Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 69
NOKKUÐ hefur borið á því að fólk sem fyrirhugað hefur ferðir til Asíu hafi afbókað vegna lungnabólgufar- aldursins, HABL. Íslendingar hræð- ast þó ekki ferðalög til Evrópu í sum- ar en samkvæmt upplýsingum ferðaskrifstofanna hefur nánast ekk- ert verið afbókað í þær ferðir. „Fólk er ekki á því að fara í frí til Asíu núna, það eru alveg hreinar lín- ur. Það er hins vegar mikið um afbók- anir á ferðum til Asíu. Fólk hefur hins vegar engar áhyggjur af sólarlönd- um, það er bara eins og að skreppa til Akureyrar,“ sagði Guðrún Sigur- geirsdóttir, markaðsstjóri Úrvals-Út- sýn. „Það kom náttúrulega við starf- semina þegar við þurftum að fella niður 460 manna ferð til Kína yfir páskana, en að öðru leyti reynir ekki á þetta,“ sagði Guðrún. Hún sagði As- íulönd eins og Taíland vera meiri vetrardvalarstað og ekki farið að reyna á bókanir fyrir næsta vetur. Terra nova-Sól hafði sömu sögu að segja. „Við seljum ekki mikið af ferð- Afbókanir á ferðum til Asíu vegna HABL Fólk hræðist ekki ferðalög til Evrópu um til Asíu. Þær fáu bókanir sem ver- ið hafa eru viðskiptamenn sem láta þetta ekki hafa áhrif á sig. Sólarlönd- in virðast ekkert verða fyrir barðinu á þessu. Það getur vel verið að þetta hafi þau áhrif að fólk bóki síður, en þeir sem eru búnir að bóka sig virðast ekki á því að láta þetta stöðva sig,“ sagði Inga Kristjánsdóttir sölustjóri hjá Terra nova. Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, sagði lungnabólgufar- aldurinn engin áhrif hafa á bókanir til Evrópu. „Hins vegar höfum við vissu- lega fundið fyrir því að það hvarflar ekki að fólki að fara til Kína né Hong Kong. Ég veit að þetta hefur líka haft mikil áhrif á Taíland, Víetnam og allt sem er í þá átt. Það er alveg greinilegt að fólk kærir sig ekki um að fara þangað í frí á meðan ástandið er svona,“ sagði Andri Már. Heimsferðir hafa hafið sölu ferða til Kúbu og Dóminíska lýðveldisins í haust og sagði Andri HABL ekki hafa áhrif á þær ferðir. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 69 AÐALFUNDUR Kvenréttinda- félags Íslands árið 2003 var haldinn nýlega. Formaður félagsins, Þor- björg Inga Jónsdóttir, flutti skýrslu stjórnar, en starfsemi félagsins hef- ur verið fjölþætt að vanda, segir í fréttatilkynningu. KRFÍ varð 95 ára á árinu og voru margskonar há- tíðahöld í tilefni af afmælinu en þeim lauk með kaffisamsæti á Hall- veigarstöðum 19. júni eftir fjöl- menna göngu um Kvosina undir stjórn Guðjóns Friðrikssonar sagn- fræðings. Núverandi stjórn skipa: Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður, Margrét Sverrisdóttir, varaformaður, Mar- grét Gunnarsdóttir, ritari, Margrét Steinarsdóttir, gjaldkeri, Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, meðstjórn- andi, Edda Jónsdóttir, meðstjórn- andi, Ragnhildur G. Guðmunds- dóttir, meðstjórnandi, og Þorgerður Einarsdóttir, meðstjórn- andi. Stjórn Kvenréttindafélags Íslands, efri röð frá vinstri: Margrét Kr. Gunn- arsdóttir ritari, Margrét Steinarsdóttir gjaldkeri, Edda Jónsdóttir, Þor- gerður Einarsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, Margrét Sverrisdóttir varaformaður, Þorbjörg Inga Jónsdóttir formaður, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri og Sigurbjörg Björg- vinsdóttir. Á myndina vantar: Rósu Jónsdóttur, Rósu Björk Brynjólfs- dóttur, Bryndísi Kristjánsdóttur og Helgu Guðrúnu Jónsdóttur. Fjölbreytt starf Kven- réttinda- félagsins Samverustund Samfylkingar í Hafnarfirði verður á Thorsplani í dag, föstudaginn 9. maí, milli kl. 16 og 18. Grillaðar pylsur, hoppukastalar fyr- ir yngri og eldri börn, Steinn Ár- mann skemmtir, Hjörtur Howser leikur af fingrum fram, þingmanns- efni skemmta. STJÓRNMÁL Aðalfundur Vináttufélags Íslend- inga og Pólverja verður haldinn í húsakynnum Norræna félagsins, Óð- insgötu 7, á morgun, laugardaginn 10. maí, kl. 16. Venjuleg aðalfund- arstörf. Einnig verður gerð grein fyr- ir fyrirhuguðum ferðum til Póllands í sumar. Félagsmenn, og allt áhuga- fólk um samskipti Íslands og Pól- lands, eru velkomnir. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Kynningarfundur verður hjá Svif- drekafélagi Reykjavíkur á morgun, laugardaginn 10. maí, kl. 13.00–15.00. Kynnt verður allt sport félagsins. Á staðnum verða vængir uppsettir, flugskýli opið og flogið ef veður leyfir. Félagsmenn verða á staðnum og svara spurningum. Námskeið í svifd- rekaflugi og svifvængjaflugi hefjast sunnudaginn 11. maí. Þýskur at- vinnukennari kennir á námskeið- unum; Herbert Pröhl. Hann hefur kennt um allan heim í um tuttugu ár. Mótmælastaða við stjórnarráðið verður á morgun, laugardaginn 10. maí, kl. 14. Friðarsinnar munu safn- ast saman við stjórnarráðið til að minna á andstöðu sína gegn stríðinu í Írak, Einar Már Guðmundsson les ljóð, Hörður Torfason tekur lagið og Birna Þórðardóttir flytur ávarp. Fundarstjóri er Eiríkur Jónsson. Kaffi og kakó verður á boðstólum. Á sama tíma munu friðarsinnar á Ak- ureyri koma saman neðst í kirkju- tröppunum og mótmæla stríði. Afmælishátíð Kópavogsdeildar RK. Kópavogsdeild Rauða krossins efnir til opinnar afmælis- og opn- unarhátíðar í nýju húsnæði sínu í Hamraborg 11 kl. 14–16 laugardag- inn 10. maí. Deildin fagnar þá 45 ára afmæli sínu og tekur um leið form- lega í notkun nýtt húsnæði fyrir sjálf- boðamiðstöð og skrifstofu deild- arinnar. Allir eru velkomnir og deildin hvetur velunnara og sjálf- boðaliða deildarinnar fyrr og nú til þess að fagna þessum áföngum sam- an. Þeir sem ef til vill hafa áhuga á að taka þátt í sjálfboðnu starfi deild- arinnar eru sérstaklega hvattir til að koma og kynnast starfinu, segir í fréttatilkynningu. Á MORGUN Foreldrar barna í einkareknum leikskólum ætla að fjölmenna fyrir utan fundarstað leikskólaráðs Reykjavíkur að Tryggvagötu 17 í sama húsi og Listasafn Reykjavíkur en við inngang austanmegin (gegnt Gauki á Stöng) í dag, föstudaginn 9. maí, kl. 11.45, stuttu áður en fundur hefst. Þannig vilja þeir sýna fram á samstöðu og reyna að hafa áhrif á að tekið verði fyrir mál um auknar nið- urgreiðslur með börnum í einka- reknum leikskólum og að þær verði hækkaðar til jafns við niðurgreiðslur með börnum í Leikskólum Reykja- víkur að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Fræðslufundur með starfsfólki heilbrigðisþjónustu. Landlækn- isembættið heldur árlegan fræðslu- fund með starfsfólki í heilbrigð- isþjónustu í dag, föstudaginn 9. maí, í Félagsheimili Seltjarnarness við Suðurströnd, kl. 8.30–16. Sigurður Guðmundsson landlæknir mun setja fræðslufundinn. Fyrirlesarar verða: Haukur Valdi- marsson aðstoðarlandlæknir, Sig- urður Guðmundsson landlæknir, Sigríður Haraldsdóttir sviðsstjóri, Sigurður Helgason, ritstjóri klín- ískra leiðbeininga, Anna Björg Ara- dóttir verkefnisstjóri, Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri,Vilborg Ingólfsdóttir yfirhjúkrunarfræð- ingur, Þórólfur Guðnason yfirlæknir og Guðrún Sigmundsdóttir læknir. Málþing útskriftarnemenda á þroskaþjálfabraut í Kennarahá- skóla Íslands er haldið í dag, föstu- daginn 9. maí, í Skriðu í KHÍ frá kl. 9.15–15.45. Þar kynna nemendur lokaverkefni sín sem eru starfstengd þróunarverkefni á sviði málefna fatl- aðra. Nemendurnir fjalla m.a. um sína sýn á stöðu mála og koma með tillögur um hvernig megi gera þjón- ustuna enn betri. Lítið hefur borið á umfjöllun um málefni fatlaðra í kosningabaráttunni og því verðugt viðfangsefni að skoða hlutdeild og stöðu þeirra í velferðarkerfinu. Í DAG LEIÐRÉTT Salzach rennur í gegnum Salzburg Í frétt af verkfalli í Austurríki, sem birtist í Morgunblaðinu á mið- vikudag, er sagt að Inn-fljót renni í gegnum Salzburg. Þetta er ekki rétt. Það er Salzach sem rennur um Salz- burg, og sameinast Inn-fljóti nokkru norðar. Félagsþjónustan ekki Félagsmálastofnun Í gær var misritað í blaðinu að Fé- lagsþjónustan í Reykjavík héti Fé- lagsmálastofnun. Leiðréttist þetta hér með. Kosningaútvarp á stuttbylgju Á KOSNINGANÓTTINA verður kosningaútvarpið á Rás 1 sent út á stuttbylgju til sjómanna á hafi úti og Íslendinga sem búa erlendis. Hér á eftir fer yfirlit um stuttbylgjusend- ingarnar. Kosningaútvarp 10.–11. maí kl. 21–5. Til Evrópu: 12115 kHz, 13865 kHz. Til Ameríku: 15775 kHz. Félag húsgagna- og innanhússarkitekta Vekja athygli á lögverndun starfsheita FÉLAG húsgagna- og innanhúss- arkitekta (FHI) hefur sent frá sér yf- irlýsingu um starfsheitin innanhúss- arkitekt og innanhússhönnuður. Félagið segir þetta gert að gefnu til- efni. „Starfsheitin innanhússarkitekt og innanhússhönnuður eru lögvernduð samkvæmt lögum nr. 8/1996, sbr. 5. tl. 1. gr. laganna. Rétt til að nota þau starfsheiti hafa þeir menn einir sem fengið hafa til þess leyfi ráðherra eða þeir sem fengið hafa staðfestingu ráð- herra á leyfi til að bera samsvarandi starfsheiti sem veitt hefur verið í ríki sem er aðili að EES samningnum. Samkvæmt 8. gr. laganna varðar brot á framangreindri reglu sektum.“ OLÍUFÉLAGIÐ ESSO og Lands- samtök hjartasjúklinga hafa gert með sér samkomulag þess efnis að söfnunarbaukar frá Lands- samtökum hjartasjúklinga verði framvegis á öllum bensínstöðvum félagsins. Samkomulagið er gert í tilefni 20 ára afmælis Lands- samtaka hjartasjúklinga á þessu ári sem verður 8. október nk. Söfn- unarbaukarnir verða komnir á flestar ESSO-stöðvar í maíbyrjun. Vilhjálmur B. Vilhjálmsson, formaður Landssamtakanna, og Auður Björk Guðmundsdóttir kynningarstjóri staðfesta samkomulagið. Söfnunar- baukar LHS á öllum ESSO- stöðvum Fréttatilkynning frá Evrópusamtökunum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Evr- ópusamtökunum: „Evrópusamtökin lýsa yfir undrun sinni á sjónvarpsauglýsingu Sam- bands ungra sjálfstæðismanna (SUS) varðandi afleiðingar hugsanlegrar að- ildar Íslands að Evrópusambandinu (ESB). Í auglýsingunni er gefið í skyn að aðild að ESB þýði að miðin við Ís- landsstrendur fyllist af erlendum tog- urum. Annaðhvort sýnir auglýsingin fá- fræði SUS um þetta málefni eða um vísvítandi blekkingar er að ræða. Erf- itt er að meta hvor skýringin er sorg- legri. Staðreyndin er sú að flestir þeir sem fjalla um þessi mál af yfirvegun og skynsemi hafa komist að þeirri nið- urstöðu að Íslendingar hafi sterka samningsstöðu gagnvart Evrópusam- bandinu. Það kom meðal annars fram í sjónvarpsþættingum ,,Aldahvörf“ þar sem rætt var við forsvarsmenn sjávarútvegsmála í Bretlandi, Írlandi, Spáni og í Evrópusambandinu. Það er einnig ljóst að engin stjórn- málaflokkur, samtök eða hagsmuna- aðilar hér á landi myndu leggja til að Ísland gengi í ESB án þess að tryggt væri að fiskimiðin í kringum landið myndu áfram verða undir forræði Ís- lendinga. Þar að auki telja Evrópusamtökin að það sæmi ekki stjórnmálasamtök- um á Íslandi að pakka svona áróður- sauglýsingu í búning virtrar sjón- varpsstöðvar, þ.e. BBC.“ Búist við 50 milljóna potti í lottói Á LAUGARDAG verður vinnings- potturinn í Lottóinu sexfaldur og bú- ast forráðamenn Íslenskrar getspár við að hann nái allt að 50 milljónum króna. Potturinn hefur aldrei áður verið svo margfaldur á kosningadag. „Það er forvitnilegt að sjá hvað ger- ist því þjóðin fer út að kjósa og verð- ur því á ferðinni,“ segir Bergsveinn Sampsted framkvæmdastjóri Ís- lenskrar getspár. Telur Bergsveinn því að fjölmargir kaupi miða um leið og þeir fara að kjósa. Vinningsupp- hæðina byggir hann á því að í nóv- ember sl. var potturinn sexfaldur og fór hann þá í 47,8 milljónir. Á fimmtudag var potturinn kom- inn í 31 milljón. Áætlað er að hann fari í 40 milljónir á morgun, föstu- dag, og endi svo í 45–50 milljónum á laugardag. „Þetta verða náttúrlega fyrstu tölur kvöldins,“ sagði Berg- sveinn en drátturinn verður í beinni útsendingu í kosningasjónvarpinu. Bergsveinn benti einnig á að í lott- óinu gæti fólk látið tölvuna velja fyr- ir sig. Það gæti það hins vegar ekki í sjálfum kjörklefanum. Segja úrskurð miðast við 266 metra lónshæð MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Fuglaverndarfélagi Ís- lands og Sambandi Dýra- verndunarfélaga Íslands um Þjórsárver: Stjórnir Fuglaverndar- félags Íslands og Sambands Dýraverndunarfélaga Íslands harma viðbrögð Landsvirkj- unar við úrskurði Jóns Krist- jánssonar, setts umhverfis- ráðherra, um Norðlingaöldu- lón og Þjórsárver. Það er álit þeirra og fjölda annarra sam- taka og einstaklinga um nátt- úruvernd, að úrskurður setts umhverfisráðherra miðist við 266 m lónshæð og telja að þjóðarsátt hafi náðst þar um. Tilraunir Landsvirkjunar til að reyna að fara á svig við þessa staðreynd í úrskurði ráðherra eru skýlaus brot á þessari þjóðarsátt. Landsvirkjun hefur nú þeg- ar gengið lengra en góðu hófi gegnir á ósnortna náttúru Ís- lands, en virðast engin tak- mörk sett og fær jafnvel Kvíslaveitu 6 á silfurfati, sem hafði áður verið hafnað. Fuglaverndarfélagið og Sam- band Dýraverndunarfélaga hvetja forsvarsmenn Lands- virkjunar og væntanlega rík- isstjórn til að hægja á ferð- inni og leggja jafnframt til að friðlandið í Þjórsárverum verði stækkað og að Eyvafen og önnur ver utan friðlands- ins verði einnig friðlýst. Jafn- framt verði ákvæði í lögun- um, sem heimilar Norðlingaölduveitu að frið- landsmörkum, fellt niður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.