Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 68
MINNINGAR 68 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elskuleg vinkona okkar Ragnheiður Jónsdóttir sem andaðist á St. Jósepsspítala 2. mars hefði orðið 72 ára í dag 9. maí. Hún átti við mjög erfið veikindi að stríða síðastliðin tvö ár allavega. Okkur vini hennar langar til að minnast hennar með fallegu ljóði. Við vorum þrenn hjón sem voru góðir vin- ir til margra ára. Úr þessum litla hóp eru tveir farnir yfir móðuna miklu. Með þakklæti fyrir að eiga þig sem vin. RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR ✝ RagnheiðurJónsdóttir fædd- ist 9. maí 1931. Hún lést 2. mars síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði 10. mars, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Nú hefir lífs þíns sól í æginn sigið oss setur hljóð og klökkvi döggvar brár, en andi þinn til æðri heima stigið með öllu frjáls og laus við mannleg sár. En stórt er skarð í vinahópinn hlýja þá horfin ertu sjónum ljúf og góð við minnumst alls hins góða, gamla og nýja sem gafst þú oss af þinni kærleiks glóð. Oss vantar orð að þakka samfylgd þína og það sem okkur varstu fyr og síð. En góður Guð þér lætur ljós sitt skína og launar þér við sælukjörin blíð. (Ingibjörg Sumarliðadóttir.) Guð veri með þér, elsku vinkona, og sofðu rótt. Ingibjörg, Bjarni og Ragnheiður. ✝ Paul Oddgeirssonfæddist í Reykja- vík 22. júní 1932. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 2. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Oddgeir Hjart- arson verslunarmað- ur, f. 3. nóv. 1900, d. 30. des. 1993, og Hel- ena Alma Kummer Hjartarson hár- greiðslumeistari, f. 28. apríl 1901, d. 12. sept. 1987. Systkini Pauls eru Sveinn Ragnar skrifstofumaður, f. 21. maí 1927, d. 23. sept. 1958, og Lilja Margrét hárgreiðslumeistari, f. 6. júní 1928. Paul kvæntist 31. okt. 1953 Kristjönu Gíselu Herbertsdóttur, forstöðumanni og dagmóður, f. 29. okt. 1935. Foreldrar hennar voru Herbert Ernst Kummer, f. 4. apríl 1910, lést í seinni heimsstyrjöld- inni 1944, og Kristín Þóra Krist- mundsdóttir Kummer húsmóðir, f. 12. júní 1912, d. 1940. Börn Pauls og Kristjönu eru: Sveinn Oddgeir, kvæntur Brynju Gunnarsdóttur, þau skildu, Anna Þóra, gift Páli Þór Pálssyni, og Páll Ragnar, kvæntur Hjördísi Einarsdóttur. Barnabörnin eru átta og barna- barnabörnin fjögur. Paul og Gísela veittu fjölskyldu- heimilinu Ásvalla- götu 14 forstöðu í 22 ár, frá 1969–1991. Fósturbörnin eru fimmtán. Paul var í Mennta- skólanum í Reykja- vík og nam gullsmíði á vinnustofu Árna B. Björnssonar og í Iðn- skólanum í Reykja- vík. Meistari hans var Leifur Kaldal. Hann lauk sveins- prófi 1957. Paul rak gullsmíðavinnustofu ásamt Leifi og Þor- grími Jónssyni um langt árabil, fyrst í Ingólfsstræti, svo á Laufás- vegi og því næst í Þingholtsstræti. Hann vann hjá Trausti hf. járn- smíðaverkstæði um 10 ára skeið og rak svo gullsmíðavinnustofu á heimili sínu sl. 10 ár. Hann setti á fót gullsmíðavinnustofu á Árbæj- arsafni 1992 og starfaði þar á sumrin og á helgum til ársins 2000. Hann kenndi gullsmíði í Iðnskól- anum í Reykjavík frá 1994 til 2000 og hafði einnig lærlinga á vinnu- stofu sinni. Hann var prófdómari til margra ára. Hann söng í mörg- um kórum þ.á.m. Bústaðakórnum og Dómkórnum auk þess sem hann söng við margar jarðarfarir. Útför Pauls verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Mig langar til að kveðja ástkæran tengdaföður minn Paul Oddgeirsson sem lést á Landspítalanum við Hringbraut 2. maí síðastliðinn. Paul var einstaklega hjálpsamur og hjartahlýr maður sem taldi ekki eftir sér að gera fólki greiða ef hann gat og ætlaðist ekki til neins í stað- inn. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast dóttur hans fyrir 22 ár- um. Strax þá var ég boðinn velkom- inn og mér tekið eins og syni. Gátum við spjallað um heima og geima og var Paul ekkert óviðkom- andi. Hann var hafsjór af fróðleik og kom manni oft skemmtilega á óvart, hvað hann vissi um hina ólíklegustu hluti. Paul var mikið náttúrubarn og hann hafði yndi af hvers kyns ferða- lögum, bæði innanlands og utan. Er mér minnisstætt þegar við fórum saman til Ingólfsfjarðar þar sem hann hafði unnið tvö sumur í Síld- arbræðslunni sem unglingur. Hann hafði sterkar taugar til Ingólfsfjarð- ar og ræddum við oft þann tíma sem hann var þar. Hann var mikill listamaður og bera verk hans í gullsmíðinni vott um það. Hann var oft fenginn í verk sem reyndi á og dró fram það besta sem hann bjó yfir, hvort sem það var víravirki á íslenska þjóðbúninginn eða sérsmíði á margs konar hlutum, þar á meðal verkfæri til gullsmíðinn- ar. Paul var með eigin gullsmíða- stofu í mörg ár og var með marga nemendur í gegnum árin. Síðan kenndi hann við Iðnskólann í Reykjavík í nokkur ár. Hann var söngmaður mikill og söng bæði í Dómkórnum og Selkórnum til margra ára við góðan orðstír. Með honum er genginn einstakur maður sem ég minnist með virðingu og þakklæti. Blessuð sé minning hans. Páll Þór Pálsson. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. (Tómas Guðmundsson.) Ég man svo vel þegar ég hitti tengdaföður mínn Paul Oddgeirsson í fyrsta sinn fyrir tæpum 14 árum í eldhúsinu á Ásvallagötunni. Það var tekið ákaflega vel á móti mér og var ég tekin inn í fjölskyld- una sem ein af börnunum. Það er mér minnisstætt hversu gaman honum þótti að baka. Hann var mjög þolinmóður og gerði alla hluti vel. Hann sýndi öllum málefnum áhuga og var mjög mikill fræðari. Hann hafði gríðarlega gott tóneyra og hjálpaði mér mikið þegar ég var að æfa mig á píanóið hans. Blessuð sé minning hans. Hjördís Einarsdóttir. Kær föðurbróðir okkar Paul Odd- geirsson lést að kvöldi 2. maí síðast- liðins. Palli eins og hann var jafnan kall- aður var órjúfanlegur hluti af bernsku okkar systkinanna. Við minnumst margra stunda á heimili Palla og Gíselu konu hans fyrst á Laugaveginum í risíbúð og síðan á Gunnarsbrautinni. Heimili þeirra var okkur jafnan opið, ekki síst eftir lát föður okkar er við vorum mjög ung. Við vitum að þeir bræður höfðu ætíð verið miklir og góðir félagar þó að aldursmunur væri fimm ár og lát eldri bróður ótímabært og óskiljan- legt á þeim árum sem ungu fólki finnst það ódauðlegt. En Palli hefur sjálfsagt séð bróður sinn í okkur báð- um og lét sér annt um velferð okkar. Það átti að kallast að ég væri að passa Önnu Þóru, dóttur Palla og Gí- selu þegar ég kom á Gunnarsbraut- ina daglega eitt sumar í strætó þegar Anna Þóra var lítið barn, en ætli þau hafi ekki frekar verið að passa mig. Palli frændi átti litla vespu, sem var ekki amalegt að fá að sitja aftan á þegar hann brunaði með mig á Hlemm til að taka strætisvagninn inn í Vogahverfi. Palli hafði einstakt lag á börnum, talaði alltaf við okkur sem jafningja, enda var hægt að leita til hans með hvað sem var. Við minnumst allra skemmtilegu stundanna sem við áttum saman á heimili ömmu og afa í Hólmgarðin- um með okkar litlu föðurfjölskyldu. Amma og afi áttu þrjú börn og það var mikilvægt að halda þessari litlu fjölskyldu saman, heimili þeirra og umhyggja var miðpunkturinn. Margt á heimili ömmu og afa bar börnum þeirra vitni. Systkinin voru afar listfeng og var Palli sá sem menntaði sig í listinni ef svo má segja, hann var lærður gullsmiður. Hann var listamaður fram í fingur- góma. Þó svo gullsmíði sé iðngrein er nauðsynlegt að hafa listræna hæfi- leika sem Palli var svo ríkulega gæddur, til að vegna vel í faginu. Margar íslenskar konur bera hand- bragð Palla í skartinu á íslenska þjóðbúningnum, við vitum að frændi okkar var eftirsóttur til smíði á gull- inu og víravirkið var hans sérgrein. Palli var einnig eftirsóttur í módel- smíði, ef smíða átti líkön til gjafa, eft- irmyndir af skipum, flugvélum eða jafnvel heilum kirkjum, var mjög oft leitað til hans. Palli var mjög söng- elskur og tónviss og því eftirsóttur tenór í kórum. Hann söng m.a. í kór Bústaðarkirkju og Dómkórnum þar sem þau hjónin sungu reyndar bæði. Það voru ófá skiptin sem við skruppum upp á Laufásveg á gull- smíðaverkstæðið hans Palla þegar Menntaskólinn við Tjörnina var og hét í Miðbæjarbarnaskólanum, það var stutt að fara og alltaf tók frænd- inn vel á móti. Hann meira að segja setti göt í eyru, það var nú ekki slæmt, enda í hátísku þá. Það var alltaf sérstök lykt á verkstæðinu og hann stendur okkur ljóslifandi í hug- skotinu í brúna vinnusloppnum við afgreiðsluborðið með dálítið svart á fingrunum, eins og gullsmið sæmir. Skemmtilegast var þó að fá að koma inn fyrir afgreiðsluborðið inn á verkstæðið og skoða hvað var á borð- inu hjá Palla, hverju hann var að vinna að. Hann hafði líka einstakt lag á að segja frá, hann var eðlis- og efnafræðingurinn í fjölskyldunni enda í hlutarins eðli að hann vissi mikið um efnin sem hann var að meðhöndla og eiginleika þeirra. En svona var Palli frændi vissi allt og gat allt og gaf sér alltaf tíma til að spjalla og fræða. Seinni árin kenndi hann við Iðnskólann í Reykjavík auk þess sem hann vann á sumrin á Ár- bæjarsafni við að sýna gamalt hand- bragð við gullsmíði. Það var fengur að kennara eins og honum. Palli og Gísela opnuðu heimili sitt fyrir mörgum fósturbörnum sem þau veittu umhyggju og skjól. Heim- ilið var því alltaf iðandi af lífi en þau hjónin höfðu einstakt lag á börnun- um með þolinmæði sinni. Við þökkum kærum frænda sam- fylgdina og vottum Gíselu, börnum, fósturbörnum og fjölskyldum þeirra ásamt Lillý föðursystur okkar, inni- lega samúð. Helena, Sigurður og fjölskyldur. Kveðja frá Félagi íslenskra gullsmiða Gullsmiðsferill Pauls Oddgeirs- sonar er á enda runninn. Ferill Palla, eins og hann var kall- aður, var um margt óvenjulegur. Hann hóf nám sitt hjá Leifi Kaldal 1953, þá rúmlega tvítugur að aldri. Palli sat við hlið Leifs Kaldal og minntist þess tíma oft við okkur nemendur hans og samferðafólk með gleði og virðingu. Sveinsprófi lauk hann 1957. Eftir að hafa unnið á eig- in verkstæði um alllangt skeið hóf Palli sinn kennsluferil. Við Iðnskólann í Reykjavík fer fram verkleg kennsla í gull- og silf- ursmíði. Árið 1994 tók hann við þeirri kennslu, en varð að hætta 6 ár- um síðar vegna heilsubrests. Við sem nutum þess tíma þökkum honum ein- staka ljúfmennsku. Sem kennari naut kann þess að miðla af þekkingu og reynslu sinni. Hann var listasmið- ur og bera verk hans þess glöggt vitni, hafsjór af fróðleik og hafði ánægju af kennarastarfinu. Hann giftist æskuástinni sinni; sagði frá Gíselu á sinn einlæga hátt. Þau eignuðust þrjú börn og æ síðar stóðu þau saman í að annast þau og mörg önnur börn, sem þau höfðu í fóstri. Við sem kynntumst Paul Odd- geirssyni minnumst hans með virð- ingu, þökk og hlýju því genginn er góður maður. Samúðarkveðjur flytjum við fjöl- skyldu hans, uppeldisbörnum og vin- um. Halla Bogadóttir. Sumarið 1992 var sett upp gam- aldags gullsmíðaverkstæði í húsinu Suðurgötu 7 á Árbæjarsafni. Ákveð- ið var að reyna að fá gullsmiði til starfa á verkstæðinu, helst einhverja af eldri kynslóðinni sem þekktu vel til sögu og handverks liðins tíma. Paul Oddgeirsson gullsmiður, sem hafði fært safninu marga góða muni og reynst góður heimildarmaður um gullsmíði, réðst þá til starfa á verk- stæðinu og vann þar af og til næstu níu árin. Hann hafði ánægju af starf- inu, naut þess að fræða gesti og handbragðið á víravirkinu hans þótti einstaklega fallegt og vandað. Sam- starfsmönnun sínum var hann góður félagi, ávallt ljúfur og hress og reiðubúinn til aðstoðar. Skarð hans verður vandfyllt á safninu. Við vottum ástvinum hans innilega samúð. Starfsfólk Minjasafns Reykjavíkur – Árbæjarsafns. Mig langar að minnast Pauls Odd- geirssonar gullsmiðs með örfáum þakkarorðum. Paul, eða Palli eins og við þekktum hann, er látinn fyrir ald- ur fram. Hann var fallegur maður, hár vexti, samsvaraði sér vel, glað- lyndur og hlýr í bragði. Hann var völundur á gull og silfur en starfaði líka við grófari smíð ef þurfti. Hann var góðmenni og fagurkeri sem undi sér best við silfursmíð og í barna- hópnum stóra og fjölskrúðuga sem þau hjón, hann og Gisella, veittu skjól á heimili sínu og umgengust sem sín eigin börn. Börn löðuðust að Palla eins og flugur að hunangi og hann naut samvistanna ekki síður en þau. Ég sé Paul fyrir mér, brosandi, með silfurlíkan, nákvæma eftirmynd af Bessastaðastofu í hendi sér, ný- smíðað og gljáandi, umvafinn heim- ilisfólkinu og gestum á Ásvallagötu. Hann útskýrði með ljóma í augum hvernig hver hluti var unninn og hvað hefði tekist. Síðan brá fyrir áhyggjuglampa í svipnum er hann benti á eitthvað sem hann taldi að betur hefði mátt fara. Gísella and- mælti með hægð og sagði: „Palli minn, mér finnst þetta fallegt.“ Þá brosti Palli við konu sinni. Áhyggju- svipurinn hvarf eins og dögg fyrir sólu. Þetta er dæmigert fyrir sam- vistir þeirra hjóna. Þau stóðu saman og studdu hvort annað allt frá fyrstu kynnum er bæði voru á barnsaldri. Ég sé Palla líka fyrir mér með fullt fat af ilmandi nýbökuðum kökum sem hann hafði bakað og hurfu líkt og hendi væri veifað ofan í okkur. Við stóra matborðið á Ásvallagötu var oftast fólk, og mikið rætt jafnt um dægurmál, sem um rök tilverunnar. Allir voru þar jafnvelkomnir, aufúsu- gestir eða sjálfsagðir heimamenn. Þau hjón fóru ekki í manngreinar- álit. Við, Benedikt, sonur minn, kynntumst þessu einstaka heimili, þegar hann var þá á þriðja ári og þarfnaðist „dagmömmu“. Það var vandaverk að finna góða dag- mömmu, enda er Benedikt mikið fatlaður. En á Ásvallagötunni mun- aði engan um það. Benedikt átti þarna skjól í hátt á fjórða ár en tengslin rofnuðu ekki þótt við vær- um ekki lengur daglegir gestir. Þau hjón bættu okkur einfaldlega í fjöl- skylduna og þar erum við enn. Palli er eini „afinn“ sem sonur minn hefur kynnst. Tíminn teygir um of á sam- skiptum. Síðast þegar ég hitti Palla fyrir allnokkru á heimili þeirra Gís- ellu í Gnoðarvogi var hann enn sem fyrr umvafinn börnum sem ýmist kölluðu hann afa eða pabba. Nú var hann að smíða skartgripi úr silfri á Árbæjarsafninu og margt fleira í bí- gerð. Gráir silfurhlunkar biðu óbræddir en hann var gæfusmiður margra. Gísellu, börnunum öllum og barnabörnum vottum við þakklæti okkar og samhygð. Dóra S. og Benedikt H. Bjarnason. PAUL ODDGEIRSSON  Fleiri minningargreinar um Paul Oddgeirsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern látinn ein- stakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.