Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 73 DAGBÓK Opið 21.00-01.00 virka daga og 21.00-05.30 um helgar Þessi gamli góði MÖRG félög rúmast innan bridshreyfingarinnar. Eitt er undanásafélagið, en skil- yrðið fyrir inngöngu er að hafa a.m.k. einu sinni spilað undan ás án þess að tapa á því. Sverrir Gaukur Ár- mannsson er formaður und- anásafélagsins. Hann var í vestur í spili dagsins, sem er frá Íslandsmótinu um helgina: Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ Á92 ♥ K63 ♦ KD9543 ♣5 Vestur Austur ♠ 108643 ♠ D7 ♥ 2 ♥ ÁD4 ♦ – ♦ G10876 ♣Á987632 ♣D104 Suður ♠ KG5 ♥ G109875 ♦ Á2 ♣KG Eftir mikla sagnbaráttu tókst formanninum að ýta NS í fimm hjörtu yfir fimm laufum (sem er mjög góð fórn og fer aðeins einn nið- ur). Sverrir þurfti ekki lengi að velta fyrir sér útspilinu – hann lagði lauftvistinn á borðið, sem er nákvæmt hliðarkall til að biðja makk- er um lægri litinn til baka, eða tígul. Frábær áætlun, en hörmuleg niðurstaða, því sagnhafi fékk á laufkóng og gaf svo aðeins tvo slagi á tromp. Víkur nú sögunni að öðru borði, þar sem ritari undan- ásafélagsins hélt á spilum vesturs. Sá er dálkahöfund- ur, en makker hans er Ás- mundur Pálsson. NS voru Ólafur Steinason og Guðjón Einarsson: Vestur Norður Austur Suður Guðm. Guðjón Ásm. Ólafur Pass 1 tígull Pass 1 hjarta 2 grönd * Dobl 3 lauf 4 hjörtu 5 lauf Pass Pass 5 hjörtu Pass Pass Pass Tilgangurinn með tveggja granda sögninni var að sýna svörtu litina, en mikla skiptingu og lengra lauf. Dobl norðurs á tveim- ur gröndum lofaði stuðningi við hjartað. Sem stjórnarmaður um- rædds félags gat greinar- höfundur ekki verið þekkt- ur fyrir að svíkja lit og kom því út með lauftvistinn. Ólafur fékk slaginn á kóng- inn, en var fullfljótur á sér þegar hann trompaði strax út. Ásmundur tók á ÁD og spilaði þriðja trompinu. Ólafur sá nú eftir að hafa ekki stungið lauf, því hann gat ekki hent nema einu svörtu spili niður í tígul. Eins og spilið liggur virðist það ekki koma að sök, því spaðadrottningin kemur önnur úr austrinu. En Ólaf- ur vissi ekkert um það. Hins vegar taldi hann sig hafa skiptingu vesturs á hreinu og ákvað að reikna með 10x í spaða í austur, frekar en Dx. Hann tók á spaðakóng og lét gosann svífa yfir … EINN NIÐUR! Sverrir hyggst segja af sér sem formaður og mæla með ofanrituðum sem eft- irmanni sínum. „Það er ekki nóg að vera snjall, maður verður líka að vera hepp- inn.“ E.s. Eftir á að hyggja gat Óli bjargað spilinu með því að gera út á þvingun. Þá tekur hann fyrst þrjá efstu í tígli og hendir SPAÐA heima. Rennir svo niður trompunum og þvingar vestur með laufásinn og spaðalengdina. Það hefði verið verulega sárt. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. Da4+ Bd7 6. Dh4 Rf6 7. e4 c5 8. Bc4 Rc6 9. d3 Rg4 10. 0–0 Bg7 11. h3 h5 12. Dg3 Rge5 13. Rxe5 Rxe5 14. f4 Rxc4 15. dxc4 h4 16. De1 Bc6 17. e5 Dd4+ 18. Be3 Dxc4 19. b3 De6 20. Bxc5 g5 21. Bd4 gxf4 22. Hxf4 0–0–0 23. Hd1 Hhg8 24. Hg4 Bh8 25. Dxh4 Hxg4 26. Dxg4 Dxg4 27. hxg4 b6 28. g5 Kb7 29. Kf2 Bg7 30. Ke3 Hh8 31. Hf1 Be8 32. Rd5 e6 33. Rf4 Bc6 Staðan kom upp á móti kynslóðanna sem lauk ný- verið í New York. Sú sér- staka regla gilti í mótinu, að keppendur máttu ekki semja jafntefli innan 50 leikja ella hlytu þeir ýmiss konar viðurlög, s.s. að glata hlut- fallslega af verð- launafénu og vera ekki boðið aftur á mótið. Amon Simutowe (2.411) frá Sambíu hafði hvítt gegn Jaan Ehlvest (2.587). 34. Rxe6! fxe6 35. Hf7+ Ka6 36. Hxg7 Hh4 37. He7 He4+ 38. Kd3 Hg4 39. Hxe6 Bd7 40. Hd6 Bb5+ 41. Ke3 Hxg5 42. Kf3 Bf1 og svartur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Eugene Per- elshteyn (2.461) 6½ vinning af 9 mögulegum. 2.–4. Irina Krush (2.431), Jaan Ehlvest (2.587) og Larry Christian- sen (2.544) 5½ v. 5. Leonid Yudasin (2.558) 5 v. 6.–7. Amon Simutowe og Varuz- han Akobjan (2.547) 4½ v. 8. Mark Bluvshtein (2.451) 3½ v. 9. Stephen Muhammad (2.397) 2½ v. 10. William Paschall (2.429) 2 v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. LILJA Allmáttigr guð, allra stétta yfirbjóðandi engla ok þjóða, ei þurfandi stað né stundir, staði haldandi í kyrrleiks valdi, senn verandi úti ok inni, uppi ok niðri ok þar í miðju, lof sé þér um aldr ok æfi, eining sönn í þrennum greinum! Æskik þína mikla miskun – mér veitiz, ef eptir leitak klökkum hug – þvíat inniz ekki annat gótt nema af þér til, dróttinn. Hreinsa brjóst, ok leið með listum loflig orð í stuðla skorðum, stefnlig gjörð svá at vísan verði vunnin yðr af þessum munni! - - - Eysteinn Ásgrímsson. LJÓÐABROT STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú hefur sterka réttlætis- kennd og átt auðvelt með að sýna umhyggju. Komandi ár mun á einhvern hátt marka nýtt upphafi í lífi þínu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þetta er góður dagur til að njóta samskipta við vini og börn. Þið eruð létt í lund og njótið þess að leika ykkur við börn jafnt sem fullorðna. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þið þurfið að huga að því hvernig þið getið bætt sam- skipti ykkar við aðra í fjöl- skyldunni. Gætið þess að taka ekki fjölskylduna sem sjálfsagðan hlut. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur þörf fyrir að bregða út af vananum í dag. Reyndu að fara í stutt ferðalag eða verslunarleiðangur. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ættir að huga að fjármál- unum í dag og ganga úr skugga um hvað þú átt og hvað þú skuldar. Þótt staðan sé ekki góð er betra að vita fyrir víst hver hún er. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Tunglið er í ljónsmerkinu og það veitir þér kraft og gleði. Deildu gleði þinni með þeim sem þú hittir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Reynið að gefa ykkur tíma til að vera ein með sjálfum ykk- ur og koma skipulagi á hugs- anir ykkar. . Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þið njótið óvenjumikillar at- hygli í dag, sama hvað þið takið ykkur fyrir hendur. Á svona dögum kemur sér vel að vera skipulagður og snyrtilegur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Samræður við yfirmann eða konu, sem er þér eldri og reyndari, geta reynst gagn- legar. Þú gætir einnig átt gagnlegar samræður við for- eldra þína. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú hefur gaman af ferðalög- um vegna þess að þú vilt fræðast um heiminn og allt það sem í honum er. Reyndu að svala fróðleiksfýsn þinni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Einhver er tilbúinn til að lána þér peninga eða hjálpa þér með öðrum hætti. Taktu við því sem að þér er rétt, jafnvel þótt það sé lítilsvert, því ann- að getur valdið sárindum og reiði. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Gefðu vinum þínum og maka sérstakan gaum í dag. Mars hefur verið í merki þínu að undanförnu og það hefur valdið átökum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Reyndu að skipuleggja þig áður en þú gerir áætlanir fyr- ir kvöldið. Dagurinn hentar vel bæði til félagslífs og skipulagningar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HLUTAVELTA Morgunblaðið/Jim Smart Þessar stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 1.086 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær eru Brynja Arnardótt- ir, Ragnheiður Ósk Ákadóttir og Kolbrún Edda Jónsdóttir. Norðurlandamótið í brids í Færeyjum – landslið kvenna valið Kvennalandslið Íslands á Norður- landamótinu í brids, sem spilað verð- ur í Færeyjum 19.–23. maí næstkom- andi, eru: Alda Guðnadóttir – Stefanía Sigurbjörnsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir – Esther Jak- obsdóttir. Fyrirliði er Ragnar Her- mannsson. Bridsfélag Hafnarfjarðar Lokið er spilamennsku hjá brids- félaginu á þessu spilaári. Síðasta keppnin var tveggja kvölda vortví- menningur, Barómeter. Eins og stundum áður í vetur stóðu Gunn- laugur og Sigurður uppi sem sigur- vegarar. Úrslit urðu sem hér segir: Gunnl. Óskarss. – Sigurður Steingr. 325 Sigurður Sigurjónsson – Páll Hjaltas. 300 Erla Sigurjónsdóttir – Sigfús Þórðars. 289 Halldór og Friðþj. Einarssynir – Einar Sigurðsson 287 Meðalskor 275, skor Gunnlaugs og Sigurðar 59,1%. Þátttaka í spilakvöldum var góð í vetur, einkum framan af. Eins og oft vill verða í veðurblíðu dró úr mæt- ingu spilara þegar leið á vorið. Um leið og við í stjórn bridsfélags- ins þökkum spilurum og keppnis- stjórum ánægjulega samveru á liðn- um vetri minnum við á aðalfundinn föstudagskvöldið 9. maí kl. 20 í Flatahrauninu. Geðilegt sumar. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði tvímenning á ellefu borðum mánudaginn 5. maí. Miðlungur 220. Efst vóru: NS: Karl Gunnarsson – Ernst Backman 283 Rut Pálsd. – Hlaðgerður Snæbjörnsd 267 Bragi Salomonsson – Haukur Ísaksson 240 Halldór Jónsson – Valdimar Hjartars. 226 AV: Björn Björnsson – Heiðar Þórðarson 263 Páll Guðmundsson – Guðm. Guðveigss 259 Þórhildur Magnúsd. – Helga Helgad. 240 Haukur Guðmunds – Ari Þórðarson 231 Guðlaugur Árnas. – Jón Páll Ingibergs 231 Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 28. apríl sl. var síð- asta spilakvöldið á þessu vori hjá okkur. Spilaður var mitchell. 18 pör mættu. Meðalskor 216 stig. Besta skor í NS: Leifur Kr. Jóhanness. – Már Hinrikss. 244 Jóna Magnúsd. – Hanna Sigurjónsd. 228 Stefanía Sigurbj. – Guðrún Jóhannesd. 223 Jón G. Jónsson – Friðjón Margeirsson 222 Besta skor í A/V: Hermann Friðrikss. – Unnar A. Guðm. 269 Guðlaugur Bessas. – Jón St. Ingólfss. 243 Halla Bergþórsd. – Kristjana Steingr. 240 Jón Stefánss. – Magnús Sverrisson 236 Sendum spilurum um land allt bestu kveðjur og óskir um gott og gleðilegt sumar. Frá félagi eldri borgara í Hafnarfirði Þriðjudaginn 29. apríl var spilaður Mitchell-tvímenningur hjá brids- félagi eldri borgara í Hafnarfirði. Meðalskor var 168. Norður/suður-riðill Bragi Björnss. – Auðunn Guðmundss. 204 Jón Pálmason – Ólafur Ingimundarson 188 Hans Linnet – Bjarnar Ingimarsson 181 Austur/vestur-riðill Friðrik Hermannss. – Ólafur Gíslason 216 Sverrir Gunnarsson – Sigurður Hallgr. 200 Árni Bjarnason – Þorvarður S. Guðm. 181 Föstudaginn 2. maí var spilaður tvímenningur á fjórum borðum. Úr- slit urðu þessi. Bjarnar Ingimarsson – Ólafur Gíslason 77 Friðrik Hermannsson – Kristján Ólafss. 76 Sveinn Jenssen – Jóna Kristinsdóttir 71 Þriðjudaginn 6. maí var spilaður Mitchell-tvímenningur hjá eldri borgurum í Hafnarfirði. Úrslit urðu þessi: Norður/suður-riðill Guðni Ólafsson – Helgi Sigurðsson 119 Sveinn Jensson – Jóna Kristinsdóttir 103 Bragi Björnsson – Auðunn Guðmundss. 103 Austur/vestur-riðill Jón Rafn Guðm. – Kristján Ólafsson 133 Þorvarður S. Guðm. – Jóhann M. Guðm. 113 Björn Björnsson – Heiðar Þórðarson 92 Árni Guðmundss. – Hera Guðjónsdóttir 92 Endalok vetrarstarfsins hjá Bridsfélagi Akureyrar Alfreðsmótinu lauk síðastliðinn þriðjudag og markaði það enn ein tímamótin í sögu Bridsfélags Akur- eyrar, sem síðasta opna mót vetrar- ins. Úrslit einstakra para urðu sem hér segir: Reynir Helgason – Örlygur Örlygsson 90 Frímann Stefánsson – Björn Þorláksson 79 Gylfi Pálsson – Stefán Vilhjálmsson – Helgi Steinsson 67 Jón Sverrisson – Una Sveinsdóttir 57 Sveinbjörn Sigurðsson – Sunna Borg 16 Þegar sveitakeppniúrslitin höfðu verið reiknuð út var niðurstaðan þessi: Frímann Stefánsson/Björn Þorláksson – Soffía Guðm./Ragnheiður Haraldsd. 33 Reynir Helgason/Örlygur Örlygsson – Hermann Huijbens/Símon Gunnarsson 29 Guðjónsson/Sveinn Pálsson – Sveinbjörn Sigurðsson/Sunna Borg 12 Enn er þó eftir að spila eitt sunnu- dagskvöld og síðan topp 16-ein- menninginn, sem verður spilaður föstudaginn 16. maí. Til hans verður boðið þeim spilurum sem hafa unnið sér inn flest bronsstig vetrarins. Einmenningurinn hefst kl. 18:00 stundvíslega. Næstkomandi þriðjudagskvöld verður aðalfundur Bridgefélags Ak- ureyrar í Hamri. Gefst þar tækifæri til að ræða starf vetrarins, bæði það sem vel var gert og líka það sem bet- ur hefði mátt fara. Boðið verður upp á léttar veitingar. Spilarar í kvennaflokki á Norðurlandamótinu í brids í Færeyjum. Talið frá vinstri: Alda Guðnadóttir, Stefanía Sigurbjörnsdóttir, Ragnar Hermanns- son fyrirliði, Ljósbrá Baldursdóttir og Esther Jakobsdóttir. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson ÁRNAÐ HEILLA 40 ÁRA afmæli. Í dag,9. maí, er fertugur Tryggvi Gunnarsson, Grænagarði, Flatey, Breiðafirði. Tryggvi tekur á móti gestum í Flatey kosn- ingakvöldið 10. maí frá kl. 19. Í tilefni dagsins opnar afmælisbarnið vefsíðu til heiðurs sinni heimabyggð. Slóðinn er www.flatey.is. Símar hjá Tryggva eru 853 0000/893 0000, netfang: tryggvi@flatey.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.