunum. Ekki held ég það hafi valdið vand- ræðum, nema aðeins í fyrstu að þessi tilvonandi tengdasonur væri að læra til listnáms og ætlaði að gerast listamaður, enda trúði Sól- veig mér fyrir því að hennar hugur hefði staðið til myndlistar þegar hún var ung en þá var ekki hægt fyrir fátækar stúlkur með list í hjarta að ganga þá braut en hún hafði gaman af listinni og kunni að njóta hennar. Hún hafði líka gaman af að segja frá kynnum sínum af listamönnum sem komu og versluðu við hana á Laugarnesveginum, þar kom Kjar- val og bað alltaf um beljusúkkulaði og þá var það súkkulaðið með mynd af belju á umbúðunum. Einu sinni sagði hún mér frá manni sem kom í lúguna hjá henni og bað um einn Thule pilsner og hann fær hann og borgar og fer, en stuttu síðar kem- ur hann aftur og biður um allan kassann af þessum pilsner og það var velkomið. Síðar var frétt í blöð- unum um að áfengismagn í þessarri sendingu hefði verið alltof mikið og að það þyrfti að afturkalla alla sendinguna. Síðan verð ég að minn- ast á þegar unglingarnir ætluðu að ræna af henni dagsgróðanum úr sjoppunni og þegar þeir ætluðu að hrifsa af henni töskuna, þá snerist hún til varnar og setti sig í stell- ingar eins og hún hafði séð karlana gera í bíómyndunum og það skipti engum togum að strákarnir urðu skelkaðir og hrópuðu á flóttanum; hún kann karate helvítis kerlingin; og Sólveig sá kómísku hliðina og hafði gaman af þessu eftir á. Margs er að minnast á löngum tíma og er ég lít til baka er mér efst í huga allt það hlýja viðmót er ég naut frá hjónunum í Blönduhlíðinni allan þann tíma er leiðir okkar lágu saman á lífsbrautinni, og hafi þau þakkir fyrir. Sigurður Þórir. Hún frænka mín elskuleg þurfti ekki líkamsræktarstöð til að halda sér í formi. Tággrönn og létt á fæti í vel burstuðum skóm skaust hún á milli bæjarhluta, hvort heldur var til vinnu eða til að rétta öðrum hjálparhönd. Að nenna ekki var ónotað hugtak. Ákveðin og fumlaust gerði hún það sem gera þurfti án þess að vera beðin. Ef skjóta þurfti skjólshúsi yfir einhvern í lengri eða skemmri tíma var alltaf pláss hjá Veigu minni. Engum þurfti að leiðast í návist hennar, létta skapið og smitandi hláturinn sáu til þess og ekki spillti fyrir þegar hún söng svo unun var á að hlýða braginn um hana Rönku sem rak hænsnabúið. En það var ekki alltaf gaman þó ætti að vera gaman. Oft gekk hún með storminn í fangið og bauð hon- um þá birginn, rétti betur úr baki og bretti kraga upp. Á slíkum dög- um voru ekki notuð biðskýli, þar var frekar sest niður þegar sólin skein og kyssti vanga. Nú skín sól hennar í minningunni og yljar um hjartarætur. Við þökkum fyrir að hafa átt Veigu að. Kristín og fjölskylda. Ég man þegar ég flutti ég í Blönduhlíðina. Sólveig átti heima í risinu. Hún var þá 70 ára en ég var 3ja ára. Við urðum strax góðar vin- konur. Ég mátti alltaf koma til hennar. Ég man þegar ég læddist út á kvöldin og hljóp upp til hennar. Ég man hvað það var alltaf hlýtt inni hjá henni. Teppið á gólfinu var svo mjúkt. Ég man að ég neitaði að fara aft- ur niður af því það var svo gott að vera hjá henni. Ég man þegar ég sat inni í skápn- um í svefnherberginu hennar og lék mér að dótinu sem hún átti. Þetta var lítill skápur með hurð og það var ljós sem hékk í loftinu. Þar fékk ég að vera með litabækurnar og lit- ina. Þar faldi ég mig þegar mamma kom að sækja mig. Þá vissi Sólveig bara ekkert hvar ég var. Hún hafði bara ekkert séð hana Þóru Krist- ínu. Alltaf var hún jafn undrandi að ég skyldi vera inni í skápnum. Ég man að við fórum saman út á leikvöll. Ég man þegar hún fór út í búð og keypti handa mér nammi. Ég man líka þegar hún fór með mig upp í Öskjuhlíð í göngutúr. Ég man þegar hún fór í bakaríið og keypti uppáhalds brauðið mitt. Það var kornbrauð sem hún ristaði í gömlu brauðristinni. Svo fékk ég undanrennu að drekka. Ég man eftir Gústa, hann kom oft til ömmu sinnar. Ég man eftir bláa gallapilsinu og smekkbuxunum sem hún keypti í Sautján. Sólveig var svo nett og fín. Hún var alltaf svo glöð og jákvæð. Allt var stórkostlegt og spenn- andi í hennar augum. Svo fluttum við. Sólveig kom oft í heimsókn á nýja staðinn. Ég man ég heimsótti Sólveigu á Skjól. Þá var pabbi orðinn frændi minn. Hún virtist samt glöð. Ég á bara góðar minningar um Sólveigu. Hún var fyrsta vinkona mín. Ég og fjölskylda mín þökkum henni sam- fylgdina. Þóra Kristín. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍSABETAR ANDRÉSDÓTTUR, Hulduhlíð, Eskifirði, áður til heimilis á Landagötu 23, Vestmannaeyjum. Guðrún Valgerður Friðriksdóttir, Ásbjörn Guðjónsson, Sveinn Friðriksson, Kolbrún Sigurðardóttir, barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GÍSLA KONRÁÐSSONAR fyrrv. framkvæmdastjóra, Víðilundi 23, Akureyri. Sólveig Axelsdóttir, Axel Gíslason, Hallfríður Konráðsdóttir, Hólmfríður Gísladóttir, Guðmundur Pétursson, Þórhalla Gísladóttir, Samúel J. Samúelsson, Sólveig Gísladóttir, Hörður Blöndal, Katrín Gísladóttir, Björn Ingi Sveinsson, Hildur Gísladóttir, Sigurður M. Albertsson, Björg Gísladóttir, Haraldur Baldursson, Kjartan Þorbjörnsson, Júlía Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllu því góða fólki, er veitti okkur samúð og styrk vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRNS ÞORGEIRSSONAR, Sólvallagötu 3, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimil- isins Droplaugarstaða fyrir mjög góða hjúkrun og umönnun. Ragnhildur Erlendsdóttir, Þorgeir Björnsson, Margrét Sigurðardóttir, Þuríður Björnsdóttir, Bjarni Geirsson, Hilmar Þór Kjartansson, María Hallbjörnsdóttir, Jón Birgir Kjartansson, Themina Kjartansson, Auður Kjartansdóttir, Hörður Bachmann, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS ÞORSTEINSSONAR, Skálagerði 15, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Erling Þ. Ólafsson, Helga G. Pálsdóttir, Álfheiður Ólafsdóttir, Ólafur Jóhannsson, Einar Ólafsson, Erla Marinósdóttir, Ólafur Þ. Ólafsson, Anna H. Hjaltadóttir, Rannveig S. Ólafsdóttir, Árni Sörensen, Ásgeir Ólafsson, Ásta Jósefsdóttir, Kristján H. Ólafsson, Bjarnrún Júlíusdóttir, afabörn og langafabörn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA GÍSLADÓTTIR, Brávallagötu 40, lést á heimili sínu að kvöldi miðvikudagsins 7. maí. Richard Faulk, Sigrún Faulk, Elías Skúli Skúlason, Hrafnhildur Faulk, Ingólfur Guðnason, Þorvaldur Skúli og Sigríður Helga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.